Lausn á skuldavanda lítilla fyrirtækja

Föstudaginn 17. desember 2010, kl. 10:54:54 (0)


139. löggjafarþing — 51. fundur,  17. des. 2010.

lausn á skuldavanda lítilla fyrirtækja.

[10:54]
Horfa

Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson (F):

Frú forseti. Mig langar að vitna í samþykkt á fundum stjórnar Byggðastofnunar frá 18. desember 2009 og 30. ágúst 2010 sem var svo staðfest af Fjármálaeftirlitinu 16. september 2010. Þar segir, með leyfi forseta:

„Ákvarðanir um breytingu lána í hlutafé í heild eða hluta, sem og ákvarðanir um niðurfellingu lána í heild eða að hluta skulu áfram háðar samþykki stjórnar og umsögn Ríkisendurskoðunar …“

Bara þessa dagana hef ég frétt af fyrirtækjum sem eru að vinna í niðurfellingu og afskriftum lána sinna í samráði við bankana þar sem þetta mál er hindrun. Þeir segja að Ríkisendurskoðun sé mjög treg til að samþykkja slík mál þannig að það er greinilega þörf á að taka á þessu máli (Forseti hringir.) og ég vona að hæstv. ráðherra geri allt sem hann getur til þess.