Ályktun hollenska þingsins um hvalveiðar Íslendinga

Föstudaginn 17. desember 2010, kl. 14:50:33 (0)


139. löggjafarþing — 51. fundur,  17. des. 2010.

fundarstjórn.

[14:50]
Horfa

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Það er mikilvægt þegar rætt er um störf forseta þingsins að menn geri sér grein fyrir því að það þarf að horfa aðeins inn í framtíðina í þeim efnum. Það er ekkert óeðlilegt að undir liðnum um fundarstjórn forseta sé til að mynda hvatt til umræðu um ákveðið mál.

Ég vil taka undir orð hv. þm. Jóns Gunnarssonar að það er auðvitað ekki boðlegt að hollenska þingið sendi okkur slík skilaboð. Það sýnir einfaldlega í stuttu máli að í Evrópu eigum við við að glíma í dag nútíma-sovét.