Virðisaukaskattur

Föstudaginn 17. desember 2010, kl. 21:21:14 (0)


139. löggjafarþing — 52. fundur,  17. des. 2010.

virðisaukaskattur.

208. mál
[21:21]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég skal endurtaka ánægju mína í heyranda hljóði hér, ég er afar ánægð með að þetta fái nú farsælan endi en ég vil þá að ferill málsins sé rétt skráður í þingsöguna. Mér finnst hv. þingmaður segja söguna dálítið öðruvísi en hún birtist mér og ég veit að það verður betur farið yfir þá hlið mála í frekari ræðum á eftir. Við höfum orðið vitni að því í fyrirspurnatímum og í umræðum um störf þingsins þegar bandalög í öðrum þingnefndum á meðal stjórnar- og stjórnarandstöðuþingmanna hafa verið mynduð vegna þess að málið náði ekki að klárast. Af hverju skyldi það nú vera? Af því að það var svo óendanlega flókið eða af því að það voru bara 18 dagar sem menn höfðu til að fjalla um það? Nei, að sjálfsögðu var það ekki vegna þess. Það var vegna þess að það var pólitískur ágreiningur um lausn þessa máls og þá skulum við bara segja það. Það er hins vegar mjög gott að það sé búið að leysa það og það er mjög gott að við erum komin á þennan stað, en rétt skal vera rétt. (Forseti hringir.)

Svo tek ég bara undir með hv. þingmanni, auðvitað er hneyksli (Forseti hringir.) að svona stórt mál skuli einungis fá (Forseti hringir.) 18 daga í umfjöllun í þinginu. Þetta eru vinnubrögð (Forseti hringir.) sem ríkisstjórnin ætti kannski (Forseti hringir.) að fara að huga að því að breyta.