Sjúkratryggingar

Laugardaginn 18. desember 2010, kl. 14:20:10 (0)


139. löggjafarþing — 55. fundur,  18. des. 2010.

sjúkratryggingar.

191. mál
[14:20]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við atkvæðagreiðslu eftir 2. umr. fyrr í dag var því haldið fram að ég hefði haft í hótunum út af þessu máli. Það er alrangt. Ég benti einfaldlega á þá staðreynd að sá frestur sem við erum að veita núna er of skammur. Ekki mun vinnast tími til að klára þessa samninga á þessum tíma. Það er grundvallarvinna sem á eftir að fara fram til að finna út úr því hver kostnaðurinn er, hver kostnaðargreiningin er — þetta eru allt verk sem eru algerlega óunnin og ekkert hefur verið farið út í og það er óraunsæi að halda því fram að þetta gangi á einu ári.