Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 219. máls.


Þskj. 245  —  219. mál.


Frumvarp til laga

um breyting á lögum um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 99/1999, með síðari breytingum.

(Lagt fyrir Alþingi á 139. löggjafarþingi 2010–2011.)



1. gr.

    Á eftir 3. málsl. 3. mgr. 4. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Liggi hvorki ársreikningur né stofnefnahagsreikningur fyrir er heimilt að leggja bráðabirgðaeftirlitsgjald á viðkomandi aðila á grundvelli áætlaðs efnahagsreiknings. Bráðabirgðagjaldið skal endurskoðað þegar ársreikningur eða stofnefnahagsreikningur liggur fyrir.

2. gr.

    5. gr. laganna orðast svo:
    Eftirtaldir eftirlitsskyldir aðilar skulu greiða eftirlitsgjald af álagningarstofni í þeim hlutföllum og stærðum sem hér segir:
     1.      Viðskiptabankar, sparisjóðir, lánafyrirtæki og rafeyrisfyrirtæki skulu greiða eftirfarandi hlutföll af eignum samtals, þó eigi lægri fjárhæð en 1.000.000 kr.:
                  a.      Viðskiptabankar 0,0271%.
                  b.      Sparisjóðir, lánafyrirtæki og rafeyrisfyrirtæki 0,0244%.
     2.      Vátryggingafélög skulu greiða 0,399% af bókfærðum iðgjöldum, þó eigi lægri fjárhæð en 1.000.000 kr.
     3.      Félög eða einstaklingar sem stunda vátryggingamiðlun skulu greiða 0,215% af þeim iðgjöldum sem miðlað hefur verið á næstliðnu ári, þó eigi lægri fjárhæð en 450.000 kr.
     4.      Verðbréfafyrirtæki skulu greiða 0,147% af eignum samtals, þó aldrei lægri fjárhæð en 1.000.000 kr.
     5.      Verðbréfamiðlanir skulu greiða 0,147% af eignum samtals, þó aldrei lægri fjárhæð en 600.000 kr.
     6.      Rekstrarfélög verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða og fjárfestingarsjóðir sem gefa út hlutabréf skulu greiða 0,0226% af eignum rekstrarfélags og viðkomandi sjóða samtals, þó aldrei lægri fjárhæð en 1.000.000 kr.
     7.      Verðbréfamiðstöðvar skulu greiða 0,91% af rekstrartekjum, þó eigi lægri fjárhæð en 600.000 kr.
     8.      Kauphallir skulu greiða 0,69% af rekstrartekjum, þó aldrei lægri fjárhæð en 600.000 kr.
     9.      Lífeyrissjóðir skulu samtals greiða 0,0111% af hreinni eign til greiðslu lífeyris. Greiða skal eftirlitsgjaldið sem 950.000 kr. fastagjald vegna þeirra lífeyrissjóða er höfðu hreina eign til greiðslu lífeyris undir einum milljarði króna, 1.530.000 kr. vegna þeirra lífeyrissjóða er höfðu hreina eign til greiðslu lífeyris frá einum til tíu milljarða króna, 2.670.000 kr. vegna þeirra lífeyrissjóða er höfðu hreina eign til greiðslu lífeyris frá tíu milljörðum til tuttugu og fimm milljarða króna, 4.960.000 kr. vegna þeirra lífeyrissjóða er höfðu hreina eign til greiðslu lífeyris frá tuttugu og fimm milljörðum til eitt hundrað milljarða króna og 5.740.000 kr. vegna þeirra lífeyrissjóða er höfðu hreina eign til greiðslu lífeyris þar yfir. Það sem þá er ógreitt af eftirlitsgjaldi skv. 1. málsl. greiðist í hlutfalli við hreina eign til greiðslu lífeyris.
     10.      Innlánsdeildir samvinnufélaga skulu greiða fastagjald sem nemur 450.000 kr.
     11.      Íbúðalánasjóður skal greiða 0,0039% af eignum samtals, þó eigi lægri fjárhæð en 1.000.000 kr.
     12.      Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta og öryggissjóðir samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta skulu greiða fastagjald sem nemur 500.000 kr.
     13.      Aðilar með innheimtuleyfi samkvæmt innheimtulögum, nr. 95/2008, skulu greiða fastagjald sem nemur 600.000 kr.
    Einstaklingar og lögaðilar, aðrir en fjármálafyrirtæki, sem starfrækja gjaldeyrisskiptastöð eða peninga- og verðmætasendingarþjónustu, sbr. 1. mgr. 25. gr. a laga nr. 64/2006, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, skulu greiða fastagjald sem nemur 600.000 kr.
    Erlendir vörsluaðilar séreignarsparnaðar sem fengið hafa staðfestingu fjármálaráðuneytis á reglum um viðbótartryggingavernd og séreignarsparnað, sbr. 10. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, skulu greiða fastagjald sem nemur 1.500.000 kr.
    Útibú erlendra eftirlitsskyldra aðila sem fengið hafa starfsleyfi hér á landi skulu greiða eftirlitsgjald samkvæmt viðeigandi tölulið 1. mgr.
    Eignarhaldsfélög á fjármálasviði, eignarhaldsfélög á vátryggingasviði, blönduð eignarhaldsfélög, blönduð eignarhaldsfélög á vátryggingasviði og blönduð eignarhaldsfélög í fjármálastarfsemi skulu greiða fastagjald sem nemur 1.500.000 kr.
    Útgefendur hlutabréfa, sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði og markaðstorgi fjármálagerninga hér á landi, skulu greiða fastagjald tengt fjárhæð markaðsvirðis útgefinna hlutabréfa sinna. Greiða skal 300.000 kr. fastagjald vegna hlutabréfa að markaðsvirði undir fimm milljörðum króna, 800.000 kr. vegna hlutabréfa að markaðsvirði frá fimm til tuttugu og fimm milljarða króna, 2.400.000 kr. vegna hlutabréfa að markaðsvirði frá tuttugu og fimm til eitt hundrað milljarða króna, 4.400.000 kr. vegna hlutabréfa að markaðsvirði frá eitt hundrað til fimm hundruð milljarða króna og 6.300.000 kr. vegna hlutabréfa með markaðsvirði yfir fimm hundruð milljörðum króna.
    Útgefendur skuldabréfa, sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði og markaðstorgi fjármálagerninga hér á landi, skulu greiða fastagjald tengt fjárhæð markaðsvirðis útgefinna skuldabréfa sinna. Greiða skal 100.000 kr. fastagjald vegna skuldabréfa að markaðsvirði undir einum milljarði króna, 150.000 kr. vegna skuldabréfa að markaðsvirði frá einum til fimm milljarða króna, 350.000 kr. vegna skuldabréfa að markaðsvirði frá fimm til tíu milljarða króna, 600.000 kr. vegna skuldabréfa að markaðsvirði frá tíu til fimmtíu milljarða króna, 850.000 kr. vegna skuldabréfa að markaðsvirði frá fimmtíu til tvö hundruð milljarða króna og 1.000.000 kr. vegna skuldabréfa að markaðsvirði yfir tvö hundruð milljörðum króna.
    Eftirlitsgjald skal reiknast í heilum þúsundum króna. Við álagningu skal jafnframt færa álagningarstofna í þúsundir króna.
    Fjármálafyrirtæki sem stýrt er af skilanefnd, slitastjórn eða bráðabirgðastjórn samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, óháð því hvort viðkomandi fyrirtæki hefur starfsleyfi, takmarkað starfsleyfi eða starfsleyfi félagsins hefur verið afturkallað, greiðir fastagjald. Gjaldið miðast við það starfsleyfi sem fyrirtækið hafði áður en það fór undir yfirráð skilanefndar, slitastjórnar eða bráðabirgðastjórnar og greiðist samkvæmt eftirfarandi sundurliðun, viðskiptabankar 31.500.000 kr., aðrar lánastofnanir 16.500.000 kr. og önnur fjármálafyrirtæki 7.500.000 kr. Gjald samkvæmt þessari málsgrein greiðist þangað til slitum er lokið. Fyrirtæki greiðir eftirlitsgjald samkvæmt viðeigandi töluliðum 1. mgr. þar til það fer undir yfirráð skilanefndar, slitastjórnar eða bráðabirgðastjórnar en hlutfallslega skv. 2. málsl. þessarar málsgreinar frá því tímamarki.

3. gr.

    Lokamálsliður 3. mgr. 6. gr. laganna orðast svo: Hætti eftirlitsskyldur aðili starfsemi áður en eftirlitsgjald er að fullu greitt fellur niður sá hluti gjaldsins sem ekki er kominn í gjalddaga þegar starfsleyfi fellur úr gildi, sbr. þó 9. mgr. 5. gr.

4. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2011.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Í 2. gr. laga nr. 99/1999, um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, með síðari breytingum, segir:
    „Fyrir 1. júlí ár hvert skal Fjármálaeftirlitið gefa efnahags- og viðskiptaráðherra skýrslu um áætlaðan rekstrarkostnað næsta árs. Í skýrslunni skal jafnframt lagt mat á þróun starfseminnar undangengin þrjú ár með tilliti til þess tíma sem ætla má að farið hafi í eftirlit með hverjum flokki eftirlitsskyldra aðila skv. 5. gr.
    Skýrslu Fjármálaeftirlitsins skal fylgja álit samráðsnefndar eftirlitsskyldra aðila á áætluðu rekstrarumfangi næsta árs ásamt afgreiðslu stjórnar stofnunarinnar á því áliti. Til að samráðsnefndin geti gefið álit sitt skal Fjármálaeftirlitið eigi síðar en 1. júní ár hvert senda henni upplýsingar um áætlað rekstrarumfang ásamt skýringum á helstu rekstrarliðum.
    Ef niðurstaða skýrslunnar gefur tilefni til að breyta hundraðshluta eftirlitsgjalds skal efnahags- og viðskiptaráðherra leggja frumvarp þar að lútandi fyrir Alþingi.“
    Áætlað álagt eftirlitsgjald á árinu 2010 er 1.153 millj. kr. en frumvarpið gerir ráð fyrir 1.619 millj. kr. árið 2011 og nemur áætluð hækkun á milli ára 466 millj. kr. eða um 40%. Áætlaður rekstrarkostnaður Fjármálaeftirlitsins árið 2010 er 1.195 millj. kr. en áætlaður rekstrarkostnaður á árinu 2011 nemur 1.755 millj. kr. sem er hækkun um 560 millj. kr. eða tæp 47%.
    Verulegar breytingar hafa orðið á starfsumhverfi Fjármálaeftirlitsins í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 og hefur verið unnið að því á undanförnum missirum að laga starfsemi stofnunarinnar að nýjum aðstæðum. Áfram er unnið að eflingu stofnunarinnar og er efnahags- og viðskiptaráðherra, þegar þetta er ritað, að ganga frá skipun nefndar sem fara á heildstætt yfir lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
    Kjarnareglur alþjóðlega greiðsluuppgjörsbankans um virkt fjármálaeftirlit (BIS – Bank for International Settlements – Core Principles for Effective Banking Supervision) mynda þann ramma sem fylgt var þegar lagaákvæði um starfsemi Fjármálaeftirlitsins voru upphaflega samin og við endurskoðun þeirra síðan. Með því að tryggja Fjármálaeftirlitinu nægilegt fé til rekstrar (e. adequate resources), fullnægjandi lagaheimildir til eftirlits (e. suitable legal framework), virk ákvæði til framfylgni ákvarðana (e. powers to address compliance) og sjálfstæði gagnvart öðrum hagsmunum en þeim sem felast í sjálfu eftirlitinu (e. operational independence) á stofnunin að geta unnið í samræmi við þessar kjarnareglur. Tilgangur þessa frumvarps er að tryggja Fjármálaeftirlitinu fjárhagslegt sjálfstæði.
    Sjálfstæði Fjármálaeftirlitsins gagnvart öðrum hagsmunum en þeim sem felast í sjálfu eftirlitinu hefur frá upphafi verið hornsteinn samskipta ráðuneytisins og stofnunarinnar. Er enda tryggilega gengið frá sjálfstæði hennar í þeim lögum sem um starfsemi hennar gilda. Sama á við um fjármögnun á starfsemi Fjármálaeftirlitsins. Eftirlitsskyldir aðilar standa að öllu leyti undir rekstarkostnaði Fjármálaeftirlitsins og nýtur stofnunin því ekki beinna framlaga úr ríkissjóði. Rétt kann hins vegar að vera að kveða skýrar á um sjálfstæði Fjármálaeftirlitsins í lögum og verður það verkefni nefndar um endurskoðun á lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi að fara yfir þau atriði.
    Í fylgiskjali I, skýrslu til viðskiptaráðherra um áætlaðan rekstrarkostnað Fjármálaeftirlitsins árið 2011, er að finna sundurliðun einstakra kostnaðarliða. Til frekari glöggvunar er hér gerð grein fyrir helstu kostnaðarliðum í rekstri Fjármálaeftirlitsins samkvæmt áætlun fyrir árið 2011:

Launakostnaður.
    Laun og launatengd gjöld eru áætluð 1.252 millj. kr. árið 2011 en eru 885 millj. kr. samkvæmt uppfærðri áætlun fyrir árið 2010. Hækkun launakostnaðar milli ára er því 367 millj. kr. eða rúm 41%. Hækkunin skýrist fyrst og fremst af fjölgun starfsmanna. Á síðustu mánuðum yfirstandandi árs er gert ráð fyrir að ráðnir verði 12 nýir starfsmenn á verðbréfasviði vegna aukinna verkefna á sviði rannsókna á bankahruninu samhliða áformuðum auknum umsvifum sérstaks saksóknara. Fjöldi starfsmanna í árslok 2010 verður þá orðinn 99. Vegna aukinnar áherslu á öflugar greiningar, vettvangsathuganir og strangara eftirlit er gert ráð fyrir 18 nýjum stöðugildum á árinu 2011. Þar af eru sex ný stöðugildi á lánasviði, tvö á lífeyris- og verðbréfasjóðasviði, tvö á stoðsviði, eitt á vátryggingasviði, fjögur á upplýsingatæknisviði, eitt á verðbréfasviði og tvö á réttarreikningsskilasviði. Áætlað er að fjöldi stöðugilda í árslok 2011 verði 117. Gert er ráð fyrir að aukning á árinu 2011 reiknist frá byrjun ársins. Áætlað er að um 17 framangreindra stöðugilda séu tímabundin störf vegna mikils umfangs rannsóknarverkefna á árunum 2011–2013 sem tengjast bankahruninu. Efnahags- og viðskiptaráðherra ákvarðar laun stjórnarmanna og verða þau 13,5 millj. kr. á árinu 2011 en 12,4 millj. kr. árið 2010.

Húsnæðiskostnaður.
    Samtals er kostnaður vegna húsaleigu, reksturs húsnæði og flutning áætlaður 88 millj. kr. á árinu 2011 sem miðað við rúmar 59 millj. kr. á árinu 2010 er um 48% hækkun og skýrist hún af fyrirhuguðum flutningi stofnunarinnar í nýtt, stærra og hentugra húsnæði á árinu 2011 en gildandi leigusamningar renna út í febrúar 2011.

Rekstur tölvubúnaðar.
    Gert er ráð fyrir að kostnaður við rekstur tölvubúnaðar og sérfræðiþjónusta vegna tölvumála verði 165 millj. kr. á árinu 2011 sem miðað við rúmar 107 millj. kr. árið 2010 er rúmlega 53% hækkun. Hækkunin stafar af fjölgun starfsmanna Fjármálaeftirlitsins, þ.e. kostnaði við vélbúnað og notendahugbúnað fyrir nýja starfsmenn, og auk aukins kostnaðar við rekstrarvörur tengdar þessu.

Sérfræðiþjónusta.
    Fjármálaeftirlitið kaupir margvíslega þjónustu að. Má þar nefna ráðgjöf vegna skipulags eftirlitsframkvæmdar, ýmsa lögfræðiþjónustu og ráðningarþjónustu. Hér fellur einnig undir kostnaður vegna aukins umfangs rannsóknarverkefna og aðkeypt erlend ráðgjöf vegna innleiðingar á stoð II í Basel 2 reglum. Heildargjöld samkvæmt þessum lið eru áætluð 65 millj. kr. á árinu 2011 en rúmar 13 millj. kr. á árinu 2010.

Rekstrarkostnaður samtals.
    Samtala gjaldaliða án úrskurðarnefnda er áætluð 1.755 millj. kr. á árinu 2011 sem miðað við 1.195 millj. kr. samkvæmt endurskoðaðri áætlun ársins 2010 er tæplega 47% hækkun milli ára.
    Frumvarpið gerir ráð fyrir að álagt eftirlitsgjald verði 1.619 millj. kr. árið 2011 og byggist skipting þess milli flokka eftirlitsskyldra aðila á mati sem grundvallast á tímaskráningu Fjármálaeftirlitsins. Tekið er mið af gildandi skiptingu gjaldsins í frumvarpinu og lagt til að mismunandi álagningarhlutföll gildi fyrir viðskiptabanka annars vegar og hins vegar sparisjóði, lánafyrirtæki og rafeyrisfyrirtæki.
     Frumvarpið gerir ráð fyrir að lágmarks- eða fastagjöld sem staðið hafa óbreytt frá árinu 2007 verði hækkuð, sjá nánar töflu 2 í fylgiskjali I. Breytingar eru einnig lagðar til á þrepaskiptum fastagjöldum lífeyrissjóða en undanfarin ár hefur verið miðað við að hlutur þessara gjalda verði hverju sinni um 60% af heildarálagningu eftirlitsgjalds á lífeyrissjóðina og er það í samræmi við óskir Landssamtaka lífeyrissjóða.
    Með frumvarpi þessu eru birt sem fylgiskjöl gögn sem tilheyra rekstraráætlun Fjármálaeftirlitsins fyrir árið 2011. Þau eru eftirfarandi:
     I.      Skýrsla til viðskiptaráðherra um áætlaðan rekstrarkostnað Fjármálaeftirlitsins árið 2011, skv. 2. gr. laga nr. 99/1999, um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
     II.      Umsögn samráðsnefndar eftirlitsskyldra aðila „Um rekstraráætlun Fjármálaeftirlitsins fyrir árið 2011“.
    Í þessum gögnum er að finna nánari sundurgreiningu á einstökum kostnaðarliðum, umfram það sem að framan greinir, auk margvíslegra upplýsinga er varða verkefni og starfsumhverfi Fjármálaeftirlitsins og varpa nánara ljósi á rekstrartölurnar.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Með lögum nr. 139/2009 voru samþykktar viðbætur við ákvæði 4. gr. laganna sem taka áttu á því hvernig leggja ætti eftirlitsgjald á aðila sem væru að hefja starfsemi. Í frumvarpinu er að finna tillögu um hvernig standa eigi að álagningu eftirlitsgjalds þegar hvorki er fyrir hendi stofnefnahagsreikningur né ársreikningur vegna fyrri starfsemi.

Um 2. gr.


    Breytingar skv. 1. mgr. á álagningarhlutföllum frá gildandi lögum skýrast af lögbundnu endurmati á kostnaðarskiptingu við rekstur Fjármálaeftirlitsins, þróun álagningarstofna eftirlitsskyldra aðila og mati á kostnaðardreifingu, sbr. fylgiskjal I.
    Gert er ráð fyrir hækkun gildandi álagningarhlutfalla allra eftirlitsskyldra aðila nema vátryggingamiðlara, verðbréfafyrirtækja, verðbréfamiðlana, verðbréfamiðstöðva og kauphalla. Samkvæmt 9. tölul. 1. mgr. er gert ráð fyrir hækkunum á fastagjöldum lífeyrissjóða sem eru eins og áður í fimm þrepum og er lægsta þrepið samkvæmt frumvarpinu nú 950.000 kr. en það hæsta 5.740.000 kr. Breytingar frá gildandi ákvæði eru miðaðar við að hlutur fastagjaldanna verði um 60% af heildarálagningu eftirlitsgjalds á lífeyrissjóðina en stuðst hefur verið við það þetta hlutfall sem viðmið frá og með árinu 2007 í samræmi við óskir Landssamtaka lífeyrissjóða.
    Eins og fram kemur í almennum hluta athugasemdanna er enn fremur lagt til að þau lágmarks- eða fastagjöld sem staðið hafa óbreytt frá árinu 2007 verði hækkuð.
    Lagðar eru til breytingar á 9. mgr. Í fyrsta lagi er áréttað að fjármálafyrirtækjum sem eru undir yfirráðum skilanefndar, slitastjórnar eða bráðabirgðastjórnar beri að greiða eftirlitsgjald hvort sem þau hafi starfsleyfi eða ekki. Í öðru lagi er lagt til að fastagjaldið taki mið af því starfsleyfi sem viðkomandi fjármálafyrirtæki hafði áður en það fór undir yfirráð þessara aðila. Í þriðja lagi er það áréttað að þau fyrirtæki sem falla undir álagningu eftirlitsgjalds samkvæmt málsgreininni greiði fastagjald þangað til slitum er lokið. Er enda eftirlitsgjöldum á þessa aðila ætlað að standa undir kostnaði við eftirlit og rannsóknir allt þar til skiptum á þeim er lokið. Í fjórða lagi er gerð tillaga um hvernig staðið skuli að álagningu eftirlitsgjalds á fjármálafyrirtæki sem fer undir yfirráð skilanefndar, slitastjórnar eða bráðabirgðastjórnar eftir að hefðbundin álagning eftirlitsgjalds hefur farið fram. Og að síðustu er lagt til að fastagjöld á þessa aðila verði hækkuð.

Um 3. gr.


    Við lokamálslið 3. mgr. 6. gr. laganna er í frumvarpinu lagt til að bæta tilvísun í 9. mgr. 5. gr. Breytingin vísar til þess að álagt fastagjald á fjármálafyrirtæki sem stýrt er af skilanefnd, slitastjórn eða bráðabirgðastjórn samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/ 2002, fellur ekki niður þó að viðkomandi fyrirtæki hafi ekki lengur starfsleyfi.

Um 4. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.


Fylgiskjal I.


Fjármálaeftirlitið:


    Skýrsla til efnahags- og viðskiptaráðherra um áætlaðan rekstrarkostnað Fjármálaeftirlitsins árið 2011, skv. 2. gr. laga nr. 99/1999, um greiðslu kostnaðar
við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.


    Í samræmi við 1. mgr. 2. gr. laga nr. 99/1999, um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, með áorðnum breytingum, er viðskiptaráðherra hér með send rekstraráætlun fyrir Fjármálaeftirlitið vegna ársins 2011. Samkvæmt tilvitnuðu ákvæði skal Fjármálaeftirlitið eigi síðar en 1. júlí ár hvert gefa viðskiptaráðherra skýrslu um áætlaðan rekstrarkostnað næsta árs. Í skýrslunni skal jafnframt lagt mat á þróun starfseminnar undangengin þrjú ár með tilliti til þess tíma sem ætla má að farið hafi í eftirlit með hverjum flokki eftirlitsskyldra aðila.
    Verkefni tengd endurreisn bankerfisins, sérstök rannsóknarvinna í kjölfar bankahrunsins og rannsóknir á gjaldeyrisviðskiptum hafa verið umfangsmikill þáttur í starfsemi Fjármálaeftirlitsins síðustu misseri og hefur stofnunin vaxið hratt af þessum ástæðum. Kostnaði við rannsóknir tengdum bankahruninu hefur verðið mætt með sérstöku framlagi úr ríkissjóði svo og sérgreindu eftirlitsgjaldi á fjármálafyrirtæki, sem stýrt er af skilanefnd, slitastjórn eða bráðabirgðastjórn í samræmi við ákvæði laga nr. 99/1999, um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Sömuleiðis hefur sérstöku heimildarákvæði í nefndum lögum verið beitt eftir því sem kostur er til að endurheimta kostnað tengdan endurreisn bankanna, sem er umfram kostnað af reglubundnu eftirliti.
    Ljóst er að Fjármálaeftirlitið þarf enn að stækka, a.m.k. tímabundið. Þannig hefur ráðuneytinu þegar verið kynnt sú skoðun stofnunarinnar að nauðsynlegt sé að fjölga sérfræðingum við rannsóknir tengdar bankahruninu þar sem búið er að ákveða verulega styrkingu embættis sérstaks saksóknara. Sömuleiðis hefur undanfarna mánuði verið unnið að ítarlegri og gagngerri endurskipulagningu á skipulagi og starfsemi stofnunarinnar til að gera hana hæfari til að takast á við reglubundna eftirlitsstarfsemi. Við þá endurskipulagningu hefur reynst óhjákvæmilegt að fjölga starfsmönnum einkum á lánasviði og upplýsingatæknisviði, Lögð verður meiri áhersla en áður á greiningarhæfni starfsmanna og starfsreynslu. Í 3. kafla í skýrslunni er í umfjöllun um launakostnað gerð nánari grein fyrir fjölgun starfsmanna, samanber einnig umfjöllun um rekstrarkostnað samtals í niðurlagi sama kafla.
    Fjármálaeftirlitið hefur, í samræmi við 2. mgr. 2. gr. laga nr. 99/1999, leitað álits samráðsnefndar eftirlitsskyldra aðila á áætluðu rekstrarumfangi stofnunarinnar á árinu 2011. Átti Fjármálaeftirlitið fund með nefndinni þann 7. júní sl. þar sem kynnt voru drög að rekstraráætlun fyrir stofnunina ásamt skýringum og drög að skiptingu eftirlitsgjaldsins við álagningu á árinu 2011. Samráðsnefndin skilaði athugasemdum við drögin að rekstraráætluninni til Fjármálaeftirlitsins þann 1. júlí sl. Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur kynnst sér álit nefndarinnar og staðfest meðfylgjandi rekstraráætlun.
    Auk forsendna fyrir rekstraráætlun ársins 2011 og tillagna um álagningu eftirlitsgjalds á því ári er í skýrslu þessari að finna stutta greinargerð um rekstur Fjármálaeftirlitsins á árinu 2009 og umfjöllun um rekstraráætlun vegna ársins 2010. Athygli er vakin á að í áætlun fyrir árið 2011 er horft allt að 18 mánuði fram í tímann varðandi umsvif í rekstri Fjármálaeftirlitsins.
    Þá telur Fjármálaeftirlitið einnig rétt að nefna varðandi framangreint að stofnunin hefur brugðist við tilmælum ráðuneytisins um 9% samdrátt rekstrarumfangs stofnunarinnar með ýmsum ráðstöfunum. Laun forstjóra, aðstoðarforstjóra og nokkurra annarra starfsmanna hafa verið lækkuð og hætt hefur verið við launahækkanir starfsmanna sem gert var ráð fyrir í upphaflegri áætlun ársins 2010. Þá hefur verið unnið að því að draga saman ýmsa rekstrarliði, svo sem starfsmannatengdan kostnað, auk þess sem sparnaður skapast við betri nýtingu á húsnæði, þ.e. færri fermetrar á mann. Áhrif framangreindra ráðstafana ná jafnframt til rekstraráætlunar ársins 2011.
    Skýrslunni fylgja þrjár töflur þar sem gerð er grein fyrir áætluðu rekstrarumfangi næsta árs (2011) og endurskoðaðri rekstraráætlun Fjármálaeftirlitsins á yfirstandandi ári ( tafla 1), áætlaðri álagningu eftirlitsgjalds miðað við áætlað rekstrarumfang 2011 ( tafla 2) og að lokum „yfirlit yfir helstu rekstrar- og eiginfjárliði ársreiknings með og án áhrifa af hrunmálum“ ( tafla 3). Ársreikningur Fjármálaeftirlitsins fyrir árið 2009 er einnig meðfylgjandi.

1.     Rekstur Fjármálaeftirlitsins á árinu 2009
    Tekjur af eftirlitsgjaldi á árinu 2009 námu 777,6 m.kr. Ýmsar tekjur námu 13,8 m.kr. og fjármunatekjur nettó námu 30,8 m.kr. Sérstakt framlag ríkisins nam 18,5 m.kr. Rekstrargjöld, að meðtöldum eignakaupum, námu 1.180,3 m.kr. Tekjuhalli samkvæmt rekstrarreikningi nam 339,6 m.kr. Meðtalin í framangreindum fjárhæðum eru tekjur og gjöld vegna úrskurðarnefnda, sem vistaðar eru hjá Fjármálaeftirlitinu, samtals 8,5 m.kr. Eignir í árslok 2009 námu samtals 321,0 m.kr. og skuldir 132,3 m.kr. þannig að eigið fé í árslok nam 188,7 m.kr. Framangreindar tölur eru samkvæmt ársreikningi 2009 og innifela rekstrar- og efnahagsliði sem tengjast bankahruninu. Í hjálagðri töflu 3 eru helstu stærðir rekstrar- og eiginfjárliða ársreikningsins fyrir árið 2009 sýndar sérgreindar með og án áhrifa vegna bankahrunsins.
    Mikið umrót varð í rekstrarumhverfi Fjármálaeftirlitsins í kjölfar bankahrunsins. Rekstraráætlun Fjármálaeftirlitsins fyrir árið 2009, frá því í júlí 2008, var endurmetin í nóvember 2008 en þá var gert ráð fyrir að rekstrarumfang stofnunarinnar myndi dragast töluvert saman á árinu 2009 í kjölfar þeirra atburða sem orðið höfðu á fjármálamarkaði í landinu. Jafnframt var þá ákveðið að falla frá áður fyrirhuguðum húsnæðisskiptum stofnunarinnar á árinu. Gerð var grein fyrir þessu endurmati með skýrslu til viðskiptaráðherra, dags. 26. nóvember 2008. Samdráttur heildargjalda í nýrri áætlun eftir þetta endurmat nam 270 m.kr. Við þessa endurmetnu áætlun var síðan bætt 13 m.kr. við yfirferð hjá viðskiptanefnd Alþingis vegna nýrra verkefna tengdum breytingum á lögum um gjaldeyrismál. Í tengslum við gerð rekstraráætlunar stofnunarinnar fyrir árið 2010 þótti síðan óhjákvæmilegt að taka aftur upp rekstraráætlun ársins 2009 einkum vegna enn frekari breytinga á tekjum af eftirlitsgjaldi og kostnaði tengdum tölvumálum og yfirfærslu frá fyrra ári sem þá lá fyrir. Nánar er gerð grein fyrir þessum breytingum í skýrslu til viðskiptaráðherra, dags. 6. júní 2009, um áætlaðan rekstrarkostnað Fjármálaeftirlitsins árið 2010.
    Fjármáleftirlitið fékk með fjáraukalögum fyrir árið 2008 sérstakt 549 m.kr. framlag úr ríkissjóði á árinu 2008 til að mæta margvíslegum kostnaði vegna aðgerða tengdum bankahruninu og endurreisn bankakerfisins. Gerð er stutt grein fyrir ráðstöfun þessa framlags í skýrslu til viðskiptaráðherra um áætlaðan rekstarkostnað stofnunarinnar á árinu 2010. Fjármálaeftirlitið fékk síðan í framhaldi af þessu einnig sérstakt 18,5 m.kr. framlag úr ríkissjóði á árinu 2009.
    Í yfirliti 1 hér á eftir eru sýndar helstu tölur úr rekstraráætlun Fjármálaeftirlitsins fyrir árið 2009 og þær breytingar sem gerðar voru á áætluninni og nefndar hafa verið hér að framan. Þá sýnir yfirlitið einnig rauntölur ársins (dálkur 4) samkvæmt ársreikningi stofnunarinnar fyrir 2009 að frátöldu sérstaka ríkisframlaginu og kostnaði því tengdu. Fjárhæðir í þessum dálki (dálkur 4) eru síðan í yfirlitinu bornar saman við endurskoðaða rekstraráætlun frá júlí 2009. Yfirlit 1.
1 2 3 4 5
Rekstraráætlun FME
vegna 2009
m.kr.
Upphafleg áætlun
(júlí 2008)
Endursk. áætlun
(nóv. 2008)
Endursk. áætlun
(júlí 2009)
Rauntölur
2009 án ríkisframlags og sérstaks
kostn. vegna bankahruns
Frávik
raunt. í
dálki 4 frá endursk. áætlun í dálki 3
Tekjur:      
Eftirlitsgjald 1.115,9 825,7 766,0 777,6 11,6
Úrskurðarnefndir 6,0 6,0 6,0 8,5 2,5
Aðrar tekjur 1,0 0,5 0,5 5,3 4,8
Vaxtatekjur nettó 12,0 12,0 12,0 30,8 18,8
 Tekjur samt. 1.135,0 844,2 784,5 822,2 37,7
Ríkisframlag
Gjöld:
Launakostnaður 900,9 704,8 706,1 641,1 -65,0
Úrskurðarnefndir 6,0 6,0 6,0 8,5 2,5
Önnur gjöld samt. 291,3 236,4 247,6 239,3 -8,3
 Gjöld samt. 1.198,2 941,2 959,7 888,9 -70,8
Tekjuafgangur -63,2 97,0 -175,2 -66,7 108,5
Yfirfært frá fyrra ári 108,9 142,7 289,9 268,8 -21,1
Eigið fé í árslok 45,7 45,7 114,7 202,1 87,4

    Samkvæmt lögum nr. 99/1999, um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi er Fjármálaeftirlitinu heimilað að mynda varasjóð samsvarandi rekstrarafgangi umfram áætlun sem skerðist ekki þótt síðar verði rekstrartap af starfseminni. Hámark slíks varasjóðs er 5% af áætluðu eftirlitsgjaldi næsta árs og er heimilt að nýta viðkomandi sjóð til að fjármagna útgjöld umfram áætlanir vegna ófyrirséðra atvika.
    Um rekstur og efnahag Fjármálaeftirlitsins á árinu 2009 er að öðru leyti vísað til ársreiknings Fjármálaeftirlitsins fyrir árið 2009.

2.     Rekstraráætlun vegna ársins 2010
    Rekstraráætlun Fjármálaeftirlitsins fyrir árið 2010 var send viðskiptaráðherra með bréfi þann 6. júlí 2009. Í ljósi aðstæðna á fjármálamarkaði var þó ljóst að enn var töluverð óvissa um nauðsynlegt umfang starfseminnar og þróun í starfsumhverfi stofnunarinnar í nánustu framtíð. Fjármáleftirlitið taldi því nauðsynlegt að endurmeta rekstraráætlunina þegar leið á haustið og sendi viðskiptaráðherra endurmatið með bréfi dags. 27. október 2009. Þar kemur fram að þörf fyrir fjölgun starfsmanna til að sinna brýnum endurreisnar- og eftirlitsverkefnum og margháttaðri rannsóknarvinnu tengdri bankahruninu hafi reynst meiri en gert var ráð fyrir í fyrri áætlun. Jafnframt var dregið úr áður áætluðum kostnaði tengdum flutningi stofnunarinnar í nýtt húsnæði, sem enn einu sinni þótti ljóst að gengi ekki eftir á árinu.
    Eftir umfjöllun viðskiptanefndar Alþingis í desember 2009 um rekstraráætlun stofnunarinnar lagði nefndin síðan til breytingu á frumvarpi til breytingar á lögum nr. 99/1999, um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálstarfsemi, sem fól í sér hækkun á fastagjöldum á fjármálafyrirtæki sem stýrt er af skilanefnd, slitastjórn eða bráðabirgðastjórn, umfram það sem áætlun Fjármálaeftirlitsins hafði gert ráð fyrir. Samkvæmt nefndaráliti miðar breytingin að því að tryggja sanngjarna fjármögnun á rannsóknum Fjármálaeftirlitsins á föllnum fjármálafyrirtækjum. Áhrif þessara breytinga á álagt eftirlitsgjald í ársbyrjun 2010 ásamt ýmsum leiðréttingum er varða álagt eftirlitsgjald svo og uppfærsla yfirfærslu frá fyrra ári, samkvæmt endanlegu uppgjöri stofnunarinnar fyrir árið 2009, hafa verið færð inn í endurskoðaða áætlun stofnunarinnar (maí 2010), sem sýnd er á yfirliti 2 hér á eftir ásamt samanburði við fyrri áætlanir.

Yfirlit 2.


Rekstraráætlun FME
vegna 2010 *)
m.kr.

Rekstrar- áætlun
(júlí 2009)


Endursk. áætlun
(okt. 2009)

Endursk. áætlun
(maí. 2010)

Frávik frá upphafl. áætlun

Tekjur
Eftirlitsgjald 1.021,5 1.103,7 1.153,0 131,5
Úrskurðarnefndir 6,0 6,0 6,0 0
Aðrar tekjur 1,0 1,0 1,0 0
Vaxtatekjur nettó 12,0 12,0 6,0 -6,0
 Tekjur samt. 1.040,5 1.122,7 1.166,0 125,5
Gjöld
Launakostnaður 803,5 883,4 884,8 81,3
Úrskurðarnefndir 6,0 6,0 6,0 0
Önnur gjöld samt. 307,4 309,7 310,1 2,7
 Gjöld samt. 1.116,9 1.199,1 1.200,9 84,0
Tekjuafgangur -76,4 -76,4 -34,9 41,5
Yfirfært frá fyrra ári 114,7 114,7 202,0 87,3
Eigið fé í árslok 38,3 38,3 167,1 128,8
-Þar af sérstakur varasjóður 38,3 38,3 38,3
*) Án rekstraráhrifa vegna bankahrunsins

    Nokkuð er um liðið síðan Fjármálaeftirlitið setti fyrst fram áætlanir um flutning í hentugra húsnæði. Upphaflega var áætlað að stofnunin flytti í nýtt húsnæði á árinu 2007, sem ekki gekk eftir. Áfram var haldið með þessi áform á árinu 2008, og enn hætt við eftir bankahrunið. Ekki er gert ráð fyrir flutningi í endurskoðaðri áætlun fyrir árið 2010. Flutningur er eigi að síður orðinn mjög brýnn vegna bæði þrengsla og öryggiskrafna og hefur verið gerð grein fyrir því í gögnum með rekstraráætlunum stofnunarinnar á undanförnum árum og með bréfum til ráðuneytisins um húsnæðismálin, nú síðast þann 20. janúar 2010. Undirbúningur er nú hafinn við útvegun nýs leiguhúsnæðis, samanber bréf fjármálaráðuneytisins til efnahags- og viðskiptaráðuneytisins varðandi húsnæðisöflun stofnunarinnar, dags. 9. apríl 2010. Fjármálaeftirlitið væntir þess að hægt verði að flytja stofnunina í nýtt húsnæði á fyrri hluta ársins 2011.

3.     Rekstraráætlun fyrir árið 2011.
    Í töflu 1 er sýnd rekstraráætlun fyrir árið 2011 og samanburður við rekstraráætlun fyrir árið 2010. Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu forsendum stærstu liða áætlunarinnar.

Launakostnaður.
    Fjöldi starfsmanna ræður mestu um helstu rekstrarstærðir Fjármáleftirlitsins, þ.e. laun og launatengd gjöld, húsnæðisþörf og umfang tölvubúnaðar. Á síðustu mánuðum ársins 2010 er gert ráð fyrir að ráðnir verði 12 nýir starfsmenn á verðbréfasviði vegna aukinna verkefna á sviði rannsókna á bankahruninu samhliða áformuðum auknum umsvifum sérstaks saksóknara. Fjöldi starfsmanna í árslok 2010 verður þá orðinn 99. Vegna aukinnar áherslu á öflugar greiningar, vettvangsathuganir og strangara eftirlit er gert ráð fyrir 18 nýjum stöðugildum á árinu 2011. Þar af eru 6 ný stöðugildi á lánasviði, 2 á lífeyris- og verðbréfasjóðasviði, 2 á stoðsviði, 1 á vátryggingasviði, 4 á upplýsingatæknisviði, 1 á verðbréfasviði og 2 á réttarreikningsskilasviði. Áætlað er að fjöldi stöðugilda í árslok 2011 verði 117. Gert er ráð fyrir að aukning á árinu 2011 reiknist frá byrjun ársins. Áætlað er að um 17 stöðugildi í framangreindum tölum séu tímabundin störf vegna mikils umfangs rannsóknarverkefna á árunum 2011 til 2013, tengdu bankahruninu.
    Í töflu 1 kemur fram að laun og launatengd gjöld eru áætluð 1.226,4 m.kr. árið 2011 samanborið við 864,0 m.kr. samkvæmt áætlun 2010. Hækkun launakostnaðar milli ára er því 362,4 m.kr. eða 41,9%. Hækkunin skýrist fyrst og fremst af fjölgun starfsmanna . Af 1.226,4 m.kr. launakostnaði teljast 180 m.kr. vera tímabundinn launakostnaður vegna rannsóknarvinnu. Án þessa tímabundna kostnaðar er hækkun launakostnaðar milli ára 21%.
    Viðskiptaráðherra ákvarðar laun stjórnarmanna og verða þau 13,5 m.kr. á árinu 2011 samanborið við 12,4 m.kr. árið 2009.

Húsaleiga og rekstur á húsnæði.
    Húsaleiga í núverandi húsnæði byggir á föstum samningum sem bundnir eru vísitölu neysluverðs. Leigusalar stofnunarinnar eru tveir og renna leigusamningar út í lok febrúar 2011. Eins og vikið er að í kafla 2 hér að framan er undirbúningur nú hafinn að útvegun nýs leiguhúsnæðis, sem vænst er að hægt verði að taka í notkun á fyrri hluta ársins 2011. Við þann undirbúning nýtur stofnunin aðstoðar Framkvæmdasýslu ríkisins.
    Áætlunin gerir ráð fyrir að nýtt, hentugra og rýmra húsnæði verið tekið á leigu í mars 2011 eða þegar núverandi leigutíma stofnunarinnar lýkur. Ráðuneytinu hefur verið gerð grein fyrir brýnum ástæðum og þörf fyrir flutningi stofnunarinnar í hentugra og traustara húsnæði, síðast í bréfi dags. 20. janúar 2010.
    Gert er ráð fyrir í áætluninni að aukin rýmisþörf stofnunarinnar á árinu 2011 í nýju húsnæði verði um 23% meiri, eða um 450 m 2, en í núverandi húsnæði. Ekki er hins vegar gert ráð fyrir breytingu á leiguverði á fermetra í nýju húsnæði þar sem upplýsingar benda til að núverandi leiguverð stofnunarinnar geti nokkurn vegin samsvarað því sem vænta má að þurfi að greiða fyrir leigu í nýju húnsæði á hvern fermetra. Hins vegar er gert ráð fyrir að kostnaður vegna umhirðu og húsumsjónar verði nokkuð hærri en í eldra húsnæði.
    Samtals er kostnaður vegna þessara liða áætlaður 58 m.kr. samanborið við 45 m.kr. á árinu 2010. Hækkun þessa liðar er því 13 m.kr., eða um 29,0%.

Rekstur tölvubúnaðar.
    Gert er ráð fyrir að kostnaður við rekstur tölvubúnaðar og sérfræðiþjónusta vegna tölvumála verði 165,0 m.kr. á árinu 2011 samanborið við 107,5 m.kr. á árinu 2010. Hækkun þessa liðar er því 57,5 m.kr., eða um 53,5%. Hækkunin stafar af fjölgun starfsmanna Fjármálaeftirlitsins, þ.e. kostnaði við vélbúnað og notendahugbúnað fyrir nýja starfsmenn, auk aukins kostnaðar við rekstrarvörur þessu tengdu. Einnig er gert ráð fyrir kostnaði við þróun og uppbyggingu á svonefndri skuldbindingaskrá (e. Credit Registry) sem gert er ráð fyrir að verði sett á laggirnar skv. 10. gr. laga nr. 75/2010, um breyting á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum. Þá er gert ráð fyrir kostnaði við uppbyggingu vöruhúss gagna Fjármálaeftirlitsins með stórbættum greiningarmöguleikum ásamt kostnaði við lagfæringar á skjalastjórnunarkerfi stofnunarinnar. Leitað verður allra leiða til að gæta hagkvæmni varðandi kaup og/eða smíði hugbúnaðar í þessu sambandi.

Sérfræðikostnaður.
    Undir þessum lið er kostnaður við ýmsa aðkeypta sérfræðiþjónustu. Þar með talið er margvísleg aðkeypt þjónusta/ráðgjöf vegna skipulags eftirlitsframkvæmdar, ýmis lögfræðiþjónusta, ráðningarþjónusta og kostnaður vegna þjónustu við ýmis smærri verkefni. Enn fremur aukið umfang rannsóknarverkefna og aðkeypt erlend ráðgjöf vegna innleiðingar á stoð II í Basel 2 reglum. Heildargjöld samkvæmt þessum lið eru áætluð 65,0 m.kr. samanborið við 13,2 m.kr. á árinu 2010 og nemur hækkunin 51,8 m.kr.

Ferðakostnaður erlendis.
    Gert er ráð fyrir að ferðakostnaður erlendis verði 40,0 m.kr. á árinu 2011 samanborið við 33,0 m.kr. á árinu 2010. Hækkunin er 7,0 m.kr. aða 21,2% og skýrist af fjölgun ferða úr 130 árið 2010 í 160 árið 2011. Stærstur hluti ferðakostnaðar tengist þátttöku í samstarfi eftirlita á Evrópska efnahagssvæðinu og vísast í því sambandi til yfirlits um erlendar nefndir og eftirlitssamstarf hér á eftir. Áhersla er lögð á aukna þátttöku í erlendu samstarfi í samræmi við tillögur í skýrslu Kaarlo Jännäri.

Þátttökugjöld vegna erlends samstarfs.
    Fjármálaeftirlitinu ber í nokkrum tilvikum að greiða þátttökugjöld vegna erlends eftirlitssamstarfs. Um er að ræða eftirgreint samstarf:
     *      Samstarfsnefnd evrópskra verðbréfaeftirlita (e. Committee of European Securities Regulators -CESR)     7,9 m.kr.
     *      Alþjóðasamtök vátryggingaeftirlita (e. International Association of Insurance Supervisors -IAIS)     2,0 m.kr.
     *      Samstarfsnefnd Evrópskra vátryggingaeftirlita og lífeyrissjóðaeftirlita (e. Committee of European Insurance and Occupational Pension Supervisors -CEIOPS)
                                       6,0 m.kr.
     *      Samstarfsnefnd evrópskra bankaeftirlita (e. Committee of European Banking Supervisiors -CEBS)     2,2 m.kr.
     *      Alþjóðasamtök verðbréfaeftirlita (e. International Organization of Securities Commissions -IOSCO))     1,7 m.kr.
    Heildarþátttökugjöld samkvæmt þessum lið eru 20,0 m.kr. Á árinu 2010 var sambærilegur kostnaður áætlaður samtals 15,0 m.kr. og nemur hækkunin 5,0 m.kr. eða 33,3%.

Eignakaup.

    Gert er ráð fyrir flutningi stofnunarinnar í nýtt húsnæði á árinu 2011. Áætlað er að nýta núverandi skrifstofuhúsgögn og búnað stofnunarinnar eins og kostur er í nýju húsnæði. Eigi að síður verður töluverður kostnaður vegna nýrra skrifstofuhúsgagna óhjákvæmilegur við fyrirhugaða húsnæðisbreytingu. Í fyrsta lagi er nokkur hluti elsta búnaðarins ekki líklegur til að nýtast í nýju húsnæði. Í öðru lagi er töluverður hluti af núverandi skrifstofuhúsgögnum stofnunarinnar leigður frá árinu 2008 með hluta af núverandi húsnæði. Kaupréttur er á þessum búnaði þegar leigutíma líkur og er í áætluninni gert ráð fyrir að hann verði nýttur. Einnig er í nýrri húsrýmisáætlun gert ráð fyrir nokkurri stækkun húsnæðisins, bættri fundaaðstöðu og ýmsum breytingum, t.d. varðandi geymslumál. Þessu fylgir að bæta verður við nýjum skrifstofubúnaði til að húsnæði nýtist. Heildargjöld samkvæmt þessum lið eru áætluð 30,0 m.kr. Á árinu 2010 er kostnaður vega eignakaupa áætlaður samtals 14,2 m.kr. og nemur hækkunin 15,8 m.kr. eða 111,3%.

Kostnaður vegna flutninga.
    Fyrirhuguðum flutningi stofnunarinnar mun óhjákvæmilega fylgja kostnaður við að taka saman búnað stofnunarinnar í eldra húsnæði og flytja í nýtt. Framkvæmdasýsla ríkisins áætlar þennan kostnað alls um 13 m.kr. Því til viðbótar eru undir þessum lið smærri kostnaðarliðir sem stofnunin telur að fylgja muni flutningunum og undirbúningi þeirra. Heildargjöld þessu tengd eru því áætluð 15,5 m.kr. Á árinu 2010 er áætlaður kostnaður samkvæmt þessum lið 2,5 m.kr.

Annar kostnaður.
    Samtala kostnaðarliða sem ekki hefur verið gerð grein fyrir hér á undan er áætluð 121,6 m.kr. á árinu 2011 samanborið við 88,1 m.kr. fyrir árið 2010 og nemur hækkunin 33,5 m.kr. eða 38,0%. Hækkunin milli ára á þessum kostnaðarliðum samtals stafar af fjölgun starfsmanna og stækkun húsnæðis.

Rekstrarkostnaður samtals.
    Samtala gjaldaliða án úrskurðarnefnda er áætluð 1.754,9 m.kr. á árinu 2011 samanborið við 1.194,9 m.kr. samkvæmt endurskoðaðri áætlun ársins 2010, sem er 560 m.kr. hækkun milli ára eða tæplega 47%. Af þessari 560 m.kr. hækkun teljast 238 m.kr. vera vegna tímabundins rekstrarkostnaðar (launakostnaður og hlutdeild í öðrum reglulegum rekstrarkostnaði) vegna rannsóknarvinnu. Án þessa tímabundna rekstrarkostnaðar yrði hækkunin milli ára tæplega 27%.

Aðrar tekjur og vaxtatekjur.
    Fjármálaeftirlitið fær vexti af innstæðum á reikningum sínum í Seðlabanka Íslands. Áætlaðar vaxtatekjur nettó, 6,0 m.kr., byggja á áætlaðri meðalstöðu innstæðu m.v. álagningu eftirlitsgjalds samkvæmt drögum að rekstraráætlun. Aðrar tekjur eru óverulegar eða um 1 m.kr. Fjármálaeftirlitið áskilur sér jafnframt rétt til að nýta heimildir í 7. gr. laga nr. 99/1999, um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, með síðari breytingum, til að krefja eftirlitsskylda aðila um greiðslu kostnaðar fyrir tilfallandi nauðsynlegt umframeftirlit samkvæmt reikningi, fastagjöld fyrir afgreiðslu starfsleyfa og ýmsar afgreiðslur og skráningar, samanber nánar tilvitnaða lagagrein, svo og gjaldskrá stofnunarinnar. Tekjur samkvæmt greininni er ekki gerlegt að áætla.

4.     Álagning eftirlitsgjalds fyrir árið 2011.
    Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga nr. 99/1999 skal Fjármálaeftirlitið í skýrslu þessari leggja mat á þróun starfseminnar undangengin þrjú ár með tilliti til þess tíma sem ætla má að farið hafi í eftirlit með hverjum flokki eftirlitsskyldra aðila. Þannig skal hliðsjón höfð af tímaskiptingunni á tilgreindu tímabili samhliða mati á þróun þessarar skiptingar fyrir líðandi ár og næsta fjárhagsár.
    Tímaskráning Fjármálaeftirlitsins er tengd málaskráningarkerfi stofnunarinnar. Þessi skráning verður þó ekki nema að hluta tengd ákveðnum eftirlitsskyldum aðilum eða flokkum þeirra. Fjölmörg mál og eftirlitsverkefni eru almenns eðlis ( e. cross-sectoral) og varða fleiri en einn flokk eftirlitsskyldra aðila eða markaði í heild. Sama á við um verkefni sem varða innri starfsemi eftirlitsins.
    Með breytingu á lögum nr. 99/1999 sem tóku gildi í ársbyrjun 2008 var gerð sú breyting að greint var á milli viðskiptabanka og annarra lánastofnana í álagningu eftirlitsgjalds með mismunandi álagningarhlutföllum. Fjármálaeftirlitið hafði í rekstraráætlun sinni fyrir árið 2008 lagt fram tillögu um sama álagningarhlutfall fyrir allar lánastofnanir byggða á tímaskráningu, samanber einnig gildandi lög á þeim tíma. Þessu var hins vegar breytt við afgreiðslu viðkomandi frumvarps frá viðskiptanefnd, samkvæmt tilmælum frá Samtökum fjármálafyrirtækja.
    Forsendur fyrir þessari skiptingu álagningarhlutfalls á lánastofnanir eru því ekki komnar frá Fjármálaeftirlitinu og skiptingin ekki studd niðurstöðum úr tímaskráningu stofnunarinnar enda möguleiki á slíkri aðgreiningu fremur takmarkaður. Í rekstraráætlun Fjármálaeftirlitsins fyrir árið 2009, þann 3. júlí 2008, var lagt til að þessu yrði aftur breytt þannig að allar lánastofnanir bæru sama álagningarhlutfall. Þessu var þó aftur breytt til fyrra horfs í samræmi við tillögur samtaka fjármálafyrirtækja við meðferð enduráætlunar rekstraráætlunarinnar í viðskiptanefnd Alþingis í desember 2008 eftir að upphafleg tekjuáætlun stofnunarinnar hafði raskast mjög vegna bankahrunsins. Tekjuáætlun Fjármálaeftirlitsins fyrir árið 2011, tekur áfram mið af sambærilegri skiptingu eftirlitsgjaldsins milli viðskiptabanka og annarra lánastofnana eins og er í gildandi áætlun fyrir árið 2010.
    Í töflu 2 sem er fylgiskjal með skýrslunni er sýnd tillaga (áætlun) Fjármálaeftirlitsins um skiptingu eftirlitsgjalds á árinu 2011 milli flokka eftirlitsskyldra aðila, sem gerð er með hliðsjón af framangreindu lagaákvæði að öðru leyti en að framan greinir. Í töflunni er einnig sýnd sambærileg hlutfallsskipting álagðs eftirlitsgjalds á árinu 2010, álagningarstofnar vegna eftirlitsgjalds á árinu 2011, gildandi álagningarhlutföll og áætluð álagningarhlutföll á árinu 2011 og gildandi og áætluð lágmarks- og fastagjöld. Vakin skal athygli á því að í þeim dálkum í töflunni sem sýna hlutfallsskiptingu álagðs eftirlitsgjalds eru ekki meðtalin eftirlitsgjöld á fjármálafyrirtæki undir stjórn skilanefndar, slitastjórnar eða bráðabirgðastjórnar.
    Í áætlun Fjármálaeftirlitsins um álagningu eftirlitsgjalds á árinu 2011 er nú gert ráð fyrir nokkurri hækkun á lágmarks- og fastagjöldum á einstaka flokka eftirlitsskyldra aðila. Þessum gjöldum var síðast breytt í ársbyrjun 2007 með breytingum sem þá tóku gildi á l. nr. 99/1999. Í áætluninni er nú lagt til að lágmarksgjöld á viðskiptabanka, sparisjóði, lánafyrirtæki, Íbúðalánasjóð, rafeyrisfyrirtæki, verðbréfafyrirtæki, rekstrarfélög verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða og vátryggingafélög verði 1.000 þús.kr. en þessi gjöld eru nú 600 þús.kr. Þá er gert ráð fyrir að lágmarksgjöld á verbréfamiðlanir, verðbréfamiðstöðvar og kauphallir verði 600 þús.kr. en gjöldin eru nú 350 þús.kr. Einnig að fastagjöld á tryggingasjóð innstæðueigenda og fjárfesta og öryggissjóði samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta verði 500 þús. kr. en gjöldin eru nú 300 þús.kr. Sömuleiðis að fastagjöld á innlánsdeildir samvinnufélaga og lágmarksgjöld á vátryggingamiðlara verði 450 þús. kr. en gjöldin eru nú 300 þús. kr. Ekki er í áætluninni gert ráð fyrir breytingu á fastagjöldum á aðra aðila að undanskildum fastagjöldum lífeyrissjóða og fjármálafyrirtækja sem stýrt er af skilanefnd, slitastjórn eða bráðabirgðastjórn sem nánar er gerð grein fyrir hér á eftir.

    Lágmarksgjöld samkvæmt framangreindri áætlun munu taka til tuttugu fjármálafyrirtækja, þriggja vátryggingafélaga og fimm vátryggingamiðlara. Áætluð hækkun þessara gjalda er á bilinu 50–71%. Varðandi þessa hækkun skal bent á að álagningarhlutföll, t.d. lánastofnana, hafa hækkað umtalsvert meira frá ársbyrjun 2007 eða yfir 200%. Þá má geta þess að þau gjöld sem hér er lagt til að verði hækkuð í 450 þús. kr. til 1.000 þús. kr. samsvara 36–80 klst. vinnuframlagi samkvæmt gildandi gjaldskrá stofnunarinnar.
    Þá er í tillögunum gert ráð fyrir óbreyttum fastagjöldum á útgefendur hluta- og skuldabréfa sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði og markaðstorgi fjármálagerninga hér á landi. Álagning vegna eftirlitsgjalds á þessa aðila, sem tekin var upp á árinu 2006, varð hæst 9,5% af heildarálagningu eftirlitsgjalds á árinu 2008, en álagningarstofnar gjaldsins hafa síðan rýrnað mikið og nemur heildargjaldið á þessa aðila árið 2010 aðeins 2,9 % af álögðu eftirlitsgjaldi samtals. Í núverandi áætlun er ekki gert ráð fyrir breytingum á fastagjöldum vegna þessara gjalda, sbr. eftirfarandi töflu, en heildarálagning samkvæmt áætluninni nemur 2,3% álagðs eftirlitsgjalds alls á árinu 2011:

Útgefendur hlutabréfa, sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði og markaðstorgi fjármálagerninga hér á landi Útgefendur skuldabréfa, sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði og markaðstorgi fjármálagerninga hér á landi
    
Markaðsvirði m.kr. Fastagjald í þús.kr. Markaðsvirði m.kr. Fastagjald í þús.kr.
0 – 4.999 300 0 – 999 100
5.000 – 24.999 800 1.000 – 4.499 150
25.000 – 99.999 2.400 5.000 – 9.999 350
100.000 – 499.999 4.400 10.000 – 49.999 600
500.000 og yfir 6.300 50.000 – 199.999 850
200.000 og yfir 1.000

    Þá leggur Fjármálaeftirlitið til breytingar á fastagjöldum lífeyrissjóða en miðað er við að hlutur þessara gjalda verði hverju sinni um 60% af heildarálagningu eftirlitsgjalds á lífeyrissjóðina í samræmi við óskir Landssamtaka lífeyrissjóða. Gjöld þessi verði því:
             Fastagjald 950 þús. kr. vegna lífeyrissjóða með hreina eign til greiðslu lífeyris undir einum milljarði króna, 1.530 þús. kr. vegna lífeyrissjóða með hreina eign til greiðslu lífeyris frá einum til tíu milljarða króna, 2.670 þús.kr. vegna lífeyrissjóða með hreina eign til greiðslu lífeyris frá tíu milljörðum króna til tuttugu og fimm milljarða króna, 4.960 þús. kr. vegna lífeyrissjóða með hreina eign til greiðslu lífeyris frá tuttugu og fimm milljörðum króna til eitthundrað milljarða króna og 5.740 þús. kr. vegna lífeyrissjóða með hreina eign til greiðslu lífeyris þar yfir .
    Fjármálaeftirlitið leggur einnig til í þessari áætlun hækkun á fastagjöldum fjármálafyrirtækja sem stýrt er af skilanefnd, slitastjórn eða bráðabirgðastjórn samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, óháð því hvort viðkomandi fyrirtæki hefur takmarkað starfsleyfi eða ekki. Í áætluninni er gert ráð fyrir að fast gjald á viðskiptabanka í þessari stöðu verði 31.500 þús. kr. en gjaldið er nú 21.000 þús. kr., fast gjald á aðrar lánastofnanir verði 16.500 þús. kr. en gjaldið er nú 11.000 þús. kr., og fast gjald á önnur fjármálafyrirtæki verði 7.500 þús. kr. en gjaldið er nú 5.000 þús. kr. Eins og fram er komið í skýrslunni er eftirlitsgjaldi á þessa aðila ætlað að standa undir kostnaði við rannsóknarvinnu sem tengist bankahruninu.
    Samkvæmt rekstraráætluninni fyrir árið 2011 er gert ráð fyrir að eftirlitsgjald á því ári verði 1.619,1 m.kr. samanborið við 1.153,0 m.kr. áætlað innheimt eftirlitsgjald á árinu 2010 sem er 40,4 % hækkun milli ára.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal II.

Samráðsnefnd eftirlitsskyldra aðila:

    Umsögn um rekstraráætlun Fjármálaeftirlitsins fyrir árið 2011.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.






Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal III.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:

Umsögn um frumvarp til laga um breyting á lögum um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 99/1999, með síðari breytingum.

    Tilgangurinn með frumvarpinu er að kveða á um álagningarstofna eftirlitsskyldra fjármálastofnana en ár hvert skulu Fjármálaeftirlitið og samráðsnefnd eftirlitsskyldra aðila skila efnahags- og viðskiptaráðherra skýrslu um umfang og útgjöld eftirlitsins. Ef niðurstaða skýrslunnar gefur tilefni til breytinga á eftirlitsgjaldi skal efnahags- og viðskiptaráðherra leggja fram frumvarp þar að lútandi.
    Í fjárlögum 2010 var gert ráð fyrir að ríkistekjur Fjármálaeftirlitsins af eftirlitsgjaldi á fjármálastofnanir nemi 1.021,5 m.kr. en tekjum af gjaldinu er ætlað að standa undir rekstrarkostnaði stofnunarinnar. Í frumvarpi þessu er gert ráð fyrir að álagningarhlutföll gjalda á alla eftirlitsskylda aðila verði hækkuð mjög verulega að undanskildum gjöldum á vátryggingamiðlara, verðbréfafyrirtæki, verðbréfamiðlara, verðbréfamiðstöðvar og kauphallir. Hækkun álagningarhlutfalla kæmi einkum fram hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum en ekki í jafnmiklum mæli hjá vátryggingafélögum og lífeyrissjóðum. Samkvæmt frumvarpinu er áætlað að tekjur af eftirlitsgjaldinu verði 1.619,1 m.kr. á árinu 2011 eða 58,5% hærri en gert er ráð fyrir í fjárlögum 2010. Þá er rekstrarkostnaður Fjármálaeftirlitsins áætlaður 1.754,9 m.kr. á árinu 2011 en gert er ráð fyrir að mismunurinn milli þess kostnaðar og tekna af eftirlitsgjaldinu verði fjármagnaður með óráðstöfuðu eigin fé stofnunarinnar vegna rekstrarafgangs frá fyrri árum. Helstu ástæður fyrir þessari 72% hækkun á áformuðum rekstrarútgjöldum stofnunarinnar eru eftirfarandi: Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að laun og launatengd gjöld verði 1.252 m.kr. á árinu 2011 en það jafngildir um 56% hækkun frá því sem rekstraráætlun stofnunarinnar gerði ráð fyrir vegna fjárlaga ársins 2010 og lá til grundvallar þegar lögunum var síðast breytt í lok árs 2009 með breytingum á álagningarstofnum eftirlitsskyldra aðila. Þar af er gert ráð fyrir að um 180 m.kr. verði tímabundinn launakostnaður vegna rannsóknarvinnu vegna bankahrunsins haustið 2008. Í öðru lagi er gert ráð fyrir auknum kostnaði vegna húsnæðis en reiknað er með að sá kostnaður verði 88 m.kr. á árinu 2011 eða 42% hærri en áætlun gildandi laga gerði ráð fyrir. Fyrirhugað er að stofnunin muni flytjast í nýtt og stærra húsnæði en gildandi leigusamningur rennur út í febrúar 2011. Í þriðja lagi er reiknað með auknum kostnaði við rekstur tölvubúnaðar vegna fjölgunar starfsmanna og að hann verði 165 m.kr. árið 2011 en það svarar til 63% hækkunar milli ára frá fyrri áætlun fyrir fjárlög 2010. Í fjórða lagi er áætlað að kostnaður við kaup á sérfræðiþjónustu hækki verulega milli ára og verði 65 m.kr. á árinu 2011 en í fyrri rekstraráætlun var gert ráð fyrir 10 m.kr. kostnaði.
    Ljóst er að þessi áform fela í sér að gríðarlegur útgjaldavöxtur yrði í þessari starfsemi á sama tíma og fjármálakerfið hefur dregist mikið saman. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2010 er velta stofnunarinnar þegar orðin um tvöfalt meiri en árið 2007 en miðað við þessar áætlanir væri veltan orðin ríflega þrefalt meiri.
    Í þessu sambandi er ástæða til að vekja athygli á nokkrum eftirfarandi atriðum sem snúa að fjármálum Fjármálaeftirlitsins.
    1. Í lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi er eins og áður hefur komið fram gert ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið skuli fyrir 1. júlí ár hvert gefa efnahags- og viðskiptaráðherra skýrslu um áætlaðan rekstrarkostnað næsta árs. Fjármálaráðuneytinu barst þó ekki rekstraráætlun stofnunarinnar frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu fyrr en um miðjan ágúst sl. þegar mestallri ákvarðanatöku um fjárlagagerð fyrir árið 2011 var lokið. Engu síður var fjallað um málið í ráðherranefnd um ríkisfjármál og síðan með afgreiðslu fjárlagafrumvarps fyrir árið 2011 í ríkisstjórn. Var niðurstaða þeirrar umfjöllunar eins og fram kemur í fjárlagafrumvarpinu en þar er gert ráð fyrir að framlög til Fjármálaeftirlitsins hækki um samtals 305,5 m.kr. að teknu tilliti til 91,9 m.kr. aðhaldsmarkmiðs í samræmi við áform ríkisstjórnarinnar um samdrátt í ríkisútgjöldum. Fjárheimild í fjárlagafrumvarpinu er þannig 292,1 m.kr. lægri en frumvarp þetta gerir ráð fyrir að veitt verði til stofnunarinnar á árinu 2011. Þess má geta að í fjáraukalagafrumvarpi fyrir árið 2010 er gert ráð fyrir 131,5 m.kr. viðbótarfjárheimild til stofnunarinnar vegna aukins rekstrarumfangs.
    2. Vakin skal athygli á því að í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er settur bindandi útgjaldarammi á nafnvirði fyrir ríkið í heild á árinu 2011. Eins og fram kemur í áætlun ríkisstjórnarinnar um jöfnuð í ríkisfjármálum, sem sett er fram í fyrra hefti fjárlagafrumvarps fyrir árið 2011, felur það í sér að heildarramma um útgjöldin verði ekki breytt á síðari stigum heldur verði að mæta hækkunum sem kunna að verða ákveðnar á útgjöldum einstakra málaflokka ríkisstarfseminnar með jafnmikilli lækkun annarra málaflokka.
    3. Fjármálaráðuneytið vill benda á það í þessu samhengi að það sé skilningur ráðuneytisins á því sem fram kemur í 2. gr. laganna, varðandi það hvort tilefni sé til þess að efnahags- og viðskiptaráðherra leggi fram frumvarp um breytingu á eftirlitsgjaldinu, að í því felist sú skylda að leggja mat á nauðsyn þess og tilgang, þar með talið í ljósi stöðu ríkisfjármála hverju sinni. Lögin geti ekki falið í sér sjálfvirka eða sjálfgefna skattlagningu og útgjaldaaukningu fyrir ríkissjóð einungis á þeim grundvelli að það sé lagt til í rekstraráætlun stofnunarinnar. Ekki verður annað séð en að efnahags- og viðskiptaráðherra beri, vegna stjórnskipunarlegrar stöðu hans sem ráðherra þessa málaflokks, að meta með sjálfstæðum hætti hvort tillögur í skýrslu Fjármálaeftirlitsins um rekstraráform gefi tilefni til breytinga á eftirlitsgjaldinu og þá að hve miklu leyti. Ekki liggur þó fyrir slík greining á þessum auknu verkefnum eða afstaða til forgangs þeirra af hálfu efnahags- og viðskiptaráðuneytisins sem fjármálaráðuneytið gæti haft til hliðsjónar við mat á auknu rekstrarumfangi stofnunarinnar og þeim verkefnum sem í því kunna að felast.
    4. Samkvæmt skýrslu Fjármálaeftirlitsins um áætlaðan rekstrarkostnað stofnunarinnar skýrist um 56% hækkun launakostnaðar frá forsendum fjárlaga 2010 að miklu leyti af mikilli fjölgun starfsfólks. Í því sambandi skiptir þó einnig máli að launakjör starfsmanna stofnunarinnar eru almennt talsvert betri en gerist og gengur í stjórnsýslunni, t.d. í öðrum eftirlitsstofnunum eða hjá aðalskrifstofum ráðuneyta. Þá er ekki að sjá í launabókhaldi ríkisins að laun starfsmanna stofnunarinnar hafi lækkað svo nokkru nemi á þeim tveimur árum sem liðin eru frá hruni bankakerfisins á haustmánuðum 2008. Á sama tíma hafa starfsmenn flestra annarra ríkisstofnana, einkum sérfræðingar og stjórnendur í hærri launaþrepum, þurft að sæta umtalsverðum launaskerðingum vegna aðhaldsráðstafana. Slíkt launamisræmi getur valdið röskun í launakerfi ríkisins og valdið erfiðleikum í starfsmannamálum annarra ríkisstofnana.
    5. Frumvarp þetta gerir ráð fyrir því, eins og fyrr segir, að eftirlitsgjald á fjármálafyrirtæki verði hækkað um tæpar 600 m.kr. frá fjárlögum 2010. Hafa ber í huga að tekjur vegna þessara gjalda eru lagðar á sem lögþvingaðar skatttekjur ríkissjóðs en eru að lögum markaðar til eftirlits með starfsemi þessara fyrirtækja. Í samræmi við lög nr. 88/1997, um fjárreiður ríkisins, eru fjármál stofnunarinnar því að öllu leyti hluti af fjármálum A-hluta ríkissjóðs. Aukið rekstrarumfang stofnunarinnar leiðir því til aukinna útgjalda ríkissjóðs í reikningshaldi ríkisins og alþjóðlegum hagtölum á sama hátt og á við um aðrar ríkisstofnanir sem fjármagnaðar eru með mörkuðum ríkistekjum. Er hér um sama fyrirkomulag að ræða og á við um t.d. Brunamálastofnun, en sú stofnun er alfarið fjármögnuð með sambærilegri gjaldheimtu brunavarnagjalds. Fjármálaráðuneytið telur aftur á móti það ekki vera heppilegt fyrirkomulag að ríkistekjur séu markaðar með þessum hætti til reksturs ríkisaðila. Að mati ráðuneytisins ættu tekjur sem kveðið er á um í lögum og teljast til ríkistekna að renna í ríkissjóð á grundvelli sjónarmiða um tekjuöflun, hagkvæmni og skilvirkni en að ákvörðun um fjárheimildir einstakra verkefna eigi almennt að vera tekin á Alþingi við afgreiðslu fjárlaga óháð þeim tekjum á grundvelli mats á fjárþörf verkefna og forgangsröð þeirra hverju sinni.
    6. Í ljósi þess að frumvarp þetta felur í sér verulega aukningu á skattheimtu gagnvart fjármálafyrirtækjum þarf að hafa í huga samhengið við aðra skattheimtu á þessi fyrirtæki. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2011 er t.a.m. gert ráð fyrir 500 m.kr. veltu í starfsemi nýs embættis umboðsmanns skuldara sem einnig á að fjármagna með sambærilegri gjaldtöku á lánastofnanir. Þá er í fjárlagafrumvarpinu einnig áformað að lagður verði á bankaskattur sem skili um 1 milljarði kr. til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð og auk þess gert ráð fyrir að skattar á hagnað lögaðila muni hækka í 20% á árinu 2011. Þótt talið væri fært að hækka slíka gjaldtöku til tekjuöflunar fyrir aukna ríkisstarfsemi getur það varla talist vera markmið í sjálfu sér. Segja má að öll slík ný skattlagning skerði svigrúm ríkisins til almennrar tekjuöflunar að sama skapi.
    Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2011 er gert ráð fyrir 397,4 m.kr. hækkun á framlagi til Fjármálaeftirlitsins vegna áforma um aukin verkefni stofnunarinnar en á móti er gert ráð fyrir 91,9 m.kr. lækkun vegna aðhaldsmarkmiða, sem svarar til 9% af veltu í fjárlögum 2010 á sama hátt og á við um allar aðrar stjórnsýslu- og eftirlitsstofnanir ríkisins. Nettó hækkun fjárheimildanna frá fjárlögum 2010 nemur þá 305,5 m.kr. eða 30%. Verði frumvarp þetta óbreytt að lögum má gera ráð fyrir að tekjur af eftirlitsgjöldunum verði um 292 m.kr. meiri en gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu og að tilgangurinn með því væri að veita stofnuninni jafnmikla hækkun á fjárheimild til viðbótar því sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Hækkunin hefði í sjálfu sér ekki áhrif á afkomu ríkissjóðs þar sem framlagið er fjármagnað með mörkuðum skatttekjum af hækkun eftirlitsgjalds en hins vegar hefði þetta í för með sér að rekstrarumfang ríkissjóðs ykist sem því næmi. Þessi áform fela þá einnig í sér að 91,9 m.kr. hagræðingarkrafa til Fjármálaeftirlitsins, vegna aðhaldsaðgerða í ríkisútgjöldum í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2011, falli niður. Þyrfti þá að gera ráðstafanir til að koma við hagræðingu eða samdrætti í útgjöldum annarra verkefna hjá ríkinu til að aðhaldsmarkmið og útgjaldarammi fjárlagafrumvarpsins haldi. Tillögur um hækkun skatta af eftirlitsgjöldum í þessu frumvarpi eru þannig ekki í samræmi við tekjuáætlanir og fjárheimildir í fjárlagafrumvarpinu. Verði frumvarp þetta óbreytt að lögum en engar breytingar gerðar á fjárlagafrumvarpinu verður því ekki heimilt að ráðstafa viðbótartekjunum til aukins rekstrarumfangs Fjármálaeftirlitsins.