Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 76. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 361  —  76. mál.




Breytingartillögur



við frv. til fjáraukalaga fyrir árið 2010.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar (OH, BVG, ÁsmD, SER, ÞBack, RM).



     1.      Við 4. gr. Liður 2.20 orðist svo: Að selja fasteignina Borgarholtsbraut 51, Kópavogi, og láta andvirðið renna í Framkvæmdasjóð fatlaðra.
     2.      Við 4. gr. Nýir liðir:
         6.28    Að leigja hentugt húsnæði fyrir umboðsmann skuldara.
         6.29    Að leigja viðbótarhúsnæði til þarfa Landspítala.
     3.      Við 4. gr. Nýir liðir:
         7.24    Að efla eiginfjárstöðu Íbúðalánasjóðs um allt að 33 milljarða kr. þannig að hún geti orðið allt að 5% af áhættugrunni sjóðsins við árslok 2010 og að sjóðnum verði þar með gert kleift að mæta afskriftaþörf vegna útistandandi lánveitinga og áhrifum af ráðstöfunum sem kunna að verða gerðar vegna skuldavanda heimilanna.
         7.25    Að semja við sveitarfélög um greiðslur og vaxtakjör vegna fjármagnstekjuskatts sem álagður er á árinu 2010 vegna tekjuársins 2009.
         7.26    Að heimila Landbúnaðarháskóla Íslands að stofna hlutafélag um búrekstur skólans og leggja til félagsins bústofn og lausafé sem stofnfé.