Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 178. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 374  —  178. mál.




Svar



utanríkisráðherra við fyrirspurn Björns Vals Gíslasonar um rekstur sendiráða.

     1.      Hver hefur þróun í fjölda sendiráða og fastanefnda Íslands erlendis verið á árabilinu 1991–2010, í heild og á ráðherratíma hvers utanríkisráðherra á þessu tímabili? Hver hefur þróun í fjölda sendiherra verið á sama tímabili?
    Eftirfarandi eru tvær töflur sem sýna annars vegar þróun í fjölda sendiskrifstofa og hins vegar þróun í fjölda sendiherra á tímabilinu 1991 til loka árs 2010. Af þeim 30 sem bera titil sendiherra eru 26 á launaskrá, sbr. svar við 5. tölul.

     Utanríkisráðherrar á tímabilinu 1991–2010:
    Jón Baldvin Hannibalsson, 10. september 1989 – 23. apríl 1995.
    Halldór Ásgrímsson, 23. apríl 1995 – 15. september 2004.
    Davíð Oddsson, 15. september 2004 – 27. september 2005.
    Geir H. Haarde, 27. september 2005 – 15. júní 2006.
    Valgerður Sverrisdóttir, 15. júní 2006 – 24. maí 2007.
    Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, 24. maí 2007 – 1. febrúar 2009.
    Össur Skarphéðinsson, frá 1. febrúar 2009.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     2.      Hver hefur rekstrarkostnaður sendiráða og fastanefnda Íslands erlendis verið á sama tímabili og í ráðherratíð hvers ráðherra á verðlagi ársins 2010?
    Meðfylgjandi yfirlit sýnir rekstrarkostnað sendiskrifstofa samkvæmt fjárlögum og fjáraukalögum, á föstu verðlagi ársins 2010. Hafa þarf í huga að á undanförnum árum hafa fjárveitingar til sendiskrifstofa verið endurskoðaðar að teknu tilliti til gengisþróunar innan ársins, sem ekki er tekið tillit til í töflunni. Um 17,6% hækkun á framlaginu á milli áranna 2009 og 2010 skýrist fyrst og fremst af því að gengi krónunnar lækkaði um tæplega 34% frá októbergengi 2008 til októbergengis 2009, en fjárlagagengi vegna fjárlaga 2010 miðast við 1. september 2009 og var þá gengislækkunin að mestu komin til.
    Sameiginlegur kostnaður sendiráðanna er meðtalinn en undanskilinn er stofnkostnaður og heimildir vegna viðhalds, tækja og búnaðar. Þess ber að geta að í framhaldi af gildistöku nýrra laga um fjárreiður ríkisins á árinu 1997 urðu miklar breytingar á framsetningu fjárlaga, m.a. hvað varðar flokkun og framsetningu tekna og gjalda.

Rekstur sendiskrifstofa á föstu
verðlagi m.v. október 2010
Vísitala neysluverðs
án húsnæðis
1991 813,9 161
1992 820,4 164,9
1993 870,2 174,2
1994 936,0 174,4
1995 1.026,3 178,2
1996 1.171,8 182,1
1997 1.229,3 185,8
1998 1.463,2 186,4
1999 1.573,3 194,5
2000 1.812,6 200,3
2001 1.854,2 219,1
2002 2.335,9 221,4
2003 2.294,5 224,7
2004 2.156,3 230,5
2005 2.706,7 232
2006 2.327,3 245
2007 2.551,6 251,4
2008 2.096,1 303,4
2009 2.558,9 337,8
2010 3.009,5 347,7
Vísitölur miðast við október 2010

     3.      Hvert hefur verið hlutfall útgjalda til reksturs sendiráða og fastanefnda Íslands annars vegar og ráðuneytisins í heild hins vegar af heildarútgjöldum ríkissjóðs á hverju ári á sama tímabili?
    Í eftirfarandi yfirliti og töflu má sjá þróun útgjalda til reksturs sendiskrifstofa og ráðuneytis sem hlutfall af A-hluta ríkisútgjalda á fjárlögum og fjáraukalögum á tímabilinu 1991– 2010. Sameiginlegur kostnaður sendiráðanna er meðtalinn í rekstrarkostnaði sendiskrifstofa en undanskilinn er stofnkostnaður og heimildir vegna viðhalds, tækja og búnaðar. Heildarfjárlög utanríkisráðuneytisins miðast við gjöld umfram tekjur. Í framhaldi af gildistöku nýrra laga um fjárreiður ríkisins á árinu 1997 urðu miklar breytingar á framsetningu fjárlaga, m.a. hvað varðar flokkun og framsetningu tekna og gjalda.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Útgjöld til reksturs sendiskrifstofa og utanríkisráðuneytisins
í heild sem hlutfall af ríkisútgjöldum (A-hluta)
Rekstur sendiskrifstofa Utanríkisráðuneytið
1991 0,35% 1,17%
1992 0,38% 1,81%
1993 0,42% 1,36%
1994 0,48% 1,38%
1995 0,47% 1,33%
1996 0,50% 1,53%
1997 0,52% 1,70%
1998 0,43% 1,81%
1999 0,46% 1,78%
2000 0,52% 2,47%
2001 0,50% 1,84%
2002 0,60% 2,14%
2003 0,54% 2,08%
2004 0,50% 2,02%
2005 0,57% 2,34%
2006 0,49% 2,60%
2007 0,47% 2,76%
2008 0,39% 1,93%
2009 0,44% 1,98%
2010 0,54% 2,12%

     4.      Hver hefur þróun í starfsmannahaldi sendiráða og fastanefnda Íslands erlendis verið á sama tímabili?
    Eftirfarandi yfirlit sýnir þróun fjölda útsendra starfsmanna utanríkisþjónustunnar á tímabilinu 1991–2010.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     5.      Hvað eru margir sendiherrar á launaskrá ráðuneytisins, annars vegar í starfi í sendiráðum eða fastanefndum og hins vegar utan þeirra?
    26 sendiherrar eru á launaskrá ráðuneytisins. Þar af eru 19 við störf á sendiskrifstofum en sjö við störf á aðalskrifstofu ráðuneytisins í Reykjavík. Miðað er við að sendiherrar séu við störf erlendis í fimm ár á hverjum stað og séu almennt á tveimur stöðum áður en þeir hverfa til starfa í ráðuneytinu í um fimm ár. Samkvæmt þessu er eðlilegt að um einn þriðji sendiherra séu við störf í ráðuneytinu á hverjum tíma.

     6.      Hve umfangsmikil er íslenska utanríkisþjónustan í samanburði við önnur ríki Norðurlanda, þegar litið er til fjölda útsendra starfsmanna og fjölda sendiskrifstofa?

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Eftirfarandi eru súlurit sem sýna annars vegar fjölda útsendra starfsmanna utanríkisráðuneyta Norðurlandanna árið 2010 og hins vegar fjölda sendiskrifstofa Norðurlandanna.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     7.      Hvert er umfang fjárframlaga ríkisins til ráðuneytisins í samanburði við fjárframlög annarra norrænna ríkja til utanríkisráðuneyta sinna, sem hlutfall af ríkisútgjöldum?

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Eftirfarandi súlurit sýnir framlög til utanríkisráðuneyta Norðurlandanna sem hlutfall af ríkisútgjöldum. Þróunarmál eru meðtalin.