Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 123. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 436  —  123. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um heimild fyrir ríkisstjórnina til að staðfesta fyrir Íslands hönd breytingar á og viðauka við stofnskrá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Frá efnahags- og skattanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Tómas Brynjólfsson frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti. Þá hefur nefndinni borist umsögn Seðlabanka Íslands.
    Í frumvarpinu er ríkisstjórninni veitt heimild til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd breytingar á og viðauka við stofnskrá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem samþykktar voru af yfirstjórn sjóðsins 28. apríl og 5. maí 2008. Markmið umræddra breytinga var að auka sérstök dráttarréttindi þeirra ríkja sem hafa eflst efnahagslega síðustu missiri og hins vegar að auka þátttöku efnaminni aðildarríkja.
    Fram kom að breytingarnar hefðu ekki haft áhrif á sérstök dráttarréttindi Íslands og að áhrifin á atkvæðavægi landsins væru óveruleg. Enginn kostnaður mundi leiða af þessum breytingum fyrir ríkissjóð.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 26. nóv. 2010.



Helgi Hjörvar,


form., frsm.


Tryggvi Þór Herbertsson.


Álfheiður Ingadóttir.



Magnús Orri Schram.


Birkir Jón Jónsson.


Lilja Rafney Magnúsdóttir.



Pétur H. Blöndal.


Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.


Þór Saari.