Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 418. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 690  —  418. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um starfsemi sendiráða og ræðismannsskrifstofa.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.



     1.      Hver var fjöldi erlendra starfsmanna, ásamt fjölskyldum, í sendiráðum erlendra ríkja hér á landi 1. janúar 2009 og 1. janúar 2011, sundurliðað eftir sendiráðum?
     2.      Hvað unnu margir Íslendingar hjá sendiráðunum 1. janúar 2009 og 1. janúar 2011, sundurliðað eftir sendiráðum?
     3.      Hvaða sendiráð hér á landi eru í eigin húsnæði og hvaða sendiráð leigja húsnæði undir rekstur sinn? Hver er fermetrafjöldi húsnæðis sendiráðanna?
     4.      Telur ráðherra það samræmast ákvæðum um að skipta sér ekki af innanlandsmálum, sbr. 55. gr. Vínarsamningsins, þegar beinlínis er gert ráð fyrir að sendiráð Evrópusambandsins komi að kynningarmálum sambandsins hér á landi?
     5.      Hvað hefur Ísland stjórnmálasamband við mörg ríki og hvað eru margir sendiherrar tilnefndir og gagnvart hve mörgum löndum?
     6.      Í hvaða löndum rekur íslenska ríkið:
                  a.      sendiráð,
                  b.      ræðismannsskrifstofur?
     7.      Hvað starfa margir Íslendingar á erlendri grund í sendiráðum og ræðismannsskrifstofum Íslands?
     8.      Hvað starfa margir erlendir aðilar á erlendri grund í sendiráðum og ræðismannsskrifstofum Íslands?


Skriflegt svar óskast.