Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 468. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 759  —  468. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um ESB-viðræður.

Frá Sigurði Inga Jóhannssyni.



     1.      Hvernig var háttað svörum við spurningum samninganefndar ESB til landbúnaðarhóps samninganefndar Íslands sem farið var yfir á svokölluðum rýnifundum dagana 17.–20. janúar sl.?
     2.      Er það rétt að sumum spurningunum hafi verið svarað munnlega en ekki skriflega eins og nær öllum öðrum spurningum samninganefndar ESB? Ef svo er, af hverju var sá háttur hafður á? Hvernig hljóðuðu þau munnlegu svör?


Skriflegt svar óskast.