Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 378. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Prentað upp.

Þskj. 929  —  378. mál.
Leiðrétting.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 45/1996, um mannanöfn, með síðari breytingum.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Bryndísi Helgadóttur frá innanríkisráðuneyti og Skúla Guðmundsson frá Þjóðskrá Íslands.
    Umsagnir bárust frá Baháí-samfélaginu, mannanafnanefnd og Siðmennt, félagi siðrænna húmanista.
    Með frumvarpinu er lagt til að mál er varða mannanöfn verði afgreidd á einum stað hjá Þjóðskrá Íslands í stað þess að þau séu afgreidd þar eða í innanríkisráðuneyti. Markmiðið með frumvarpinu er að einfalda alla málsmeðferð við nafnbreytingar. Áfram verði þó heimilt fyrir ráðherra að veita nafnbreytingu samhliða veitingu íslensks ríkisborgararéttar.
    Nefndin fjallaði um málið og telur að með breytingunum verði stjórnsýsla þessara mála einfölduð gagnvart borgurunum og umsóknir afgreiddar hjá Þjóðskrá Íslands sem er lægra sett stjórnvald. Breytingin er því í samræmi við meginreglur stjórnsýslulaga um að réttaröryggi borgaranna sé betur tryggt þegar þeir geta skotið ákvörðun lægra setts stjórnvalds, þ.e. Þjóðskrár Íslands, til ráðuneytis.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGUM:



     1.      Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 1. gr. komi: ráðherra.
     2.      5. gr. orðist svo:
              Lög þessi öðlast þegar gildi.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Róbert Marshall, Valgerður Bjarnadóttir, Vigdís Hauksdóttir og Þráinn Bertelsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Þór Saari, áheyrnarfulltrúi í nefndinni, er samþykkur álitinu.

Alþingi, 28. febr. 2011.



Atli Gíslason,


varaform., frsm.


Mörður Árnason.


Birgir Ármannsson.



Álfheiður Ingadóttir.


Sigurður Kári Kristjánsson.