Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 155. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 985  —  155. mál.
Nefndarálitum till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 87/2009 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn.

Frá utanríkismálanefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Bergþór Magnússon frá utanríkisráðuneyti og Glóeyju Finnsdóttur frá umhverfisráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 87/2009, frá 3. júlí 2009, um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/118/EB um verndun grunnvatns gegn mengun og spillingu. Hefur tilskipunin verið nefnd grunnvatnstilskipunin. Sex mánaða frestur, samkvæmt EES-samningnum, til að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara var veittur til 3. janúar 2010. Framsetning tillögunnar telst að mati nefndarinnar í samræmi við 4. gr. reglna um þinglega meðferð EES- mála frá 1. október 2010.
    Tilskipunin kveður á um sértækar aðgerðir til þess að koma í veg fyrir og hafa eftirlit með grunnvatnsmengun. Í annarri tilskipun, hinni svonefndu vatnatilskipun nr. 2000/60/EB, er í 17. gr. vísað til slíkra aðgerða. Þessar ráðstafanir fela m.a. í sér að setja viðmiðanir til að meta gæði grunnvatns með tilliti til efnainnihalds og viðmiðanir til að auðkenna og snúa við meiri háttar og varanlegum breytingum til hnignunar á gæðum grunnvatns og setja mörk fyrir upphafspunkt þeirrar hnignunar. Einnig eru m.a. settir fram gæðastaðlar fyrir grunnvatn.
    Innleiðing tilskipunarinnar kallar á lagabreytingar hér á landi og fjallar frumvarp umhverfisráðherra til nýrra heildarlaga um stjórn vatnamála (298. mál, þskj. 344) um efnið. Frumvarpið er nú til meðferðar í umhverfisnefnd.
    Við umfjöllun nefndarinnar kom fram að æskilegt væri að veita jafnhliða heimild til staðfestingar á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 126/2010, frá 10. nóvember 2010, um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2008/915/EB er varðar flokkun á eftirlitskerfum. Sex mánaða frestur, samkvæmt EES-samningnum, til að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara var veittur til 10. maí 2011. Nefndin gerir því breytingartillögu þar að lútandi. Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 26/2010 frá 10. nóvember 2010 og ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2008/915/EB frá 30. október 2008 eru birtar í fylgiskjölum með nefndaráliti þessu.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGUM:


     1.      Tillögugreinin orðist svo:
                 Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 87/2009, frá 3. júlí 2009, og nr. 126/2010, frá 10. nóvember 2010, um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/118/EB um verndun grunnvatns gegn mengun og spillingu, og ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2008/915/EB um að ákvarða gildi fyrir flokkun í vöktunarkerfi aðildarríkjanna á grundvelli niðurstaðna úr millikvörðun samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/60/EB.
     2.      Fyrirsögn tillögunnar orðist svo: Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 87/2009 og nr. 126/2010 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn.

    Birgitta Jónsdóttir og Valgerður Bjarnadóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 9. mars 2011.Árni Þór Sigurðsson,


form., frsm.


Álfheiður Ingadóttir.


Bjarni Benediktsson.Helgi Hjörvar.


Ólöf Nordal.


Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Fylgiskjal I.


ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINNAR nr. 126/2010

frá 10. nóvember 2010

um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn


SAMEIGINLEGA EES-NEFNDIN HEFUR TEKIÐ NEÐANGREINDA ÁKVÖRÐUN

með vísan til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, með áorðnum breytingum samkvæmt bókun um breytingu á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, er nefnist „samningurinn“ í því sem hér fer á eftir, einkum ákvæða 98. gr.,

og að teknu tilliti til eftirfarandi:

1)         XX. viðauka við samninginn var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2010 frá 2. júlí 2010 ( 1 ).

2)         Fella ber inn í samninginn ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2008/915/EB frá 30. október 2008 um að ákvarða gildi fyrir flokkun í vöktunarkerfi aðildarríkjanna á grundvelli niðurstaðna úr millikvörðun samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/ 60/EB ( 2 ).

ÁKVÖRÐUNIN ER SVOHLJÓÐANDI:

1. gr.


Eftirfarandi liður bætist við á eftir lið 13caa (tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/118/ EB) í XX. viðauka við samninginn:

„13cab.          32008 D 0915: Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2008/915/EB frá 30. október 2008 um að ákvarða gildi fyrir flokkun í vöktunarkerfi aðildarríkjanna á grundvelli niðurstaðna úr millikvörðun samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/60/EB (Stjtíð. ESB L 332, 10.12.2008, bls. 20).“

2. gr.


Íslenskur og norskur texti ákvörðunar 2008/915/EB, sem verður birtur í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, telst fullgiltur.

3. gr.


Ákvörðun þessi öðlast gildi 11. nóvember 2010, að því tilskildu að allar tilkynningar samkvæmt 1. mgr. 103. gr. samningsins hafi borist sameiginlegu EES-nefndinni ( * ).

4. gr.


Ákvörðun þessi skal birt í EES-deild Stjórnartíðinda Evrópusambandsins og EES-viðbæti við þau.

Gjört í Brussel 10. nóvember 2010.

Fyrir hönd sameiginlegu EES-nefndarinnar
Stefán Haukur Jóhannesson
formaður.


Fylgiskjal II.

DRÖG

ÁKVÖRÐUN FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR
frá 30. október 2008
um að ákvarða gildi fyrir flokkun í vöktunarkerfi aðildarríkjanna á grundvelli niðurstaðna úr millikvörðun samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/60/EB
(tilkynnt með númeri C(2008) 6016)
(Texti sem varðar EES)
(2008/915/EB)

FRAMKVÆMDASTJÓRN EVRÓPUBANDALAGANNA HEFUR,
með hliðsjón af stofnsáttmála Evrópubandalagsins,
með hliðsjón af tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/60/EB frá 23. október 2000 um aðgerðaramma Bandalagsins um stefnu í vatnsmálum ( 1 ), einkum ix. lið liðar 1.4.1 í V. viðauka,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1)          Samkvæmt ii. lið a-liðar 1. mgr. 4. gr. tilskipunar 2000/60/EB skulu aðildarríkin vernda, styrkja og endurheimta öll yfirborðsvatnshlot í því skyni að ástand yfirborðsvatns verði orðið gott eigi síðar en 15 árum eftir gildistökudag þessarar tilskipunar, með fyrirvara um ákveðnar undantekningar, í samræmi við ákvæðin sem mælt er fyrir um í V. viðauka. Samkvæmt iii. lið a-liðar 1. mgr. 4. gr. tilskipunar 2000/60/EB skulu aðildarríkin vernda og styrkja öll manngerð og mikið breytt vatnshlot í því skyni að vistmegin þeirra verði gott og efnafræðilegt ástand yfirborðsvatns verði gott eigi síðar en 15 árum eftir gildistökudag þessarar tilskipunar, með fyrirvara um ákveðnar undantekningar, í samræmi við ákvæðin sem mælt er fyrir um í V. viðauka. Í samræmi við i. lið liðar 1.4.1 í V. viðauka við tilskipun 2000/60/EB skal litið á tilvísanir til vistfræðilegs ástands sem tilvísanir til vistmegins að því er varðar manngerð og mikið breytt vatnshlot.
2)          Í lið 1.4.1 í V. viðauka við tilskipun 2000/60/ EB er kveðið á um ferli til að tryggja sambærileika milli niðurstaðna úr lífvöktun aðildarríkja, sem er mikilvægur hluti flokkunar á vistfræðilegu ástandi. Samkvæmt því skulu niðurstöður úr vöktunar- og flokkunarkerfum aðildarríkjanna bornar saman í millikvörðunarneti sem samanstendur af vöktunarstöðum í hverju aðildarríki og á hverju vistsvæði í Bandalaginu. Samkvæmt tilskipun 2000/60/EB skulu aðildarríkin afla nauðsynlegra upplýsinga, eins og við á, varðandi þá staði sem eru hluti af neti millikvörðunar til að unnt sé að leggja mat á samkvæmni landsbundnu flokkunarkerfanna og stöðluðu skilgreininganna í lið 1.2 í V. viðauka við tilskipun 2000/60/EB og samanburðarhæfi niðurstaðna úr flokkunarkerfum milli aðildarríkjanna.
3)          Með ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/ 646/EB frá 17. ágúst 2005 um samantekt skrár yfir staði sem mynda millikvörðunarnet í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/60/EB ( 2 ) var stofnuð skrá yfir staði sem mynda millikvörðunarnet eins og um getur í vii. lið liðar 1.4.1 í V. viðauka við tilskipun 2000/60/EB.
4)          Til að framkvæma millikvörðunaráformin eru aðildarríkin flokkuð í landfræðilega samræmingarhópa, sem í eru aðildarríki sem deila ákveðnum gerðum yfirborðsvatnshlots, eins og skilgreint er í 2. þætti viðaukans við ákvörðun 2005/646/EB. Þannig er hverjum hóp gert kleift að gera samanburð á niðurstöðum sínum meðal meðlima og framkvæma millikvörðunaráformin.
5)          Millikvörðunaráformin eru framkvæmd með hliðsjón af líffræðilegum þáttum, með samanburði á flokkunarniðurstöðum frá landsbundnum vöktunarkerfum fyrir hvern líffræðilegan þátt og hverja sameiginlega gerð yfirborðsvatnshlots meðal aðildarríkja í sama landfræðilega samræmingarhópnum, og mati á samkvæmni niðurstaðnanna með áðurnefndu stöðluðu skilgreiningunum.
6)          Í „tækniskýrslunni um millikvörðunaráform rammatilskipunarinnar um vatn“ er ítarleg lýsing á því hvernig millikvörðunaráformin hafa verið framkvæmd með tilliti til flokka vatns og líffræðilegra gæðaþátta sem er að finna í viðaukanum við þessa ákvörðun.
7)          Framkvæmdastjórnin hefur greitt fyrir millikvörðunaráformunum með tilstilli umhverfis- og sjálfbærisstofnunar Sameiginlegu rannsóknarmiðstöðvarinnar í Ispra (Ítalíu) sem hefur annast samræmingu tæknilegu vinnunnar.
8)          Framkvæmd millikvörðunaráformanna er flókið vísinda- og tæknilegt verkefni. Í landfræðilegu samræmingarhópunum hefur verið beitt ólíkum valkostum til að framkvæma áformin, háð þeim vöktunargögnum sem fáanleg eru um hina ýmsu líffræðilegu gæðaþætti og stöðu þróunar landsbundnu vöktunar- og flokkunarkerfanna. Til að auka tölfræðilegan traustleika niðurstaðnanna eru notuð gögn frá eins mörgum vöktunarstöðum og mögulegt er í flestri þeirri aðferðafræði sem beitt er af landfræðilegu samræmingarhópunum, þannig að tillit er tekið til allra ástandsflokka, sem ná frá mjög góðu og allt niður í lélegt ástand. Því hafa verið notuð vöktunargögn frá stöðum sem ekki eru hluti af neti millikvörðunarinnar þar sem það nær aðeins til takmarkaðs fjölda staða þar sem ástand er mjög gott, gott eða sæmilegt.
9)          Framkvæmdastjórnin hefur fengið millikvörðunarniðurstöður varðandi tiltekinn fjölda líffræðilegra gæðaþátta sem fela í sér skilgreiningu á vistfræðilegu ástandi. Í sumum tilvikum hafa aðeins fengist niðurstöður varðandi sumar breytur líffræðilegra þátta eða aðeins frá sumum aðildarríkjanna sem eru hluti af landfræðilegum samræmingarhóp. Því er það álit framkvæmdastjórnarinnar að í slíkum tilvikum sé sambærileiki ekki fyllilega tryggður. Því kunna frekari millikvörðunarniðurstöður að falla undir síðari ákvörðun þegar aðildarríki hafa lagt fram viðkomandi upplýsingar í samræmi við lið 1.4.1 í V. viðauka við tilskipun 2000/60/ EB.
10)          Nauðsynlegt er að samþykkja fyrirliggjandi niðurstöður millikvörðunaráformanna tímanlega til að hafa áhrif á þróun fyrstu stjórnunaráætlunar fyrir vatnasviðaumdæmi og á áætlanir um ráðstafanir í samræmi við 11. og 13. gr. tilskipunar 2000/60/EB.
11)          Sem afleiðing af millikvörðunaráformunum skulu gildi hlutfalla vistfræðilegra gæða fyrir mörkin milli flokka vistfræðilegs ástands í flokkunarkerfum aðildarríkjanna vera til marks um jafngilt vistfræðilegt ástand. Mismunur á gildi sama líffræðilega gæðaþáttarins skýrist af mismunandi landsbundnum aðferðum. Vegna mismunandi útreikningaaðferða og af öðrum ástæðum er þar að auki ekki hægt að bera saman gildi hlutfalla vistfræðilegra gæða þegar um er að ræða mismunandi líffræðilega gæðaþætti.
12)          Breytur á borð við styrk klórófýll-a, lífmagn þörunga í plöntusvifi, hlutfall bláþörunga eða dýptarmörk stórþörunga og dulfrævinga ná ekki til fullgildra líffræðilegra gæðaþátta. Vegna aðgengis að gögnum og matsaðferðum eru þær þó hluti af grundvelli núverandi millikvörðunaráformanna að því er varðar stöðuvötn og strandsjó. Gildi þessara breyta eru samanburðarhæf með beinum hætti milli aðildarríkjanna, að því tilskildu að tekið sé tillit til mismunandi sýnatöku- og greiningaraðferða. Af þessum ástæðum skal auk hlutfalla vistfræðilegra gæða telja algildi fyrir þessar breytur með í viðaukanum við þessa ákvörðun sem hluta af niðurstöðum millikvörðunaráformanna.
13)          Niðurstöðurnar skulu vísa til vistfræðilegs ástands. Ef vatnshlot sem samsvara millikvörðuðum gerðum eru tilgreind sem mikið breytt vatnshlot í samræmi við 3. mgr. 4. gr. tilskipunar 2000/60/EB, er hægt að nota niðurstöðurnar sem settar eru fram í viðaukanum við þessa ákvörðun sem grundvöll fyrir góðri vistmegin þeirra, að teknu tilliti til efnislegra breytinga þeirra og tengdri vatnsnotkun, í samræmi við stöðluðu skilgreiningarnar í lið 1.2.5 í V. viðauka við tilskipun 2000/60/EB.
14)          Eins og kveðið er á um í (iii)-lið liðar 1.4.1 í V. viðauka við tilskipun 2000/60/EB verða aðildarríkin að umreikna niðurstöður millikvörðunaráformanna til samræmis við landsbundin flokkunarkerfi sín til að ákvarða mörkin milli mjög góðs og góðs ástands og milli góðs og sæmilegs ástands að því er varðar allar landsbundnar gerðir vatnshlota. Viðmiðunarreglur um umreikning millikvörðunarniðurstaða í landsbundnu flokkunarkerfin og afleiðslu viðmiðunarskilyrða hafa verið þróaðar til að styðja beitingu niðurstaðanna.
15)          Upplýsingarnar sem verða gerðar aðgengilegar með framkvæmd vöktunaráætlananna sem kveðið er á um í 8. gr. tilskipunar 2000/60/EB og mati og uppfærslu á einkennum vatnasviðaumdæma eins og kveðið er á um í 5. gr. tilskipunar 2000/60/EB geta leitt í ljós ný sönnunargögn sem kunna að leiða til aðlögunar vöktunar- og flokkunarkerfa aðildarríkja að vísinda- og tækniframförum og að lokum til endurskoðunar á niðurstöðum millikvörðunaráformanna í því skyni að bæta gæði þeirra.
16)          Ráðstafanirnar, sem kveðið er á um í þessari ákvörðun, eru í samræmi við álit nefndarinnar sem um getur í 1. mgr. 21. gr. tilskipunar 2000/ 60/EB.
SAMÞYKKT ÁKVÖRÐUN ÞESSA:

1. gr.

Að því er varðar iii. lið liðar 1.4.1 í V. viðauka við tilskipun 2000/60/EB skulu aðildarríkin nota í flokkun vöktunarkerfa sinna þau gildi fyrir mörk milli flokka sem sett eru fram í viðaukanum við þessa ákvörðun.

2. gr.

Ákvörðun þessari er beint til aðildarríkjanna.

Gjört í Brussel 30. október 2008.

Fyrir hönd framkvæmdastjórnarinnar,
Stravros DIMAS
framkvæmdastjóri


VIÐAUKI

FLOKKUR VATNS: Ár
LANDFRÆÐILEGUR SAMRÆMINGARHÓPUR: Fjallavistkerfi
Lýsingar á gerðum sem hafa verið millikvarðaðar
Gerð Lýsing á eiginleikum ár Aðrennslissvæði (km2) Hæð yfir sjávarmáli & landmótunarfræði Basastig Flæði
R-A1 Lítil og allt að meðalstór, hálendi, kalkkend 10–1000 800–2500 m (aðrennslissvæði), björg/ hnullungsvölur hátt (en ekki mjög hátt) basastig
R-A2 Lítil og allt að meðalstór, hálendi, kísilkennd 10–1000 500–1000 m (hám. hæð yfir sjávarmáli 3000 m, meðaltal 1500 m), hnullungsvölur Ekki kalkkennt (granít, myndbreytt) meðalhátt og allt niður í lágt basastig flæði um snjó og ís
Lönd sem eiga sameiginlegar þær gerðir sem hafa verið millikvarðaðar
Gerð R-A1:     Þýskaland, Austurríki, Frakkland, Ítalía, Slóvenía
Gerð R-A2:     Austurríki, Frakkland, Ítalía, Spánn, Slóvenía

NIÐURSTÖÐUR

Líffræðilegur gæðaþáttur: Botnlægir hryggleysingjar
Niðurstöður: Hlutföll vistfræðilegra gæða í millikvörðuðu landsbundnu flokkunarkerfunum
Gerð og land Landsbundin flokkunarkerfi millikvörðuð Hlutföll vistfræðilegra gæða
Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands
Gerð R-A1
Austurríki Austurrískt kerfi til að meta vistfræðilegt ástand áa (verstu tilvik milli fjölmælastuðla fyrir almenna hnignun og rotsveppastuðuls) 0,80 0,60
Frakkland Classification française DCE Indice Biologique Global Normalisé (IBGN). Norme AFNOR NF T 90 350 (1992) og dreifibréf MEDD/DE/ MAGE/BEMA 05 nr.14 frá 28. júlí 2005, breytt 13. júní 2007 0,93 0,79
Þýskaland PERLODES – Bewertungsverfahren von Fließgewässern auf Basis des Makrozoobenthos 0,80 0,60
Ítalía STAR millikvörðunarstuðull með sameiginlegum mælum (STAR_ICMi) 0,97 0,73
Slóvenía Slóvenskt matskerfi fyrir botnhryggleysingja Fjölmælastuðull (vatnsformfræði/almenn hnignun), rotsveppastuðull 0,80 0,60
Gerð R-A2
Austurríki Austurrískt kerfi til að meta vistfræðilegt ástand áa (verstu tilvik milli fjölmælastuðla fyrir almenna hnignun og rotsveppastuðuls) 0,80 0,60
Frakkland (Alpafjöll) Classification française DCE Indice Biologique Global Normalisé (IBGN). Norme AFNOR NF T 90 350 (1992) og dreifibréf MEDD/DE/ MAGE/BEMA 05 nr.14 frá 28. júlí 2005, breytt 13. júní 2007 0,93 0,71
Frakkland (Pýreneafjöll) Classification française DCE Indice Biologique Global Normalisé (IBGN). Norme AFNOR NF T 90 350 (1992) og dreifibréf MEDD/DE/ MAGE/BEMA 05 nr.14 frá 28. júlí 2005, breytt 13. júní 2007 0,94 0,81
Ítalía STAR millikvörðunarstuðull með sameiginlegum mælum (STAR_ICMi) 0,95 0,71
Spánn Íberíuskagi BMWP (IBMWP) 0,83 0,53
Líffræðilegur gæðaþáttur: Botngróður
Niðurstöður: Hlutföll vistfræðilegra gæða í millikvörðuðu landsbundnu flokkunarkerfunum
Gerð og land Landsbundin flokkunarkerfi millikvörðuð Hlutföll vistfræðilegra gæða
Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands
Gerð R-A1
Austurríki Fjölmælaaðferð sem samanstendur af þremur aðferðar-/mælieiningum (fæðustuðull, rotsveppastuðull, viðmiðunartegund) 0,87 0,56
Frakkland Classification française DCE Indice Biologique Diatomées (IBD) norme AFNOR NF T 90-354 (2000) og dreifibréf MEDD/DE/MAGE/BEMA 05 nr. 14 frá 28. júlí 2005, breytt 13. júní 2007 0,86 0,71
Þýskaland Deutsches Bewertungsverfahren für Makrophyten und Phytobenthos (PHYLIB) 0,73 0,54
Slóvenía Fjölmælaaðferð sem samanstendur af tveimur aðferðar-/mælieiningum 0,80 0,60
Gerð R-A2
Austurríki Fjölmælaaðferð sem samanstendur af þremur aðferðar-/mælieiningum (fæðustuðull, rotsveppastuðull, viðmiðunartegund) 0,87 0,56
Frakkland Classification française DCE Indice Biologique Diatomées (IBD) norme AFNOR NF T 90-354 (2000) og dreifibréf MEDD/DE/MAGE/BEMA 05 nr. 14 frá 28. júlí 2005, breytt 13. júní 2007 0,86 0,71
Spánn Indice de Polluosensibilité Spécifique (IPS) (Lenoir & Coste, 1996) 0,94 0,74
FLOKKUR VATNS: Ár
LANDFRÆÐILEGUR SAMRÆMINGARHÓPUR: Mið-Evrópa/Eystrasalt
Lýsingar á gerðum sem hafa verið millikvarðaðar
Gerð Lýsing á eiginleikum ár Aðrennslissvæði (km2) Hæð yfir sjávarmáli & landmótunarfræði Basastig (millijafngildi/l)
R-C1 Lítil, láglendi, kísilkenndur sandur 10–100 láglendi, með aðallega sendnu undirlagi, (lítil agnastærð), 3–8 m breið (bakkafull) > 0,4
R-C2 Lítil, láglendi, kísilkennd – berg 10–100 láglendi, bergefni, 3–8 m breið (bakkafull) < 0,4
R-C3 Lítil, miðlungshæð, kísilkennd 10–100 miðlungshæð, berg (granít) – malarundirlag 2–10 m breið (bakkafull) < 0,4
R-C4 Meðalstór, láglendi, blönduð 100–1000 láglendi, sendið og allt að malarundirlag 8–25 m breið (bakkafull) > 0,4
R-C5 Stór, láglendi, blönduð 1000–10000 láglendi, vatnaskeggjasvæði, breytilegur straumhraði, hám. hæð á aðrennslissvæði: 800 m > 25 m breið (bakkafull) > 0,4
R-C6 Lítil, láglendi, kalkkennd 10–300 láglendi, malarundirlag (kalksteinn), breidd 3–10 m (bakkafull) > 2
Lönd sem eiga sameiginlegar þær gerðir sem hafa verið millikvarðaðar:
Gerð R-C1:    Belgía (Flæmingjaland), Þýskaland, Danmörk, Frakkland, Ítalía, Litháen, Holland, Pólland, Svíþjóð, Bretland
Gerð R-C2:    Spánn, Frakkland, Írland, Portúgal, Svíþjóð, Bretland
Gerð R-C3:    Austurríki, Belgía (Valland) Tékkland, Þýskaland, Pólland, Portúgal, Spánn, Svíþjóð, Frakkland, Lettland, Lúxemborg, Bretland
Gerð R-C4:    Belgía (Flæmingjaland), Tékkland, Þýskaland, Danmörk, Eistland, Spánn, Frakkland, Írland,Ítalía, Litháen, Lúxemborg, Holland, Pólland, Svíþjóð, Bretland
Gerð R-C5:    Tékkland, Eistland, Frakkland, Þýskaland, Spánn, Írland, Ítalía, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Holland, Pólland, Svíþjóð, Bretland
Gerð R-C6:    Danmörk, Eistland, Spánn, Frakkland, Írland, Ítalía, Pólland, Litháen, Lúxemborg, Svíþjóð, Bretland

NIÐURSTÖÐUR

Líffræðilegur gæðaþáttur: Botnlægir hryggleysingjar
Niðurstöður: Hlutföll vistfræðilegra gæða í millikvörðuðu landsbundnu flokkunarkerfunum
Eftirfarandi niðurstöður gilda um allar gerðir eins og lýst er hér á undan.
Land Landsbundin flokkunarkerfi millikvörðuð Hlutföll vistfræðilegra gæða
Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands
Austurríki Austurrískt kerfi til að meta vistfræðilegt ástand áa (verstu tilvik milli fjölmælastuðla fyrir almenna hnignun og rotsveppastuðuls) 0,80 0,60
Belgía (Flæmingjaland) Fjölmælastuðull fyrir stórsæja hryggleysingja í Flæmingjalandi (MMIF) 0,90 0,70
Belgía (Valland) Indice Biologique Global Normalisé (IBGN) (Norme AFNOR NF T 90 350, 1992) og 'Provisional Definition of the Good Status', ráðuneyti Vallands (2007) 0,97 0,74
Danmörk Stuðull fyrir árdýr í Danmörku (DSFI) 1,00 0,71
Þýskaland PERLODES –Bewertungsverfahren von Fließgewässern auf Basis des Makrozoobenthos 0,80 0,60
Frakkland Classification française DCE Indice Biologique Global Normalisé (IBGN). Norme AFNOR NF T 90 350 (1992) og dreifibréf MEDD/DE/MAGE/BEMA 05 nr. 14 frá 28. júlí 2005, breytt 13. júní 2007 0,94 0,80
Írland Gæðaflokkunarkerfi (Q-gildi) 0,85 0,75
Ítalía STAR millikvörðunarstuðull með sameiginlegum mælum (STAR_ICMi) 0,96 0,72
Lúxemborg Classification luxembourgeoise DCE, Indice Biologique Global Normalisé (IBGN), Norme AFNOR NF T 90 350, 1992) og dreifibréf MEDD/DE/MAGE/BEMA 07 nr. 4 frá 11. apríl 2007 0,96 0,72
Holland KRW-maatlat 0,80 0,60
Pólland BMWP (BMWP-PL), staðfest með breyttum Margalef fjölbreytnisstuðli 0,89 0,68
Spánn Fjölmælastuðlar fyrir norðurhluta Spánar 0,93 0,70
Svíþjóð DJ-stuðull (Dahl & Johnson 2004) 0,80 0,60
Breska konungsríkið Flokkunartæki fyrir árhryggleysingja (RICT) 0,97 0,86
Líffræðilegur gæðaþáttur: Botngróður
Niðurstöður: Hlutföll vistfræðilegra gæða í millikvörðuðu landsbundnu flokkunarkerfunum
Land Landsbundin flokkunarkerfi millikvörðuð Gerð Hlutföll vistfræðilegra gæða
Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands
Austurríki Fjölmælaaðferð sem samanstendur af þremur aðferðar-/mælieiningum (fæðustuðull, rotsveppastuðull, viðmiðunartegund) Allar gerðir, hæð < 500 m 0,70 0,42
Allar gerðir, hæð > 500 m 0,71 0,42
Belgía (Flæmingjaland) Proportions of Impact-Sensitive and Impact-Associated Diatoms (PISIAD) Allar gerðir 0,80 0,60
Belgía (Valland) Indice de Polluosensibilité Spécifique (IPS) AFNOR norm NF T 90-354 (2000) og 'Provisional Definition of the Good Status', ráðuneyti Vallands (2007) Allar gerðir 0,93 0,68
Eistland Indice de Polluosensibilité Spécifique (IPS) Allar gerðir 0,85 0,70
Frakkland Classification française DCE Indice Biologique Diatomées (IBD) norme AFNOR NF T 90-354 (2000) og dreifibréf MEDD/DE/MAGE/ BEMA 05 nr. 14 frá 28. júlí 2005, breytt 13. júní 2007 Landsbundnar gerðir 1, 2 og 4 0,93 0,80
Landsbundin gerð 3 0,92 0,77
Þýskaland Deutsches Bewertungsverfahren für Makrophyten und Phytobenthos (PHYLIB) R-C1 0,67 0,43
R-C3 0,67 0,43
R-C4 0,61 0,43
R-C5 0,73 0,55
Írland Endurskoðaður fæðustuðull fyrir kísilþörunga (TDI) Allar gerðir 0,93 0,78
Lúxemborg Indice de Polluosensibilité Spécifique (IPS) Allar gerðir 0,85 0,70
Holland KRW Maatlat Allar gerðir 0,80 0,60
Spánn Diatom multimetric (MDIAT) Allar gerðir 0,93 0,70
Svíþjóð Sænskar matsaðferðir, sænskar EPA reglugerðir (NFS 2008:1) byggt á Indice de Polluosensibilité Spécifique (IPS) Allar gerðir 0,89 0,74
Bretland Mat á kísilþörungum við mat á vistfræðilegu ástandi áa (DARES) Allar gerðir 0,93 0,78
FLOKKUR VATNS: Ár
LANDFRÆÐILEGUR SAMRÆMINGARHÓPUR: Meginland Austur-Evrópu
Lýsingar á gerðum sem hafa verið millikvarðaðar
Gerð Lýsing á eiginleikum ár Vistsvæði Aðrennslissvæði (km2) Hæð yfir sjávarmáli (m) Jarðfræði Undirlag
R-E1 Karpatafjöll: lítil og allt að meðalstór, miðlungshæð 10 10–1000 500–800 kísilkennd möl og bjarg
R-E2 Sléttur: meðalstór, láglendi 11 og 12 100–1000 < 200 blönduð sandur og silt
R-E4 Sléttur: meðalstór, miðlungshæð 11 og 12 100–1000 200–500 blönduð sandur og möl
Lönd sem eiga sameiginlegar þær gerðir sem hafa verið millikvarðaðar:
Gerð R-E1:    Tékkland, Ungverjaland, Rúmenía, Slóvakía
Gerð R-E2:    Tékkland, Ungverjaland, Rúmenía, Slóvakía
Type R-E4:    Austurríki, Tékkland, Ungverjaland, Slóvakía, Slóvenía

NIÐURSTÖÐUR

Líffræðilegur gæðaþáttur: Botnlægir hryggleysingjar
Niðurstöður: Hlutföll vistfræðilegra gæða í millikvörðuðu landsbundnu flokkunarkerfunum
Gerð og land Landsbundin flokkunarkerfi millikvörðuð Hlutföll vistfræðilegra gæða
Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands
Gerð R-E1, R-E2, R-E4
Slóvakía Slóvaskt kerfi til mats á vistfræðilegu ástandi áa 0,80 0,60
Gerð R-E4
Austurríki Austurrískt kerfi til að meta vistfræðilegt ástand áa (verstu tilvik milli fjölmælastuðla fyrir almenna hnignun og rotsveppastuðuls) 0,80 0,60
FLOKKUR VATNS: Ár
LANDFRÆÐILEGUR SAMRÆMINGARHÓPUR: Miðjarðarhafið
Lýsingar á gerðum sem hafa verið millikvarðaðar
Gerð Lýsing á eiginleikum ár Aðrennslissvæði (km2) Hæð yfir sjávarmáli (m) Jarðfræði Flæði
R-M1 Litlar Miðjarðarhafsár í miðlungshæð 10–100 200–800 Blönduð Afar árstíðabundið
R-M2 Litlar/meðalstórar Miðjarðarhafsár 10–1000 < 400 Blönduð Afar árstíðabundið
R-M4 Litlar/meðalstórar Miðjarðarhafsár 10–1000 400–1500 Ekki kísilkennd Afar árstíðabundið
R-M5 Lítil/meðalstór, tímabundin 10–100 < 300 Blönduð Tímabundið
Lönd sem eiga sameiginlegar þær gerðir sem hafa verið millikvarðaðar:
Gerð R-M1:          Frakkland, Grikkland, Ítalía, Portúgal, Slóvenía, Spánn
Gerð R-M2:          Frakkland, Grikkland, Ítalía, Portúgal, Spánn
Gerð R-M4:          Kýpur, Frakkland, Grikkland, Ítalía, Spánn
Gerð R-M5:          Kýpur, Ítalía, Portúgal, Slóvenía, Spánn

NIÐURSTÖÐUR

Líffræðilegur gæðaþáttur: Botnlægir hryggleysingjar
Niðurstöður: Hlutföll vistfræðilegra gæða í millikvörðuðu landsbundnu flokkunarkerfunum
Gerð og land Landsbundin flokkunarkerfi millikvörðuð Hlutföll vistfræðilegra gæða
Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands
R-M1
Frakkland Classification française DCE Indice Biologique Global Normalisé (IBGN). Norme AFNOR NF T 90 350 (1992) og dreifibréf MEDD/DE/MAGE/ BEMA 05 nr. 14 frá 28. júlí 2005, breytt 13. júní 2007 0,94 0,81
Grikkland STAR millikvörðunarstuðull með sameiginlegum mælum (STAR_ICMi) 0,95 0,71
Ítalía STAR millikvörðunarstuðull með sameiginlegum mælum (STAR_ICMi) 0,97 0,72
Portúgal Stuðull fyrir norðlæga hryggleysingja í Portúgal, IPtIN 0,92 0,69
Spánn IBMWP 0,78 0,48
R-M2
Grikkland STAR millikvörðunarstuðull með sameiginlegum mælum (STAR_ICMi) 0,94 0,71
Ítalía STAR millikvörðunarstuðull með sameiginlegum mælum (STAR_ICMi) 0,94 0,70
Portúgal Stuðull fyrir norðlæga hryggleysingja í Portúgal, IPtIN 0,87 0,66
R-M4
Kýpur STAR millikvörðunarstuðull með sameiginlegum mælum (STAR_ICMi) 0,97 0,73
Grikkland STAR millikvörðunarstuðull með sameiginlegum mælum (STAR_ICMi) 0,96 0,72
Ítalía STAR millikvörðunarstuðull með sameiginlegum mælum (STAR_ICMi) 0,94 0,70
Spánn IBMWP 0,83 0,51
R-M5
Ítalía STAR millikvörðunarstuðull með sameiginlegum mælum (STAR_ICMi) 0,97 0,73
Portúgal Stuðull fyrir suðlæga hryggleysingja í Portúgal, IPtIN 0,98 0,72
Spánn IBMWP 0,91 0,55
Líffræðilegur gæðaþáttur: Botngróður
Niðurstöður: Hlutföll vistfræðilegra gæða í millikvörðuðu landsbundnu flokkunarkerfunum
Gerð og land Landsbundin flokkunarkerfi millikvörðuð Hlutföll vistfræðilegra gæða
Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands
R-M1
Frakkland Classification française DCE Indice Biologique Diatomées (IBD) norme AFNOR NF T 90-354 (2000) og dreifibréf MEDD/DE/MAGE/BEMA 05 nr. 14 frá 28. júlí 2005, breytt 13. júní 2007 0,93 0,80
Portúgal Indice de Polluosensibilité Spécifique (IPS) 0,84 0,62
Spánn Indice de Polluosensibilité Spécifique (IPS) 0,90 0,67
R-M2
Frakkland Classification française DCE Indice Biologique Diatomées (IBD) norme AFNOR NF T 90-354 (2000) og dreifibréf MEDD/DE/MAGE/BEMA 05 nr. 14 frá 28. júlí 2005, breytt 13. júní 2007 0,93 0,80
Portúgal Indice de Polluosensibilité Spécifique (IPS) 0,84 0,62
Spánn Indice de Polluosensibilité Spécifique (IPS) 0,93 0,70
R-M4
Spánn Indice de Polluosensibilité Spécifique (IPS) 0,91 0,68
R-M5
Portúgal Evrópskur stuðull (CEE) 0,85 0,64
Spánn Indice de Polluosensibilité Spécifique (IPS) 0,95 0,71
FLOKKUR VATNS: Ár
LANDFRÆÐILEGUR SAMRÆMINGARHÓPUR: Norður-Evrópa
Lýsingar á gerðum sem hafa verið millikvarðaðar
Gerð Lýsing á eiginleikum ár Söfnunarsvæði (hlutans) Hæð yfir sjávarmáli & landmótunarfræði Basastig (millijafngildi/l) Lífrænt efni (mg Pt/l)
R-N1 Lítil, láglendi, kísilkennd, miðlungs basastig 10–100 km2 < 200 m eða lægra en hæsta strandlengja 0,2–1 < 30 (< 150 á Írlandi)
R-N3 Lítil/meðalstór, láglendi, lífrænt efni 10–1000 km2 < 0,2 > 30
R-N4 Meðalstór, láglendi, kísilkennd, miðlungs basastig 100–1000 km2 0,2–1 < 30
R-N5 Lítil, miðlungshæð, kísilkennd 10–100 km2 Milli láglendis og hálendis < 0,2 < 30
Lönd sem eiga sameiginlegar þær gerðir sem hafa verið millikvarðaðar:
Gerð R-N1:     Finnland, Írland, Noregur, Svíþjóð, Bretland
Gerð R-N3:     Finnland, Írland, Noregur, Svíþjóð, Bretland
Gerð R-N4:     Finnland, Noregur, Svíþjóð, Bretland
Gerð R-N5:     Finnland, Noregur, Svíþjóð, Bretland

NIÐURSTÖÐUR

Líffræðilegur gæðaþáttur: Botnlægir hryggleysingjar
Niðurstöður: Hlutföll vistfræðilegra gæða í millikvörðuðu landsbundnu flokkunarkerfunum
Eftirfarandi niðurstöður gilda um allar gerðir eins og lýst er hér á undan.
Land Landsbundin flokkunarkerfi millikvörðuð Hlutföll vistfræðilegra gæða
Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands
Finnland Fjölmælakerfi, fyrsta útgáfa sem komið var á fót 0,80 0,60
Írland Gæðaflokkunarkerfi (Q-gildi) 0,85 0,75
Noregur Meðaltal stiga fyrir flokkunareiningu (ASPT) 0,99 0,87
Svíþjóð DJ-stuðull (Dahl & Johnson 2004) 0,80 0,60
Bretland Flokkunartæki fyrir árhryggleysingja (RICT) 0,97 0,86
Líffræðilegur gæðaþáttur: Botngróður
Niðurstöður: Hlutföll vistfræðilegra gæða í millikvörðuðu landsbundnu flokkunarkerfunum
Eftirfarandi niðurstöður gilda um allar gerðir eins og lýst er hér á undan.
Land Landsbundin flokkunarkerfi millikvörðuð Hlutföll vistfræðilegra gæða
Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands
Finnland Indice de Polluosensibilité Spécifique (IPS) 0,91 0,80
Írland Endurskoðaður fæðustuðull fyrir kísilþörunga (TDI) 0,93 0,78
Svíþjóð Sænskar matsaðferðir, sænskar EPA reglugerðir (NFS 2008:1) byggt á Indice de Polluosensibilité Spécifique (IPS) 0,89 0,74
Bretland Mat á kísilþörungum við mat á vistfræðilegu ástandi áa (DARES) 0,93 0,78
FLOKKUR VATNS: Stöðuvötn
LANDFRÆÐILEGUR SAMRÆMINGARHÓPUR: Vistkerfi við Atlantshaf
Lýsingar á gerðum sem hafa verið millikvarðaðar
Gerð Einkenni stöðuvatns Hæð yfir sjávarmáli (m yfir sjávarmáli) Meðaldýpt (m) Basastig (millijafngildi/l)
LA1/2 Láglendi, grunnt, kalkkennt, lítið og stórt < 200 3–15 > 1
Lönd sem eiga sameiginlegar gerðir sem hafa verið millikvarðaðar:
Írland og Bretland

NIÐURSTÖÐUR

Líffræðilegur gæðaþáttur: Þörungar í plöntusvifi
Breyta fyrir þörunga í plöntusvifi til marks um lífmassa (klórófýll a)
Niðurstöður: Hlutföll vistfræðilegra gæða og gildi færibreytna
Eftirfarandi niðurstöður eiga við meðalgildi fyrir vaxtartíma og gilda um öll lönd sem eiga gerðina sameiginlega
Gerð Hlutföll vistfræðilegra gæða Styrkur klórófýll a (µg/l)
Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands
LA1/2 0,55 0,32 4,6–7,0 8,0–12,0
FLOKKUR VATNS: Stöðuvötn
LANDFRÆÐILEGUR SAMRÆMINGARHÓPUR: Fjallavistkerfi
Lýsingar á gerðum sem hafa verið millikvarðaðar
Gerð Einkenni stöðuvatns Hæð yfir sjávarmáli (m yfir sjávarmáli) Meðaldýpt (m) Basastig (millijafngildi/l) Stærð stöðuvatns (km2)
L-AL3 Láglendi eða miðlungshæð, djúpt, miðlungs eða hátt basastig (áhrif fjallavistkerfis), stórt 50–800 > 15 > 1 > 0,5
L-AL4 Miðlungshæð, grunnt, miðlungs eða hátt basastig (áhrif fjallavistkerfis), stórt 200–800 3–15 > 1 > 0,5
Lönd sem eiga sameiginlegar gerðir sem hafa verið millikvarðaðar:
Gerð L-AL3 og L-AL4:     Austurríki, Frakkland, Þýskaland, Ítalía og Slóvenía

NIÐURSTÖÐUR

Líffræðilegur gæðaþáttur: Þörungar í plöntusvifi
Breyta fyrir þörunga í plöntusvifi til marks um lífmassa
Niðurstöður: Hlutföll vistfræðilegra gæða og gildi færibreytna
Eftirfarandi niðurstöður eiga við ársmeðaltal og gilda um öll lönd sem eiga gerðina sameiginlega Aðildarríki geta valið að nota klórófýll a, heildarlífmassa, eða báðar færibreytur.

Klórófýll a

Gerð Hlutföll vistfræðilegra gæða Styrkur klórófýll a (µg/l)
Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands
L-AL3 0,70 0,40 2,1–2,7 3,8–4,7
L-AL4 0,75 0,41 3,6–4,4 6,6–8,0

Heildarlífmassi

Gerð Hlutföll vistfræðilegra gæða Heildarlífmassi (mm3/l)
Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands
L-AL3 0,60 0,25 0,3–0,5 0,8–1,2
L-AL4 0,64 0,26 0,8–1,1 1,9–2,7
Færibreytur fyrir þörunga í plöntusvifi til marks um flokkunarfræðilega samsetningu og þéttleika
Niðurstöður: Hlutföll vistfræðilegra gæða í millikvörðuðu landsbundnu færibreytunum
Land Millikvarðaðar landsbundnar færibreytur Gerð Hlutföll vistfræðilegra gæða Mörk milli flokka
Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands
Austurríki Slóvenía Brettum-stuðull L-AL3 0,94 0,83 4,12–4,34 3,64–3,83
L-AL4 0,94 0,81 3,69–3,87 3,20–3,34
Þýskaland PTSI (Stuðull flokka þörunga í plöntusvifi í stöðuvötnum) L-AL3 0,60 0,43 1,25 1,75
L-AL4 0,71 0,56 1,75 2,25
Ítalía PTIot (Stuðull flokka þörunga í plöntusvifi) L-AL3 (meðaldýpt < 100m) 0,95 0,89 3,43 3,22
L-AL4 0,95 0,85 3,37 3,01
PTIspecies (Stuðull flokka þörunga í plöntusvifi) L-AL 3 (meðaldýpt > 100m) 0,93 0,82 4,00 3,50
Líffræðilegur gæðaþáttur: Fjölfrumuplöntur
Niðurstöður: Hlutföll vistfræðilegra gæða í millikvörðuðu landsbundnu flokkunarkerfunum
Gerð og land Landsbundin flokkunarkerfi millikvörðuð Hlutföll vistfræðilegra gæða
Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands
Austurríki Gerð L-AL3 og L-AL4 Austurrískt kerfi fyrir mat á fjölfrumuplöntum: Austurrískur fjölfrumuplöntustuðull fyrir stöðuvötn (AIM fyrir stöðuvötn), aðferðareining 1 0,80 0,60
Þýskaland Gerð L-AL3 Þýskt matskerfi fyrir fjölfrumuplöntur/ botngróður: Aðferðareining 1 0,78 0,51
Þýskaland Gerð L-AL4 Þýskt matskerfi fyrir fjölfrumuplöntur/ botngróður: Aðferðareiningar 1 + 2 0,71 0,47
FLOKKUR VATNS: Stöðuvötn
LANDFRÆÐILEGUR SAMRÆMINGARHÓPUR: Mið-Evrópa/Eystrasalt
Lýsingar á gerðum sem hafa verið millikvarðaðar
Gerð Einkenni stöðuvatns Hæð yfir sjávarmáli (m yfir sjávarmáli) Meðaldýpt (m) Basastig (millijafngildi/l) Vatnajarðfræðilegur viðstöðutími (ár)
L-CB1 Láglendi, grunnt, kalkkennt < 200 3–15 > 1 1–10
L-CB2 Láglendi, mjög grunnt, kalkkennt < 200 < 3 > 1 0,1–1
L-CB3 Láglendi, grunnt, lítið, kísilkennt (miðlungs basastig) < 200 3–15 0,2–1 1–10
Lönd sem eiga sameiginlegar gerðir sem hafa verið millikvarðaðar:
Gerðir L-CB1 og L-CB2:    Belgía, Þýskaland, Danmörk, Eistland, Frakkland, Litháen, Lettland, Holland, Pólland, Bretland.
Gerðir L-CB3:              Belgía, Danmörk, Eistland, Frakkland, Lettland, Pólland

NIÐURSTÖÐUR

Líffræðilegur gæðaþáttur: Þörungar í plöntusvifi
Þörungar í plöntusvifi: færibreyta til marks um lífmassa
Niðurstöður: Hlutföll vistfræðilegra gæða og gildi færibreytna
Eftirfarandi niðustöður eiga við um meðalgildi fyrir vaxtartímaog gilda um öll lönd sem eiga gerðina sameiginlega.
Gerð Hlutföll vistfræðilegra gæða Styrkur klórófýll a (µg/l)
Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands
L-CB1 0,55 0,32 4,6–7,0 8,0–12,0
L-CB2 0,63 0,30 9,9–11,7 21,0–25,0
L-CB3 0,57 0,31 4,3–6,5 8,0–12,0
Líffræðilegur gæðaþáttur: Fjölfrumuplöntur
Niðurstöður: Hlutföll vistfræðilegra gæða í millikvörðuðu landsbundnu flokkunarkerfunum
Eftirfarandi niðurstöður gilda um gerðir LCB1 og LCB2
Land Landsbundin flokkunarkerfi millikvörðuð Hlutföll vistfræðilegra gæða
Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands
Belgía Flæmskt matskerfi fyrir fjölfrumuplöntur 0,80 0,60
Þýskaland Þýskt matskerfi fyrir fjölfrumuplöntur Tilvísunarstuðull 0,75 0,50
Eistland Eistneskt matskerfi fyrir fjölfrumuplöntur 0,80 0,60
Lettland Lettneskt matskerfi fyrir fjölfrumuplöntur 0,80 0,60
Holland Hollenskt matskerfi fyrir fjölfrumuplöntur (KRW Maatlat) 0,80 0,60
Bretland Breskt matskerfi fyrir fjölfrumuplöntur: LEAFPACS 0,80 0,60
FLOKKUR VATNS: Stöðuvötn
LANDFRÆÐILEGUR SAMRÆMINGARHÓPUR: Miðjarðarhafið
Lýsingar á gerðum sem hafa verið millikvarðaðar
Gerð Einkenni stöðuvatns Hæð yfir sjávarmáli (m) Árleg meðalúrkoma (mm) og hitastig (°C) Meðaldýpt (m) Basastig (millijafngildi/l) Stærð stöðuvatns (km2)
L-M5/7 Lón, djúpt, stórt, kísilkennt, „votlendi“, aðrennslissvæði < 20000 km2 0–800 > 800 eða < 15 > 15 < 1 > 0,5
L-M8 Lón, djúpt, stórt, kalkkennt, aðrennslissvæði < 20000 km2 0–800 > 15 > 1 > 0,5
Lönd sem eiga sameiginlegar gerðir sem hafa verið millikvarðaðar:
Gerð L-M5/7:    Grikkland, Frakkland, Portúgal, Spánn, Rúmenía.
Gerð L-M8:         Kýpur, Grikkland, Frakkland, Ítalía, Spánn, Rúmenía.

NIÐURSTÖÐUR

Líffræðilegur gæðaþáttur: Þörungar í plöntusvifi
Breyta fyrir þörunga í plöntusvifi til marks um lífmassa
Niðurstöður: Hlutföll vistfræðilegra gæða og gildi færibreytna
Eftirfarandi niðurstöður eiga við meðalgildi fyrir sumar og gilda um öll lönd sem eiga gerðina sameiginlega Aðildarríki geta valið að nota klórófýll a, heildarlífmassa, eða báðar færibreytur.

Klórófýll a

Gerð Hlutföll vistfræðilegra gæða Styrkur klórófýll a (µg/l)
Mörk milli góðs og sæmilegs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands
L-M5/7 0,21 6,7–9,5
L-M8 0,43 4,2–6,0

Heildarlífmassi

Gerð Hlutföll vistfræðilegra gæða Heildarlífmassi (mm3/l)
Mörk milli góðs og sæmilegs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands
L-M5/7 0,19 1,9
L-M8 0,36 2,1
Færibreytur fyrir þörunga í plöntusvifi til marks um flokkunarfræðilega samsetningu og þéttleika
Niðurstöður: Hlutföll vistfræðilegra gæða og gildi færibreytna
Eftirfarandi niðurstöður eiga við meðalgildi fyrir sumar og gilda um öll lönd sem eiga gerðina sameiginlega Aðildarríki verða að nota a.m.k. eina af millikvörðuðu færibreytunum (hlutfall bláþörunga, katalónskur stuðull, Med PTI stuðull)

Hlutfall bláþörunga

Gerð og land Hlutföll vistfræðilegra gæða Hlutfall bláþörunga
Mörk milli góðs og sæmilegs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands
Gerð L-M5/7
Öll lönd sem eiga gerðina sameiginlega 0,91 9,2
Gerð L-M8
Öll lönd sem eiga gerðina sameiginlega 0,72 28,5
Hlutföll vistfræðilegra gæða reiknað sem EQR = (100 = jaðargildi)/(100 - viðmiðunargildi)

Katalónskur stuðull

Gerð og land Hlutföll vistfræðilegra gæða Katalónskur stuðull
Mörk milli góðs og sæmilegs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands
Gerð L-M5/7
Öll lönd sem eiga gerðina sameiginlega 0,97 10,6
Gerð L-M8
Öll lönd sem eiga gerðina sameiginlega 0,98 7,7
Hlutföll vistfræðilegra gæða reiknað sem EQR = (400 = jaðargildi)/(400 - viðmiðunargildi)

Med PTI stuðull

Gerð og land Hlutföll vistfræðilegra gæða Med PTI stuðull
Mörk milli góðs og sæmilegs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands
Gerð L-M5/7
Öll lönd sem eiga gerðina sameiginlega 0,75 2,32
Gerð L-M8
Öll lönd sem eiga gerðina sameiginlega 0,77 2,38
FLOKKUR VATNS: Stöðuvötn
LANDFRÆÐILEGUR SAMRÆMINGARHÓPUR: Norður-Evrópa
Lýsingar á gerðum sem hafa verið millikvarðaðar
Gerð Einkenni stöðuvatns Hæð yfir sjávarmáli (m yfir sjávarmáli) Meðaldýpt (m) Basastig (millijafngildi/l) Litur (mg Pt/l)
LN1 Láglendi, grunnt, miðlungs basastig, tært < 200 3–15 0,2–1 < 30
LN2a Láglendi, grunnt, lágt basastig, tært < 200 3–15 < 0,2 < 30
LN2b Láglendi, djúpt, lágt basastig, tært < 200 > 15 < 0,2 < 30
LN3a Láglendi, grunnt, lágt basastig, miðlungs moldugt < 200 3–15 < 0,2 30–90
LN5 Miðlungshæð, grunnt, lágt basastig, tært 200–800 3–15 < 0,2 < 30
LN6a Miðlungshæð, grunnt, lágt basastig, miðlungs moldugt 200–800 3–15 < 0,2 30–90
LN8a Láglendi, grunnt, miðlungshátt basastig, miðlungs moldugt < 200 3–15 0,2–1 30–90
Lönd sem eiga sameiginlegar gerðir sem hafa verið millikvarðaðar:
Gerðir LN1, LN2a, LN3a, LN8a:    Írland, Finnland, Noregur, Svíþjóð, Bretland.
Gerðir LN2b, LN5 og LN6a:     Noregur, Svíþjóð, Bretland.
Líffræðilegur gæðaþáttur: Þörungar í plöntusvifi
Þörungar í plöntusvifi: færibreyta til marks um lífmassa
Niðurstöður: Hlutföll vistfræðilegra gæða og gildi færibreytna
Eftirfarandi niðurstöður eiga við meðalgildi fyrir vaxtartíma og gilda um öll lönd sem eiga gerðina sameiginlega
Gerð Hlutföll vistfræðilegra gæða Styrkur klórófýll a (µg/l)
Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands
LN1 0,50 0,33 5,0–7,0 7,5–10,5
LN2a 0,50 0,29 3,0–5,0 5,0–8,5
LN2b 0,50 0,33 3,0–5,0 4,5–7,5
LN3a 0,50 0,30 5,0–7,0 8,0–12,0
LN5 0,50 0,33 2,0–4,0 3,0–6,0
LN6a 0,50 0,33 4,0–6,0 6,0–9,0
LN8a 0,50 0,33 7,0–10,0 10,5–15,0
Líffræðilegur gæðaþáttur: Fjölfrumuplöntur
Lýsing á gerðum sem hafa verið millikvarðaðar (eingöngu millikvörðun á fjölfrumuplöntum)
Gerð Einkenni stöðuvatns Basastig (millijafngildi/l) Litarefni (mg Pt/l)
101. Lágt basastig, tært 0,05–0,2 < 30
102. Lágt basastig, moldugt 0,05–0,2 > 30
201. Miðlungs basastig, tært 0,2–1,0 < 30
202. Miðlungs basastig, moldugt 0,2–1,0 > 30
301. Hátt basastig, tært > 1,0 < 30
302. Hátt basastig, moldugt > 1,0 > 30
Lönd sem eiga sameiginlegar gerðir sem hafa verið millikvarðaðar:
Gerðir 101, 102, 201 og 202:     Írland, Finnland, Noregur, Svíþjóð, Bretland.
Gerð 301:                      Írland, Noregur, Svíþjóð, Bretland.
Gerð 302:                      Írland, Noregur, Svíþjóð, Bretland.
Niðurstöður: Hlutföll vistfræðilegra gæða í aðferðum landsbundnu flokkunarkerfanna
Land Landsbundin flokkunarkerfi millikvörðuð Gerð Hlutföll vistfræðilegra gæða
Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands
Írland Stuðull óbundinna fjölfrumuplantna Allar gerðir millikvarðaðar 0,90 0,68
Svíþjóð Fæðustuðull fyrir fjölfrumuplöntur (Ecke) Gerð 101 0,98 0,79
Gerð 102 0,98 0,88
Gerð 201 0,94 0,83
Gerð 202 0,96 0,83
Noregur Fæðustuðull fyrir fjölfrumuplöntur (Mjelde) Gerð 101 0,94 0,61
Gerð 102 0,96 0,65
Gerð 201 0,91 0,72
Gerð 202 0,9 0,77
Gerð 301 0,92 0,69
Bretland Breskt matskerfi fyrir fjölfrumuplöntur: LEAFPACS Allar gerðir millikvarðaðar 0,80 0,60
FLOKKUR VATNS: Strandsjór og árósavatn
LANDFRÆÐILEGUR SAMRÆMINGARHÓPUR: Eystrasalt GIG
Lýsingar á gerðum sem hafa verið millikvarðaðar
Gerð Selta, frumúrtakseining (psu) Váhrif Dýpt Ísdagar Aðrir eiginleikar
CW B0 0,5–3 Varið Grunnt > 150 Staðir í Botnian-flóa (Norður-Kvarken)
CW B2 3–6 Varið Grunnt 90–150 Staðir í Helsingjabotni
CW B3 a 3–6 Varið Grunnt ~90 Staðir á svæðinu sem nær frá syðri hluta Helsingjabotns að Skerjagarðshafinu og vestri hluta Kirjálabotns.
CW B3 b 3–6 Óvarið Grunnt ~90
CW B12 a Austurhluti Eystrasalts 5–8 Varið Grunnt Staðir í Ríga-flóa,
CW B12 b Vesturhluti Eystrasalts 8–22 Varið Grunnt Staðir við suðurströnd Svíþjóðar og opin strandlengja við suðvesturhluta Eystrasalts í Danmörku og Þýskalandi
CW B13 6–22 Óvarið Grunnt Staðir við strandlengju Eistlands, Lettlands og Litháens, strandlengja Póllands og Danska eyjan Borgundarhólmur
CW B 14 6–22 Varið Grunnt Lón
TW B 13 6–22 Óvarið Grunnt Árósavatn. Staðir við strandlengju Litháens og Póllands
Lönd sem eiga sameiginlegar gerðir sem hafa verið millikvarðaðar:
Gerðir CWB0, CWB2, CWB3a, CWB3b:     Finnland, Svíþjóð
Gerð CWB12a:                      Eistland
Gerð CWB12b:                      Þýskaland, Danmörk, Svíþjóð.
Gerð CWB13:                      Danmörk, Eistland, Litháen, Lettland, Pólland.
Gerð CWB14:                      Danmörk, Pólland
Gerð TWB13:                      Litháen, Pólland.

NIÐURSTÖÐUR

Líffræðilegur gæðaþáttur: Botnlægir hryggleysingjar
Niðurstöður: Hlutföll vistfræðilegra gæða í millikvörðuðu landsbundnu flokkunarkerfunum
Gerð og land Landsbundin flokkunarkerfi millikvörðuð Hlutföll vistfræðilegra gæða
Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands
CW B0
Finnland BBI – finnskur stuðull fyrir botnlægt, gruggugt vatn 0,99 0,59
Svíþjóð BQI–Sænskur fjölmælastuðull fyrir líffræðileg gæði (dýr sem lifa í mjúkum setlögum) 0,77 0,31
CW B2
Finnland BBI – finnskur stuðull fyrir botnlægt, gruggugt vatn 0,95 0,57
Svíþjóð BQI–Sænskur fjölmælastuðull fyrir líffræðileg gæði (dýr sem lifa í mjúkum setlögum) 0,76 0,29
CW B3 a
Finnland BBI – finnskur stuðull fyrir botnlægt, gruggugt vatn 0,89 0,53
Svíþjóð BQI–Sænskur fjölmælastuðull fyrir líffræðileg gæði (dýr sem lifa í mjúkum setlögum) 0,76 0,29
CW B3 b
Finnland BBI – finnskur stuðull fyrir botnlægt, gruggugt vatn 0,90 0,54
Svíþjóð BQI–Sænskur fjölmælastuðull fyrir líffræðileg gæði (dýr sem lifa í mjúkum setlögum) 0,76 0,29
Líffræðilegur gæðaþáttur: Þörungar í plöntusvifi
Þörungar í plöntusvifi: færibreyta til marks um lífmassa (klórófýll a)
Niðurstöður: Hlutföll vistfræðilegra gæða og gildi færibreytna
Eftirfarandi niðurstöður eiga við meðaltal fyrir sumar maí/júní – september
Gerð og land Hlutföll vistfræðilegra gæða í landsbundnu flokkunarkerfunum Gildi færibreytna/svið Klórófýll a (µg/l)
Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands
CW B0
Öll lönd sem eiga gerðina sameiginlega 0,76 0,56 1,7 (1,5–1,8) 2,3 (2,0–2,7)
CW B2
Öll lönd sem eiga gerðina sameiginlega 0,78 0,56 1,8 2,5 (2,3–2,6)
CW B3 a
Varið Öll lönd sem eiga gerðina sameiginlega 0,71 0,49 2,4 (2,2– 2,6) 3,5 (2,9–4,0)
CW B3 b
Óvarið Öll lönd sem eiga gerðina sameiginlega 0,81 0,68 1,5 1,8
CW B 12 a
Austurhluti Eystrasalts Selta 5–8 psu Öll lönd sem eiga gerðina sameiginlega 0,82 0,66 2,2 2,7
CW B 12 b
Vesturhluti Eystrasalts Selta 8–22 psu Öll lönd sem eiga gerðina sameiginlega 0,92 0,63 1,3 (1,1–1,5) 1,9
CW B 13
Danmörk, Eistland og Lettland 0,92 0,75 1,3 1,6
CW B 14
Danmörk 0,82 0,56 1,1 1,6
TW B 13
Öll lönd sem eiga gerðina sameiginlega 0,90 0,66 4,2 5,8
Líffræðilegur gæðaþáttur: Dulfrævingar
Dulfrævingar: færibreyta til marks um þéttleika (dýptarmörk marhálms, Zostera marina)
Niðurstöður: Hlutföll vistfræðilegra gæða og gildi færibreytna
Gerð og land Hlutföll vistfræðilegra gæða í landsbundnu flokkunarkerfunum Gildi færibreytna/svið Dýptarmörk (m) marhálms, Zostera marina
Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands
CW B 12 b
Danmörk og Þýskaland Opin strandlengja 0,90 0,74 8,5 (8,0–9,4) 7 (6,6–7,1)
FLOKKUR VATNS: Strandsjór og árósavatn
LANDFRÆÐILEGUR SAMRÆMINGARHÓPUR: Norðaustur Atlantshaf
Lýsingar á gerðum sem hafa verið millikvarðaðar
Gerð Lýsing á eiginleikum Selta (psu) Munur á flóði og fjöru (m) Dýpt (m) Straumhraði (hnútar) Váhrif Blöndun Viðstöðutími
NEA1/26a Úthaf, óvarið eða varið, fullsaltur sjór, grunnt > 30 Meðalsjávarföll 1–5 < 30 Miðlungs 1–3 Óvarið eða varið Fullblandaður Dagar
NEA1/26b Innhöf, óvarin eða varin, fullsaltur sjór, grunn > 30 Meðalsjávarföll 1–5 < 30 Miðlungs 1–3 Óvarið eða varið Fullblandaður Dagar
NEA1/26c Innhöf, landlukt eða varin, að hluta til lagskipt > 30 Lítil/meðalsjávarföll < 1–5 < 30 Miðlungs 1–3 Óvarið eða varið Að hluta til lagskipt Dagar eða vikur
NEA1/26d Strandlengja Norðurlanda, varið eða óvarið, grunnt > 30 Lítil sjávarföll < 1 < 30 Hægur < 1 Óvarið eða í meðallagi óvarið Að hluta til lagskipt Dagar eða vikur
NEA1/26e Uppstreymissvæði, óvarin eða varin, fullsaltur sjór, grunn > 30 Meðalsjávarföll 1–5 < 30 Miðlungs 1–3 Óvarin eða varin Fullblandaður Dagar
NEA3/4 Saltur sjór, óvarinn eða í meðallagi óvarinn (sjór af sömu gerð og í Vaðhafinu) Saltur sjór 18–30 Meðalsjávarföll 1–5 < 30 Miðlungs 1–3 Óvarin eða í meðallagi óvarin Fullblandaður Dagar
NEA7 Djúp fjarða- og flóakerfi > 30 Meðalsjávarföll 1–5 > 30 Hægur < 1 Varin Fullblandaður Dagar
NEA8 Innri boga Skagerrak- gerð, saltur sjór, lítil sjávarföll, varið, grunnt Saltur sjór 18–30 Lítil sjávarföll < 1 < 30 Hægur < 1 Varið Að hluta til lagskipt Dagar eða vikur
NEA9 Fjörður með grunnri syllu við mynnið með afar mikilli hámarksdýpt í miðju vatnasviðinu og litlum djúpsjávarvatnaskiptum. Saltur sjór 18–30 Lítil sjávarföll < 1 > 30 Hægur < 1 Varið Að hluta til lagskipt Vikur
NEA10 Ytri boga Skagerrak- gerð, saltur sjór, lítil sjávarföll, óvarið, djúpt Saltur sjór 18–30 Lítil sjávarföll < 1 > 30 Hægur < 1 Óvarið Að hluta til lagskipt Dagar
NEA11 Árósavatn Ísalt vatn 0–35 Lítil til mikil sjávarföll < 30 Breyta Varin eða í meðallagi óvarin Að hluta til lagskipt eða lagskipt til frambúðar. Dagar eða vikur
Lönd sem eiga sameiginlegar þær gerðir sem hafa verið millikvarðaðar:
Gerð NEA1/26a:     Spánn, Frakkland, Írland, Noregur, Bretland
Gerð NEA1/26b:     Belgía, Frakkland, Holland, Bretland
Gerð NEA1/26c:     Þýskaland, Danmörk
Gerð NEA1/26d:     Danmörk
Gerð NEA1/26e:     Portúgal, Spánn
Gerð NEA3/4:          Þýskaland, Holland
Gerð NEA7:               Noregur, Bretland
Gerð NEA8:               Danmörk, Noregur, Svíþjóð
Gerð NEA9:               Noregur, Svíþjóð
Gerð NEA10:          Noregur, Svíþjóð
Gerð NEA11:          Belgía, Þýskaland, Spánn, Frakkland, Írland, Holland, Portúgal, Bretland

NIÐURSTÖÐUR

Líffræðilegur gæðaþáttur: Botnlægir hryggleysingjar:
Niðurstöður: Hlutföll vistfræðilegra gæða í millikvörðuðu landsbundnu flokkunarkerfunum
Niðurstöðurnar gilda eingöngu um búsvæði í mjúkum setlögum (búsvæði í leðju/sandi undir fjöru).
Gerð og land Landsbundið flokkunarkerfi Hlutföll vistfræðilegra gæða
Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands
Gerðir NEA1/26, NEA 3/4 og NEA7 (stuðlar sem aðallega eiga við lífræna auðgun og álag vegna mengunar af völdum eiturefna í búsvæðum í mjúkum setlögum)
Danmörk DKI 0,67 0,53
Frakkland M-AMBI 0,77 0,53
Þýskaland M-AMBI 0,85 0,70
Írland IQI 0,75 0,64
Noregur NQI 0,92 0,81
Portúgal P-BAT 0,79 0,58
Spánn M-AMBI 0,77 0,53
Bretland IQI 0,75 0,64
Gerð NEA1/26 og NEA3/4 (stuðlar sem eiga við margs konar álag á fjölda búsvæða)
Belgía BEQI 0,80 0,60
Holland BEQI 0,80 0,60
Gerð NEA8/9/10
Danmörk DKI 0,82 0,63
Noregur NQI 0,92 0,81
Svíþjóð BQI 0,89 0,68
Líffræðilegur gæðaþáttur: Þörungar í plöntusvifi
Þörungar í plöntusvifi: færibreyta til marks um lífmassa (klórófýll a)
Niðurstöður: Hlutföll vistfræðilegra gæða og gildi færibreytna
Eftirfarandi niðurstöður gilda um öll lönd sem eiga gerðirnar sameiginlegar. Gildi færibreytna eru gefin upp í µg/l sem 90. hundraðshlutamarkið, reiknað á skilgreindum vaxtartíma á 6 ára tímabili. Niðurstöðurnar eiga við landsvæði innan þeirra gerða sem lýst er í tækniskýrslunni.
Gerð Hlutföll vistfræðilegra gæða Gildi (µg/l, 90. hundraðshlutamark)
Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands
NEA1/26a 0,67 0,33 1–5 2–10
NEA1/26b 0,67 0,44 6–10 9–15
NEA1/26c 0,67 0,44 5 7,5
NEA1/26d 0,67 0,50 3 4
NEA1/26e 0,67 0,44 6–8 9–12
NEA8 0,67 0,33 1,5 3
NEA9 0,67 0,33 2,5 5
NEA10 0,67 0,33 3 6
Þörungar í plöntusvifi: færibreyta til marks um blóma
Niðurstöður: Hlutföll vistfræðilegra gæða og gildi færibreytna
Gerð og land Landsbundin færibreyta millikvörðuð Hlutföll vistfræðilegra gæða Gildi (% stakra lífvera sem teljast yfir viðmiðunarmörkum)
Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands
NEA1/26a/b, NEA3/4
Belgía
Þýskaland
Holland
Bretland Blómi phaeocystis-tegunda 0,92 0,49 9 17
NEA1/26a/b
Spánn
Frakkland
Írland
Bretland Fjöldi fruma úr lífverum 0,84 0,43 20 39
NEA1/26e
Portúgal
Spánn Fjöldi fruma úr lífverum 0,83 0,51 30 49
Líffræðilegur gæðaþáttur: Stórþörungar
Stórþörungar: færibreyta til marks um samsetningu
Niðurstöður: Hlutföll vistfræðilegra gæða í millikvarðaðri landsbundinni færibreytu
Gerð og land Landsbundin færibreyta millikvörðuð Hlutföll vistfræðilegra gæða
Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands
NEA1/26
Írland Fjölmælakerfi fyrir einfaldaðan lista yfir tegundir á klettóttum ströndum 0,80 0,60
Noregur Fjölmælakerfi fyrir einfaldaðan lista yfir tegundir á klettóttum ströndum 0,80 0,60
Bretland Fjölmælakerfi fyrir einfaldaðan lista yfir tegundir á klettóttum ströndum 0,80 0,60
Spánn Fjölmælakerfi CFR 0,81 0,57
Portúgal Fjölmælakerfi p-MarMAT 0,82 0,64
Írland Bretland Fjölmælakerfi fyrir tækifærisstórþörunga 0,80 0,60
NEA8/9/10
Noregur Svíþjóð Þörungar undir fjöru (dýptarmörk stórþörungategunda) 0,81 0,61
Líffræðilegur gæðaþáttur: Dulfrævingar
Færibreytur fyrir dulfrævinga til marks um flokkunarfræðilega samsetningu og þéttleika
Niðurstöður: Hlutföll vistfræðilegra gæða í millikvarðaðri landsbundinni færibreytu
Gerð og land Landsbundin færibreyta millikvörðuð Hlutföll vistfræðilegra gæða Gildi færibreytna (*)
Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands
NEA1/26, NEA 3/4, NEA11
Írland Holland Bretland Þéttleiki þangs við sjávarföll og samsetning tegunda, fjölmæla 0,90 0,70 Á ekki við Á ekki við
NEA1/26, NEA3/4
Þýskaland Írland Holland Bretland Þang við sjávarföll (svæði: flatarmál í ekrum/umfang botns) 0,90 0,70 10 30
(*) Gildi fyrir þang við sjávarföll gefin upp sem hlutfall af tapi á flatarmáli á viðmiðunarsvæði.
FLOKKUR VATNS: Strandsjór og árósavatn
LANDFRÆÐILEGUR SAMRÆMINGARHÓPUR: Miðjarðarhafið
Niðurstöður eiga eingöngu við strandsjó
Tegundarflokkun hefur verið þróuð fyrir ákveðna gæðaþætti eingöngu (sjá hér á eftir).

NIÐURSTÖÐUR

Líffræðilegur gæðaþáttur: Botnlægir hryggleysingjar:
Niðurstöður: Hlutföll vistfræðilegra gæða í landsbundnu flokkunarkerfunum
Eftirfarandi niðurstöður eiga eingöngu við mjúk setlög
Land Landsbundin flokkunarkerfi millikvörðuð Hlutföll vistfræðilegra gæða
Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands
Kýpur Bentix 0,75 0,58
Grikkland Bentix 0,75 0,58
Slóvenía M-AMBI 0,83 0,62
Spánn MEDOCC stuðull 0,73 0,47
Líffræðilegur gæðaþáttur: Þörungar í plöntusvifi
Lýsing á gerðum sem hafa verið millikvarðaðar (gildir eingöngu um þörunga í plöntusvifi)
Gerð Lýsing Þéttleiki (kg/m3) Ársmeðalselta (psu)
Gerð I Mikil áhrif af innstreymi ferskvatns < 25 < 34,5
Gerð IIA Nokkur áhrif af innstreymi ferskvatns (meginlandsáhrif) 25–27 34,5–37,5
Gerð IIIW Meginlandsströnd, engin áhrif af innstreymi ferskvatns (vestlægt vatnasvið) > 27 > 37,5
Gerð IIIE Engin áhrif af innstreymi ferskvatns (austlægt vatnasvið) > 27 > 37,5
Lönd sem eiga sameiginlegar þær gerðir sem hafa verið millikvarðaðar
Gerð I:          Frakkland, Ítalía
Gerð IIA:          Frakkland, Spánn, Ítalía, Slóvenía
Gerð IIIW:     Frakkland, Spánn, Ítalía
Gerð IIIE:     Grikkland, Kýpur
Þörungar í plöntusvifi: færibreyta til marks um lífmassa (klórófýll a)
Niðurstöður: Hlutföll vistfræðilegra gæða og gildi færibreytna
Eftirfarandi niðurstöður gilda um öll lönd sem eiga gerðirnar sameiginlegar. Gildi færibreytna eru sett fram sem µg/l af klórófýll a fyrir 90. hundraðshlutamarkið, reiknað fyrir árið í að lágmarki fimm ára tímabili. Niðurstöðurnar eiga við landsvæði innan þeirra gerða sem lýst er í tækniskýrslunni.
Gerð Hlutföll vistfræðilegra gæða Gildi (µg/l, 90. hundraðshlutamark)
Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands
Gerð IIA 0,80 0,53 2,4 3,6
Gerð IIIW 0,80 0,50 1,1 1,8
Gerð IIIE 0,80 0,20 0,1 0,4
Líffræðilegur gæðaþáttur: Stórþörungar
Niðurstöður: Hlutföll vistfræðilegra gæða í landsbundnu flokkunarkerfunum
Eftirfarandi niðurstöður eiga við eftri hluta svæðisins næst ströndu (3,5 – 0,2 m dýpi) við klettóttar strendur:
Land Landsbundin flokkunarkerfi millikvörðuð Hlutföll vistfræðilegra gæða
Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands
Kýpur EEI – vistfræðilegur matsstuðull 0,75 0,50
Frakkland CARLIT – Kortlagning fjörusvæðis og efri hluta svæðisins næst utan við fjörusvæðið við klettóttar strendur 0,75 0,60
Grikkland EEI – vistfræðilegur matsstuðull 0,75 0,50
Slóvenía EEI – vistfræðilegur matsstuðull 0,75 0,50
Spánn CARLIT-BENTHOS 0,75 0,60
FLOKKUR VATNS: Strandsjór og árósavatn
LANDFRÆÐILEGUR SAMRÆMINGARHÓPUR: Svartahafið
Lýsingar á gerðum sem hafa verið millikvarðaðar
Gerð Lýsing
CW-BL1 Miðlungssaltur sjór, lítil sjávarföll (< 1 m), grunnur (< 30 m), í meðallagi óvarinn, blandað undirlag
Lönd sem eiga sameiginlegar þær gerðir sem hafa verið millikvarðaðar:
Búlgaría og Rúmenía

NIÐURSTÖÐUR

Líffræðilegur gæðaþáttur: Þörungar í plöntusvifi
Þörungar í plöntusvifi: færibreyta til marks um lífmassa
Niðurstöður: Hlutföll vistfræðilegra gæða og gildi færibreytna
Árstíð Hlutföll vistfræðilegra gæða Gildi fyrir lífmassa (mg/m3)
Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands
Vetur 0,93 0,78 1770 3420
Vor 0,93 0,78 3515 5690
Sumar 0,93 0,78 1281 2526
Haust 0,93 0,78 1840 3640
Líffræðilegur gæðaþáttur: Botnlægir hryggleysingjar:
Niðurstöður: Hlutföll vistfræðilegra gæða í millikvörðuðum landsbundnum færibreytum
Aðildarríki verða að nota a.m.k. eina af millikvörðuðu færibreytunum (Shannon fjölbreytnisstuðull H', AMBI, M-AMBI)
Millikvarðaðar landsbundnar færibreytur Hlutföll vistfræðilegra gæða
Mörk milli mjög góðs og góðs ástands Mörk milli góðs og sæmilegs ástands
Shannon fjölbreytnisstuðull H' 0,89 0,69
AMBI 0,83 0,53
M-AMBI 0,85 0,55
Neðanmálsgrein: 1
(1)    Stjtíð. ESB L 277, 21.10.2010, bls. 47, og EES-viðbætir við Stjtíð. ESB nr. 59, 21.10.2010, bls. 17.
Neðanmálsgrein: 2
(2)    Stjtíð. ESB L 332, 10.12.2008, bls. 20.
Neðanmálsgrein: 3
(*)    Stjórnskipuleg skilyrði gefin til kynna.
Neðanmálsgrein: 4
(1)    Stjtíð. EB L 327, 22. 12. 2000, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 5
(2)    Stjtíð. ESB L 243, 19.9.2005, bls. 1.