Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 236. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 988  —  236. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 55/2010 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn.

Frá utanríkismálanefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Bergþór Magnússon frá utanríkisráðuneyti og Glóeyju Finnsdóttur frá umhverfisráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 55/2010, frá 30. apríl 2010, um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2007/2/EB um að koma á grunngerð fyrir landupplýsingar í Evrópubandalaginu. Hefur tilskipunin verið nefnd með hástöfunum INSPIRE. Sex mánaða frestur, samkvæmt EES-samningnum, til að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara var veittur til 30. október 2010. Framsetning tillögunnar telst að mati nefndarinnar í samræmi við 4. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála frá 1. október 2010.
    Markmið tilskipunarinnar er að samræma og samnýta opinberar landupplýsingar í allri Evrópu og þá einna helst í þágu umhverfismála. Ákvæði hennar ná eingöngu til landupplýsinga á rafrænu formi og fjalla einkum um miðlun, aðgengi og samræmingu þeirra. Viðkomandi gögn falla undir verksvið nokkurra ráðuneyta en einnig til sveitarfélaga vegna skipulagsgagna
    Við umfjöllun nefndarinnar kom fram að af hálfu EFTA-ríkjannna var gerð krafa um þá aðlögun við upptöku gerðarinnar í EES-samninginn að tryggt yrði að EES/EFTA-ríkin fengju jafnlangan tíma og ESB-ríki fá til þess að innleiða þær skyldur sem Inspire-gerðin leggur þeim á herðar. Aðlögunartexti þessa efnis kemur fram í 1. gr. ákvörðunar sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 55/2010.
    Að mati umhverfisráðuneytisins hefur innleiðing tilskipunarinnar í för með sér verulegan samfélags- og fjárhagslegan ávinning á komandi árum, svo sem á sviðum skipulagsmála, náttúruverndar, ferðaþjónustu og vegna viðbragða við náttúruhamförum. Þá telur ráðuneytið að hún ýti á nauðsynlegar úrbætur varðandi skipulag og umsýslu landupplýsinga hér á landi sem telst nú dreifð og ekki nógu aðgengileg.
    Innleiðing tilskipunarinnar kallar á lagabreytingar hér á landi og fjallar frumvarp umhverfisráðherra til nýrra heildarlaga um grunngerð landupplýsinga (121. mál, þskj. 130) að hluta til um það efni. Frumvarpið er nú til meðferðar í umhverfisnefnd.
    Við umfjöllun nefndarinnar kom fram að æskilegt væri að veita jafnhliða heimild til staðfestingar á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 124/2010, frá 10. nóvember 2010, um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1205/2008 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2007/2/EB að því er varðar lýsigögn og ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/442/EB um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2007/2/EB að því er varðar vöktun og skýrslugjöf. Sex mánaða frestur, samkvæmt EES-samningnum, til að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara var veittur til 10. maí 2011. Nefndin gerir því breytingartillögu þar að lútandi. Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 124/2010, frá 10. nóvember 2010, reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1205/2008 og ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/442/EB eru birtar í fylgiskjölum með nefndaráliti þessu.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGUM:


     1.      Tillögugreinin orðist svo:
                 Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 55/2010, frá 30. apríl 2010, og nr. 124/2010, frá 10. nóvember 2010, um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2007/2/EB um að koma á grunngerð fyrir landupplýsingar í Evrópubandalaginu (INSPIRE), reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1205/2008 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2007/2/EB að því er varðar lýsigögn og ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/442/EB um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2007/ 2/EB að því er varðar vöktun og skýrslugjöf.
     2.      Fyrirsögn tillögunnar orðist svo: Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 55/2010 og nr. 124/2010 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn.

    Birgitta Jónsdóttir og Valgerður Bjarnadóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 9. mars 2011.



Árni Þór Sigurðsson,


form., frsm.


Álfheiður Ingadóttir.


Bjarni Benediktsson.



Helgi Hjörvar.


Ólöf Nordal.


Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.



Þórunn Sveinbjarnardóttir.




Fylgiskjal I.


ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINNAR nr. 124/2010

frá 10. nóvember 2010

um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn


SAMEIGINLEGA EES-NEFNDIN HEFUR TEKIÐ NEÐANGREINDA ÁKVÖRÐUN

með vísan til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, með áorðnum breytingum samkvæmt bókun um breytingu á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, er nefnist „samningurinn“ í því sem hér fer á eftir, einkum ákvæða 98. gr.,

og að teknu tilliti til eftirfarandi:

1)         XX. viðauka við samninginn var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2010 frá 2. júlí 2010 ( 1 ).

2)         Fella ber inn í samninginn reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1205/2008 frá 3. desember 2008 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2007/2/EB að því er varðar lýsigögn ( 2 ), sbr. leiðréttingar sem birtust í Stjtíð. ESB L 328, 15.12.2009, bls. 83.

3)         Fella ber inn í samninginn ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/442/EB frá 5. júní 2009 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2007/2/EB að því er varðar vöktun og skýrslugjöf ( 3 ), sbr. leiðréttingar sem birtust í Stjtíð. ESB L 322, 9.12.2009, bls. 40.

ÁKVÖRÐUNIN ER SVOHLJÓÐANDI:

1. gr.


Eftirfarandi liðir bætist við á eftir lið 1j (tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2007/2/EB) í XX. viðauka við samninginn:

„1ja.          32008 R 1205: Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1205/2008 frá 3. desember 2008 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2007/2/EB að því er varðar lýsigögn (Stjtíð. ESB L 326, 4.12.2008, bls. 12), sbr. leiðréttingar sem birtust í Stjtíð. ESB L 328, 15.12.2009, bls. 83.

1jb.              32009 D 0442: Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/442/EB frá 5. júní 2009 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2007/2/EB að því er varðar vöktun og skýrslugjöf (Stjtíð. ESB L 148, 11.6.2009, bls. 18), sbr. leiðréttingar sem birtust í Stjtíð. ESB L 322, 9.12.2009, bls. 40.“

2. gr.


Íslenskur og norskur texti reglugerðar (EB) nr. 1205/2008, sbr. leiðréttingar sem birtust í Stjtíð. ESB L 328, 15.12.2009, bls. 83, og ákvörðunar 2009/442/EB, sbr. leiðréttingar sem birtust í Stjtíð. ESB L 322, 9.12.2009, bls. 40, sem verður birtur í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, telst fullgiltur.

3. gr.


Ákvörðun þessi öðlast gildi 11. nóvember 2010, að því tilskildu að allar tilkynningar samkvæmt 1. mgr. 103. gr. samningsins hafi borist sameiginlegu EES-nefndinni ( * ), eða gildistökudag ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 55/2010 frá 30. apríl 2010 ( 4 ), hvort sem ber upp síðar.

4. gr.


Ákvörðun þessi skal birt í EES-deild Stjórnartíðinda Evrópusambandsins og EES-viðbæti við þau.

Gjört í Brussel 10. nóvember 2010.

Fyrir hönd sameiginlegu EES-nefndarinnar
Stefán Haukur Jóhannesson
formaður.


Fylgiskjal II.


REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (EB) nr. 1205/2008 frá 3. desember 2008
um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2007/2/EB að því er varðar lýsigögn
(Texti sem varðar EES)

FRAMKVÆMDASTJÓRN EVRÓPUBANDALAGANNA HEFUR,
með hliðsjón af stofnsáttmála Evrópubandalagsins,
með hliðsjón af tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2007/2/EB frá 14. mars 2007 um að koma á grunngerð fyrir landupplýsingar í Evrópubandalaginu (INSPIRE) ( 1 ), einkum 4. mgr. 5. gr.,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1)          Í tilskipun 2007/2/EB er mælt fyrir um almennar reglur sem miða að því að koma á grunngerð fyrir landupplýsingar í Evrópubandalaginu. Þar eð notendur þurfa að geta fundið landgagnasöfn og -þjónustu og ákvarðað hvort þau megi nota og þá í hvaða tilgangi til að þessi grunngerð starfi eðlilega, skulu aðildarríki leggja fram lýsingar á viðkomandi landgagnasöfnum og -þjónustu í formi lýsigagna. Þar eð slík lýsigögn skulu vera samhæfð og nothæf innan Bandalagsins og yfir landamæri er nauðsynlegt að mæla fyrir um reglur varðandi lýsigögnin sem notuð eru til að lýsa landgagnasöfnunum og -þjónustunni sem samsvarar þemunum sem talin eru upp í I., II. og III. viðauka við tilskipun 2007/2/EB.
2)          Nauðsynlegt er að skilgreina mengi lýsigagnastaka til að hægt sé að auðkenna upplýsingatilföng sem lýsigögn eru skráð um, flokka þau, auðkenna landfræðilega staðsetningu þeirra og tímaviðmið, gæði þeirra og gildi, samræmi þeirra við framkvæmdarreglur fyrir rekstrarsamhæfi landsgagnasafna og -þjónustu, hömlur sem varða aðgang og notkun, og þá stofnun sem ber ábyrgð á tilföngunum. Einnig er þörf á lýsigagnastökum sem tengjast lýsigagnaskránni sjálfri, til að fylgjast með því að lýsigögnin, sem skráð voru, séu uppfærð reglulega og til að auðkenna þá stofnun sem ber ábyrgð á skráningu og viðhaldi lýsigagnanna. Þetta er það lágmarksmengi lýsigagnastaka sem þarf til að uppfylla ákvæði tilskipunar 2007/2/EB og kemur ekki í veg fyrir að stofnanir geti skjalfest upplýsingatilföngin af meiri nákvæmni, með viðbótarstökum úr alþjóðlegum stöðlum eða vinnuaðferðum sem tíðkast meðal þeirra hagsmunaaðila sem láta sig sömu málefni varða. Né heldur kemur það í veg fyrir að hægt sé að samþykkja viðmiðunarreglur sem framkvæmdastjórnin setur og uppfærir, einkum þegar tryggja þarf rekstrarsamhæfi lýsigagna.
3)          Leiðbeiningar eru nauðsynlegar fyrir fullgildingu lýsigagna, í samræmi við tilskipun 2007/ 2/EB, að því er varðar skilyrði og væntanlega margfeldni hvers lýsigagnastaks, þ.e.a.s. hvort alltaf megi búast við að gildi hvers staks komi fyrir í lýsigagnaskránni, geti aðeins komið fyrir einu sinni, eða hvort þau geti komið fyrir oftar en einu sinni.
4)          Nauðsynlegt er að hafa upplýsingar um gildamengi hvers lýsigagnastaks til að tryggja rekstrarsamhæfi lýsigagna í fjöltyngdu samhengi og þetta gildamengi á að geta verið í formi frjáls texta, dagsetninga, kóða úr alþjóðlegum stöðlum s.s. tungumálakóða, lykilorða sem fengin eru úr stýrðum skrám eða hugtakaorðabókum (e. thesauri), eða stafastrengja.
5)          Ráðstafanirnar, sem kveðið er á um í þessari reglugerð, eru í samræmi við álit nefndarinnar sem komið var á fót með 22. gr. tilskipunar 2007/2/EB.
SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:

1. gr.
Efni

Í þessari reglugerð eru settar fram kröfur um skráningu og viðhald lýsigagna fyrir landgagnasöfn, landgagnasafnsraðir og landgagnaþjónustu sem samsvara þemunum sem talin eru upp í I., II. og III. viðauka við tilskipun 2007/2/EB.

2. gr.
Skilgreiningar

Í þessari reglugerð gilda þær skilgreiningar sem settar eru fram í A-hluta viðaukans auk þeirra skilgreininga sem mælt er fyrir um í 3. gr. tilskipunar 2007/ 2/EB.

3. gr.
Skráning og viðhald lýsigagna

Lýsigögn, sem lýsa landgagnasafni, landgagnasafnsröð eða landgagnaþjónustu, skulu fela í sér þau lýsigagnastök eða hópa lýsigagnastaka sem sett eru fram í B-hluta viðaukans og skal skrá þau og halda þeim við í samræmi við reglurnar sem settar eru fram í C- og D-hluta hans.

4. gr.
Gildistaka

Reglugerð þessi öðlast gildi á tuttugasta degi eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.

Gjört í Brussel 3. desember 2008.

Fyrir hönd framkvæmdastjórnarinnar,
Stavros DIMAS
framkvæmdastjóri



VIÐAUKI
FRAMKVÆMDARREGLUR FYRIR LÝSIGÖGN
A-HLUTI
Túlkun.

1.    Eftirfarandi skilgreiningar skulu gilda:
    –    „stafastrengur“: gildamengi lýsigagnastaka, gefið upp sem mengi rittákna sem farið er með sem eina heild,
    –    „frjáls texti“: gildamengi lýsigagnastaka, sett fram á einu eða fleiri náttúrlegum tungumálum,
    –    „gagnabreytingaferli“: saga gagnasafns og vistferillinn frá söfnun og öflun gagnanna, um stig samantektar og afleiðslu, til núverandi forms þess, í samræmi við EN ISO-staðal 19101,
    –    „lýsigagnastak“: stök eining af lýsigögnum, í samræmi við EN ISO-staðal 19115,
    –    „nafnarými“: safn heita, auðkenndra með tilvísun til veffangs (e. uniform resource identifier, URI), sem notuð eru í skjölum á stækkanlegu ívafsmáli (e. extensible markup language, XML) sem stakheiti og eigindaheiti,
    –    „gæði“: allir eiginleikar vöru sem varða getu hennar til að uppfylla tilgreindar og ótilgreindar þarfir, í samræmi við EN ISO-staðal 19101,
    –    „tilfang“: upplýsingalind með beina eða óbeina tilvísun til tiltekinnar staðsetningar eða landsvæðis,
    –    „landgagnasafnsröð“: samansafn landgagnasafna sem deila sömu gæðaforskriftinni.
2.    Líta skal á vísanir til gildis landgagnasafna sem svo að þær varði eitthvað af eftirtöldu:
    –    það rúm- og tímabil sem á við gögnin,
    –    það hvort gögnin hafi verið yfirfarin samkvæmt mælikerfi eða kröfum um nothæfi,
    –    það að hve miklu leyti gögnin hæfa tilgangi sínum,
    –    lögmæti landsgagnasafnsins, eftir því sem við á.

B-HLUTI
Lýsigagnastök

1.    UPPLÝSINGAR TIL AUÐKENNINGAR
    Leggja skal fram eftirfarandi lýsigagnastök:
1.1.    Heiti tilfangs
    Þetta er einkennandi og í mörgum tilvikum einstakt heiti sem tilfangið gengur undir.
    Gildamengi þessa lýsigagnastaks er frjáls texti.
1.2.     Ágrip um tilfang
    Þetta er stutt samantekt í samfelldu máli um innihald tilfangsins.
    Gildamengi þessa lýsigagnastaks er frjáls texti.
1.3.     Tegund tilfangs
    Þetta er sú tegund tilfanga sem lýst er í lýsigögnunum.
    Gildamengi þessa lýsigagnastaks er skilgreint í hluta D.1.
1.4.     Staðsetning tilfangs
    Staðsetning tilfangs skilgreinir tengilinn/tenglana við tilfangið og/eða tengilinn við viðbótarupplýsingar um tilfangið.
    Gildamengi þessa lýsigagnastaks er stafastrengur sem venjulega er sett fram sem vefslóð (e. uniform resource locator - URL).
1.5.    Veffang (e. unique resource identifier)
    Gildi sem auðkennir tilfangið á ótvíræðan hátt.
    Gildamengi þessa lýsigagnastaks er skyldubundinn stafastrengskóði, sem venjulega er úthlutað af eiganda gagnanna, og nafnarými í formi stafastrengs sem auðkennir á ótvíræðan hátt samhengi auðkenniskóðans (til dæmis eiganda gagnanna).
1.6.    Samtengt tilfang
    Ef tilfangið er landgagnaþjónusta auðkennir þetta lýsigagnastak marklandgagnasafn eða -söfn þjónustunnar gegnum vefföngin (URI), eftir því sem við á.
    Gildamengi þessa lýsigagnastaks er skyldubundinn stafastrengskóði, sem venjulega er úthlutað af eiganda gagnanna, og nafnarými í formi stafastrengs sem auðkennir á ótvíræðan hátt samhengi auðkenniskóðans (til dæmis eiganda gagnanna).
1.7.    Tungumál tilfangs
    Tungumálið eða tungumálin sem notuð eru í tilfanginu.
    Gildamengi þessa lýsigagnastaks takmarkast við tungumálin sem skilgreind eru í ISO-staðli 639-2.
2.    FLOKKUN LANDGAGNA OG ÞJÓNUSTU
2.1.    Efnisflokkur
    Efnisflokkurinn er grófflokkunarkerfi (e. high-level classification scheme), til þess ætlað að auðvelda flokkun á tiltækum landgagnatilföngum og leit í þeim eftir efnisflokki.
    Gildamengi þessa lýsigagnastaks er skilgreint í hluta D.2.
2.2.    Tegund landgagnaþjónustu
    Þetta er flokkun sem er ætlað að auðvelda leitina að tiltækri landgagnaþjónustu. Einungis skal flokka hverja tiltekna þjónustu í einn flokk.
    Gildamengi þessa lýsigagnastaks er skilgreint í hluta D.3.
3.    LYKILORÐ
    Ef tilfangið er landgagnaþjónusta skal leggja fram a.m.k. eitt lykilorð úr hluta D.4.
    Ef tilfang er landgagnasafn eða landgagnasafnsröð skal leggja fram a.m.k. eitt lykilorð úr almennu fjölmála hugtakaorðabókinni um umhverfismál (GEMET), sem lýsir því landgagnaþema sem skiptir máli eins og það er skilgreint í I., II. eða III. viðauka við tilskipun 2007/2/EB.
    Fyrir hvert lykilorð skal leggja fram eftirfarandi lýsigagnastök:
3.1.    Gildi lykilorðs
    Gildi lykilorðs er algengt orð, formlegt orð eða orðasamband sem notað er til að lýsa viðfangsefninu. Efnisflokkurinn er of gróflega skilgreindur fyrir nákvæmar fyrirspurnir en lykilorð eru hentug til að þrengja altæka textaleit og bjóða upp á skipulega lykilorðaleit.
    Gildamengi þessa lýsigagnastaks er frjáls texti.
3.2.    Upprunalegt, stýrt orðasafn
    Ef gildi lykilorðs er fengið úr stýrðu orðasafni (hugtakaorðabók, verufræði), t.d. GEMET, skal gefa upp vísun í stýrða orðasafnið sem það á uppruna í.
    Í þessari tilvísun skulu koma fram a.m.k. titill og viðmiðunardagsetning (útgáfudagur, dagur síðustu endurskoðunar eða skráningardagur) fyrir upprunalega stýrða orðasafnið.
4.    LANDFRÆÐILEG STAÐSETNING
    Krafan um landfræðilega staðsetningu, sem um getur í e-lið 2. mgr. 11. gr. tilskipunar 2007/2/EB, skal sett fram með landfræðilegu afmörkuninni fyrir lýsigagnastakið.
4.1.    Landfræðileg afmörkun (e. geographic bounding box)
    Þetta er umfang tilfangsins í landfræðilega rýminu, gefið upp sem afmörkun (e. bounding box).
    Afmörkunin skal gefin upp með lengdargráðum til vesturs og austurs og breiddargráðum til suðurs og norðurs í tugagráðum, af nákvæmni sem nemur a.m.k. tveimur aukastöfum.
5.    TÍMAVIÐMIÐ
    Þetta lýsigagnastak varðar kröfuna um að hafa upplýsingar um tímaþátt gagnanna eins og um getur í d-lið 2. mgr. 8. gr. tilskipunar 2007/2/EB. Gefa skal upp a.m.k. eitt af þeim lýsigagnastökum sem um getur í liðum 5.1 til 5.4.
    Gildamengi lýsigagnastakanna, sem um getur í liðum 5.1 til 5.4, er mengi dagsetninga. Hver dagsetning skal vísa til tímaviðmiðskerfis og skal sett fram á formi sem á við það kerfi. Sjálfgefna viðmiðskerfið skal vera gregoríanska tímatalið með dagsetningum sem eru tilgreindar í samræmi við ISO- staðal 8601.
5.1.    Tímavídd
    Tímavíddin afmarkar tímabilið sem innihald tilfangsins nær yfir. Heimilt er að tilgreina tímabilið sem eitthvað af eftirfarandi:
    –    stök dagsetning,
    –    tímabil milli dagsetninga, tilgreint með upphafsdagsetningu og lokadagsetningu tímabilsins,
    –    blanda af stökum dagsetningum og tímabilum milli dagsetninga.
5.2.    Birtingardagur
    Þetta er birtingardagur tilfangsins, þegar hann liggur fyrir, eða gildistökudagurinn. Um getur verið að ræða fleiri en einn birtingardag.
5.3.    Dagsetning síðustu endurskoðunar
    Þetta er dagsetning síðustu endurskoðunar tilfangsins, hafi tilfangið verið endurskoðað. Ekki skal tilgreina fleiri en eina dagsetningu síðustu endurskoðunar.
5.4.    Skráningardagsetning
    Þetta er dagsetningin þegar tilfangið var skráð. Ekki skal tilgreina fleiri en eina skráningardagsetningu.
6.    GÆÐI OG GILDI
    Eftirfarandi lýsigagnastök skulu ná yfir kröfurnar sem um getur í 2. mgr. 5. gr. og 2. mgr. 11. gr. tilskipunar 2007/2/EB að því er varðar gæði og gildi landgagna:
6.1.    Gagnabreytingaferli
    Þetta er yfirlýsing um ferlissögu og/eða gæði landgagnasafnsins í heild. Hún getur falið í sér, eftir því sem við á, yfirlýsingu um hvort gagnasafnið hafi verið fullgilt eða gæðavottað, hvort það sé opinbera útgáfan (ef margar útgáfur eru til) og hvort það sé lögmætt.
    Gildamengi þessa lýsigagnastaks er frjáls texti.
6.2.    Staðupplausn
    Staðupplausn vísar til sundurliðunarstigs gagnasafnsins. Hún skal sett fram sem mengi sem getur innihaldið enga og upp í margar ólíkar stærðir myndeininga (yfirleitt fyrir gögn með hnitaneti og vörur sem unnar eru úr myndum) eða sem jafngildir kvarðar (yfirleitt fyrir kort eða vörur sem unnar eru úr kortum).
    Jafngildur kvarði er yfirleitt settur fram sem heiltölugildi sem sýnir nefnara kvarðans.
    Stærð myndeininga skal sett fram sem tölugildi ásamt lengdareiningu.
7.    SAMRÆMI
    Eftirfarandi lýsigagnastök skulu ná yfir kröfurnar sem um getur í a-lið 2. mgr. 5. gr. og d-lið 2. mgr. 11. gr. tilskipunar 2007/2/EB að því er varðar samræmi og samræmisstig við framkvæmdarreglurnar sem samþykktar eru skv. 1. mgr. 7. gr. tilskipunar 2007/2/EB:
7.1.    Forskrift
    Þetta er tilvitnun í framkvæmdarreglurnar sem samþykktar eru skv. 1. mgr. 7. gr. tilskipunar 2007/2/ EB eða önnur forskrift sem tiltekið tilfang samrýmist.
    Tilfang getur samrýmst fleiri en einni framkvæmdarreglu sem samþykkt er skv. 1. mgr. 7. gr. tilskipunar 2007/2/EB eða annarri forskrift.
    Í þessari tilvitnun skulu koma fram a.m.k. titill og viðmiðunardagsetning (útgáfudagur, dagur síðustu endurskoðunar eða skráningardagur) fyrir framkvæmdarreglurnar sem samþykktar eru skv. 1. mgr. 7. gr. tilskipunar 2007/2/EB eða fyrir forskriftina.
7.2.    Samræmisstig
    Þetta er stig samræmis milli tilfangsins og framkvæmdarreglnanna sem samþykktar eru skv. 1. mgr. 7. gr. tilskipunar 2007/2/EB eða annarrar forskriftar.
    Gildamengi þessa lýsigagnastaks er skilgreint í D-hluta.
8.    HÖMLUR SEM VARÐA AÐGANG OG NOTKUN
    Hömlur sem varða aðgang og notkun skulu vera annað eða hvort tveggja af eftirtöldu:
    –    mengi skilyrða sem gilda um aðgang og notkun (8.1),
    –    mengi takmarkana á almennum aðgangi (8.2).
8.1.    Skilyrði sem gilda um aðgang og notkun
    Þetta lýsigagnastak skilgreinir skilyrðin fyrir aðgangi og notkun landgagnasafna og -þjónustu og, eftir atvikum, samsvarandi gjöld líkt og krafist er í b-lið 2. mgr. 5. gr. og f-lið 2. mgr. 11. gr. tilskipunar 2007/2/EB.
    Gildamengi þessa lýsigagnastaks er frjáls texti.
    Stakið verður að hafa gildi. Ef engin skilyrði gilda um aðgang að og notkun á tilfanginu skal nota umsögnina „engin skilyrði gilda“. Ef skilyrði eru óþekkt skal nota umsögnina „skilyrði óþekkt“.
    Þetta stak skal einnig veita upplýsingar um öll gjöld sem þarf að greiða til að fá aðgang að tilfanginu og nota það, eftir atvikum, eða vísa til vefslóðar (URL) þar sem finna má upplýsingar um gjöld.
8.2.    Takmarkanir á aðgangi almennings
    Þegar aðildarríki takmarka aðgang almennings að landgagnasöfnum og landgagnaþjónustu skv. 13. gr. tilskipunar 2007/2/EB skal þetta lýsigagnastak veita upplýsingar um takmarkanirnar og ástæðurnar fyrir þeim.
    Ef engar takmarkanir eru á aðgangi almennings skal þetta lýsigagnastak gefa það til kynna.
    Gildamengi þessa lýsigagnastaks er frjáls texti.
9.    STOFNANIR SEM BERA ÁBYRGÐ Á STOFNUN, UMSJÓN, VIÐHALDI OG DREIFINGU LANDGAGNASAFNA OG -ÞJÓNUSTU
    Leggja skal fram eftirfarandi tvö lýsigagnastök, að því er varðar d-lið 2. mgr. 5. gr. og g-lið 2. mgr. 11. gr. tilskipunar 2007/2/EB:
9.1.    Ábyrgur aðili
    Þetta er lýsing á stofnuninni sem ber ábyrgð á gerð, umsjón, viðhaldi og dreifingu tilfangsins.
    Í þessari lýsingu skulu koma fram:
    –    nafn samtakanna í formi frjáls texta,
    –    tölvupóstfang tengiliðar í formi stafastrengs.
9.2.    Hlutverk ábyrgs aðila
    Þetta er hlutverk hinnar ábyrgu stofnunar.
    Gildamengi þessa lýsigagnastaks er skilgreint í D-hluta.
10.    LÝSIGÖGN UM LÝSIGÖGN
    Leggja skal fram eftirfarandi lýsigagnastök að því er varðar 1. mgr. 5. gr. tilskipunar 2007/2/EB:
10.1.    Lýsigagnatengiliður
    Þetta er lýsing á stofnuninni sem ber ábyrgð á skráningu og viðhaldi lýsigagnanna.
    Í þessari lýsingu skulu koma fram:
    –    nafn samtakanna í formi frjáls texta,
    –    tölvupóstfang tengiliðar í formi stafastrengs.
10.2.    Lýsigagnadagsetning
    Dagsetningin sem tilgreinir hvenær lýsigagnaskráin var gerð eða uppfærð.
    Dagsetning þessi skal sett fram í samræmi við ISO-staðal 8601.
10.3.    Tungumál lýsigagna
    Þetta er tungumálið sem lýsigagnastökin eru tjáð á.
    Gildamengi þessa lýsigagnastaks takmarkast við opinber tungumál Bandalagsins sem tilgreind eru í samræmi við ISO-staðal 639-2.

C-HLUTI
Leiðbeiningar um margfeldni og skilyrði lýsigagnastakanna

Lýsigögnin, sem lýsa tilfangi, skulu fela í sér, að því er varðar landgagnasafn eða landgagnasafnsröð, þau lýsigagnastök eða hópa lýsigagnastaka sem skráðir eru í töflu 1 og, að því er varðar landgagnasafnsþjónustu, þau lýsigagnastök eða hópa lýsigagnastaka sem skráðir eru í töflu 2.
Þessi lýsigagnastök eða hópar lýsigagnastaka skulu samrýmast þeirri margfeldni sem vænst er og þeim tengdu skilyrðum sem sett eru fram í töflum 1 og 2.
Þegar ekkert skilyrði er tilgreint í tengslum við tiltekið lýsigagnastak er það stak skyldubundið.
Í töflunum koma fram eftirfarandi upplýsingar:
–    Í fyrsta dálkinum er tilvísun til málsgreinarinnar í B-hluta viðaukans sem skilgreinir lýsigagnastakið eða hóp lýsigagnastakanna.
–    Í öðrum dálkinum er heiti lýsigagnastaksins eða hóps lýsigagnastakanna.
–    Í þriðja dálkinum er margfeldni lýsigagnastaks tilgreind. Margfeldnin er látin í ljós samkvæmt táknun UML-skilgreiningarmálsins fyrir margfeldni, þar sem:
    –    1 merkir að þetta lýsigagnastak skuli aðeins koma fyrir einu sinni í mengi niðurstaðna,
    –    1..* merkir að þetta lýsigagnastak skuli koma fyrir a.m.k. einu sinni í mengi niðurstaðna,
    –    0..1 gefur til kynna að lýsigagnastak megi vera fyrir hendi í mengi niðurstaðna að uppfylltum skilyrðum en megi aðeins koma fyrir einu sinni,
    –    0..* gefur til kynna að lýsigagnastak megi vera fyrir hendi í mengi niðurstaðna að uppfylltum skilyrðum en megi koma fyrir einu sinni eða oftar,
    –    þegar margfeldnin er 0..1 eða 0..* fer það eftir skilyrðinu hvort lýsigagnastökin eru skyldubundin.
–    Í fjórða dálkinum er skilyrt setning ef margfeldni staksins gildir ekki um allar tegundir tilfanga. Við aðrar aðstæður eru öll stök skyldubundin.

Tafla 1
Lýsigögn fyrir landgagnasöfn og landgagnasafnsraðir

Tilvísun Lýsigagnastök Margfeldni Skilyrði
1.1 Heiti tilfangs 1
1.2 Ágrip um tilfang 1
1.3 Tegund tilfangs 1
1.4 Staðsetning tilfangs 0..* Skyldubundið ef vísað er á vefslóð þar sem afla má frekari upplýsinga um tilfangið og/eða þjónustu er varðar aðgang.
1.5 Veffang (e. unique resource identifier) 1..*
1.7 Tungumál tilfangs 0..* Skyldubundið ef tilfangið inniheldur textaupplýsingar.
2.1 Efnisflokkur 1..*
3 Lykilorð 1..*
4.1 Landfræðileg afmörkun (e. geographic bounding box) 1..*
5 Tímaviðmið 1..*
6.1 Gagnabreytingaferli 1
6.2 Staðupplausn 0..* Skyldubundið fyrir gagnasöfn og gagnasafnsraðir ef hægt er að tilgreina jafngildan kvarða og stærð myndeininga.
7 Samræmi 1..*
8.1 Skilyrði fyrir aðgangi og notkun 1..*
8.2 Takmarkanir á aðgangi almennings 1..*
9 Ábyrg stofnun 1..*
10.1 Lýsigagnatengiliður 1..*
10.2 Lýsigagnadagsetning 1
10.3 Tungumál lýsigagna 1

Tafla 2
Lýsigögn fyrir landgagnaþjónustu

Tilvísun Lýsigagnastak Margfeldni Skilyrði
1.1 Heiti tilfangs 1
1.2 Ágrip um tilfang 1
1.3 Tegund tilfangs 1
1.4 Staðsetning tilfangs 0..* Skyldubundið ef tenging við þjónustuna er fyrir hendi.
1.6 Samtengt tilfang 0..* Skyldubundið ef tenging við gagnasöfn, sem notuð eru til að starfrækja þjónustuna, er fyrir hendi.
2.2 Tegund landgagnaþjónustu 1
3 Lykilorð 1..*
4.1 Landfræðileg afmörkun (e. geographic bounding box) 0…* Skyldubundið fyrir þjónustu sem hefur skýrt afmarkað landfræðilegt umfang.
5 Tímaviðmið 1..*
6.2 Staðupplausn 0..* Skyldubundið ef staðupplausn fyrir þessa þjónustu er takmörkuð.
7 Samræmi 1..*
8.1 Skilyrði fyrir aðgangi og notkun 1..*
8,2 Takmarkanir á aðgangi almennings 1..*
9 Ábyrg stofnun 1..*
10.1 Lýsigagnatengiliður 1..*
10.2 Lýsigagnadagsetning 1
10.3 Tungumál lýsigagna 1

D-HLUTI
Gildamengi

Gildamengin, sem lýst er í hlutum D.1 til D.6, skulu notuð með margfeldninni sem gefin er upp í töflum 1 og 2 í C-hluta, þegar það er tekið fram í lýsingunni á lýsigagnastökunum í B-hluta.
Hvert gildi á tilteknu sviði er skilgreint með:
–    tölulegu kennimerki,
–    heiti í formi texta fyrir mennska notendur, sem hægt er að þýða á ólík tungumál Bandalagsins,
–    mállega hlutlausu heiti fyrir tölvur (gildinu sem gefið er upp innan sviga),
–    valkvæðri lýsingu eða skilgreiningu.
1.    TEGUND TILFANGS
1.1.    Landgagnasafnsröð (röð)
1.2.    Landgagnasafn (gagnasafn)
1.3.    Landgagnaþjónusta (þjónusta)
2.    EFNISFLOKKAR Í SAMRÆMI VIÐ EN ISO-STAÐAL 19115
2.1.    Búskapur (farming)
    Dýraeldi og/eða ræktun plantna
    Þessi flokkur tekur til aðstöðu fyrir landbúnað og lagareldi, landgagnaþemað í 9. lið III. viðauka við tilskipun 2007/2/EB.
2.2.    Lífríki (biota)
    Plönturíki og/eða dýraríki í náttúrulegu umhverfi.
    Þessi flokkur tekur til eftirfarandi landgagnaþema úr tilskipun 2007/2/EB: Líflandfræðileg svæði í 17. lið III. viðauka, búsvæði og lífvist í 18. lið III. viðauka og útbreiðsla tegunda í 19. lið III. viðauka.
2.3.    Landamæri (boundaries)
    Lagalegar landsvæðislýsingar.
    Þessi flokkur tekur til eftirfarandi landgagnaþema úr tilskipun 2007/2/EB: Stjórnsýslueiningar í 4. lið I. viðauka og tölfræðilegar einingar í 1. lið III. viðauka.
2.4.    Loftslag / veður / andrúmsloft (climatologyMeteorologyAtmosphere)
    Ferli og fyrirbæri í andrúmsloftinu.
    Þessi flokkur tekur til eftirfarandi landgagnaþema úr tilskipun 2007/2/EB: Skilyrði í lofthjúp í 13. lið III. viðauka og veðurfræðilegar landfræðifitjur í 14. lið III. viðauka.
2.5.    Atvinnulíf (economy)
    Atvinnustarfsemi, aðstæður og atvinnumál.
    Þessi flokkur tekur til eftirfarandi landgagnaþema úr tilskipun 2007/2/EB: Orkuauðlindir í 20. lið III. viðauka og jarðefnaauðlindir í 21. lið III. viðauka.
2.6.    Hæð (elevation)
    Hæð yfir eða undir sjávarmáli.
    Þessi flokkur tekur til eftirfarandi landgagnaþema úr tilskipun 2007/2/EB: Hæð, í 1. lið II. viðauka.
2.7.    Umhverfismál (environment)
    Umhverfisauðlindir, verndun og varðveisla.
    Þessi flokkur tekur til eftirfarandi landgagnaþema úr tilskipun 2007/2/EB: Vernduð svæði, í 9. lið I. viðauka.
2.8.    Jarðvísindalegar upplýsingar (geoscientificInformation)
    Upplýsingar sem varða jarðvísindi.
    Þessi flokkur tekur til eftirfarandi landgagnaþema úr tilskipun 2007/2/EB: Jarðvegur í 3. lið III. viðauka, jarðfræði í 4. lið II. viðauka og náttúruleg áhættusvæði í 12. lið III, viðauka.
2.9.    Heilbrigði (health)
    Heilbrigði, heilbrigðisþjónusta, mannvistfræði og öryggi.
    Þessi flokkur tekur til eftirfarandi landgagnaþema úr tilskipun 2007/2/EB: Heilbrigði og öryggi manna, í 5. lið III. viðauka.
2.10.    Myndir / grunnkort / yfirborðsþekja (imageryBaseMapsEarthCover)
    Grunnkort.
    Þessi flokkur tekur til eftirfarandi landgagnaþema úr tilskipun 2007/2/EB: Uppréttar fjarkönnunarmyndir í 3. lið II. viðauka og landgerðir í 2. lið II. viðauka.
2.11.    Trúnaðargögn / hermál (intelligenceMilitary)
    Herstöðvar, mannvirki og starfsemi.
    Þessi flokkur tekur ekki sérstaklega til neinna landgagnaþema úr tilskipun 2007/2/EB:
2.12.    Innri vatnaleiðir (inlandWaters)
    Fitjur innri vatnaleiða, frárennsliskerfi og einkenni þeirra.
    Þessi flokkur tekur til eftirfarandi landgagnaþema úr tilskipun 2007/2/EB: Vatnafar, í 8. lið I. viðauka.
2.13.    Staðsetning (location)
    Staðargögn og þjónusta.
    Þessi flokkur tekur til eftirfarandi landgagnaþema úr tilskipun 2007/2/EB: Örnefni í 3. lið I. viðauka og heimilisföng í 5. lið I. viðauka.
2.14.    Úthöf (oceans)
    Fitjur og einkenni saltvatnshlota (að undanskildum innri vatnaleiðum).
    Þessi flokkur tekur til eftirfarandi landgagnaþema úr tilskipun 2007/2/EB: Innhafssvæði í 16. lið III. viðauka og haffræðilegar landfræðifitjur í 15. lið III. viðauka.
2.15.    Áætlanagerð / fasteignaskrá (planningCadastre)
    Upplýsingar sem notaðar eru vegna viðeigandi aðgerða er varða framtíðarnotkun landsins.
    Þessi flokkur tekur til eftirfarandi landgagnaþema úr tilskipun 2007/2/EB: Landareignir og lóðir í 6. lið I. viðauka, landnotkun í 4. lið III. viðauka og svæði sem lúta stjórnun/takmörkunum/reglugerðum og skýrslugjafareiningar í 11. lið III. viðauka.
2.16.    Samfélag (society)
    Einkenni samfélaga og menningarheima.
    Þessi flokkur tekur til eftirfarandi landgagnaþema úr tilskipun 2007/2/EB: Mannfjöldadreifing – lýðfræði, í 10. lið III. viðauka.
2.17.    Bygging (structure)
    Mannvirki.
    Þessi flokkur tekur til eftirfarandi landgagnaþema úr tilskipun 2007/2/EB: Byggingar í 2. lið III. viðauka, framleiðslu- og iðnaðaraðstaða í 8. lið III. viðauka og umhverfisvöktunaraðstaða í 7. lið III. viðauka.
2.18.    Flutningur (transportation)
    Úrræði og leiðir til að flytja fólk og/eða vörur.
    Þessi flokkur tekur til eftirfarandi landgagnaþema úr tilskipun 2007/2/EB: Flutninganet, í 7. lið I. viðauka.
2.19.    Veituþjónusta / fjarskipti (utilitiesCommunication)
    Orka, vatns- og skolpkerfi og fjarskiptavirki og -þjónusta.
    Þessi flokkur tekur til eftirfarandi landgagnaþema úr tilskipun 2007/2/EB: Veitur og þjónusta á vegum stjórnvalda, í 6. lið III. viðauka.
3.    TEGUND LANDGAGNAÞJÓNUSTU
3.1.    Leitarþjónusta (discovery)
    Þjónusta sem gerir kleift að leita að landgagnasöfnum og -þjónustu á grundvelli innihalds samsvarandi lýsigagna og að birta innihald lýsigagnanna.
3.2.    Skoðunarþjónusta (view)
    Þjónusta sem gerir kleift, að lágmarki, að birta, rápa um, þysja að/frá, skotra eða leggja gagnalag yfir sýnileg landgagnasöfn og að birta skýringartexta og allt viðeigandi innihald lýsigagna.
3.3.    Niðurhalsþjónusta (download)
    Þjónusta sem gerir kleift að hala niður afrit af landgagnasöfnum eða hluta slíkra safna og, ef unnt er, fá beinan aðgang að þeim.
3.4.    Umvörpunarþjónusta (transformation)
    Þjónusta sem gerir kleift að umvarpa landgagnasöfnum með það í huga að ná fram rekstrarsamhæfi.
3.5.    Virkjun landgagnaþjónustu (invoke)
    Þjónusta sem gerir kleift að skilgreina bæði það gagnaílag og gagnafrálag sem þjónustan gerir ráð fyrir svo og verkflæði eða þjónustukeðju sem sameinar margs konar þjónustu. Hún gerir einnig kleift að skilgreina ytri skilflöt vefþjónustu verkflæðisins eða þjónustukeðjunnar.
3.6.    Önnur þjónusta (other)
4.    FLOKKUN LANDGAGNAÞJÓNUSTU
    Lykilorðin byggjast á flokkunarkerfi landfræðilegrar þjónustu í EN ISO-staðli 19119. Þetta flokkunarkerfi er skipulagt eftir flokkum er skiptast í undirflokka sem skilgreina gildamengi flokkunar landgagnaþjónustunnar.
     100     Gagnvirk landfræðileg þjónusta fyrir notendur (humanInteractionService)
    Þessi flokkur felur í sér eftirfarandi undirflokka:
    101    Efnisskrárskoðari (humanCatalogueViewer)
        Biðlaraþjónusta sem gerir notanda kleift, með gagnvirkum samskiptum við efnisskrá, að staðsetja, skoða og halda utan um lýsigögn um landfræðileg gögn eða landfræðilega þjónustu.
    102    Landfræðiskoðari (humanGeographicViewer)
        Biðlaraþjónusta sem gerir notanda kleift að skoða eitt eða fleiri fitjusöfn eða þekjur.
    103    Reiknivangsskoðari fyrir landfræðilegar upplýsingar (humanGeographicSpreadsheetViewer)
        Biðlaraþjónusta sem gerir notanda kleift að eiga gagnvirk samskipti við marga gagnahluti og fara fram á útreikninga sem eru áþekkir reiknivangi en víkkaðir þannig að þeir ná einnig yfir landfræðileg gögn.
    104    Þjónusturitill (humanServiceEditor)
        Biðlaraþjónusta sem gerir notanda kleift að stjórna landfræðivinnsluþjónustu.
    105    Ritill fyrir keðjuskilgreiningar (humanChainDefinitionEditor)
        Veitir keðjuskilgreiningaþjónustu fyrir notendasamskipti.
    106    Verkflæðiskeyrslustjóri (humanWorkflowEnactmentManager)
        Veitir verkflæðisstjórnunarþjónustu fyrir notendasamskipti.
    107    Ritill fyrir landfræðifitjur (humanGeographicFeatureEditor)
        Landfræðiskoðari sem gerir notanda kleift að eiga gagnvirk samskipti við fitjugögn.
    108    Landfræðitáknritill (humanGeographicSymbolEditor)
        Biðlaraþjónusta sem gerir mennskum notanda kleift að velja táknasöfn og stýra þeim.
    109    Fitjualhæfingarritill (humanFeatureGeneralizationEditor)
        Biðlaraþjónusta sem gerir notanda kleift að breyta kortagerðareiginleikum fitju eða fitjusafns með því að einfalda myndbirtingu þess en halda jafnframt meginþáttum þess – landfræðileg hliðstæða einföldunar.
    110    Skoðari fyrir skipan landfræðigagna (humanGeographicDataStructureViewer)
        Biðlaraþjónusta sem veitir notanda aðgang að hluta gagnasafns til að sjá innra skipulag þess.
     200    Landfræðileg fyrirmynd/upplýsingastjórnunarþjónusta (infoManagementService)
    Þessi flokkur felur í sér eftirfarandi undirflokka:
    201    Fitjuaðgangsþjónusta (infoFeatureAccessService)
        Þjónusta sem veitir biðlara aðgang að og stjórn á gagnageymslu fyrir fitjur.
    202    Kortaaðgangsþjónusta (infoMapAccessService)
        Þjónusta sem veitir biðlara aðgang að myndrænni útfærslu landfræðilegra gagna, þ.e. myndum af landfræðilegum gögnum.
    203    Aðgangsþjónusta að þekjugögnum (infoCoverageAccessService)
        Þjónusta sem veitir biðlara aðgang að og stjórn á þekjugagnageymslu.
    204    Nemalýsingarþjónusta (infoSensorDescriptionService)
        Þjónusta sem gefur lýsingu á þekjugagnanema, þ.m.t. staðsetning hans og stefna, ásamt rúmfræðilegum, aflrænum og geislamælifræðilegum einkennum nemans vegna landvinnslu.
    205    Afurðaaðgangsþjónusta (infoProductAccessService)
        Þjónusta sem veitir aðgang að og stjórn á gagnageymslu fyrir landfræðilegar afurðir.
    206    Fitjutegundaþjónusta (infoFeatureTypeService)
        Þjónusta sem veitir biðlara aðgang að og stjórn á gagnageymslu fyrir skilgreiningar á fitjutegundum.
    207    Efnisskrárþjónusta (infoCatalogueService)
        Þjónusta vegna leitar í og stjórnar á geymslu lýsigagna sem fjalla um tilvik.
    208    Stýriskrárþjónusta (infoRegistryService)
        Þjónusta sem veitir aðgang að geymslu lýsigagna sem fjalla um tegundir.
    209    Landfræðiorðabókaþjónusta (infoGazetteerService)
        Þjónusta sem veitir aðgang að skrá yfir tilvik um flokk eða flokka raunverulegra fyrirbæra, sem inniheldur einhverjar upplýsingar um staðsetningu.
    210    Pantanameðhöndlunarþjónusta (infoOrderHandlingService)
        Þjónusta sem gerir biðlara kleift að panta afurðir frá söluaðila.
    211    Fastapantanaþjónusta (infoStandingOrderService)
        Pantanameðhöndlunarþjónusta sem gerir notanda kleift að óska eftir að afurð, sem nær yfir tiltekið landsvæði, verði dreift þegar hún verður tiltæk.
    300    Landfræðileg þjónusta fyrir verkflæði og verkefnastjórnun (taskManagementService)
    Þessi flokkur felur í sér eftirfarandi undirflokka:
    301    Keðjuskilgreiningarþjónusta (chainDefinitionService)
        Þjónusta sem skilgreinir keðju og gerir kleift að framkvæma verkefni hennar með verkflæðisframkvæmdarþjónustu.
    302    Verkflæðisframkvæmdarþjónusta (workflowEnactmentService)
        Verkflæðisframkvæmdarþjónustan túlkar keðju og stýrir eintekningu þjónustu og röðun starfsemi.
    303    Áskriftarþjónusta (subscriptionService)
        Þjónusta sem gerir biðlara kleift að skrá sig svo þeim berist tilkynningar um viðburði.
    400    Landfræðivinnsluþjónusta – landþættir (spatialProcessingService)
    Þessi flokkur felur í sér eftirfarandi undirflokka:
    401    Hnitaumbreytingarþjónusta (spatialCoordinateConversionService)
        Þjónusta sem umreiknar hnit úr einu hnitakerfi í annað hnitakerfi sem tengist sama landmælingaviðmiði.
    402    Hnitaumvörpunarþjónusta (spatialCoordinateTransformationService)
        Þjónusta sem umreiknar hnit úr viðmiðunarhnitakerfi sem byggist á einu landmælingaviðmiði yfir í viðmiðunarhnitakerfi sem byggist á öðru landmælingaviðmiði.
    403    Umbreytingarþjónusta fyrir þekjugögn/vigurgögn (spatialCoverageVectorConversionService
        Þjónusta sem breytir landfræðilegri framsetningu úr þekjugerðarlýsingu í vigurgerðarlýsingu, eða öfugt.
    404    Myndhnitaumbreytingarþjónusta (spatialImageCoordinateConversionService)
        Hnitaumvörpunar- eða hnitaumbreytingarþjónusta til að breyta viðmiðunarhnitakerfi myndar.
    405    Leiðréttingaþjónusta (spatialRectificationService)
        Þjónusta til að umvarpa mynd í hornrétt, samsíða ofanvarp og þar með í fastan kvarða.
    406    Uppréttingarþjónusta (spatialOrthorectificationService)
        Leiðréttingarþjónusta sem eyðir myndhalla og tilfærslu sem verður vegna landhækkunar.
    407    Aðlögunarþjónusta fyrir rúmfræðilíkön nema (spatialSensorGeometryModelAdjustmentService)
        Þjónusta sem aðlagar rúmfræðilíkön nema þannig að betra samræmi náist milli myndarinnar og annarra mynda og/eða þekktra staðsetninga á jörðinni.
    408    Umbreytingarþjónusta fyrir rúmfræðilíkön mynda (spatialImageGeometryModelConversionService)
        Þjónusta sem breytir rúmfræðilíkönum nema í önnur, jafngild rúmfræðilíkön nema.
    409    Úttektarþjónusta (spatialSubsettingService)
        Þjónusta sem dregur gögn úr ílagi á samfelldu landsvæði, annað hvort út frá landfræðilegri staðsetningu eða hnitum í hnitakerfi.
    410    Úrtökuþjónusta (spatialSamplingService)
        Þjónusta sem dregur gögn úr ílagi samkvæmt samræmdu úrtakskerfi, annað hvort út frá landfræðilegri staðsetningu eða hnitum í hnitakerfi.
    411    Tíglunarbreytingarþjónusta (spatialTilingChangeService)
        Þjónusta sem breytir tíglun landfræðilegra gagna.
    412    Stærðarmælingarþjónusta (spatialDimensionMeasurementService)
        Þjónusta til að reikna út mál (e. dimensions) hluta sem sjást á mynd eða í öðrum landgögnum.
    413    Fitjumeðferðarþjónusta (spatialFeatureManipulationService)
        Skráning einnar fitju með annarri fitju, mynd, eða öðru gagnasafni eða hnitamengi, og leiðrétting hlutfallslegra hliðrana og misræmis sem viðkemur snúningi, kvörðum og sjónarhorfi. Sannprófun á því að allar fitjur í fitjusafninu séu í grannfræðilegu samræmi samkvæmt grannfræðireglum fitjusafnsins, og greining og/eða leiðrétting á hverju því ósamræmi sem finnst.
    414    Fitjumátunarþjónusta (spatialFeatureMatchingService)
        Þjónusta sem ákvarðar hvaða fitjur og fitjuhlutar úr mörgum ólíkum gagnaheimildum standa fyrir sama einindi í raunveruleikanum, t.d. jaðarmátun og takmörkuð samfelling.
    415    Fitjualhæfingarþjónusta (spatialFeatureGeneralizationService)
        Þjónusta sem dregur úr landfræðilegum mismun í fitjusafni, í þeim tilgangi að auka skilvirkni í boðskiptum, með því að vinna á móti óæskilegum áhrifum gagnafækkunar.
    416    Leiðarákvörðunarþjónusta (spatialRouteDeterminationService)
        Þjónusta sem ákvarðar bestu leiðina milli tveggja tilgreindra staða, á grundvelli þeirra ílagsstika og eiginleika sem eru til staðar í fitjusafninu.
    417    Staðsetningarþjónusta (spatialPositioningService)
        Þjónusta, sem veitt er af staðsetningarbúnaði, í þeim tilgangi að nota upplýsingar um staðsetningu, afla þeirra og túlka þær með ótvíræðum hætti, auk þess að ákvarða hvort niðurstöðurnar uppfylli notkunarskilyrðin.
    418    Nálægðargreiningarþjónusta (spatialProximityAnalysisService)
        Þjónusta sem finnur, þegar um er að ræða tiltekna staðsetningu eða landfræðifitju, alla hluti sem búa yfir tilteknum eigindum og eru staðsettir innan ákveðinnar fjarlægðar, sem skilgreind er af notendum, frá fyrrnefndri staðsetningu eða fitju.
    500    Landfræðivinnsluþjónusta – þemu (thematicProcessingService)
    Þessi flokkur felur í sér eftirfarandi undirflokka:
    501    Landstikareikniþjónusta (thematicGoparameterCalculationService)
        Þjónusta sem miðar að því að fá út notkunarmiðaðar, megindlegar niðurstöður sem er ekki hægt að fá út úr sjálfum óunnu gögnunum.
    502    Þemaflokkunarþjónusta (thematicClassificationService)
        Þjónusta sem flokkar landfræðileg gagnasvið út frá þemaeigindum.
    503    Fitjualhæfingarþjónusta (thematicFeatureGeneralizationService)
        Þjónusta sem alhæfir fitjutegundir í fitjusafni, í þeim tilgangi að auka skilvirkni í boðskiptum, með því að vinna á móti óæskilegum áhrifum gagnafækkunar.
    504    Úttektarþjónusta (thematicSubsettingService)
        Þjónusta sem dregur gögn úr ílagi, á grundvelli stikagilda.
    505    Landtalningarþjónusta (thematicSpatialCountingService)
        Þjónusta sem telur landfræðilegar fitjur
    506    Breytingagreiningarþjónusta (thematicChangeDetectionService)
        Þjónusta sem greinir mismun á tveimur gagnasöfnum sem tákna sama landsvæði á mismunandi tímum.
    507    Útdráttarþjónusta fyrir landfræðilegar upplýsingar (thematicGeographicInformationExtractionService)
        Þjónusta sem styður útdrátt upplýsinga um fitjur og landsvæði úr fjarkönnuðum og -skönnuðum myndum.
    508    Myndvinnsluþjónusta (thematicImageProcessingService)
        Þjónusta sem breytir gildum þemaeiginda myndar með því að nota stærðfræðilegt fall.
    509    Þjónusta sem minnkar upplausn (thematicReducedResolutionGenerationService)
        Þjónusta sem dregur úr upplausn myndar.
    510    Myndmeðhöndlunarþjónusta (thematicImageManipulationService)
        Þjónusta til að hafa áhrif á gagnagildi í myndum, t.d. til að breyta lit og birtumun, nota ýmsar síur, hafa áhrif á myndupplausn, fjarlægja gagnasuð, dreifvista (e. striping), gera kerfisbundnar/ geislunarmælifræðilegar leiðréttingar, deyfa lofthjúpsáhrif, breyta vangslýsingu o.s.frv.
    511    Myndskilningsþjónusta (thematicImageUnderstandingService)
        Þjónusta sem gerir kleift að stunda sjálfvirka myndbreytingagreiningu, skráða framsetningu á mismun mynda (e. image differencing) greiningu og sjónræna framsetningu á vægi mismunar, og svæðismiðaða og líkansmiðaða mismunargreiningu.
    512    Myndgervingarþjónusta (thematicImageSynthesisService)
        Þjónusta til að búa til eða umvarpa myndum með notkun tölvugerðra landlíkana, umvarpa sjónarhorfum og hafa áhrif á eiginleika mynda til að auka sýnileika, skerpa upplausn og/eða draga úr áhrifum af skýjahulu eða mistri.
    513    Meðhöndlun tíðnisviðs myndar (thematicMultibandImageManipulationService)
        Þjónusta sem breytir mynd með því að nota hin mismunandi tíðnisvið myndarinnar.
    514    Hlutagreiningarþjónusta (thematicObjectDetectionService)
        Þjónusta sem greinir raunverulega hluti sem koma fram á mynd.
    515    Landþáttunarþjónusta (thematicGeoparsingService)
        Þjónusta sem skannar textaskjöl til að finna tilvísanir til staða, svo sem örnefni, heimilisföng, póstnúmer o.s.frv. svo að unnt sé að senda skjölin áfram til landkóðunar.
    516    Landkóðun (thematicGeocodingService)
        Þjónusta sem bætir landfræðilegum hnitum (eða annars konar landfræðilegri tilvísun) við staðartilvísanir í textum.
    600    Landfræðivinnsluþjónusta – tímaskeið (temporalProcessingService)
    Þessi flokkur felur í sér eftirfarandi undirflokka:
    601    Umvörpunarþjónusta fyrir tímaviðmiðskerfi (temporalReferenceSystemTransformationService)
        Þjónusta sem umreiknar gildi tilvika í tíma úr einu tímaviðmiðskerfi í annað.
    602    Úttektarþjónusta (temporalSubsettingService)
        Þjónusta sem dregur gögn úr ílagi á samfelldu tímabili á grundvelli tímastaðsetningargilda.
    603    Úrtökuþjónusta (temporalSamplingService)
        Þjónusta sem dregur gögn úr ílagi samkvæmt samræmdu úrtakskerfi á grundvelli tímastaðsetningargilda.
    604    Tímanándargreiningarþjónusta (temporalProximityAnalysisService)
        Þjónusta sem finnur, þegar um er að ræða tiltekið tímabil eða atburð, alla hluti sem búa yfir tilteknum eigindum og eru staðsettir innan ákveðins tímabils, sem skilgreint er af notendum, frá fyrrnefndu tímabili eða atburði.
    700    Landfræðivinnsluþjónusta – lýsigögn (metadataProcessingService)
    Þessi flokkur felur í sér eftirfarandi undirflokka:
    701    Tölfræðiútreikningsþjónusta (metadataStatisticalCalculationService)
        Þjónusta sem reiknar út tölfræðilegar upplýsingar gagnasafns.
    702    Landfræðileg skýringaþjónusta (metadataGeographicAnnotationService)
        Þjónusta til að bæta viðbótarupplýsingum við mynd eða fitju í fitjusafni.
    800    Landfræðileg fjarskiptaþjónusta (comService)
    Þessi flokkur felur í sér eftirfarandi undirflokka:
    801    Kóðunarþjónusta (comEncodingService)
        Þjónusta sem gerir kleift að nota kóðunarreglu og er skilflötur fyrir kóðun og afkóðun.
    802    Flutningsþjónusta (comTransferService)
        Þjónusta sem tryggir að farið sé eftir flutningsreglum, einni eða fleiri, sem leyfa gagnaflutning milli dreifðra upplýsingakerfa, í gegnum tengda eða ótengda fjarskiptamiðla.
    803    Landfræðileg samþjöppunarþjónusta (comGeographicCompressionService)
        Þjónusta sem umbreytir landfræðilegum hluta fitjusafns yfir á þjappað form og yfir á afþjappað.
    804    Landfræðileg sniðbreytingarþjónusta (comGeographicFormatConversionService)
        Þjónusta sem umbreytir landfræðilegum gögnum af einu sniði yfir á annað.
    805    Skeytasýsluþjónusta (comMessagingService)
        Þjónusta sem gerir mörgum notendum kleift samtímis að skoða og gera athugasemdir við fitjusöfn og fara fram á endurskoðun á þeim.
    806    Umsjón með fjarskrám og keyranlegum skrám (comRemoteFileAndExecutableManagement)
        Þjónusta sem veitir aðgang að aukageymslum fyrir landfræðilegar fitjur eins og þær væru staðbundnar.
5.    SAMRÆMISSTIG
5.1.    Í samræmi (conformant)
    Tilfangið er fyllilega í samræmi við forskriftina sem um getur.
5.2.    Ekki í samræmi (notConformant)
    Tilfangið er ekki í samræmi við forskriftina sem um getur.
5.3.    Ekki metið (notEvaluated)
    Samræmið hefur ekki verið metið.
6.    HLUTVERK ÁBYRGS AÐILA
6.1.    Tilfangaveitandi (resourceProvider)
    Aðili sem útvegar tilfangið
6.2.    Vörsluaðili (custodian)
    Aðili sem axlar ábyrgð á gögnunum og tryggir að annast sé um tilfangið og að því sé við haldið á viðeigandi hátt.
6.3.    Eigandi (owner)
    Aðili sem á tilfangið.
6.4.    Notandi (user)
    Aðili sem notar tilfangið.
6.5.    Dreifingaraðili (distributor)
    Aðili sem annast dreifingu á tilfanginu.
6.6.    Upphafsmaður (originator)
    Aðili sem bjó til tilfangið.
6.7.    Tengiliður (pointOfContact)
    Aðili sem hafa má samband við til að fá vitneskju um tilfangið eða til að afla þess.
6.8.    Rannsóknarstjóri (principalInvestigator)
    Aðili sem ber lykilábyrgð á að afla upplýsinga og framkvæma rannsóknir.
6.9.    Vinnsluaðili (processor)
    Aðili sem unnið hefur gögnin þannig að tilfangið hefur breyst við það.
6.10.    Útgefandi (publisher)
    Aðili sem gaf tilfangið út.
6.11.    Höfundur (author)
    Aðili sem hannaði tilfangið.



Fylgiskjal III.


ÁKVÖRÐUN FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR frá 5. júní 2009
um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2007/2/EB að því er varðar vöktun og skýrslugjöf

(tilkynnt með númeri C(2009) 4199) (Texti sem varðar EES) (2009/442/EB)

FRAMKVÆMDASTJÓRN EVRÓPUBANDALAGANNA HEFUR,
með hliðsjón af stofnsáttmála Evrópubandalagsins,
með hliðsjón af tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2007/2/EB frá 14. mars 2007 um að koma á grunngerð fyrir landupplýsingar í Evrópubandalaginu (INSPIRE) ( 1 ), einkum 4. mgr. 21. gr.,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1)          Tilskipun 2007/2/EB kveður á um að aðildarríki skuli hafa eftirlit með framkvæmd og notkun grunngerða fyrir landupplýsingar og gefa skýrslur um framkvæmd þeirrar tilskipunar.
2)          Til að tryggja að vöktun og skýrslugjöf fari fram með samræmdri aðferð skulu aðildarríkin gera lista yfir landgagnasöfn og landgagnaþjónustu sem samsvara þemunum sem skráð eru í I., II. og III. viðauka við tilskipun 2007/2/ EB, þar sem hvort tveggja er flokkað eftir þema og viðauka, og þá netþjónustu sem um getur í 1. mgr. 11. gr. tilskipunar 2007/2/EB, flokkaða eftir þjónustutegund, og senda framkvæmdastjórninni þann lista.
3)          Vöktun skal byggjast á safni vísa, sem eru reiknaðir út á grundvelli gagna sem aflað hefur verið af viðeigandi hagsmunaaðilum á mismunandi stigum opinberra yfirvalda.
4)          Leggja skal gögnin, sem aflað er í þeim tilgangi að reikna út vöktunarvísana, fyrir framkvæmdastjórnina.
5)          Leggja skal niðurstöður vöktunar og skýrslugjafar fyrir framkvæmdastjórnina og gera þær tiltækar almenningi.
6)          Ráðstafanirnar, sem kveðið er á um í þessari ákvörðun, eru í samræmi við álit nefndarinnar sem komið var á fót skv. 22. gr. tilskipunar 2007/2/EB.
SAMÞYKKT ÁKVÖRÐUN ÞESSA:

I. KAFLI
ALMENN ÁKVÆÐI
1. gr.
Efni

Í þessari ákvörðun er mælt fyrir um ítarlegar reglur um vöktun af hálfu aðildarríkja á framkvæmd og notkun grunngerða þeirra fyrir landupplýsingar og skýrslugjöf um framkvæmd tilskipunar 2007/2/EB.

2. gr.
Almenn ákvæði um vöktun og skýrslugjöf

1.     Aðildarríkin skulu gera lista yfir landgagnasöfn og landgagnaþjónustu sem samsvara þemunum sem skráð eru í I., II. og III. viðauka við tilskipun 2007/2/EB, þar sem hvort tveggja er flokkað eftir þema og viðauka, og yfir þá netþjónustu sem um getur í 1. mgr. 11. gr. þeirrar tilskipunar, flokkaða eftir þjónustutegund.
Þau skulu leggja þann lista fyrir framkvæmdastjórnina og uppfæra hann árlega.
2.     Aðildarríkin skulu styðjast við samræmingarskipulagið sem um getur í 2. mgr. 19. gr. tilskipunar 2007/2/EB við öflun gagna fyrir vöktun og skýrslugjöf.
3.     Tengiliðir aðildarríkjanna skulu leggja niðurstöður eftirlitsins, sem um getur í 1. mgr. 21. gr. tilskipunar 2007/2/EB, og skýrsluna sem um getur í 2. og 3. mgr. 21. gr. þeirrar tilskipunar, fyrir framkvæmdastjórnina.
4.     Allar niðurstöður vöktunar og skýrslugjafar skulu gerðar tiltækar almenningi á Netinu eða með öðrum viðeigandi fjarskiptaúrræðum.

II. KAFLI
EFTIRLIT MEÐ INNLEIÐINGU LÝSIGAGNAKRAFNA
3. gr.
Eftirlit með tilvist lýsigagna

1.     Nota skal eftirfarandi vísa til að mæla að hve miklu leyti lýsigögn fyrir landgagnasöfn og -þjónustu, sem samsvara þemunum sem talin eru upp í I., II. og III. viðauka við tilskipun 2007/2/EB, eru fyrir hendi:
a)    almennan vísi (MDi1) sem mælir að hve miklu leyti lýsigögn fyrir landgagnasöfn og -þjónustu, sem samsvara þemunum sem talin eru upp í I., II. og III. viðauka við tilskipun 2007/2/EB, eru fyrir hendi,
b)    eftirfarandi sértæka vísa:
    i.    MDi1,1 sem mælir að hve miklu leyti lýsigögn fyrir landgagnasöfnin, sem samsvara þemunum sem talin eru upp í I. viðauka við tilskipun 2007/2/EB, eru fyrir hendi,
    ii.    MDi1,2 sem mælir að hve miklu leyti lýsigögn fyrir landgagnasöfnin, sem samsvara þemunum sem talin eru upp í II. viðauka við tilskipun 2007/2/EB, eru fyrir hendi,
    iii.    MDi1,3 sem mælir að hve miklu leyti lýsigögn fyrir landgagnasöfnin, sem samsvara þemunum sem talin eru upp í III. viðauka við tilskipun 2007/2/EB, eru fyrir hendi,
    iv.    MDi1,4 sem mælir að hve miklu leyti lýsigögn fyrir landgagnaþjónustuna, sem samsvarar þemunum sem talin eru upp í I., II. og III. viðauka við tilskipun 2007/2/EB, eru fyrir hendi.
2.     Aðildarríki skulu ákvarða, í tilviki hvers landgagnasafns og hverrar landgagnaþjónustu á listanum sem um getur í 1. mgr. 2. gr., hvort lýsigögn eru fyrir hendi og úthluta viðkomandi landgagnasafni eða -þjónustu annað af eftirfarandi gildum:
a)    gildi 1 í þeim tilvikum þegar lýsigögn eru fyrir hendi,
b)    gildi 0 í þeim tilvikum þegar lýsigögn eru ekki fyrir hendi.
3.     Aðildarríki skulu reikna út almenna vísinn MDi1 með því að deila fjölda landgagnasafna og -þjónustuliða sem samsvara þemunum sem talin eru upp í I., II. og III. viðauka við tilskipun 2007/2/EB, sem lýsigögn eru til fyrir, með heildarfjölda landgagnasafna og -þjónustuliða sem samsvara þemunum sem talin eru upp í þessum viðaukum.
4.     Aðildarríkin skulu reikna út sértæku vísana með eftirfarandi hætti:
a)    fjölda landgagnasafna sem samsvara þemunum sem talin eru upp í I. viðauka við tilskipun 2007/ 2/EB, sem lýsigögn eru til fyrir, deilt með heildarfjölda landgagnasafna sem samsvara þemunum sem talin eru upp í þeim viðauka (MDi1,1),
b)    fjölda landgagnasafna sem samsvara þemunum sem talin eru upp í II. viðauka við tilskipun 2007/ 2/EB, sem lýsigögn eru til fyrir, deilt með heildarfjölda landgagnasafna sem samsvara þemunum sem talin eru upp í þeim viðauka (MDi1,2),
c)    fjölda landgagnasafna sem samsvara þemunum sem talin eru upp í III. viðauka við tilskipun 2007/2/EB, sem lýsigögn eru til fyrir, deilt með heildarfjölda landgagnasafna sem samsvara þemunum sem talin eru upp í þeim viðauka (MDi1,3),
d)    fjölda landgagnaþjónustuliða sem samsvara þemunum sem talin eru upp í I., II. og III. viðauka við tilskipun 2007/2/EB, sem lýsigögn eru til fyrir, deilt með heildarfjölda landgagnaþjónustuliða sem samsvara þemunum sem talin eru upp í þessum viðaukum (MDi1,4).

4. gr.
Eftirlit með samræmi lýsigagna

1.     Nota skal eftirfarandi vísa til að mæla að hve miklu leyti lýsigögn fyrir landgagnasöfn og -þjónustu, sem samsvara þemunum sem talin eru upp í I., II. og III. viðauka við tilskipun 2007/2/EB, samrýmast framkvæmdarreglunum sem um getur í 4. mgr. 5. gr. þeirrar tilskipunar:
a)    almennan vísi (MDi2) til að mæla að hve miklu leyti lýsigögn fyrir landgagnasöfn og -þjónustu, sem samsvara þemunum sem talin eru upp í I., II. og III. viðauka við tilskipun 2007/2/EB, samrýmast framkvæmdarreglunum sem um getur í 4. mgr. 5. gr. þeirrar tilskipunar,
b)    eftirfarandi sértæka vísa:
    i.    MDi2,1 sem mælir að hve miklu leyti lýsigögn fyrir landgagnasöfn, sem samsvara þemunum sem talin eru upp í I. viðauka við tilskipun 2007/2/EB, samrýmast framkvæmdarreglunum sem um getur í 4. mgr. 5. gr. þeirrar tilskipunar,
    ii.    MDi2,2 sem mælir að hve miklu leyti lýsigögn fyrir landgagnasöfn, sem samsvara þemunum sem talin eru upp í II. viðauka við tilskipun 2007/2/EB, samrýmast framkvæmdarreglunum sem um getur í 4. mgr. 5. gr. þeirrar tilskipunar,
    iii.    MDi2,3 sem mælir að hve miklu leyti lýsigögn fyrir landgagnasöfn, sem samsvara þemunum sem talin eru upp í III. viðauka við tilskipun 2007/2/EB, samrýmast framkvæmdarreglunum sem um getur í 4. mgr. 5. gr. þeirrar tilskipunar,
    iv.    MDi2,4 sem mælir að hve miklu leyti lýsigögn fyrir landgagnaþjónustu, sem samsvarar þemunum sem talin eru upp í I., II. og III. viðauka við tilskipun 2007/2/EB, samrýmast framkvæmdarreglunum sem um getur í 4. mgr. 5. gr. þeirrar tilskipunar.
2.     Aðildarríkin skulu ákvarða, í tilviki hvers landgagnasafns og hverrar landgagnaþjónustu á listanum sem um getur í 1. mgr. 2. gr. þessarar tilskipunar, hvort samsvarandi lýsigögn samrýmist framkvæmdarreglunum sem um getur í 4. mgr. 5. gr. tilskipunar 2007/2/EB og úthluta viðkomandi landgagnasafni eða -þjónustu annað af eftirfarandi gildum:
a)    gildi 1 í þeim tilvikum þegar samsvarandi lýsigögn samrýmast framkvæmdarreglunum sem um getur í 4. mgr. 5. gr. tilskipunar 2007/2/EB,
b)    gildi 0 í þeim tilvikum þegar samsvarandi lýsigögn samrýmast ekki framkvæmdarreglunum sem um getur í 4. mgr. 5. gr. tilskipunar 2007/2/ EB.
3.     Aðildarríki skulu reikna út almenna vísinn MDi2 með því að deila fjölda landgagnasafna og -þjónustuliða sem samsvara þemunum sem talin eru upp í I., II. og III. viðauka við tilskipun 2007/2/EB, þar sem lýsigögn samrýmast framkvæmdarreglunum sem um getur í 4. mgr. 5. gr. þeirrar tilskipunar, með heildarfjölda landgagnasafna og -þjónustuliða sem samsvara þemunum sem talin eru upp í þessum viðaukum.
4.     Aðildarríkin skulu reikna út sértæku vísana með eftirfarandi hætti:
a)    fjölda landgagnasafna, sem samsvara þemunum sem talin eru upp í I. viðauka við tilskipun 2007/ 2/EB, sem lýsigögn er samrýmast framkvæmdarreglunum sem um getur í 4. mgr. 5. gr. þeirrar tilskipunar eru til fyrir, deilt með heildarfjölda landgagnasafna er samsvara þemunum sem talin eru upp í þeim viðauka (MDi2,1),
b)    fjölda landgagnasafna, sem samsvara þemunum sem talin eru upp í II. viðauka við tilskipun 2007/2/EB, sem lýsigögn er samrýmast framkvæmdarreglunum sem um getur í 4. mgr. 5. gr. eru til fyrir, deilt með heildarfjölda landgagnasafna sem samsvara þemunum sem talin eru upp í þeim viðauka (MDi2,2),
c)    fjölda landgagnasafna, sem samsvara þemunum sem talin eru upp í III. viðauka við tilskipun 2007/2/EB, sem lýsigögn er samrýmast framkvæmdarreglunum sem um getur í 4. mgr. 5. gr. eru til fyrir, deilt með heildarfjölda landgagnasafna sem samsvara þemunum sem talin eru upp í þeim viðauka (MDi2,3),
d)    fjölda landgagnaþjónustuliða, sem samsvara þemunum sem talin eru upp í I., II. og III. viðauka við tilskipun 2007/2/EB, sem lýsigögn er samrýmast framkvæmdarreglunum sem um getur í 4. mgr. 5. gr. eru til fyrir, deilt með heildarfjölda landgagnaþjónustuliða (MDi2,4).

III. KAFLI
EFTIRLIT MEÐ INNLEIÐINGU KRAFNA UM REKSTRARSAMHÆFI LANDGAGNASAFNA
5. gr.
Eftirlit með landfræðilegu umfangi landgagnasafna

1.     Nota skal eftirfarandi vísa til að mæla landfræðilegt umfang landgagnasafnanna sem samsvara þemunum sem talin eru upp í I., II. og III. viðauka við tilskipun 2007/2/EB:
a)    almennan vísi (DSi1) sem mælir hve stór hluti af yfirráðasvæði aðildarríkjanna fellur undir landgagnasöfnin, sem samsvara þemunum sem talin eru upp í I., II. og III. viðauka við tilskipun 2007/ 2/EB,
b)    eftirfarandi sértæka vísa:
    i.    DSi1,1 sem mælir hve stór hluti af yfirráðasvæði aðildarríkjanna fellur undir landgagnasöfnin, sem samsvara þemunum sem talin eru upp í I. viðauka við tilskipun 2007/2/EB,
    ii.    DSi1,2 sem mælir hve stór hluti af yfirráðasvæði aðildarríkjanna fellur undir landgagnasöfnin, sem samsvara þemunum sem talin eru upp í II. viðauka við tilskipun 2007/2/EB,
    iii.    DSi1,3 sem mælir hve stór hluti af yfirráðasvæði aðildarríkjanna fellur undir landgagnasöfnin, sem samsvara þemunum sem talin eru upp í III. viðauka við tilskipun 2007/2/EB.
2.     Aðildarríkin skulu ákvarða eftirfarandi fyrir landgagnasöfnin sem koma fyrir á listanum sem um getur í 1. mgr. 2. gr.:
a)    svæðið sem til stendur að verði fellt undir tiltekið landgagnasafn (hér á eftir nefnt viðeigandi svæði), tilgreint í km2,
b)    svæðið sem fellur undir tiltekið landgagnasafn (hér á eftir nefnt raunsvæði), tilgreint í km2.
3.     Aðildarríki skulu reikna út almenna vísinn DSi1 með því að deila summu raunsvæða er falla undir öll landgagnasöfn, sem samsvara þemunum sem talin eru upp í I., II. og III. viðauka við tilskipun 2007/ 2/EB, með summu viðeigandi svæða fyrir öll landgagnasöfn er samsvara þemunum sem talin eru upp í þessum viðaukum.
4.     Aðildarríkin skulu reikna út sértæku vísana með eftirfarandi hætti:
a)    summu raunsvæða er falla undir landgagnasöfnin sem samsvara þemunum sem talin eru upp í I. viðauka við tilskipun 2007/2/EB, deilt með summu viðeigandi svæða fyrir landgagnasöfnin er samsvara þemunum sem talin eru upp í þeim viðauka (DSi1,1),
b)    summu raunsvæða er falla undir landgagnasöfnin sem samsvara þemunum sem talin eru upp í II. viðauka við tilskipun 2007/2/EB, deilt með summu viðeigandi svæða fyrir landgagnasöfnin er samsvara þemunum sem talin eru upp í þeim viðauka (DSi1,2),
c)    summu raunsvæða er falla undir landgagnasöfnin sem samsvara þemunum sem talin eru upp í III. viðauka við tilskipun 2007/2/EB, deilt með summu viðeigandi svæða fyrir landgagnasöfnin er samsvara þemunum sem talin eru upp í þeim viðauka (DSi1,3).

6. gr.
Eftirlit með samræmi milli landgagnasafna

1.     Nota skal eftirfarandi vísa til að mæla samræmið milli landgagnasafna, sem samsvara þemunum sem talin eru upp í I., II. og III. viðauka við tilskipun 2007/2/EB, og framkvæmdarreglnanna sem um getur í 1. mgr. 7. gr. þeirrar tilskipunar auk samræmisins milli tilheyrandi lýsigagna umræddra safna og framkvæmdarreglnanna sem um getur í 4. mgr. 5. gr. þeirrar tilskipunar.
a)    almennan vísi (DSi2) sem mælir samræmið milli landgagnasafnanna, sem samsvara þemunum sem talin eru upp í I., II. og III. viðauka við tilskipun 2007/2/EB, og framkvæmdarreglnanna sem um getur í 1. mgr. 7. gr. þeirrar tilskipunar auk samræmisins milli tilheyrandi lýsigagna umræddra safna og framkvæmdarreglnanna sem um getur í 4. mgr. 5. gr. þeirrar tilskipunar,
b)    eftirfarandi sértæka vísa:
    i.    DSi2,1 sem mælir samræmið milli landgagnasafnanna, sem samsvara þemunum sem talin eru upp í I. viðauka við tilskipun 2007/ 2/EB, og framkvæmdarreglnanna sem um getur í 1. mgr. 7. gr. þeirrar tilskipunar auk samræmisins milli tilheyrandi lýsigagna umræddra safna og framkvæmdarreglnanna sem um getur í 4. mgr. 5. gr. þeirrar tilskipunar,
    ii.    DSi2,2 sem mælir samræmið milli landgagnasafnanna, sem samsvara þemunum sem talin eru upp í II. viðauka við tilskipun 2007/ 2/EB, og framkvæmdarreglnanna sem um getur í 1. mgr. 7. gr. þeirrar tilskipunar auk samræmisins milli tilheyrandi lýsigagna umræddra safna og framkvæmdarreglnanna sem um getur í 4. mgr. 5. gr. þeirrar tilskipunar,
    iii.    DSi2,3 sem mælir samræmið milli landgagnasafnanna, sem samsvara þemunum sem talin eru upp í III. viðauka við tilskipun 2007/ 2/EB, og framkvæmdarreglnanna sem um getur í 1. mgr. 7. gr. þeirrar tilskipunar auk samræmisins milli tilheyrandi lýsigagna umræddra safna og framkvæmdarreglnanna sem um getur í 4. mgr. 5. gr. þeirrar tilskipunar.
2.     Aðildarríkin skulu ákvarða hvort hvert og eitt landgagnasafn á listanum sem um getur í 1. mgr. 2. gr. þessarar tilskipunar samrýmist framkvæmdarreglunum sem um getur í 1. mgr. 7. gr. tilskipunar 2007/2/EB og hvort tilheyrandi lýsigögn þess samrýmist framkvæmdarreglunum sem um getur í 4. mgr. 5. gr. þeirrar tilskipunar, auk þess að úthluta viðkomandi landgagnasafni annað af eftirfarandi gildum:
a)    gildi 1 ef um er að ræða samræmi milli landgagnasafnsins og framkvæmdarreglnanna sem um getur í 1. mgr. 7. gr. tilskipunar 2007/2/EB og milli tilheyrandi lýsigagna þess og framkvæmdarreglnanna sem um getur í 4. mgr. 5. gr. þeirrar tilskipunar,
b)    gildi 0 ef um er að ræða ósamræmi milli landgagnasafnsins og framkvæmdarreglnanna sem um getur í 1. mgr. 7. gr. tilskipunar 2007/2/EB eða milli tilheyrandi lýsigagna þess og framkvæmdarreglnanna sem um getur í 4. mgr. 5. gr. þeirrar tilskipunar.
3.     Aðildarríki skulu reikna út almenna vísinn DSi2 með því að deila fjölda landgagnasafna sem samsvara þemunum sem talin eru upp í I., II. og III. viðauka við tilskipun 2007/2/EB, sem samrýmast framkvæmdarreglunum sem um getur í 1. mgr. 7. gr. þeirrar tilskipunar og þar sem tilheyrandi lýsigögn samrýmast framkvæmdarreglunum sem um getur í 4. mgr. 5. gr. þeirrar tilskipunar, með heildarfjölda landgagnasafna sem samsvara þemunum sem talin eru upp í þessum viðaukum.
4.     Aðildarríkin skulu reikna út sértæku vísana með eftirfarandi hætti:
a)    fjölda landgagnasafna sem samsvara þemunum sem talin eru upp í I. viðauka við tilskipun 2007/ 2/EB, sem samrýmast framkvæmdarreglunum sem um getur í 1. mgr. 7. gr. þeirrar tilskipunar og þar sem tilheyrandi lýsigögn samrýmast framkvæmdarreglunum sem um getur í 4. mgr. 5. gr. þeirrar tilskipunar, deilt með heildarfjölda landgagnasafna sem samsvara þemunum sem talin eru upp í þeim viðauka (DSi2,1),
b)    fjölda landgagnasafna sem samsvara þemunum sem talin eru upp í II. viðauka við tilskipun 2007/ 2/EB, sem samrýmast framkvæmdarreglunum sem um getur í 1. mgr. 7. gr. þeirrar tilskipunar og þar sem tilheyrandi lýsigögn samrýmast framkvæmdarreglunum sem um getur í 4. mgr. 5. gr. þeirrar tilskipunar, deilt með heildarfjölda landgagnasafna sem samsvara þemunum sem talin eru upp í þeim viðauka (DSi2,2),
c)    fjölda landgagnasafna sem samsvara þemunum sem talin eru upp í III. viðauka við tilskipun 2007/2/EB, sem samrýmast framkvæmdarreglunum sem um getur í 1. mgr. 7. gr. þeirrar tilskipunar og þar sem tilheyrandi lýsigögn samrýmast framkvæmdarreglunum sem um getur í 4. mgr. 5. gr. þeirrar tilskipunar, deilt með heildarfjölda landgagnasafna sem samsvara þemunum sem talin eru upp í þeim viðauka (DSi2,3).

IV. KAFLI
EFTIRLIT MEÐ INNLEIÐINGU KRAFNA UM NETÞJÓNUSTU
7. gr.
Eftirlit með aðgengi að lýsigögnum fyrir tilstuðlan leitarþjónustu

1.     Nota skal eftirfarandi vísa til að mæla aðgengi að lýsigögnum fyrir landgagnasöfnin og -þjónustuna, sem samsvara þemunum sem talin eru upp í I., II. og III. viðauka við tilskipun 2007/2/EB, fyrir tilstuðlan leitarþjónustunnar sem um getur í a-lið 1. mgr. 11. gr. þeirrar tilskipunar:
a)    almennan vísi (NSi1), sem mælir að hve miklu leyti er hægt að leita að landgagnasöfnum og landgagnaþjónustu sem samsvara þemunum sem talin eru upp í I., II. og III. viðauka við tilskipun 2007/2/EB, á grundvelli tilheyrandi lýsigagna þeirra, fyrir tilstuðlan leitarþjónustu,
b)    eftirfarandi sértæka vísa:
    i.    NSi1,1 sem mælir að hve miklu leyti er hægt að leita að landgagnasöfnum sem samsvara þemunum sem talin eru upp í I., II. og III. viðauka við tilskipun 2007/2/EB, á grundvelli tilheyrandi lýsigagna þeirra, fyrir tilstuðlan leitarþjónustu,
    ii.    NSi1,2 sem mælir að hve miklu leyti er hægt að leita að landgagnaþjónustu sem samsvarar þemunum sem talin eru upp í I., II. og III. viðauka við tilskipun 2007/2/EB, á grundvelli tilheyrandi lýsigagna hennar, fyrir tilstuðlan leitarþjónustu
2.     Aðildarríki skulu ákvarða, í tilviki hvers landgagnasafns og hverrar landgagnaþjónustu á listanum sem um getur í 1. mgr. 2. gr., hvort leitarþjónusta sé fyrir hendi og úthluta viðkomandi landgagnasafni eða -þjónustu annað af eftirfarandi gildum:
a)    gildi 1 í þeim tilvikum þegar leitarþjónusta er fyrir hendi,
b)    gildi 0 í þeim tilvikum þegar engin leitarþjónusta er fyrir hendi,
3.     Aðildarríki skulu reikna út almenna vísinn NSi1 með því að deila fjölda landgagnasafna og -þjónustuliða sem samsvara þemunum sem talin eru upp í I., II. og III. viðauka við tilskipun 2007/2/EB, sem leitarþjónusta er til fyrir, með heildarfjölda landgagnasafna og -þjónustuliða sem samsvara þemunum sem talin eru upp í þessum viðaukum.
4.     Aðildarríkin skulu reikna út sértæku vísana með eftirfarandi hætti:
a)    fjölda landgagnasafna sem samsvara þemunum sem talin eru upp í I., II. og III. viðauka við tilskipun 2007/2/EB, sem leitarþjónusta er til fyrir, deilt með heildarfjölda landgagnasafna sem samsvara þemunum sem talin eru upp í þessum viðaukum (NSi1,1),
b)    fjölda landgagnaþjónustuliða sem samsvara þemunum sem talin eru upp í I., II. og III. viðauka við tilskipun 2007/2/EB, sem leitarþjónusta er til fyrir, deilt með heildarfjölda landgagnaþjónustuliða sem samsvara þemunum sem talin eru upp í þessum viðaukum (NSi1,2).

8. gr.
Eftirlit með aðgengi að landgagnasöfnum fyrir tilstuðlan skoðunar- og niðurhalsþjónustu

1.     Nota skal eftirfarandi vísa til að mæla aðgengi að landgagnasöfnum sem samsvara þemunum sem talin eru upp í I., II. og III. viðauka við tilskipun 2007/2/ EB, fyrir tilstuðlan skoðunar- og niðurhalsþjónustunnar sem um getur í b- og c-lið 1. mgr. 11. gr. þeirrar tilskipunar:
a)    almennan vísi (NSi2), sem mælir að hve miklu leyti er hægt að skoða landgagnasöfn sem samsvara þemunum sem talin eru upp í I., II. og III. viðauka við tilskipun 2007/2/EB og hala þeim niður, fyrir tilstuðlan skoðunar- og niðurhalsþjónustu,
b)    eftirfarandi sértæka vísa:
    i.    NSi2,1 sem mælir aðgengi að landgagnasöfnum, sem samsvara þemunum sem talin eru upp í I., II. og III. viðauka við tilskipun 2007/ 2/EB, fyrir tilstuðlan skoðunarþjónustu,
    ii.    NSi2,2 sem mælir aðgengi að landgagnasöfnum, sem samsvara þemunum sem talin eru upp í I., II. og III. viðauka við tilskipun 2007/ 2/EB, fyrir tilstuðlan niðurhalsþjónustu.
2.     Aðildarríki skulu ákvarða, í tilviki hvers landgagnasafns sem fyrir kemur á listanum sem um getur í 1. mgr. 2. gr., hvort skoðunarþjónusta, niðurhalsþjónusta eða hvor tveggja sé fyrir hendi og skal úthluta viðkomandi gagnasafni eftirfarandi gildi:
a)    gildi 1 í þeim tilvikum þegar skoðunarþjónusta er fyrir hendi og gildi 0 þegar slík þjónusta er ekki fyrir hendi,
b)    gildi 1 í þeim tilvikum þegar niðurhalsþjónusta er fyrir hendi og gildi 0 þegar slík þjónusta er ekki fyrir hendi,
c)    gildi 1 í þeim tilvikum þegar bæði skoðunarþjónusta og niðurhalsþjónusta eru fyrir hendi og gildi 0 þegar að minnsta kosti önnur þeirra er ekki fyrir hendi.
3.     Aðildarríki skulu reikna út almenna vísinn NSi2 með því að deila fjölda landgagnasafna sem samsvara þemunum sem talin eru upp í I., II. og III. viðauka við tilskipun 2007/2/EB, sem bæði skoðunar- og niðurhalsþjónusta eru til fyrir, með heildarfjölda landgagnasafna sem samsvara þemunum sem talin eru upp í þessum viðaukum (NSi2).
4.     Aðildarríkin skulu reikna út sértæku vísana með eftirfarandi hætti:
a)    fjölda landgagnasafna sem samsvara þemunum sem talin eru upp í I., II. og III. viðauka við tilskipun 2007/2/EB, sem skoðunarþjónusta er til fyrir, deilt með heildarfjölda landgagnasafna sem samsvara þemunum sem talin eru upp í þessum viðaukum (NSi2,1),
b)    fjölda landgagnasafna sem samsvara þemunum sem talin eru upp í I., II. og III. viðauka við tilskipun 2007/2/EB, sem niðurhalsþjónusta er til fyrir, deilt með heildarfjölda landgagnasafna sem samsvara þemunum sem talin eru upp í þessum viðaukum (NSi2,2).

9. gr.
Eftirlit með notkun netþjónustu

1.     Nota skal eftirfarandi vísa til að fylgjast með notkun netþjónustunnar sem um getur í 1. mgr. 11. gr. tilskipunar 2007/2/EB:
a)    almennan vísi (NSi3) sem mælir notkun allrar netþjónustu,
b)    eftirfarandi sértæka vísa:
    i.    NSi3,1 sem mælir notkun leitarþjónustu,
    ii.    NSi3,2 sem mælir notkun skoðunarþjónustu,
    iii.    NSi3,3 sem mælir notkun skoðunarþjónustu,
    iv.    NSi3,4 sem mælir notkun umbreytingarþjónustu,
    v.    NSi3,5 sem mælir notkun virkjunarþjónustu.
2.     Aðildarríki skulu ákvarða árlegan fjölda þjónustubeiðna fyrir hverja netþjónustu sem kemur fyrir á listanum sem um getur í 1. mgr. 2. gr.
3.     Aðildarríki skulu reikna út almenna vísinn NSi3 með því að deila summu árlegs fjölda þjónustubeiðna fyrir alla netþjónustu með fjölda netþjónusta.
4.     Aðildarríkin skulu reikna út sértæku vísana með eftirfarandi hætti:
a)    árlegum fjölda þjónustubeiðna fyrir alla leitarþjónustu deilt með fjölda leitarþjónusta (NSi3,1),
b)    árlegum fjölda þjónustubeiðna fyrir alla skoðunarþjónustu deilt með fjölda skoðunarþjónusta (NSi3,2),
c)    árlegum fjölda þjónustubeiðna fyrir alla niðurhalsþjónustu deilt með fjölda niðurhalsþjónusta (NSi3,3),
d)    árlegum fjölda þjónustubeiðna fyrir alla umbreytingarþjónustu deilt með fjölda umbreytingarþjónusta (NSi3,4),
e)    árlegum fjölda þjónustubeiðna fyrir alla virkjunarþjónustu deilt með fjölda virkjunarþjónusta (NSi3,5).

10. gr.
Eftirlit með samræmi í netþjónustu

1.     Nota skal eftirfarandi vísa til að mæla að hve miklu leyti netþjónustan sem um getur í 1. mgr. 11. gr. tilskipunar 2007/2/EB samrýmist framkvæmdarreglunum sem um getur í 16. gr. þeirrar tilskipunar:
a)    almennan vísi (NSi4) sem mælir að hve miklu leyti öll netþjónusta samrýmist framkvæmdarreglunum sem um getur í 16. gr. tilskipunar 2007/2/EB,
b)    eftirfarandi sértæka vísa:
    i.    NSi4,1 sem mælir að hve miklu leyti öll leitarþjónusta samrýmist framkvæmdarreglunum sem um getur í 16. gr. tilskipunar 2007/ 2/EB,
    ii.    NSi4,2 sem mælir að hve miklu leyti öll skoðunarþjónusta samrýmist framkvæmdarreglunum sem um getur í 16. gr. tilskipunar 2007/2/EB,
    iii.    NSi4,3 sem mælir að hve miklu leyti öll niðurhalsþjónusta samrýmist framkvæmdarreglunum sem um getur í 16. gr. tilskipunar 2007/2/EB,
    iv.    NSi4,4 sem mælir að hve miklu leyti öll umbreytingarþjónusta samrýmist framkvæmdarreglunum sem um getur í 16. gr. tilskipunar 2007/2/EB,
    v.    NSi4,5 sem mælir að hve miklu leyti öll virkjunarþjónusta samrýmist framkvæmdarreglunum sem um getur í 16. gr. tilskipunar 2007/2/EB.
2.     Aðildarríki skulu ákvarða hvort hver netþjónusta sem kemur fyrir á listanum sem um getur í 1. mgr. 2. gr. þessarar tilskipunar samrýmist framkvæmdarreglunum sem um getur í 16. gr. tilskipunar 2007/2/EB og úthluta viðkomandi netþjónustu annað af eftirfarandi gildum:
a)    gildi 1 í þeim tilvikum þegar netþjónustan samrýmist framkvæmdarreglunum sem um getur í 16. gr. tilskipunar 2007/2/EB,
b)    gildi 0 í þeim tilvikum þegar netþjónustan samrýmist ekki framkvæmdarreglunum sem um getur í 16. gr. tilskipunar 2007/2/EB.
3.     Aðildarríki skulu reikna út almenna vísinn NSi4 með því að deila fjölda netþjónusta sem samrýmast framkvæmdarreglunum sem um getur í 16. gr. tilskipunar 2007/2/EB með heildarfjölda netþjónusta.
4.     Aðildarríkin skulu reikna út sértæku vísana með eftirfarandi hætti:
a)    fjölda leitarþjónusta sem samrýmast framkvæmdarreglunum sem um getur í 16. gr. tilskipunar 2007/2/EB með heildarfjölda leitarþjónusta (NSi4,1),
b)    fjölda skoðunarþjónusta sem samrýmast framkvæmdarreglunum sem um getur í 16. gr. tilskipunar 2007/2/EB með heildarfjölda skoðunarþjónusta (NSi4,2),
c)    fjölda niðurhalsþjónusta sem samrýmast framkvæmdarreglunum sem um getur í 16. gr. tilskipunar 2007/2/EB með heildarfjölda niðurhalsþjónusta (NSi4,3),
d)    fjölda umbreytingarþjónusta sem samrýmast framkvæmdarreglunum sem um getur í 16. gr. tilskipunar 2007/2/EB með heildarfjölda umbreytingarþjónusta (NSi4,4),
e)    fjölda virkjunarþjónusta sem samrýmast framkvæmdarreglunum sem um getur í 16. gr. tilskipunar 2007/2/EB með heildarfjölda virkjunarþjónusta (NSi4,5).

11. gr.
Upplýsingar sem leggja skal fram

1.     Aðildarríkin skulu veita framkvæmdastjórninni eftirfarandi upplýsingar:
a)    gildi allra almennra og sértækra vísa, tilgreind í hundraðshlutum,
b)    deilistofna og deilistuðla allra almennra og sértækra vísa,
c)    gögnin sem aflað hefur verið skv. 2. mgr. 3. gr., 2. mgr. 4. gr., 2. mgr. 5. gr., 2. mgr. 6. gr., 2. mgr. 7. gr., 2. mgr. 8. gr., 2. mgr. 9. gr. og 2. mgr. 10. gr.
2.     Niðurstöður eftirlitsins sem um getur í 1. mgr. 21. gr. tilskipunar 2007/2/EB skulu taka til eftirlits sem fer fram á almanaksári og skulu birtar fyrir 15. maí árið eftir. Þaðan í frá skal uppfæra niðurstöðurnar að minnsta kosti árlega.
Þær niðurstöður sem taka til eftirlits sem fór fram árið 2009 skulu gilda um tímabilið sem hefst á dagsetningunni sem um getur í 18. gr. og þar til því ári lýkur.

V. KAFLI
SKÝRSLUGJÖF
12. gr.
Samræming og gæðatrygging

1.     Að því er varðar samræmingu skal eftirfarandi koma fram í þeirri samantekt lýsingar sem um getur í a-lið 2. mgr. 21. gr. tilskipunar 2007/2/EB:
a)    nafn, upplýsingar um tengilið, hlutverk og ábyrgð tengiliðs aðildarríkisins,
b)    nafn, upplýsingar um tengilið, hlutverk og ábyrgð auk skipurits yfir samræmingarskipulagið sem tengiliður aðildarríkisins styðst við,
c)    lýsing á tengslum við þriðju aðila,
d)    yfirlit yfir vinnuaðferðir og verklagsreglur samræmingaraðilans,
e)    athugasemdir um vöktunar- og skýrslugjafarferlið.
2.     Að því er varðar skipulag gæðatryggingar skal eftirfarandi koma fram í þeirri samantekt lýsingar sem um getur í a-lið 2. mgr. 21. gr. tilskipunar 2007/ 2/EB:
a)    lýsing á gæðatryggingaraðferðum, þ.m.t. viðhald grunngerðarinnar fyrir landupplýsingar,
b)    greining á gæðatryggingarvandamálum sem lúta að þróun grunngerðarinnar fyrir landupplýsingar, með tilliti til almennu og sértæku vísanna,
c)    lýsing á ráðstöfunum sem gerðar hafa verið til þess að tryggja gæði grunngerðarinnar betur,
d)    lýsing á vottunarfyrirkomulagi, þar sem slíku fyrirkomulagi hefur verið komið á fót.

13. gr.
Framlög í þágu starfsemi og samræmingar grunngerðarinnar

Eftirfarandi skal koma fram í þeirri samantekt lýsingar sem um getur í b-lið 2. mgr. 21. gr. tilskipunar 2007/2/EB:
a)    yfirlit yfir hina ýmsu hagsmunaaðila sem leggja af mörkum til þess að grunngerðinni fyrir landupplýsingar verði komið á fót, samkvæmt eftirfarandi tegundarflokkun: notendur, gagnaframleiðendur, þjónustuveitendur, samræmingaraðilar,
b)    lýsing á hlutverki hinna ýmsu hagsmunaaðila í þróun og viðhaldi grunngerðarinnar fyrir landupplýsingar, þ.m.t. hlutverk þeirra í samræmingu verkefna, veitingu gagna og lýsigagna, og í stjórnun, þróun og hýsingu þjónustu,
c)    almenn lýsing á helstu ráðstöfunum sem gerðar hafa verið til að auðvelda opinberum yfirvöldum að samnýta landgagnasöfn og -þjónustu ásamt lýsingu á því hvernig þær hafa skilað sér í bættri samnýtingu,
d)    lýsing á því hvernig hagsmunaaðilar vinna saman,
e)    lýsing á aðgangi að þjónustunni fyrir tilstuðlan Inspire-landupplýsingagáttarinnar sem um getur í 2. mgr. 15. gr. tilskipunar 2007/2/EB.

14. gr.
Notkun grunngerðar fyrir landupplýsingar

Upplýsingarnar um notkun grunngerðarinnar fyrir landupplýsingar sem um getur í c-lið 2. mgr. 21. gr. tilskipunar 2007/2/EB skulu taka til eftirfarandi atriða:
a)    notkunar landgagnaþjónustu grunngerðarinnar fyrir landupplýsingar, með tilliti til almennu og sértæku vísanna,
b)    notkunar opinberra yfirvalda á landgagnasöfnum sem samsvara þemunum sem talin eru upp í I., II. og III. viðauka við tilskipun 2007/2/EB, með sérstakri áherslu á góð fordæmi á sviði umhverfisstefnu,
c)    gagna sem sanna að almenningur notar grunngerðina fyrir landupplýsingar, séu þau fyrir hendi,
d)    dæma um notkun landgagnasafna, sem samsvara þemunum sem talin eru upp í I., II. og III. viðauka við tilskipun 2007/2/EB, yfir landamæri og tilraunir til að bæta samræmið milli þeirra yfir landamæri,
e)    þess hvernig umbreytingarþjónusta er notuð til að koma á rekstrarsamhæfi gagna.

15. gr.
Fyrirkomulag gagnasamnýtingar

Eftirfarandi skal koma fram í samantekt lýsingar sem um getur í d-lið 2. mgr. 21. gr. tilskipunar 2007/ 2/EB:
a)    yfirlit yfir fyrirkomulag gagnasamnýtingar sem hefur verið eða er verið að koma á fót milli opinberra yfirvalda,
b)    yfirlit yfir fyrirkomulag gagnasamnýtingar sem hefur verið eða er verið að koma á fót milli opinberra yfirvalda og stofnana og aðila Bandalagsins, þ.m.t. dæmi um fyrirkomulag gagnasamnýtingar fyrir tiltekið landgagnasafn,
c)    listi yfir hindranir í veginum fyrir samnýtingu landgagnasafna og -þjónustu milli opinberra yfirvalda, sem og milli opinberra yfirvalda og stofnana og aðila Bandalagsins, auk lýsingar á aðgerðum sem gripið hefur verið til í þeim tilgangi að yfirstíga þessar hindranir.

16. gr.
Kostnaður og ávinningur

Eftirfarandi skal koma fram í samantekt lýsingar sem um getur í e-lið 2. mgr. 21. gr. tilskipunar 2007/2/ EB:
a)    áætlaður kostnaður af framkvæmd tilskipunar 2007/2/EB,
b)    dæmi um ávinning sem orðið hefur vart við, þ.m.t. dæmi um jákvæð áhrif á mótun stefnu, framkvæmd, mat, dæmi um bætta þjónustu við borgarana auk dæma um samstarf yfir landamæri.

17. gr.
Uppfærsla skýrslna

Skýrslan sem um getur í 3. mgr. 21. gr. tilskipunar 2007/2/EB skal taka til síðustu þriggja almanaksára á undan árinu sem skýrslan er birt.

VI. KAFLI
LOKAÁKVÆÐI
18. gr.
Beiting

Ákvörðun þessi gildir frá 5. júní 2009.

19. gr.
Viðtakendur

Ákvörðun þessari er beint til aðildarríkjanna.

Gjört í Brussel 5. júní 2009.

Fyrir hönd framkvæmdastjórnarinnar,
Stavros DIMAS
framkvæmdastjóri



Neðanmálsgrein: 1
(1)    Stjtíð. ESB L 277, 21.10.2010, bls. 47, og EES-viðbætir við Stjtíð. ESB nr. 59, 21.10.2010, bls. 17.
Neðanmálsgrein: 2
(2)    Stjtíð. ESB L 326, 4.12.2008, bls. 12.
Neðanmálsgrein: 3
(3)    Stjtíð. ESB L 148, 11.6.2009, bls. 18.
Neðanmálsgrein: 4
(*)    Stjórnskipuleg skilyrði gefin til kynna.
Neðanmálsgrein: 5
(4)    Stjtíð. ESB L 181, 15.7.2010, bls. 23, og EES-viðbætir við Stjtíð. ESB nr. 37, 15.7.2010, bls. 31.
Neðanmálsgrein: 6
(1)    Stjtíð. ESB L 108, 25.4.2007, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 7
(1)    Stjtíð. ESB L 108, 25.4.2007, bls. 1.