Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 210. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1043  —  210. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur og lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt (kyrrsetning eigna).

Frá Pétri H. Blöndal.



     1.      Við 1. efnismgr. 1., 2. og 3. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Skattrannsóknarstjóra skal að jafnaði ekki heimilt að krefjast kyrrsetningar ef samanlögð fjárhæð væntanlegrar skattkröfu, fésektar og sakarkostnaðar er undir 30 millj. kr.
     2.      Við 4. efnismgr. 1., 2. og 3. gr. bætist tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Fallist dómari á lögmæti kyrrsetningar skal kyrrsetning ekki vara lengur en fjórar vikur frá uppkvaðningu úrskurðar. Kyrrsetning verður ekki framlengd nema til komi nýr dómsúrskurður.
     3.      4. gr. orðist svo:
                   Eftirfarandi breytingar verða á 113. gr. laganna:
              a.      6. mgr. orðast svo:
                     Til tryggingar greiðslu væntanlegrar skattkröfu, fésektar og sakarkostnaðar í málum er sæta rannsókn hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins er heimilt að krefjast kyrrsetningar hjá skattaðila og öðrum þeim er rökstuddur grunur um refsiverða háttsemi skv. 109. gr. beinist að ef hætta þykir á að eignum verði ella skotið undan eða þær glatist eða rýrni að mun enda megi ætla að meint refsiverð háttsemi varði við 262. gr. almennra hegningarlaga. Með sama hætti er heimilt að krefjast kyrrsetningar hjá aðilum sem bera ábyrgð á skattgreiðslum skv. 116. gr. Skattrannsóknarstjóra skal að jafnaði ekki heimilt að krefjast kyrrsetningar ef samanlögð fjárhæð væntanlegrar skattkröfu, fésektar og sakarkostnaðar er undir 30 millj. kr.
              b.      Við 9. mgr. bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Fallist dómari á lögmæti kyrrsetningar skal kyrrsetning ekki vara lengur en fjórar vikur frá uppkvaðningu úrskurðar. Kyrrsetning verður ekki framlengd nema til komi nýr dómsúrskurður.