Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 557. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1047  —  557. mál.




Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á l. um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna, nr. 91/2010.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.



    Við 5. gr. bætist þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
    Kjósandi getur sent kæru um ólögmæti þjóðaratkvæðagreiðslu, aðra en refsikærur, til Hæstaréttar eigi síðar en sjö dögum frá því að ráðuneytið auglýsir úrslit atkvæðagreiðslunnar.
    Landskjörstjórn veitir Hæstarétti umsögn um atkvæðagreiðsluna. Umsögn skal veitt óháð því hvort kæra hafi borist skv. 1. mgr.
    Að fenginni umsögn landskjörstjórnar getur Hæstiréttur ákveðið að ógilda niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar ef verulegur ágalli hefur verið á framkvæmd hennar sem ætla má að hafi haft áhrif á niðurstöðu hennar.