Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 198. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Prentað upp.

Þskj. 1112  —  198. mál.
Leiðréttur texti.




Breytingartillögur



við frv. til l. um fjölmiðla.

Frá meiri hluta menntamálanefndar (SkH, LMós, OH, EyH, ÞrB, JRG, MT).



     1.      Við 2. gr.
                  a.      Í stað orðsins „viðskiptaorðsending“ í 2. tölul. og sama orðs hvarvetna annars staðar í frumvarpinu komi, í viðeigandi beygingarmynd í fleirtölu, auk þess sem kyn og tala sambeygðra orða breytist samsvarandi: viðskiptaboð.
                  b.      Í stað orðsins „fjölmiðlaþjónustuveitanda“ í 2. tölul. og sama orðs hvarvetna annars staðar í frumvarpinu, sbr. þó e-lið, komi, í samsvarandi beygingarmynd og tölu, auk þess sem kyn sambeygðra orða breytist samsvarandi: fjölmiðlaveita.
                  c.      Í stað orðanna „veitandi fjölmiðlaþjónustu“ í 5. tölul. og sömu orða hvarvetna annars staðar í frumvarpinu komi, í viðeigandi beygingarmynd: fjölmiðlaveita.
                  d.      1. málsl. 12. tölul. orðist svo: Fjarkaup eru hljóð- og myndsending sem í felst beint tilboð eða sala á vöru og þjónustu, þ.m.t. fasteignum eða réttindum og skuldbindingum, gegn greiðslu til almennings þar sem við miðlun tilboðs og gerð samnings er notuð ein eða fleiri fjarskiptaaðferðir án þess að neytandinn eða seljandinn hittist.
                  e.      Í stað orðsins „fjölmiðlaþjónustuveitendum“ í fleirtölu í 18. og 19. tölul., og í 1. mgr. 14. gr., 1. mgr. 16. gr., 1., 2. og 3. mgr. 23. gr., 1. mgr. 24. gr., 1. málsl. 1. mgr. 25. gr., 1. mgr. 28. gr., 1. og 2. mgr. 33. gr., 34. og 35. gr., 6. mgr. 36. gr., 1., 4. og 5. mgr. 45. gr., 1. málsl. 1. mgr. 48. gr., 1. mgr. 49. gr. og tvívegis í b-lið 1. mgr. 62. gr. komi, í viðeigandi beygingarmynd í eintölu, auk þess sem kyn og tala sambeygðra orða breytist samsvarandi: fjölmiðlaveita.
                  f.      Í stað orðsins „auglýsingar“ í 20. tölul. komi: upplýsingar.
     2.      1. mgr. 8. gr. orðist svo:
             Mennta- og menningarmálaráðherra skipar fimm manns í fjölmiðlanefnd til fjögurra ára í senn. Tveir fulltrúar skulu skipaðir samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar Íslands og tveir samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins en þann fimmta skipar ráðherra án tilnefningar. Varamenn skulu skipaðir á sama hátt. Ráðherra skipar formann nefndarinnar og skal hann uppfylla starfsgengisskilyrði héraðsdómara. Varaformann skal skipa úr hópi fastra nefndarmanna. Aðrir nefndarmenn og varamenn þeirra skulu hafa sérþekkingu á fjölmiðlamálum, reynslu eða menntun sem nýtist á þessu sviði. Um hæfi nefndarmanna fer eftir ákvæðum stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Ráðherra ákvarðar þóknun nefndarmanna.
     3.      1. mgr. 10. gr. orðist svo:
             Með starfsemi fjölmiðlanefndar skal stuðlað að því að markmiðum og tilgangi laga þessara verði náð. Skal nefndin vinna að því að efla fjölmiðlalæsi, fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum, standa vörð um tjáningarfrelsi og rétt almennings til upplýsinga. Nefndin skal sérstaklega stuðla að því að vernd barna sé virt, samkvæmt fyrirmælum laga þessara.
     4.      3. mgr. 11. gr. orðist svo:
             Fjölmiðlanefnd skal eftir því sem við á gæta trúnaðar við meðferð upplýsinga og gagna sem hún aflar eða henni berast á grundvelli laga þessara um hagi einstakra fjölmiðlaveitna. Þótt Fjölmiðlanefnd afhendi upplýsingar til annarra sambærilegra stjórnsýslustofnana, sem fara með fjölmiðlamál innan EES-svæðisins, skal sami trúnaður ríkja. Tryggt skal vera að tölulegar upplýsingar séu ekki rekjanlegar til einstakra fjölmiðlafyrirtækja.
     5.      Við 13. gr. Í stað orðsins „heimilt“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: skylt.
     6.      Við 17. gr.
                  a.      Við inngangsmálslið 1. mgr. bætist: eftir því sem við á.
                  b.      Orðin „upplýsingar um“ í e-lið 1. mgr. falli brott.
     7.      Í stað orðsins „viðkomandi“ í 2. mgr. 18. gr. komi: viðkomandi fjölmiðlaveitu.
     8.      Við 19. gr. 3. málsl. 2. mgr. orðist svo: Aðal- og varafulltrúar í fjölmiðlanefnd og starfsmenn nefndarinnar eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem leynt á að fara.
     9.      Við 21. gr.
                  a.      Orðin „ef við á, og“ í f-lið falli brott.
                  b.      Á eftir f-lið komi nýr stafliður, svohljóðandi: jafnréttisáætlun fjölmiðlaveitu, eftir því sem við á, og.
     10.      Við 23. gr.
                  a.      Í stað h-liðar 1. mgr. komi fjórir nýir stafliðir, svohljóðandi:
                h.    aðgerðir fjölmiðlaveitunnar til að auka aðgengi sjón- og heyrnarskertra að myndefni hennar,
                i.    birtingarmyndir kynjanna, þ.m.t. hlutfall karla og kvenna í hópi viðmælenda í fréttum og fréttatengdu efni,
                j.    starfsfólk á fjölmiðlum, fjölda kvenna og karla, greint eftir starfsheitum,
                k.    aðgerðir fjölmiðlaveitunnar til að vinna gegn staðalímyndum kynjanna, og
                  b.      Á eftir 1. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Fjölmiðlaveita með skammtímaleyfi, skv. 2. mgr. 16. gr., er undanþegin skýrslugjöf.
     11.      Við 24. gr.
                  a.      2. málsl. 1. mgr. orðist svo: Slíkar reglur skulu mótaðar í samráði við viðkomandi starfsmenn og fagfélög þeirra eða samtök.
                  b.      Í stað orðsins „brottvikningar“ í c-lið 2. mgr. komi: uppsagnar.
     12.      26. gr. orðist svo:
             Fjölmiðlaveita skal í starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og standa vörð um tjáningarfrelsi. Hún skal virða mannréttindi og jafnrétti auk þess að hafa í huga friðhelgi einkalífs. Fjölmiðlaveita skal gæta þess að uppfylla kröfur um hlutlægni og nákvæmni í umfjöllun sinni um fréttir og fréttatengt efni og gæta þess að mismunandi sjónarmið komi fram, jafnt karla sem kvenna.
             Fjölmiðlaveitu sem hefur þá yfirlýstu stefnu að beita sér fyrir tilteknum málstað skal vera óskylt að miðla efni sem gengur í berhögg við stefnu miðilsins.
     13.      27. gr. ásamt fyrirsögn orðist svo:

Bann við hatursáróðri og hvatningu til refsiverðrar háttsemi.

             Fjölmiðlum er óheimilt að hvetja til refsiverðar háttsemi. Bannað er að kynda undir hatri í fjölmiðlum á grundvelli kynþáttar, kynferðis, kynhneigðar, trúarskoðana, þjóðernis, skoðana eða menningarlegrar, efnahagslegrar, félagslegrar eða annarrar stöðu í samfélaginu.
     14.      Við 28. gr. Í stað orðanna „fari skýr viðvörun“ í a- og d-lið 2. mgr. komi: sé birt skýr viðvörun.
     15.      Við 29. gr. 1. málsl. 1. mgr. orðist svo: Fjölmiðlaveitur skulu eftir því sem við á efla íslenska tungu.
     16.      Við 1. málsl. 30. gr. bætist: auk þeirra sem búa við þroskaröskun.
     17.      Við 37. gr. Í stað orðanna „eða kynhneigðar“ í b-lið 3. mgr. komi: kynhneigðar eða vegna annarrar stöðu.
     18.      Við 39. gr.
                  a.      Í stað orðanna „veitanda fjölmiðlaþjónustunnar“ í a-lið 4. mgr. komi: fjölmiðlaveitunnar.
                  b.      5. mgr. orðist svo:
                     Hafi fjölmiðlaveitan ekki sjálf framleitt það hljóð- og myndmiðlunarefni sem um ræðir eða það verið framleitt í umboði fjölmiðlaveitunnar eða í fyrirtæki tengdu henni má falla frá auðkenningarskyldu skv. d-lið 4. mgr.
     19.      Við 41. gr. Í stað orðanna „Auglýsingum eða fjarkaupainnskotum er heimilt að skjóta“ í 1. mgr. komi: Heimilt er að skjóta auglýsingum eða fjarkaupainnskotum.
     20.      Við 46. gr.
                  a.      3. mgr. orðist svo:
                     Heimili Póst- og fjarskiptastofnun flutning og aðilar ná ekki samkomulagi um innheimtu áskriftargjalds getur stofnunin ákveðið að kröfu aðila hvort innheimta áskriftargjalds skuli vera í höndum fjölmiðlaveitu eða fjarskiptafyrirtækis. Með sama hætti getur Póst- og fjarskiptastofnun ákveðið endurgjald í samræmi við nánari fyrirmæli 47. gr. Við mat Póst- og fjarskiptastofnunar skal líta til atriða er varða hagkvæmni, hagsmuni notenda og eflingu samkeppni að teknu tilliti til meðalhófs. Áður en ákvörðun er tekin skal Póst- og fjarskiptastofnun leita álits fjölmiðlanefndar.
                  b.      7. mgr. falli brott.
     21.      5. mgr. 47. gr. falli brott.
     22.      Við 48. gr. Í stað orðanna „Endurgjaldið skal fjölmiðlanefnd meta“ í 3. málsl. 3. mgr. komi: Fjölmiðlanefnd skal meta endurgjaldið.
     23.      Við 51. gr.
                  a.      Í stað orðanna „haft beint“ í a-lið 1. mgr. komi: réttilega haft.
                  b.      Í stað orðsins „miðlað“ í c-lið 1. mgr. komi: birt.
     24.      Við 54. gr. Í stað f- og g-liðar 1. mgr. komi einn nýr stafliður, svohljóðandi: 27. gr. um refsiverða háttsemi.
     25.      Við 56. gr. Í stað g- og h-liðar 1. mgr. komi einn nýr stafliður, svohljóðandi: 27. gr. um refsiverða háttsemi.
     26.      58. gr. orðist svo:
             Einstaklingi sem hefur réttarstöðu sakbornings er óskylt að svara spurningum í málum sem getur lokið með álagningu stjórnvaldssekta eða kæru til lögreglu í samræmi við lög um meðferð sakamála, nr. 88/2008. Fjölmiðlanefnd eða Póst- og fjarskiptastofnun, eftir því sem við á, skal leiðbeina hinum grunaða um þennan rétt.
     27.      Við 59. gr. Á eftir orðunum „grein gerð fyrir þeim“ í 1. mgr. komi: í dagskrá.
     28.      Við 62. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
             Innanríkisráðherra getur með reglugerð sett nánari ákvæði um málsmeðferð og framkvæmd flutnings sjónvarpsútsendinga samkvæmt VII. kafla. Áður en til setningar reglugerðar kemur skal aflað tillagna Póst- og fjarskiptastofnunar og umsagnar fjölmiðlanefndar. Þá er innanríkisráðherra heimilt að setja reglugerð um nánari útfærslu á kostnaðargreiningu endurgjalds fyrir flutning myndefnis, m.a. um aðferðir við eignamat, afskriftir og ávöxtunarkröfu auk gerðar kostnaðarlíkana.
     29.      Við 65. gr. bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005. 2. mgr. 2. gr. laganna orðast svo:
             Auk þess taka lög þessi til samninga, skilmála og athafna aðila sem hefur staðfestu á Íslandi og ætlað er að hafa áhrif í aðildarríki á Evrópska efnahagssvæðinu og um er að ræða ætlað brot gegn ákvæðum III.–V. kafla.
     30.      Við ákvæði til bráðabirgða I.
                  a.      Í stað tilvísunarinnar „63. gr.“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: 64. gr.
                  b.      Í stað orðanna „sex mánuði“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: tólf mánuði.
     31.      Ákvæði til bráðabirgða II orðist svo:
             Fjölmiðlanefnd er heimilt að óska eftir gildandi samningum um kaup á sjónvarpsefni og er fjölmiðlaveitu skylt að verða við þeim tilmælum. Nú heimilar gildandi samningur fjölmiðlaveitu um hljóð- og myndmiðlunarefni við rétthafa, sem gilda mun til lengri tíma en þriggja ára frá gildistöku laga þessara, ekki að flytja megi efnið um þau fjarskiptanet sem tilgreind eru í 45. gr. og skal þá fjölmiðlaveita gera nýjan samning við rétthafa sem heimilar slíkt innan sex mánaða frá gildistöku laganna. Takist slíkir samningar ekki er fjölmiðlaveitu óheimilt að senda út efnið að þeim tíma liðnum.
     32.      Við ákvæði til bráðabirgða III. Í stað dagsetningarinnar „1. maí 2011“ komi: 1. júní 2011.
     33.      Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
             Lög þessi skal endurskoða innan þriggja ára frá setningu þeirra.