Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 190. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1158  —  190. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 41/2007, um landlækni, með síðari breytingum, og um brottfall laga nr. 18/2003, um Lýðheilsustöð, vegna nýrrar stofnunar, Landlæknis – lýðheilsu.


Frá Merði Árnasyni.



     1.      2. gr. orðist svo:
             2. gr. laganna ásamt fyrirsögn orðast svo:

Embætti landlæknis.

             Starfrækja skal embætti landlæknis undir yfirstjórn velferðarráðherra. Ráðherra skipar landlækni til fimm ára í senn að fengnu mati nefndar skv. 9. gr. laga um heilbrigðisþjónustu. Hann skal hafa sérfræðimenntun í læknisfræði, þekkingu á sviði lýðheilsu og víðtæka reynslu eða menntun á sviði stjórnunar.
             Landlæknir ber ábyrgð á að embættið sem hann stýrir starfi í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf. Landlæknir ræður starfsfólk embættisins.
     2.      Í stað orðanna „Landlækni – lýðheilsu“ í 3. efnismgr. 4. gr., b-lið 6. gr., b-lið 29. gr. og hvarvetna í 31. gr. komi, í viðeigandi beygingarmynd: landlæknir.
     3.      B-liður 3. gr., a- og c-liður 7. gr., 8. og 9. gr., a–c- og f–h-liður 10. gr., 11.–14. gr., 16.–23. gr., 30. gr. og a- og d-liður 31. gr. falli brott.
     4.      Við 4. gr.
                  a.      Í stað orðsins „stofnunarinnar“ í inngangsmálslið 1. mgr., 2. mgr. og fyrirsögn greinarinnar; og í 2. málsl. 1. mgr. a-liðar 6. gr., b-lið 7. gr. og e-lið 10. gr. komi, í viðeigandi beygingarmynd: landlæknir.
                  b.      Í stað orðsins „stofnunarinnar“ í a- og m-lið 1. mgr. og 3. mgr.; og í 1. málsl. 1. mgr. a-liðar 6. gr., og 1. og 4. mgr. b-liðar 6. gr. komi, í viðeigandi beygingarmynd: embættið.
                  c.      Í stað orðsins „stofnuninni“ í n-lið 1. mgr. komi: honum.
     5.      24. gr. orðist svo:
             Við lögin bætast tvö ný ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
        a.     (I.)
                     Öll störf hjá Lýðheilsustöð eru lögð niður frá 1. maí 2011. Starfsmönnum Lýðheilsustöðvar skal boðið starf hjá landlæknisembættinu frá og með sama tíma. Ákvæði 7. gr. laga nr. 70/1996 gilda ekki við ráðstöfun starfa samkvæmt þessu ákvæði.
        b.     (II.)
                     Embætti landlæknis tekur frá 1. maí 2011 við eignum Lýðheilsustöðvar sem og réttindum og skyldum hennar að því er varðar framkvæmd þeirra laga sem falla undir málefnasvið hennar á þeim tíma.
     6.      Við fyrirsögn frumvarpsins. Orðin „vegna nýrrar stofnunar, Landlæknis – lýðheilsu“ falli brott.