Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 87. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1166  —  87. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur, lögum um Landsvirkjun, lögum um samvinnufélög og lögum um sameignarfélög (stjórnarformaður, kynjahlutfall í stjórn).

Frá minni hluta viðskiptanefndar (GÞÞ, SKK).



     1.      Á undan 1. gr. komi ný grein, 1. gr., svohljóðandi:
                  Orðin „sem og iðnþróun og nýsköpun af hverju tagi, ásamt annarri viðskipta- og fjármálastarfsemi“ í 2. gr. laganna falla brott.
     2.      Á eftir 2. gr. komi ný grein, 4. gr., svohljóðandi:
                  Orðin „ásamt annarri viðskipta- og fjármálastarfsemi“ í 2. gr. laganna falla brott.
     3.      Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjun er heimilt að eiga áfram þær eignir sem keyptar hafa verið á grundvelli þeirra heimilda sem felldar eru brott í 1. og 4. gr. Við kaup á eign í þeirra stað skal farið eftir ákvæðum gildandi laga um fjárfestingarheimildir fyrirtækjanna.