Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 676. máls.

Þskj. 1193  —  676. mál.



Frumvarp til laga

um breyting á lögum nr. 74/1996, um heimild fyrir ríkisstjórnina
til þess að fullgilda fyrir Íslands hönd samning um gagnkvæma
stjórnsýsluaðstoð í skattamálum.

(Lagt fyrir Alþingi á 139. löggjafarþingi 2010–2011.)




1. gr.

    1. gr. laganna orðist svo:
    Ríkisstjórninni er heimilt að fullgilda fyrir Íslands hönd samning um gagnkvæma stjórnsýsluaðstoð í skattamálum sem gerður var í Strassborg 25. janúar 1988 og bókun um breytingu á honum sem gerð var í París 27. maí 2010. Samningurinn og bókunin eru prentuð sem fylgiskjal með lögum þessum.

2. gr.

    2. gr. laganna orðist svo:
    Þegar samningurinn og bókunin er um ræðir í 1. gr. hafa öðlast gildi að því er Ísland varðar skulu ákvæði þeirra hafa lagagildi hér á landi.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.



Fylgiskjal.


Bókun
um breytingu á samningi um gagnkvæma stjórnsýsluaðstoð í skattamálum.


INNGANGSORÐ


Aðildarríki Evrópuráðsins og aðildarlönd Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), sem undirritað hafa bókun þessa,


þar sem samningurinn um gagnkvæma stjórnsýsluaðstoð í skattamálum, sem gerður var 25. janúar 1988 (hér á eftir nefndur „samningurinn“), var gerður áður en gengið var frá samkomulagi um alþjóðlega samþykkta viðmiðun um miðlun upplýsinga í skattamálum;

þar sem nýjar ytri aðstæður fyrir samvinnu hafa skapast eftir að lokið var við gerð samningsins;

þar sem æskilegt er að lokið verði við marghliða samning til að sem flest ríki geti notið þess ávinnings sem hinar nýju aðstæður fyrir samvinnu skapa og unnið jafnframt eftir ítarlegustu alþjóðlegum viðmiðunum um samvinnu á sviði skattamála;


hafa orðið ásátt um eftirfarandi:

I. gr.


1.    Sjöunda forsendan í inngangsorðum samningsins falli brott og í stað hennar komi eftirfarandi:
    „eru því ákveðið þeirrar skoðunar að ríki skuli gera ráðstafanir eða veita upplýsingar, með hliðsjón af nauðsyn þess að standa vörð um upplýsingaleynd, og með tilliti til alþjóðasamninga um friðhelgi einkalífsins og streymi persónulegra upplýsinga,“

2.    Eftirfarandi bætist við á eftir sjöundu forsendu í inngangsorðum samningsins:
    „telja að nýjar ytri aðstæður fyrir samvinnu hafi skapast og að æskilegt sé að marghliða samningur sé aðgengilegur til að sem flest ríki geti notið þess ávinnings sem hinar nýju aðstæður fyrir samvinnu skapa og unnið jafnframt eftir ítarlegustu alþjóðlegu stöðlum um samvinnu á sviði skattamála,“.

II. gr.


    4. gr. samningsins falli brott og í stað hennar komi eftirfarandi:

„4. gr. – Almennt ákvæði.


1.     Aðildarríki skulu skiptast á öllum upplýsingum, einkum þeim sem kveðið er á um í þessum hluta, sem fyrirsjáanlega skipta máli fyrir stjórnvöld við að beita eða framfylgja landslögum um þá skatta sem fjallað er um í samningi þessum.
2.     Fellur brott.
3.     Sérhvert aðildarríki getur í yfirlýsingu til annars hvors vörsluaðilans skýrt frá því að samkvæmt landslögum sé stjórnvöldum þess heimilt að láta mann, sem heimilisfastur er þar í landi eða hefur þar ríkisfang, vita áður en upplýsingar, sem hann varða, eru veittar skv. 5. og 7. gr.“

III. gr.


1.    Í stað „og“ komi „eða“ í b-lið 1. mgr. 18. gr. samningsins.

2.    Í stað tilvísunar til „19. gr.“ í f-lið 1. mgr. 18. gr. samningsins komi tilvísun til g-liðar 2. mgr. 21. gr.

IV. gr.


    19. gr. samningsins falli brott.

V. gr.


    21. gr. samningsins falli brott og í stað hennar komi eftirfarandi:

„21. gr. — Persónuvernd og
takmarkanir aðstoðarskyldu.

1.     Ekkert í samningi þessum skal hafa áhrif á réttindi og réttarvernd sem aðilum er veitt samkvæmt lögum eða stjórnsýsluvenju aðstoðarríkisins.
2.     Með þeirri undantekningu sem í 14. gr. getur skulu ákvæði samnings þessa ekki túlkuð þannig að lögð sé á aðstoðarríkið skylda til að:
a.    gera ráðstafanir sem ekki samrýmast lögum eða stjórnsýsluvenjum þess sjálfs eða lögum eða stjórnsýsluvenjum beiðniríkisins;
b.    gera ráðstafanir sem myndu vera andstæðar allsherjarreglu (ordre public);
c.    veita upplýsingar sem ekki er unnt að afla samkvæmt lögum eða stjórnsýsluvenjum þess sjálfs eða lögum eða stjórnsýsluvenjum beiðniríkisins;

d.    veita upplýsingar sem afhjúpa mundu leyndarmál á sviði viðskipta, kaupsýslu, iðnaðar, verslunar eða sérfræðistarfa, eða viðskiptaferli, eða upplýsingar sem væri andstætt allsherjarreglu (ordre public) að afhjúpa;
e.    veita stjórnsýsluaðstoð ef og að svo miklu leyti sem það telur skattlagninguna í beiðniríkinu vera andstæða meginreglum um skattlagningu eða ákvæðum samnings til að komast hjá tvísköttun eða einhvers annars samnings sem aðstoðarríkið hefur gert við beiðniríkið;

f.    veita stjórnsýsluaðstoð í því skyni að beita eða framfylgja ákvæði skattalaga beiðniríkisins eða hvers konar kröfu þar að lútandi, sem mismunar ríkisborgara aðstoðarríkisins, samanborið við ríkisborgara beiðniríkisins við sömu aðstæður;


g.    veita stjórnsýsluaðstoð ef beiðniríkið hefur ekki gert allar eðlilegar ráðstafanir sem því eru tiltækar samkvæmt lögum þess og stjórnsýsluvenjum, nema í þeim tilvikum þegar slíkar ráðstafanir hefðu í för með sér óhóflega erfiðleika;
h.    veita aðstoð við innheimtu þegar stjórnsýsluálag á það ríki er óhóflegt í hlutfalli við þann ávinning sem félli beiðniríkinu í skaut.

3.     Ef beiðniríkið fer fram á upplýsingar í samræmi við samning þennan skal aðstoðarríkið beita þeim aðferðum sem það hefur yfir að ráða til að afla þeirra upplýsinga sem óskað er eftir, jafnvel þótt aðstoðarríkið þurfi ekki á þeim að halda vegna eigin skattamála. Sú skuldbinding sem felst í fyrri málslið er með fyrirvara um takmarkanir, sem felast í samningi þessum, en í engu tilviki skal skýra þær takmarkanir, einkum hvað varðar 1. og 2. mgr., þannig að þær heimili aðstoðarríki að synja um upplýsingar af þeirri ástæðu einni að það sjálft hafi enga þörf fyrir þær.
4.     Í engu tilviki skal túlka ákvæði samnings þessa, einkum hvað varðar 1. og 2. mgr., þannig að þau heimili aðstoðarríki að synja um upplýsingar af þeirri ástæðu einni að þær séu í vörslu banka, annarrar fjármálastofnunar, tilnefnds aðila eða umboðs- eða fjárvörsluaðila, eða af þeirri ástæðu að þær tengjast hagsmunum eiganda í aðila.“


VI. gr.


    Eftirfarandi komi í stað 1. og 2. mgr. 22. gr. sem falli brott:
„1.     Öllum upplýsingum, sem aðildarríki fær samkvæmt samningi þessum, skal haldið leyndum og skulu þær verndaðar á sama hátt og upplýsingar, sem fengnar eru samkvæmt lögum þess sjálfs, og, að því marki sem þörf krefur til að tryggja að persónulegar upplýsingar séu verndaðar með fullnægjandi hætti, í samræmi við þær verndarráðstafanir sem aðildarríkið, sem lagði þær fram, kann að tilgreina eftir því sem landslög þess útheimta.
2.     Hvað sem öðru líður skulu slíkar upplýsingar aðeins látnar í té aðilum eða yfirvöldum (þar á meðal dómstólum og stjórnsýslu- eða eftirlitsaðilum) sem sjá um að leggja á, innheimta eða fullnusta skatta hjá því aðildarríki, eða leita fullnustu, lögsækja eða ákvarða um áfrýjun vegna þeirra, eða hafa eftirlit með framangreindu. Aðeins framangreindir aðilar eða yfirvöld mega nota þessar upplýsingar og þá aðeins í framangreindum tilgangi. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. mega þeir láta þær uppi í opnum réttarhöldum eða í dómsúrlausnum varðandi þá skatta.“


VII. gr.


    Eftirfarandi komi í stað 2. mgr. 27. gr. sem falli brott:
„2.     Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. geta þau aðildarríki sem aðild eiga að Evrópusambandinu nýtt sér, í gagnkvæmum samskiptum sín á milli, hugsanlega aðstoð, sem kveðið er á um í samningnum, að svo miklu leyti sem sú aðstoð hefur í för með sér víðtækari samvinnu en sú sem í boði er samkvæmt gildandi reglum Evrópusambandsins.“

VIII. gr.


1.    Eftirfarandi málsgreinum er skeytt aftan við 28. gr. samningsins:
    „4.     Sérhvert aðildarríki Evrópuráðsins eða sérhvert aðildarland Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), sem gerist aðili að samningnum eftir að bókunin um breytingu á samningi þessum öðlast gildi, en hún var lögð fram til undirritunar 27. maí 2010 („Bókunin frá 2010“), verður aðili að samningnum með áorðnum breytingum samkvæmt þeirri bókun, nema það láti í ljós aðra fyrirætlan í skriflegri orðsendingu til annars hvors vörsluaðilans.
    5.     Eftir að bókunin frá 2010 öðlast gildi getur sérhvert ríki, sem hvorki á aðild að Evrópuráðinu né OECD, óskað eftir að vera boðið að undirrita og fullgilda samninginn eins og honum var breytt með bókuninni frá 2010. Sérhver beiðni í þessa veru skal bera utanáskrift annars vörsluaðilans sem framsendir hana aðildarríkjunum. Vörsluaðilinn skal einnig upplýsa ráðherranefnd Evrópuráðsins og ráð OECD. Aðildarríkin að samningnum taka ákvörðun, með samhljóða samþykki og á vettvangi samræmingarnefndarinnar, um að bjóða ríkjum, sem þess óska, aðild að samningnum. Gagnvart hverju því ríki sem fullgildir samninginn, með áorðnum breytingum samkvæmt bókuninni frá 2010 og í samræmi við þessa málsgrein, öðlast hann gildi fyrsta dag næsta mánaðar eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá því að skjal um fullgildingu er afhent öðrum vörsluaðilanna til vörslu.


    6.     Ákvæði samnings þessa, með áorðnum breytingum samkvæmt bókuninni frá 2010, gilda um stjórnsýsluaðstoð sem tengist skattskyldum tímabilum sem hefjast 1. janúar eða síðar á því ári sem næst er á eftir því ári sem samningurinn, með áorðnum breytingum samkvæmt bókuninni frá 2010, öðlaðist gildi gagnvart aðildarríki, eða, ef ekki er um skattskylt tímabil að ræða, um stjórnsýsluaðstoð sem tengist skattlagningu 1. janúar eða síðar á því ári sem næst er á eftir því ári sem samningurinn, með áorðnum breytingum samkvæmt bókuninni frá 2010, öðlaðist gildi gagnvart aðildarríki. Tvö eða fleiri aðildarríki geta gert með sér gagnkvæmt samkomulag um að samningurinn, með áorðnum breytingum samkvæmt bókuninni frá 2010, gildi um stjórnsýsluaðstoð í tengslum við fyrri skattskyld tímabil eða skattlagningu.
    7.     Þrátt fyrir ákvæði 6. gr., að því er varðar skattamál þar sem fram kemur ásetningshegðun sem leiðir til saksóknar samkvæmt hegningarlögum beiðniríkis, skulu ákvæði samnings þessa, með áorðnum breytingum samkvæmt bókuninni frá 2010, gilda frá þeim degi er þau öðlast gildi gagnvart aðildarríki að því er varðar fyrri skattskyld tímabil eða skattlagningu.“
2.    Eftirfarandi undirgrein er skeytt aftan við e-lið 1. mgr. 30. gr. samningsins:

    „f.    að beita ákvæði 7. mgr. 28. gr. eingöngu vegna stjórnsýsluaðstoðar, sem varðar skattskyld tímabil sem hefjast 1. janúar eða síðar á þriðja ári næst á undan því ári sem samningurinn, með áorðnum breytingum samkvæmt bókuninni frá 2010, öðlaðist gildi gagnvart aðildarríki, eða, ef ekki er um skattskyld tímabil að ræða, vegna stjórnsýsluaðstoðar sem varðar skattlagningu 1. janúar eða síðar á þriðja ári næst á undan því ári sem samningurinn, með áorðnum breytingum samkvæmt bókuninni frá 2010, öðlaðist gildi gagnvart aðildarríki.“
3.    Orðin „ásamt sérhverju aðildarríki að samningi þessum“ bætist aftan við orðin „aðildarlöndum OECD“ í 1. mgr. 32. gr. samningsins.


IX. gr.


1.    Bókun þessi skal liggja frammi til undirritunar fyrir undirritunaraðila samningsins. Hún er með fyrirvara um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki. Undirritunaraðili getur ekki fullgilt, staðfest eða samþykkt bókun þessa nema hann hafi áður fullgilt, staðfest eða samþykkt samninginn eða geri það jafnhliða. Afhenda ber öðrum vörsluaðilanna skjöl um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki til vörslu.
2.    Bókun þessi öðlast gildi fyrsta dag næsta mánaðar eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi er fimm aðildarríki að samningnum hafa lýst sig samþykk því að vera bundin af bókuninni í samræmi við ákvæði 1. mgr.

3.    Bókunin öðlast gildi gagnvart hverju því aðildarríki að samningnum sem síðar lýsir sig samþykkt því að vera bundið af henni, á fyrsta degi næsta mánaðar eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá því að skjal um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki er afhent til vörslu.


X. gr.


1.    Sá vörsluaðili sem gerð, tilkynning eða orðsending hefur verið afhent hjá skal tilkynna aðildarríkjum Evrópuráðsins, aðildarlöndum OECD og hverju aðildarríki að samningnum, með áorðnum breytingum samkvæmt bókun þessari, um eftirfarandi:
    a.    sérhverja undirritun;
    b.    afhendingu sérhvers skjals um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki til vörslu;
    c.    hvern gildistökudag bókunar þessarar skv. ákvæðum IX. gr.;

    d.    sérhverja aðra gerð, tilkynningu eða orðsendingu varðandi bókun þessa.
2.    Vörsluaðilinn, sem veitir orðsendingu viðtöku eða sendir út tilkynningu samkvæmt ákvæðum 1. mgr., skal upplýsa hinn vörsluaðilann um það.

3.    Vörsluaðilarnir skulu senda aðildarríkjum Evrópuráðsins og aðildarlöndum OECD staðfest endurrit af bókun þessari.

4.    Þegar bókun þessi öðlast gildi skv. IX. gr. skal annar vörsluaðilinn ganga frá texta samningsins, með áorðnum breytingum samkvæmt bókun þessari, og senda öllum aðildarríkjum að samningnum staðfest endurrit af honum með áorðnum breytingum samkvæmt bókun þessari.

Þessu til staðfestu hafa undirrituð, sem til þess hafa fullt umboð, undirritað bókunina.

Gjört í París 27. maí 2010 í tveimur eintökum á ensku og frönsku og eru báðir textarnir jafngildir. Skal annað eintakið afhent til vörslu í skjalasafni Evrópuráðsins og hitt í skjalasafni OECD.


Protocol
amending the Convention on Mutual Administrative Assistance in Tax Matters


PREAMBLE


The member States of the Council of Europe and the member countries of the Organisation for Economic Co-operation and Development (OECD), signatories of this Protocol,

Considering that the Convention on Mutual Administrative Assistance in Tax Matters, done at Strasbourg on 25 January 1988 (hereinafter „the Convention“), was concluded before agreement was reached on the internationally agreed standard to exchange information in tax matters;

Considering that a new cooperative environment has emerged since the Convention was concluded;

Considering that it is desirable that a multilateral instrument is made available to allow the widest number of States to obtain the benefit of the new co- operative environment and at the same time to implement the highest international standards of co- operation in the tax field;

Have agreed as follows:

Article I


1.    The seventh recital of the Preamble to the Convention shall be deleted and replaced by the following:
    „Convinced therefore that States should carry out measures or supply information, having regard to the necessity of protecting the confidentiality of information, and taking account of international instruments for the protection of privacy and flows of personal data;“
2.    The following shall be added after the seventh recital of the Preamble to the Convention:
    „Considering that a new co-operative environment has emerged and that it is desirable that a multilateral instrument is made available to allow the widest number of States to obtain the benefits of the new co-operative environment and at the same time implement the highest international standards of co-operation in the tax field;“

Article II


    Article 4 of the Convention shall be deleted and replaced by the following:

Article 4 – General provision


1.     The Parties shall exchange any information, in particular as provided in this section, that is foreseeably relevant for the administration or enforcement of their domestic laws concerning the taxes covered by this Convention.
2.     Deleted.
3.     Any Party may, by a declaration addressed to one of the Depositaries, indicate that, according to its internal legislation, its authorities may inform its resident or national before transmitting information concerning him, in conformity with Articles 5 and 7.“

Article III


1.    The term „and“ in paragraph 1.b of Article 18 of the Convention shall be replaced by the term „, or“.
2.    The reference to „Article 19“ in paragraph 1.f of Article 18 of the Convention shall be replaced by a reference to „Article 21.2.g“.

Article IV


    Article 19 of the Convention shall be deleted.

Article V


    Article 21 of the Convention shall be deleted and replaced by the following:

„Article 21 – Protection of persons and limits
to the obligation to provide assistance

1.     Nothing in this Convention shall affect the rights and safeguards secured to persons by the laws or administrative practice of the requested State.
2.     Except in the case of Article 14, the provisions of this Convention shall not be construed so as to impose on the requested State the obligation:
a.    to carry out measures at variance with its own laws or administrative practice or the laws or administrative practice of the applicant State;
b.    to carry out measures which would be contrary to public policy ( ordre public);
c.    to supply information which is not obtainable under its own laws or its administrative practice or under the laws of the applicant State or its administrative practice;
d.    to supply information which would disclose any trade, business, industrial, commercial or professional secret, or trade process, or information, the disclosure of which would be contrary to public policy ( ordre public);
e.    to provide administrative assistance if and insofar as it considers the taxation in the applicant State to be contrary to generally accepted taxation principles or to the provisions of a convention for the avoidance of double taxation, or of any other convention which the requested State has concluded with the applicant State;
f.    to provide administrative assistance for the purpose of administering or enforcing a provision of the tax law of the applicant State, or any requirement connected therewith, which discriminates against a national of the requested State as compared with a national of the applicant State in the same circumstances;
g.    to provide administrative assistance if the applicant State has not pursued all reasonable measures available under its laws or administrative practice, except where recourse to such measures would give rise to disproportionate difficulty;
h.    to provide assistance in recovery in those cases where the administrative burden for that State is clearly disproportionate to the benefit to be derived by the applicant State.
3.     If information is requested by the applicant State in accordance with this Convention, the requested State shall use its information gathering measures to obtain the requested information, even though the requested State may not need such information for its own tax purposes. The obligation contained in the preceding sentence is subject to the limitations contained in this Convention, but in no case shall such limitations, including in particular those of paragraphs 1 and 2, be construed to permit a requested State to decline to supply information solely because it has no domestic interest in such information.
4.     In no case shall the provisions of this Convention, including in particular those of paragraphs 1 and 2, be construed to permit a requested State to decline to supply information solely because the information is held by a bank, other financial institution, nominee or person acting in an agency or a fiduciary capacity or because it relates to ownership interests in a person.“

Article VI


    Paragraphs 1 and 2 of Article 22 shall be deleted and replaced with the following:
„1.     Any information obtained by a Party under this Convention shall be treated as secret and protected in the same manner as information obtained under the domestic law of that Party and, to the extent needed to ensure the necessary level of protection of personal data, in accordance with the safeguards which may be specified by the supplying Party as required under its domestic law.

2.     Such information shall in any case be disclosed only to persons or authorities (including courts and administrative or supervisory bodies) concerned with the assessment, collection or recovery of, the enforcement or prosecution in respect of, or the determination of appeals in relation to, taxes of that Party, or the oversight of the above. Only the persons or authorities mentioned above may use the information and then only for such purposes. They may, notwithstanding the provisions of paragraph 1, disclose it in public court proceedings or in judicial decisions relating to such taxes.“

Article VII


    Paragraph 2 of Article 27 of the Convention shall be deleted and replaced by the following:
„2     Notwithstanding paragraph 1, those Parties which are member States of the European Union can apply, in their mutual relations, the possibilities of assistance provided for by the Convention in so far as they allow a wider co-operation than the possibilities offered by the applicable European Union rules.“

Article VIII


1.    The following paragraphs shall be added at the end of Article 28 of the Convention:
    „4.     Any member State of the Council of Europe or any member country of OECD which becomes a Party to the Convention after the entry into force of the Protocol amending this Convention, opened for signature on [27 th May 2010] (the „2010 Protocol“), shall be a Party to the Convention as amended by that Protocol, unless they express a different intention in a written communication to one of the Depositaries.

    5.     After the entry into force of the 2010 Protocol, any State which is not a member of the Council of Europe or of the OECD may request to be invited to sign and ratify this Convention as amended by the 2010 Protocol. Any request to this effect shall be addressed to one of the Depositaries, who shall transmit it to the Parties. The Depositary shall also inform the Committee of Ministers of the Council of Europe and the OECD Council. The decision to invite States which so request to become Party to this Convention shall be taken by consensus by the Parties to the Convention through the co-ordinating body. In respect of any State ratifying the Convention as amended by the 2010 Protocol in accordance with this paragraph, this Convention shall enter into force on the first day of the month following the expiration of a period of three months after the date of deposit of the instrument of ratification with one of the Depositaries.
    6.     The provisions of this Convention, as amended by the 2010 Protocol, shall have effect for administrative assistance related to taxable periods beginning on or after 1 January of the year following the one in which the Convention, as amended by the 2010 Protocol, entered into force in respect of a Party, or where there is no taxable period, for administrative assistance related to charges to tax arising on or after 1 January of the year following the one in which the Convention, as amended by the 2010 Protocol, entered into force in respect of a Party. Any two or more Parties may mutually agree that the Convention, as amended by the 2010 Protocol, shall have effect for administrative assistance related to earlier taxable periods or charges to tax.

    7.     Notwithstanding paragraph 6, for tax matters involving intentional conduct which is liable to prosecution under the criminal laws of the applicant Party, the provisions of this Convention, as amended by the 2010 Protocol, shall have effect from the date of entry into force in respect of a Party in relation to earlier taxable periods or charges to tax.“
2.    The following subparagraph shall be added after subparagraph e of paragraph 1 of Article30 of the Convention:
    „f    to apply paragraph 7 of Article 28 exclusively for administrative assistance related to taxable periods beginning on or after 1 January of the third year preceding the one in which the Convention, as amended by the 2010 Protocol, entered into force in respect of a Party, or where there is no taxable period, for administrative assistance related to charges to tax arising on or after 1 January of the third year preceding the one in which the Convention, as amended by the 2010 Protocol, entered into force in respect of a Party.“

3.    The words „and any Party to this Convention“ shall be added after the words „member countries of the OECD“ in paragraph 1 of Article 32 of the Convention.

Article IX


1.    This Protocol shall be open for signature by the Signatories to the Convention. It is subject to ratification, acceptance or approval. A signatory may not ratify, accept or approve this Protocol unless it has previously or simultaneously ratified, accepted or approved the Convention. Instruments of ratification, acceptance or approval shall be deposited with one of the Depositaries.

2.    This Protocol shall enter into force on the first day of the month following the expiration of a period of three months after the date on which five Parties to the Convention have expressed their consent to be bound by the Protocol in accordance with the provisions of paragraph 1.
3.    In respect of any Party to the Convention which subsequently expresses its consent to be bound by it, the Protocol shall enter into force on the first day of the month following the expiration of a period of three months after the date of the deposit of the instrument of ratification, acceptance or approval.

Article X


1.    The Depositary with whom an act, notification or communication has been accomplished, shall notify the member States of the Council of Europe, the member countries of OECD and any Party to the Convention as amended by this Protocol of:
    a.    any signature;
    b.    the deposit of any instrument of ratification, acceptance or approval;
    c.    any date of entry into force of this Protocol in accordance with the provisions of Article IX;
    d.    any other act, notification or communication relating to this Protocol.
2.    The Depositary receiving a communication or making a notification in pursuance of the provisions of paragraph 1 shall inform the other Depositary thereof.
3.    The Depositaries shall transmit to the member States of the Council of Europe and the member countries of the OECD a certified copy of this Protocol.
4.    When this Protocol enters into force in accordance with Article IX, one of the Depositaries shall establish the text of the Convention as amended by this Protocol and shall send a certified copy to all the Parties to the Convention as amended by this Protocol.

In witness whereof the undersigned, being duly authorised thereto, have signed the Protocol.

Done at Paris, this 27 th day of May 2010, in English and French, both texts being equally authentic, in two copies, one of which shall be deposited in the archives of the Council of Europe and the other in the archives of the OECD.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Með frumvarpi þessu er leitað heimildar fyrir ríkisstjórnina til að fullgilda bókun, sem gerð var í París 27. maí 2010, um breytingu á samningi um gagnkvæma stjórnsýsluaðstoð í skattamálum milli aðildarríkja Evrópuráðsins og aðildarlanda Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sem gerður var í Strassborg 25. janúar 1988. Frumvarpið gerir ráð fyrir að ákvæðum bókunarinnar verði veitt lagagildi hér á landi þegar bókunin hefur öðlast gildi að því er Ísland varðar. Samningurinn er prentaður sem fylgiskjal með frumvarpinu.
    Samningurinn um gagnkvæma stjórnsýsluaðstoð í skattamálum var fullgiltur með heimild í lögum nr. 74/1996 og öðlaðist gildi gagnvart Íslandi 1. nóvember 1996. Texti samningsins var birtur sem fylgiskjal með framangreindum lögum í A-deild Stjórnartíðinda. Hinn 10. mars 2011 voru 14 ríki aðilar að samningnum, nokkur ríki hafa þegar undirritað bæði samninginn og bókunina og vinna að fullgildingu þeirra og fleiri ríki íhuga að gerast aðilar.
    Tilgangurinn með gerð bókunarinnar er að færa samninginn að þeim alþjóðlega mælikvarða sem nú gildir um upplýsingaskipti og snýr einkum að aðgengi stjórnvalda að upplýsingum sem eru í vörslu banka og annarra fjármálafyrirtækja. Auk þess verður ríkjum sem hvorki eru aðilar að OECD né Evrópuráðinu gefinn kostur á að gerast aðilar að samningnum að undangengnu samþykki aðildarríkjanna. Samningurinn kveður meðal annars á um skipti á upplýsingum, sameiginlegar skattrannsóknir, útvegun gagna og skjala, og aðstoð við innheimtu skatta, en virðir jafnframt fullveldi ríkja og réttindi skattgreiðenda og tryggir vernd í því skyni að gæta trúnaðar vegna þeirra upplýsinga sem veittar eru á grundvelli samningsins. Bókunin um breytingu á samningnum kveður á um strangari skyldur aðildarríkja til að skiptast á upplýsingum frá því sem nú er.

Athugasemdir við einstakar greinar bókunarinnar.


Um I. grein.


    Í 1. mgr. segir að ríki skuli gera ráðstafanir til þess að geta veitt upplýsingar en áður gátu ríki neitað að veita upplýsingar ef eigin lög eða framkvæmdavenjur heimiluðu það ekki.
    Í 2. mgr. er nauðsyn þess að marghliða samningur sé aðgengilegur sem flestum ríkjum útskýrð.

Um II. grein.


    Hér er núgildandi 4. gr. samningsins felld brott og ný 4. gr. kemur í stað hennar. Í 1. mgr. hennar er fjallað um að aðildarríki skuli skiptast á öllum upplýsingum sem fyrirsjáanlega skipta máli en 2. mgr. verður samhljóða núgildandi 3. mgr.

Um III. grein.


    Í 1. mgr. er fallið frá því að nafn og heimilisfang verði að fylgja þegar óskað er eftir upplýsingum frá öðru ríki. Önnur atriði geta komið í staðinn. Í 2. mgr. er leiðrétt tilvísun í grein í ljósi breytinga á samningnum.

Um IV. grein.


    Ákvæði 19. gr. samningsins er fellt brott en það takmarkaði þann rétt sem aðildarríki hafði til að óska aðstoðar.

Um V. grein.


    Hér er 21. gr. samningsins skipt út fyrir nýja grein um persónuvernd og takmarkanir aðstoðarskyldu. Við 2. mgr. hefur verið bætt nýjum málsliðum sem útfæra nánar takmarkanir á aðstoðarskyldu. Tveimur nýjum málsgreinum hefur verið bætt við. Í 3. mgr. er ítrekað að ríki sem beiðni er beint til skuli afla upplýsinganna með tiltækum ráðum þótt það þurfi ekki sjálft á þeim upplýsingum að halda vegna eigin skattamála. Í 4. mgr. er ákvæði sem skyldar ríki til að veita upplýsingar þótt þær séu í vörslu banka, annarra fjármálastofnana eða fjárvörsluaðila. Þetta er í samræmi við breytingu sem gerð var árið 2005 um upplýsingaskipti í samningsfyrirmynd OECD til að koma í veg fyrir tvísköttun.

Um VI. grein.


    Nýjar málsgreinar koma í stað 1. og 2. mgr. 22. gr. og fjalla þær um hvernig skuli fara með þær upplýsingar sem látnar hafa verið í té.

Um VII. grein.


    Í stað 2. mgr. 27. gr. kemur ný málsgrein sem fjallar um tengslin við reglur Evrópusambandsins en nú segir að Evrópusambandsríki geti nýtt sér þá hugsanlegu aðstoð sem kveðið er á um í samningnum að svo miklu leyti sem sú aðstoð hefur í för með sér víðtækari samvinnu.

Um VIII. grein.


    Fjórum nýjum málsgreinum er bætt við 28. gr. Í nýrri 4. mgr. er kveðið á um að ríki sem gerist aðili að samningnum eftir að bókunin öðlast gildi verði aðili að samningnum með áorðnum breytingum samkvæmt þeirri bókun, nema það tilkynni um annað. Í nýrri 5. mgr. er gerð grein fyrir því hvernig ríki sem hvorki eru aðilar að Evrópuráðinu né OECD geti gerst aðilar að samningnum. Í nýrri 6. mgr. er fjallað um hvenær ákvæði samningsins með áorðnum breytingum öðlast gildi og í nýrri 7. mgr. er sérstakt gildistökuákvæði ef um er að ræða refsiverða háttsemi í skattamálum.
    Að auki er bætt við nýrri undirgrein aftan við e-lið 1. mgr. 30. gr. vegna fyrirvara sem tengjast hinni nýju 7. mgr. 28. gr.
    Aftan við 1. mgr. 32. gr. er skeytt nýrri setningu vegna þess að fleiri ríkjum gefst nú kostur á að gerast aðilar að samningnum.

Um IX. grein.


    Hér er fjallað um framkvæmd við undirritun bókunarinnar og gildistöku hennar.

Um X. grein.


    Greinin fjallar um skyldur vörsluaðila samnings til að tilkynna öllum aðildarríkjum um undirritanir, afhendingu skjala, gildstökudaga og annað það sem varðar bókunina.



Fylgiskjal I.


SAMNINGUR
um gagnkvæma stjórnsýsluaðstoð
í skattamálum.


INNGANGSORÐ


Aðildarríki Evrópuráðsins og aðildarlönd Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunarinnar (OECD), sem undirritað hafa samning þennan,


líta svo á að sú þróun sem orðið hefur í tilflutningi fólks, fjármagns, varnings og þjónustu milli landa – þótt hún sé í sjálfu sér mjög til góðs – hafi aukið möguleika á að sniðganga skatta og draga undan skatti og því sé þörf aukinnar samvinnu skattyfirvalda;

fagna hinum ýmsu aðgerðum sem gripið hefur verið til á síðari árum meðal þjóða, bæði tvíhliða og marghliða, til að hamla gegn því að skattar séu sniðgengnir og dregið sé undan skatti á alþjóðavettvangi;

telja samræmdar aðgerðir ríkja nauðsynlegar til að stuðla að hvers kyns stjórnsýsluaðstoð í málum sem varða skatta af öllu tagi, um leið og réttindum skattgreiðenda er tryggð fullnægjandi vernd;


viðurkenna að alþjóðleg samvinna geti haft mikilvægu hlutverki að gegna í því að auðvelda réttar ákvarðanir um skattskyldu og stuðla að því að tryggja réttindi skattgreiðenda;

telja að viðurkenna beri að grundvallarreglur um að hver maður eigi rétt á að réttindi hans og skyldur séu ákvörðuð í samræmi við viðeigandi réttarfarsreglur skuli gilda um skattamálefni í öllum ríkjum og að ríkjum beri að leitast við að vernda réttmæta hagsmuni skattgreiðenda, þar á meðal með viðeigandi vernd gegn mismunun og tvísköttun;


eru því ákveðið þeirrar skoðunar að ríki skuli ekki gera ráðstafanir eða veita upplýsingar nema í samræmi við lög sín og framkvæmdavenjur, með hliðsjón af nauðsyn þess að vernda upplýsingaleynd og með tilliti til alþjóðasamninga um friðhelgi einkalífsins og streymi persónulegra upplýsinga;


óska að gera með sér samning um gagnkvæma stjórnsýsluaðstoð í skattamálum;

hafa komið sér saman um eftirfarandi:

I. KAFLI
Gildissvið samningsins.
1. gr.
Markmið samningsins og
aðilar sem hann tekur til.

1.     Aðildarríki skulu veita hvert öðru stjórnsýsluaðstoð í skattamálum, sbr. þó ákvæði IV. kafla. Slík aðstoð getur, þar sem það á við, falið í sér ráðstafanir handhafa dómsvalds.

2.     Í slíkri stjórnsýsluaðstoð skal felast:
    a.    skipti á upplýsingum, þar á meðal skattrannsóknir sem fram fara samtímis og þátttaka í skattrannsóknum erlendis;
    b.    aðstoð við heimtu, þar með taldar tryggingarráðstafanir; og
    c.    birting skjala.
3.     Aðildarríki skal veita stjórnsýsluaðstoð hvort sem sá aðili, sem í hlut á, er heimilisfastur eða hefur ríkisfang í aðildarríki eða í einhverju öðru ríki.

2. gr.
Skattar sem samningurinn tekur til.

1.     Samningur þessi tekur til:
    a.    eftirtalinna skatta:
         i.    skatta á tekjur og hagnað,
        ii.    skatta á ágóða af eignum sem lagðir eru á óháð sköttum á tekjur eða hagnað,
        iii.    skatta á hreina eign,
    sem lagðir eru á af hálfu aðildarríkis; og
    b.    eftirtalinna skatta:
        i.    skatta á tekjur, hagnað, ágóða af eignum eða hreina eign sem lagðir eru á af hálfu sjálfstjórnarhéraða eða sveitarstjórna aðildarríkis,

        ii.    skyldubundinna almannatryggingagjalda sem greiða ber hinu opinbera eða almannatryggingastofnunum sem komið hefur verið á fót samkvæmt opinberum rétti, og
        iii.    annarra flokka skatta, nema tolla, sem lagðir hafa verið á af hálfu aðildarríkis, þ.e:
            A.    skatta á bú, erfðafé eða gjafir,
            B.    skatta á fasteignir,
            C.    almennra neysluskatta, svo sem virðisaukaskatts eða söluskatts,
            D.    sérskatta á vörur og þjónustu, svo sem vörugjalda,
            E.    skatta á notkun eða eignarrétt á vélknúnum ökutækjum,
            F.    skatta á notkun eða eignarrétt á lausafé öðru en vélknúnum ökutækjum,
            G.    allra annarra skatta;
        iv.    skatta í flokkum þeim sem greinir í iii-lið hér að framan sem lagðir eru á af hálfu sjálfstjórnarhéraða eða sveitarstjórna aðildarríkis.

2.     Gildandi skattar, sem samningur þessi tekur til, eru skráðir í viðauka A eftir þeim flokkum sem í 1. mgr. greinir.
3.     Samningsaðilar skulu tilkynna aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins eða aðalframkvæmdastjóra OECD (sem hér eftir eru nefndir „vörsluaðilar“) um hverja þá breytingu sem gera ber á viðauka A vegna breytingar á skrá þeirri sem í 2. mgr. greinir. Slík breyting skal öðlast gildi á fyrsta degi næsta mánaðar eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi er vörsluaðili tekur við slíkri tilkynningu.

4.     Samningur þessi skal frá gildistöku hans einnig taka til allra skatta sömu eða svipaðrar tegundar sem lagðir eru á í samningsríki eftir að samningurinn öðlast gildi gagnvart því aðildarríki til viðbótar við eða í staðinn fyrir þá skatta sem þegar hafa verið skráðir í viðauka A, og skal viðkomandi aðildarríki í slíkum tilvikum tilkynna öðrum hvorum vörsluaðilanum um skatt þann sem um ræðir.

II. KAFLI
Almennar skilgreiningar.
3. gr.
Skilgreiningar.

1.     Í samningi þessum hafa neðangreind hugtök eftirfarandi merkingu nema annað leiði af samhenginu:
    a.    hugtakið „beiðniríki“ merkir hvert það aðildarríki sem óskar stjórnsýsluaðstoðar í skattamáli og hugtakið „aðstoðarríki“ merkir hvert það aðildarríki sem beðið er að veita slíka aðstoð;
    b.    hugtakið „skattur“ merkir hvern þann skatt eða almannatryggingagjald sem samningur þessi tekur til skv. 2. gr.;
    c.    hugtakið „skattkrafa“ merkir hverja þá skattfjárhæð sem gjaldfallin er og ógreidd, ásamt vöxtum af henni, tilheyrandi stjórnsýslusektum og heimtukostnaði;
    d.    hugtakið „bær stjórnvöld“ merkir aðila þá og stjórnvöld sem skráð eru í viðauka B;
    e.    hugtakið „ríkisborgari“ merkir, er það lýtur að aðildarríki:
        i.    alla þá menn sem hafa ríkisfang í því aðildarríki og
        ii.    alla lögaðila, sameignarfélög, samtök og aðra aðila sem byggja réttarstöðu sína sem slíkir á gildandi lögum þess aðildarríkis.
Að því er varðar hvert það aðildarríki, sem gefið hefur yfirlýsingu um það, skulu framangreind hugtök hafa þá merkingu sem skilgreind er í viðauka C.
2.     Hvað snertir beitingu aðildarríkis á samningi þessum skal hvert það hugtak, sem ekki er þar skilgreint, hafa þá merkingu sem það hefur samkvæmt lögum þess aðildarríkis um þá skatta sem samningur þessi tekur til nema annað leiði af samhenginu.
3.     Aðildarríki skulu tilkynna öðrum hvorum vörsluaðilanum um hverja þá breytingu sem gera ber á viðaukum B og C. Skal slík breyting öðlast gildi á fyrsta degi næsta mánaðar eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi er viðkomandi vörsluaðili tekur við slíkri tilkynningu.

III. KAFLI
Eðli aðstoðar.
I. hluti.
Upplýsingaskipti.
4. gr.
Almenn ákvæði.

1.     Aðildarríki skulu skiptast á öllum upplýsingum, einkum þeim sem kveðið er á um í þessum hluta, sem fyrirsjáanlega skipta máli varðandi:
    a.    álagningu og innheimtu skatta, og heimtu og fullnustu skattkrafna, og
    b.    málsókn fyrir stjórnvaldi eða höfðun máls fyrir dómi.

Ekki skal skipst á upplýsingum samkvæmt samningi þessum sem ólíklegt er að skipti máli í þessum tilgangi.
2.     Aðildarríki má aðeins nota upplýsingar sem fengnar eru samkvæmt samningi þessum sem sönnunargagn í sakamáli ef aðildarríki það sem upplýsingarnar veitti hefur áður heimilað það. Þó geta tvö eða fleiri aðildarríki gert með sér gagnkvæmt samkomulag um að falla frá skilyrðinu um áður veitta heimild.
3.     Sérhvert aðildarríki getur í yfirlýsingu til annars hvors vörsluaðilans skýrt frá því að samkvæmt landslögum sé stjórnvöldum þess heimilt að láta mann, sem heimilisfastur er þar í landi eða hefur þar ríkisfang, vita áður en upplýsingar, sem hann varða, eru veittar skv. 5. og 7. gr.

5. gr.
Skipti á upplýsingum samkvæmt beiðni.

1.     Að ósk beiðniríkis skal aðstoðarríki veita beiðniríkinu allar þær upplýsingar sem getið er um í 4. gr. og varða ákveðna aðila eða lögskipti.

2.     Nú nægja upplýsingar í skattskrám aðstoðarríkisins ekki til þess að það geti orðið við beiðni um upplýsingar og skal það þá gera allar viðeigandi ráðstafanir til að veita beiðniríkinu þær upplýsingar sem óskað er.

6. gr.
Sjálfkrafa upplýsingaskipti.

    Tvö eða fleiri aðildarríki skulu, innan þeirra málaflokka og samkvæmt þeim starfsháttum sem þau skulu koma sér saman um, skiptast sjálfkrafa á upplýsingum sem getið er í 4. gr.


7. gr.
Skipti á upplýsingum án beiðni.

1.     Við eftirfarandi aðstæður skal aðildarríki veita öðru aðildarríki upplýsingar sem það hefur vitneskju um án undanfarandi beiðni:
    a.    ef fyrrnefnda aðildarríkið hefur ástæðu til að ætla að hitt aðildarríkið kunni að verða fyrir skattatapi;
    b.    ef skattskyldur aðili fær lækkun eða undanþágu frá skatti í fyrrnefnda aðildarríkinu sem leiða mundi til skattahækkunar eða skattskyldu í hinu aðildarríkinu;
    c.    ef lögskipti í atvinnurekstri milli aðila sem skattskyldur er í einu aðildarríki og aðila sem skattskyldur er í öðru aðildarríki fara fram gegnum eitt land eða fleiri á þann hátt að leiða kunni til skattsparnaðar í öðru hvoru aðildarríkinu eða báðum;
    d.    ef aðildarríki hefur ástæðu til að ætla að óeðlilegur tilflutningur á hagnaði milli hópa fyrirtækja kunni að leiða til skattsparnaðar;
    e.    ef upplýsingar sem fyrrnefnda aðildarríkið hefur fengið frá hinu aðildarríkinu hafa gert því kleift að afla upplýsinga sem máli kunna að skipta varðandi ákvörðun um skattskyldu í síðarnefnda aðildarríkinu.
2.     Hvert aðildarríki skal gera þær ráðstafanir og beita þeim aðferðum sem nauðsynlegar eru til að tryggja að upplýsingar þær sem fjallað er um í 1. mgr. verði tiltækar til miðlunar til annars aðildarríkis.

8. gr.
Skattrannsóknir sem fara fram samtímis.

1.     Tvö eða fleiri aðildarríki skulu að beiðni eins þeirra ráðgast sín á milli til að ákveða í hvaða málum og með hvaða hætti skattrannsóknir, sem fara fram samtímis, skuli eiga sér stað. Hvert aðildarríki, sem í hlut á, skal ákveða hvort það óski þess að taka þátt í tiltekinni skattrannsókn sem fer fram samtímis eða ekki.
2.     Í samningi þessum merkir samtímis skattrannsókn tilhögun sem tvö eða fleiri aðildarríki koma á með sér til að rannsaka samtímis, hvort á sínu landsvæði, skattamálefni aðila, eins eða fleiri, sem þeir hafa sameiginlega eða tengda hagsmuni af í því skyni að skiptast á öllum upplýsingum sem máli skipta og fram koma við rannsóknina.

9. gr.
Skattrannsóknir erlendis.

1.     Að beiðni bærs stjórnvalds beiðniríkis getur bært stjórnvald aðstoðarríkis heimilað fulltrúum hins bæra stjórnvalds beiðniríkisins að vera viðstaddir viðeigandi hluta skattrannsóknar í aðstoðarríkinu.



2.     Sé fallist á beiðnina skal hið bæra stjórnvald aðstoðarríkisins tilkynna hinu bæra stjórnvaldi beiðniríkisins eins fljótt og unnt er um stað og stund rannsóknarinnar, um stjórnvald það eða embættismann sem falið hefur verið að gera rannsóknina og um aðferðir og skilyrði sem uppfylla þarf í aðstoðarríkinu við framkvæmd rannsóknarinnar. Allar ákvarðanir, er lúta að framkvæmd skattrannsóknarinnar, skulu teknar af aðstoðarríkinu.

3.     Aðildarríki getur tjáð öðum hvorum vörsluaðilanum um þá fyrirætlun sína að fallast almennt ekki á slíkar beiðnir sem í 1. mgr. ræðir. Slíka yfirlýsingu má gefa eða afturkalla hvenær sem er.

10. gr.
Ósamrýmanlegar upplýsingar.

    Nú fær aðildarríki upplýsingar um skattamálefni aðila frá öðru aðildarríki sem ekki virðast samrýmast upplýsingum sem það hefur undir höndum og skal hann þá tilkynna það því aðildarríki sem upplýsingarnar veitti.

II. hluti.
Aðstoð við heimtu.
11. gr.
Heimta skattkrafna.

1.     Að ósk beiðniríkis skal aðstoðarríki gera nauðsynlegar ráðstafanir til að heimta skattkröfur fyrrnefnda ríkisins eins og þær væru kröfur þess sjálfs, sbr. þó ákvæði 14. og 15. gr.

2.      Ákvæði 1. mgr. tekur einungis til skattkrafna sem með skjali hefur verið veitt heimild til fullnustu á í beiðniríkinu og, hafi viðkomandi aðildarríki ekki komið sér saman um annað, sem ekki er mótmælt.

    Beinist krafan hins vegar gegn aðila sem ekki er heimilisfastur í beiðniríkinu á 1. mgr. aðeins við ef kröfunni verður ekki lengur mótmælt, hafi viðkomandi aðildarríki ekki komið sér saman um annað.

3.      Skyldan til að veita aðstoð við heimtu skattkrafna sem varða látinn mann eða dánarbú hans takmarkast við verðmæti búsins eða eigna þeirra sem falla í hlut hvers viðtakanda verðmæta úr búinu, eftir því hvort kröfuna skuli heimta hjá búinu eða hjá þeim sem veitt hafa viðtöku verðmætum úr því.


12. gr.
Tryggingarráðstafanir.

    Að ósk beiðniríkis skal aðstoðarríki gera tryggingarráðstafanir með það fyrir augum að heimta skattfjárhæð, jafnvel þótt kröfunni sé mótmælt eða ekki sé enn fyrir hendi skjal er heimili fullnustu hennar.

13. gr.
Skjöl er fylgja skulu beiðni.

1.     Beiðni um stjórnsýsluaðstoð samkvæmt þessum hluta skulu fylgja:
    a.    yfirlýsing um að skattkrafan varði skatt er samningur þessi tekur til og, sé um heimtu að ræða, um að skattkröfunni hafi ekki verið eða verði ekki mótmælt, sbr. þó 2. mgr. 11. gr.;
    b.    staðfest endurrit skjals þess er heimilar fullnustu í beiðniríkinu; og
    c.    sérhver þau skjöl önnur sem þörf er á vegna heimtu eða tryggingaráðstafana.
2.     Skjal það er veitir heimild til fullnustu í beiðniríkinu skal, þar sem við á og samkvæmt ákvæðum þeim er gilda í aðstoðarríkinu, samþykkt eða viðurkennt eða það stutt eða leyst af hólmi með skjali sem heimilar fullnustu í síðarnefnda ríkinu svo fljótt sem unnt er eftir að beiðni um aðstoð er móttekin.


14. gr.
Frestir.

1.     Úr álitaefnum varðandi fresti, sem gilda um hvenær skattkröfu verður ekki lengur fullnægt, skal leyst samkvæmt lögum beiðniríkisins. Í beiðni um aðstoð skulu tilgreindar upplýsingar um þann frest.
2.     Heimtuaðgerðir er aðstoðarríkið lætur fram fara vegna beiðni um aðstoð, sem samkvæmt lögum þess ríkis mundu slíta eða rjúfa frest þann er í 1. mgr. greinir, skulu einnig hafa þau áhrif samkvæmt lögum beiðniríkisins. Aðstoðarríkið skal veita beiðniríkinu vitneskju um slíkar aðgerðir.


3.     Aðstoðarríkinu er ekki í neinu tilviki skylt að sinna beiðni um aðstoð sem borin er fram eftir að 15 ár eru liðin frá dagsetningu hins upphaflega skjals sem heimilar fullnustu.

15. gr.
Forgangur.

    Skattkrafa sú sem aðstoð er veitt til heimtu á skal ekki hafa neinn forgang í aðstoðarríkinu sem skattkröfum þess ríkis er sérstaklega veittur, enda þótt beitt sé sömu heimtuaðferðum og gilda um skattkröfur þess sjálfs.

16. gr.
Greiðslufrestur.

    Aðstoðarríkið getur veitt greiðslufrest eða heimilað greiðslu með afborgunum ef lög þess eða stjórnsýsluvenjur heimila það við svipaðar aðstæður, en fyrst skal það upplýsa beiðniríkið um það.

III. hluti.
Birting skjala.
17. gr.
Birting skjala.

1.     Að ósk beiðniríkis skal aðstoðarríki birta viðtakanda skjöl, þar á meðal þau sem varða dómsúrskurði, sem upprunnin eru í beiðniríkinu og varða skatt sem samningur þessi tekur til.

2.     Aðstoðarríkið skal birta skjöl:

    a.    með þeim hætti sem kveðið er á um í lögum þess um birtingu skjala sem eru að verulegu leyti sama eðlis;
    b.    að svo miklu leyti sem unnt er, með sérstökum hætti sem beiðniríkið óskar eftir eða þeim hætti sem næst honum kemst samkvæmt lögum þess sjálfs.
3.     Aðildarríki getur birt aðila skjal beint með pósti á landsvæði annars aðildarríkis.

4.     Ekkert í samningi þessum skal túlka þannig að það valdi ógildingu birtingar á skjali af hálfu aðildarríkis sem fram hefur farið í samræmi við lög þess.
5.     Nú er skjal birt samkvæmt grein þessari og þarf þá ekki að fylgja því þýðing. Þó skal aðstoðarríkið, þegar það telur sýnt að viðtakandi skilji ekki það tungumál sem skjalið er ritað á, hlutast til um að fá það þýtt eða að gerður verði af því útdráttur á opinberu tungumáli þess eða einu þeirra. Að öðrum kosti getur það farið þess á leit við beiðniríkið að það láti annaðhvort þýða skjalið eða láti fylgja því útdrátt á einu hinna opinberu tungumála aðstoðarríkisins, Evrópuráðsins eða OECD.


IV. KAFLI
Ákvæði er lúta að hvers konar aðstoð.
18. gr.
Upplýsingar er beiðniríki skal veita.

1.     Í beiðni um aðstoð skal tilgreina, þar sem við á:

    a.    stjórnvald það eða stofnun sem átti frumkvæði að beiðni hins bæra stjórnvalds;
    b.    nafn, heimilisfang og öll önnur atriði er orðið geta til hjálpar við að staðfesta hver sá er sem beiðnin lýtur að;
    c.    sé um beiðni um upplýsingar að ræða, í hvaða formi beiðniríkið óskar að þær séu veittar til að þörfum þess sé fullnægt;
    d.    sé um beiðni um heimtuaðstoð eða tryggingarráðstafanir að ræða, eðli skattkröfunnar, sundurliðun hennar og eignir þær er staðið geta henni til fullnustu;

    e.    sé um beiðni um birtingu skjals að ræða, eðli og efni skjals þess er birta skal;

    f.    hvort hún samræmist lögum og stjórnsýsluvenjum beiðniríkisins og hvort hún sé réttmæt í ljósi skilyrða 19. gr.

2.     Um leið og einhverjar aðrar upplýsingar, sem máli skipta varðandi beiðni um aðstoð, koma til vitundar beiðniríkisins skal það framsenda þær aðstoðarríkinu.

19. gr.
Möguleiki á að synja beiðni.

    Aðstoðarríki er ekki skylt að fallast á beiðni ef beiðniríkið hefur ekki neytt allra þeirra úrræða sem tiltæk eru á landsvæði þess nema það væri of miklum erfiðleikum bundið að grípa til slíkra úrræða miðað við aðstæður.

20. gr.
Svar við beiðni um aðstoð.

1.     Sé fallist á beiðni um aðstoð skal aðstoðarríkið tjá beiðniríkinu svo fljótt sem unnt er til hvaða aðgerða hefur verið gripið og hvern árangur aðstoðin hefur borið.
2.     Sé beiðni hafnað skal aðstoðarríkið svo fljótt sem unnt er tjá beiðniríkinu þá ákvörðun og ástæður hennar.
3.     Nú hefur beiðniríkið í tengslum við beiðni um upplýsingar tilgreint með hvaða hætti það óskar eftir að upplýsingarnar séu veittar og aðstoðarríkið hefur tök á að veita þær með þeim hætti og skal það þá verða við því.

21. gr.
Persónuvernd og takmarkanir aðstoðarskyldu.


1.     Ekkert í samningi þessum skal hafa áhrif á réttindi eða réttarvernd sem aðilum er veitt samkvæmt lögum eða stjórnsýsluvenjum aðstoðarríkisins.
2.     Með þeirri undantekningu sem í 14. gr. getur skulu ákvæði samnings þessa ekki túlkuð þannig að lögð sé á aðstoðarríkið skylda til að:
    a.    gera ráðstafanir sem ekki samrýmast lögum eða stjórnsýsluvenjum þess sjálfs eða lögum eða stjórnsýsluvenjum beiðniríkisins;
    b.    gera ráðstafanir sem það telur andstæðar allsherjarreglu (ordre public) eða grundvallarhagsmunum sínum;
    c.    veita upplýsingar sem ekki er unnt að afla samkvæmt lögum eða stjórnsýsluvenjum þess sjálfs eða lögum eða stjórnsýsluvenjum beiðniríkisins.

    d.    veita upplýsingar sem afhjúpa mundu leyndarmál á sviði viðskipta, kaupsýslu, verslunar eða sérfræðistarfa, eða viðskiptaferli, eða upplýsingar sem væri andstætt allsherjarreglu (ordre public) eða grundvallarhagsmunum þess að láta uppi;
    e.    veita stjórnsýsluaðstoð ef og að svo miklu leyti sem það telur skattlagninguna í beiðniríkinu vera andstæða meginreglum um skattlagningu eða ákvæðum samnings til að komast hjá tvísköttun eða einhvers annars samnings sem aðstoðarríkið hefur gert við beiðniríkið;

    f.    veita aðstoð ef beiting samnings þessa ylli mismunun milli ríkisborgara aðstoðarríkisins og ríkisborgara beiðniríkisins við sömu aðstæður.



22. gr.
Leynd.

1.     Öllum upplýsingum, sem aðildarríki fær samkvæmt samningi þessum, skal haldið leyndum á sama hátt og upplýsingum sem fengnar eru samkvæmt lögum þess sjálfs, eða samkvæmt kröfum um leynd sem gilda í því aðildarríki sem upplýsingarnar veitir ef þær kröfur eru strangari.
2.     Hvað sem öðru líður skulu slíkar upplýsingar aðeins látnar í té aðilum eða yfirvöldum (þar á meðal dómstólum og stjórnsýslu- eða eftirlitsaðilum) sem starfa við að leggja á, innheimta eða heimta skatta hjá því aðildarríki eða leita fullnustu, lögsækja eða ákvarða um áfrýjun vegna þeirra. Aðeins framangreindir aðilar eða yfirvöld mega nota þessar upplýsingar og þá aðeins í framangreindum tilgangi. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. mega þeir láta þær uppi í opnum réttarhöldum eða í dómsúrlausnum varðandi þá skatta hafi bær stjórnvöld þess aðildarríkis, sem upplýsingarnar lét í té, áður heimilað það. Þó geta tvö eða fleiri aðildarríki gert með sér gagnkvæmt samkomulag um að falla frá skilyrðinu um áður veitta heimild.
3.     Hafi aðildarríki gert þann fyrirvara sem í a-lið 1. mgr. 30. gr. greinir skal ekkert annað aðildarríki, sem fær frá því upplýsingar, nota þær um skatta í flokki sem fellur undir fyrirvarann. Á sama hátt skal það aðildarríki, sem fyrirvarann gerði, ekki nota upplýsingar, sem fengnar eru samkvæmt samningi þessum, um skatta í flokki sem fellur undir fyrirvarann.
4.     Þrátt fyrir ákvæði 1., 2. og 3. mgr. getur aðildarríki, sem fær upplýsingar, notað þær í öðrum tilgangi þegar nota má þær upplýsingar í þeim sama tilgangi samkvæmt lögum þess aðildarríkis sem þær veitti og bært stjórnvald þess aðildarríkis heimilar þá notkun. Upplýsingar, sem eitt aðildarríki hefur veitt öðru aðildarríki, má síðarnefnda ríkið framsenda þriðja aðildarríkinu, enda hafi bært stjórnvald fyrstnefnda ríkisins áður veitt til þess heimild.


23. gr.
Rekstur máls.

1.     Mál varðandi ráðstafanir, sem aðstoðarríkið hefur gripið til samkvæmt samningi þessum, skal aðeins borið fyrir viðeigandi stofnun þess ríkis.
2.     Mál varðandi ráðstafanir sem beiðniríkið hefur gripið til samkvæmt samningi þessum, einkum þau sem á sviði heimtu lúta að tilvist eða fjárhæð skattkröfunnar eða að skjali því sem heimilar fullnustu hennar, skulu einungis borin fyrir viðeigandi stofnun þess ríkis. Nú er það gert og skal beiðniríkið þá upplýsa aðstoðarríkið um það sem þá skal fresta málarekstrinum meðan beðið er ákvörðunar viðkomandi stofnunar. Þó skal aðstoðarríkið, ef beiðniríkið óskar þess, grípa til tryggingarráðstafana til að tryggja heimtu. Einnig getur hver sá aðili, sem hagsmuna hefur að gæta, upplýst aðstoðarríkið um slíkan málarekstur. Er slíkar upplýsingar berast skal aðstoðarríkið, ef þörf krefur, ráðfæra sig við beiðniríkið um málið.

3.     Jafnskjótt og lokaákvörðun í máli hefur verið tekin skal aðstoðarríkið eða beiðniríkið, eftir því sem við á, tilkynna hinu ríkinu um ákvörðunina og hvaða áhrif hún hafi á aðstoðarbeiðnina.


V. KAFLI
Sérstök ákvæði.
24. gr.
Framkvæmd samningsins.

1.     Samskipti aðildarríkja vegna framkvæmdar samnings þessa skulu fara fram á milli bærra stjórnvalda aðildarríkjanna. Hin bæru stjórnvöld geta haft beint samband í þessu skyni og geta heimilað lægra settum stjórnvöldum að koma fram fyrir sína hönd. Bær stjórnvöld tveggja eða fleiri aðildarríkja geta gert með sér gagnkvæmt samkomulag um hvernig beita skuli samningnum þeirra á milli.
2.     Nú telur aðstoðarríki að beiting samnings þessa mundi í einstöku máli hafa alvarlegar og óæskilegar afleiðingar og skulu þá bær stjórnvöld aðstoðarríkisins og beiðniríkisins bera saman ráð sín og leitast við að leysa það með gagnkvæmu samkomulagi.

3.     Samræmingarnefnd, sem skipuð skal fulltrúum bærra stjórnvalda aðildarríkjanna, skal fylgjast með framkvæmd og þróun samnings þessa á vegum OECD. Í því skyni skal samræmingarnefndin gera tillögur um sérhverjar þær aðgerðir sem líklegar eru til að ná fram markmiðum samnings þessa. Hún skal einkum vera vettvangur til athugunar á nýjum leiðum og aðferðum til að auka alþjóðasamvinnu í skattamálum og getur hún lagt til endurskoðun eða breytingar á samningi þessum eftir því sem við á. Ríki, sem undirritað hafa samning þennan en enn ekki fullgilt hann, viðurkennt eða samþykkt, eiga rétt á að senda áheyrnarfulltrúa á fundi nefndarinnar.

4.     Aðildarríki getur beðið samræmingarnefndina að láta í té álitsgerðir um túlkun ákvæða samningsins.

5.     Nú kemur upp ágreiningur eða vafi milli tveggja eða fleiri aðildarríkja um framkvæmd eða túlkun samningsins og skulu þá bær stjórnvöld þessara aðildarríkja leitast við að leysa málið með gagnkvæmu samkomulagi. Skýra skal samræmingarnefndinni frá samkomulaginu.
6.     Aðalframkvæmdastjóri OECD skal skýra aðildarríkjum og þeim ríkjum, er undirritað hafa samninginn en enn ekki fullgilt hann, viðurkennt eða samþykkt, frá álitsgerðum sem samræmingarnefndin hefur látið í té samkvæmt ákvæðum 4. mgr. þessarar greinar og frá gagnkvæmu samkomulagi sem gert er skv. 5. mgr. þessarar greinar.

25. gr.
Tungumál.

    Beiðnir um aðstoð og svör við þeim skulu rituð á einu hinna opinberu tungumála OECD og Evrópuráðsins, eða á hverju því tungumáli öðru sem viðkomandi samningsríki verða bæði ásátt um.


26. gr.
Kostnaður.

    Verði viðkomandi aðildarríki ekki ásátt um annað skal:
    a.    aðstoðarríkið bera venjulegan kostnað af aðstoð;

    b.    beiðniríkið bera sérstakan kostnað af aðstoð.


VI. KAFLI
Lokaákvæði.
27. gr.
Aðrir alþjóðasamningar eða önnur skipan mála.

1.     Möguleikar þeir til aðstoðar, sem samningur þessi kveður á um, skulu ekki takmarka möguleika samkvæmt núgildandi eða síðari alþjóðasamningum eða annarri skipan mála milli viðkomandi aðildarríkja, eða öðrum samningum sem varða samvinnu í skattamálum, né sæta takmörkunum af þeim.
2.     Þrátt fyrir ákvæði samnings þessa skulu þau aðildarríki, sem aðild eiga að Efnahagsbandalagi Evrópu, beita þeim sameiginlegu reglum sem gilda innan þess bandalags í samskiptum sínum.


28. gr.
Undirritun og gildistaka samningsins.

1.     Samningur þessi skal liggja frammi til undirritunar af hálfu aðildarríkja Evrópuráðsins og aðildarlanda OECD. Hann er háður fullgildingu, viðurkenningu eða samþykki. Fullgildingar-, viðurkenningar- eða samþykkisskjali skal koma í vörslu hjá öðrum hvorum vörsluaðilanum.
2.     Samningur þessi öðlast gildi á fyrsta degi næsta mánaðar eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi er fimm ríki hafa lýst því yfir að þau vilji vera bundin af samningnum samkvæmt ákvæðum 1. mgr.


3.     Gagnvart hverju aðildarríki Evrópuráðsins og hverju aðildarlandi OECD, sem síðar lýsir því yfir að það vilji vera bundið af samningnum, skal hann öðlast gildi á fyrsta degi næsta mánaðar eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi er fullgildingar-, viðurkenningar- eða samþykkisskjali er komið í vörslu.

29. gr.
Landsvæði sem samningurinn tekur til.

1.     Hvert ríki getur, þegar undirritun fer fram eða þegar það kemur fullgildingar-, viðurkenningar- eða samþykkisskjali sínu í vörslu, tilgreint það eða þau landsvæði sem samningur þessi skal taka til.
2.     Sérhvert ríki getur, hvenær sem er síðar með yfirlýsingu til annars hvors vörsluaðilans, fært út gildissvið samnings þessa til sérhvers annars landsvæðis sem þar er tilgreint. Að því er slík landsvæði varðar skal samningurinn öðlast gildi á fyrsta degi næsta mánaðar eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi er vörsluaðili tekur við slíkri yfirlýsingu.

3.     Hverja þá yfirlýsingu, sem gefin er samkvæmt annarri hvorri málsgreininni hér að framan, má, að því er það landsvæði varðar sem þar er tilgreint, afturkalla með tilkynningu til annars hvors vörsluaðilans. Skal afturköllunin öðlast gildi á fyrsta degi næsta mánaðar eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi er vörsluaðilinn tekur við tilkynningunni.


30. gr.
Fyrirvarar.

1.     Sérhvert ríki getur, þegar undirritun fer fram eða þegar það kemur fullgildingar-, viðurkenningar- eða samþykkisskjali sínu í vörslu, eða hvenær sem er eftir það, lýst því yfir að það áskilji sér rétt til:
    a.    að veita enga aðstoð sem lýtur að sköttum annarra aðildarríkja í þeim flokkum sem tilgreindir eru í b-lið 1. mgr. 2. gr., enda hafi það ekki tilgreint neinn eiginn skatt úr þeim flokki í viðauka A við samninginn;

    b.    að veita ekki aðstoð við heimtu skattkröfu eða stjórnsýslusektar vegna neinna skatta, eða aðeins vegna skatta í einum flokki eða fleirum sem tilgreindir eru í 1. mgr. 2. gr.;

    c.    að veita ekki aðstoð varðandi neina skattkröfu sem í gildi er þann dag er samningurinn öðlast gildi gagnvart því ríki, eða, hafi fyrirvari áður verið gerður samkvæmt a- eða b-lið hér að framan, þann dag er fyrirvarinn er afturkallaður hvað varðar skatta í viðkomandi flokki;

    d.    að veita ekki aðstoð við birtingu skjala vegna neinna skatta, eða aðeins vegna skatta í einum flokki eða fleirum sem tilgreindir eru í 1. mgr. 2. gr.;
    e.    að leyfa ekki birtingu skjala með pósti eins og kveðið er á um í 3. mgr. 17. gr.

2.     Aðra fyrirvara má ekki gera.
3.     Eftir að samningurinn hefur öðlast gildi gagnvart aðildarríki getur það gert einn eða fleiri þeirra fyrirvara sem tilgreindir eru í 1. mgr. og hann gerði ekki þegar fullgilding, viðurkenning eða samþykki átti sér stað. Slíkur fyrirvari öðlast gildi á fyrsta degi næsta mánaðar eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi er annar hvor vörsluaðilinn tekur við fyrirvaranum.
4.     Hvert það aðildarríki, sem gert hefur fyrirvara skv. 1. eða 3. mgr., getur afturkallað hann að öllu leyti eða að hluta með tilkynningu til annars hvors vörsluaðilans. Afturköllunin öðlast gildi á þeim degi er viðkomandi vörsluaðili tekur við tilkynningunni.

5.     Aðildarríki, sem gert hefur fyrirvara við ákvæði í samningi þessum, getur ekki krafist þess að neitt annað aðildarríki beiti því ákvæði, en þó getur það, ef um fyrirvara að hluta er að ræða, krafist þess að ákvæðinu verði beitt að svo miklu leyti sem það hefur samþykkt það sjálft.

31. gr.
Uppsögn.

1.     Sérhvert aðildarríki getur hvenær sem er sagt upp samningi þessum með tilkynningu til annars hvors vörsluaðilans.
2.     Slík uppsögn skal öðlast gildi á fyrsta degi næsta mánaðar eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi er vörsluaðilinn tekur við tilkynningunni.

3.     Sérhvert aðildarríki, sem segir upp samningnum, skal áfram bundið af ákvæðum 22. gr. svo lengi sem það hefur í vörslum sínum skjöl eða upplýsingar sem fengist hafa samkvæmt samningi þessum.

32. gr.
Vörsluaðilar og störf þeirra.

1.     Vörsluaðili sá sem aðgerð er beint til eða tilkynningu eða orðsendingu hefur verið komið á framfæri við skal tilkynna aðildarríkjum Evrópuráðsins og aðildarlöndum OECD um:
    a.    allar undirritanir;
    b.    afhendingu allra fullgildingar-, viðurkenningar- og samþykktarskjala;
    c.    alla gildistökudaga samnings þessa samkvæmt ákvæðum 28. og 29. gr.;

    d.    allar yfirlýsingar sem gefnar eru samkvæmt ákvæðum 3. mgr. 4. gr. eða 3. mgr. 9. gr., svo og afturkallanir allra slíkra yfirlýsinga;

    e.    alla fyrirvara sem gerðir eru samkvæmt ákvæðum 30. gr. og allar afturkallanir fyrirvara sem gerðar eru samkvæmt ákvæðum 4. mgr. 30. gr.;

    f.    allar tilkynningar, sem mótteknar eru samkvæmt ákvæðum 3. eða 4. mgr. 2. gr., 3. mgr. 3. gr., 29. gr. eða 1. mgr. 31. gr.;

    g.    allar aðrar aðgerðir, tilkynningar og orðsendingar sem samning þennan varða.
2.     Vörsluaðili sá sem tekur við orðsendingu eða annast tilkynningu samkvæmt ákvæðum 1. mgr. skal þegar upplýsa hinn vörsluaðilann um það.


Þessu til staðfestu hafa undirritaðir, sem til þess hafa fullt umboð, undirritað samning þennan.

Gjört í Strassborg 25. janúar 1988, í jafngildum textum á ensku og frönsku, í tveimur eintökum og skal annað þeirra varðveitt í skjalasafni Evrópuráðsins en hitt í skjalasafni OECD. Aðalframkvæmdastjórar Evrópuráðsins og OECD skulu senda staðfest endurrit til hvers aðildarríkis Evrópuráðsins og aðildarlands OECD.



VIÐAUKI A

Skattar sem samningurinn tekur til.
(2. mgr. 2. gr. samningsins.)


Ísland.
A-liður 1. mgr. 2. gr.:
    i.     tekjuskattur til ríkisins,
        sérstakur tekjuskattur til ríkisins;
    ii.     eignarskattur til ríkisins,
        sérstakur eignarskattur til ríkisins;
    iii.     tekju- og eignarskattur innlánsstofnana.


B-liður 1. mgr. 2. gr.:
    i.     útsvar til sveitarfélaga;
    ii.     tryggingagjald,
        gjald í framkvæmdasjóð aldraðra;

    iii.     A.    erfðafjárskattur;
        B.    fasteignaskattur sveitarfélaga,
            sérstakur skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði;
        C.    virðisaukaskattur,
            vörugjald;
        D.    skemmtanaskattur,
            flugvallarskattur,
            skilagjald á einnota umbúðir fyrir drykkjarvörur,
            höfundaréttargjald;
        E.    bifreiðargjald,
            þungaskattur,
            vegagjald,
            bensíngjald,
            sérstakt gjald af bifreiðum og bifhjólum;

        F.    iðnaðarmálagjald,
            Iðnlánasjóðsgjald,
            markaðsgjald;
        G.    skipulagsgjald,
            stimpilgjald,
            skipagjald,
            vitagjald.


VIÐAUKI B

Bær stjórnvöld.
(D-liður 1. mgr. 3. gr. samningsins.)


Ísland.
Hugtakið „bært stjórnvald“ merkir: Fjármálaráðherra eða umboðsmann hans.


VIÐAUKI C

Skilgreining hugtaksins „ríkisborgari“
að því er samning þennan varðar.

(E-liður 1. mgr. 3. gr. samningsins.)


Ísland.
Hugtakið „ríkisborgari“ merkir:
    i.     hvern þann mann sem hefur íslenskt ríkisfang;
    ii.     sérhvern lögaðila, sameignarfélag eða samtök sem byggja réttarstöðu sína sem slík á gildandi íslenskum lögum.


CONVENTION
on Mutual Administrative Assistance
in Tax Matters


PREAMBLE


The member states of the Council of Europe and the Member countries of the Organisation for Economic Co-operation and Development (OECD), signatories of this Convention,

Considering that the development of international movement of persons, capital, goods and services – although highly beneficial in itself – has increased the possibilities of tax avoidance and evasion and therefore requires increasing co-operation among tax authorities;

Welcoming the various efforts made in recent years to combat tax avoidance and tax evasion on an international level, whether bilaterally or multilaterally;


Considering that a co-ordinated effort between States is necessary in order to foster all forms of administrative assistance in matters concerning taxes of any kind whilst at the same time ensuring adequate protection of the rights of taxpayers;

Recognising that international co-operation can play an important part in facilitating the proper determination of tax liabilities and in helping the taxpayer to secure his rights;

Considering that fundamental principles entitling every person to have his rights and obligations determined in accordance with a proper legal procedure should be recognised as applying to tax matters in all States and that States should endeavour to protect the legitimate interests of taxpayers, including appropriate protection against discrimination and double taxation;

Convinced therefore that States should not carry out measures or supply information except in conformity with their domestic law and practice, having regard to the necessity of protecting the confidentiality of information, and taking account of international instruments for the protection of privacy and flows of personal data;

Desiring to conclude a convention on mutual administrative assistance in tax matters;

Have agreed as follows:

CHAPTER I
Scope of the Convention
Article 1
Object of the Convention
and persons covered

1.     The Parties shall, subject to the provisions of Chapter IV, provide administrative assistance to each other in tax matters. Such assistance may involve, where appropriate, measures taken by judicial bodies.
2.     Such administrative assistance shall comprise:
    a.    exchange of information, including simultaneous tax examinations and participation in tax examinations abroad;
    b.    assistance in recovery, including measures of conservancy; and
    c.    service of documents.
3.     A Party shall provide administrative assistance whether the person affected is a resident or national of a Party or of any other State.

Article 2
Taxes covered

1.     This Convention shall apply:
    a.    to the following taxes:
        i.    taxes on income or profits,
        ii.    taxes on capital gains which are imposed separately from the tax on income or profits,
        iii.    taxes on net wealth,
    imposed on behalf of a party; and
    b.    to the following taxes:
        i.    taxes on income, profits, capital gains or net wealth which are imposed on behalf of political subdivisions or local authorities of a Party,
        ii.    compulsory social security contributions payable to general government or to social security institutions established under public law, and
        iii.    taxes in other categories, except customs duties, imposed on behalf of a Party, namely:
            A.    estate, inheritance or gift taxes,
            B.    taxes on immovable property,
            C.    general consumption taxes, such as value-added or sales taxes,
            D.    specific taxes on goods and services such as excise taxes,
            E.    taxes on the use or ownership of motor vehicles,
            F.    taxes on the use or ownership of movable property other than motor vehicles,
            G.    any other taxes;
    iv.    taxes in categories referred to in sub-paragraph (iii) above which are imposed on behalf of political sub-divisions or local authorities of a Party.
2.     The existing taxes to which the Convention shall apply are listed in Annex A in the categories referred to in paragraph 1.
3.     The Parties shall notify the Secretary General of the Council of Europe or the Secretary General of OECD (hereinafter referred to as the „Depositaries“) of any change to be made to Annex A as a result of a modification of the list mentioned in paragraph 2. Such change shall take effect on the first day of the month following the expiration of a period of three months after the date of receipt of such notification by the Depositary.
4.     The Convention shall also apply, as from their adoption, to any identical or substantially similar taxes which are imposed in a Contracting State after the entry into force of the Convention in respect of that Party in addition to or in place of the existing taxes listed in Annex A and, in that event, the Party concerned shall notify one of the Depositaries of the adoption of the tax in question.

CHAPTER II
General definitions
Article 3
Definitions

1.     For the purposes of this Convention, unless the context otherwise requires:

    a.    the terms „applicant State“ and „requested State“ mean respectively any Party applying for administrative assistance in tax matters and any Party requested to provide such assistance;
    b.    the term „tax“ means any tax or social security contribution to which the Convention applies pursuant to Article 2;
    c.    the term „tax claim“ means any amount of tax, as well as interest thereon, related administrative fines and costs incidental to recovery, which are owed and not yet paid;
    d.    the term „competent authority“ means the persons and authorities listed in Annex B;
    e.    the term „nationals“, in relation to a Party, means:
        i.    all individuals possessing the nationality of that Party, and
        ii.    all legal persons, partnerships, associations and other entities deriving their status as such from the laws in force in that Party.
For each Party that has made a declaration for that purpose, the terms used above will be understood as defined in Annex C.
2.     As regards the application of the Convention by a Party, any term not defined therein shall, unless the context otherwise requires, have the meaning which it has under the law of that Party concerning the taxes covered by the Convention.
3.     The Parties shall notify one of the Depositaries of any change to be made to Annexes B and C. Such change shall take effect on the first day of the month following the expiration of a period of three months after the date of receipt of such notification by the Depositary in question.

CHAPTER III
Forms of assistance
Section I
Exchange of information
Article 4
General provision

1.     The Parties shall exchange any information, in particular as provided in this Section, that is foreseeably relevant to:
    a.    the assessment and collection of tax, and the recovery and enforcement of tax claims, and
    b.    the prosecution before an administrative authority or the initiation of prosecution before a judicial body.
Information which is unlikely to be relevant to these purposes shall not be exchanged under this Convention.
2.     A      Party may use information obtained under this Convention as evidence before a criminal court only if prior authorisation has been given by the Party which has supplied the information. However, any two or more Parties may mutually agree to waive the condition of prior authorisation.

3.     Any Party may, by a declaration addressed to one of the Depositaries, indicate that, according to its internal legislation, its authorities may inform its resident or national before transmitting information concerning him, in conformity with Articles 5 and 7.


Article 5
Exchange of information on request

1.     At the request of the applicant State, the requested State shall provide the applicant State with any information referred to in Article 4 which concerns particular persons or transactions.
2.     If the information available in the tax files of the requested State is not sufficient to enable it to comply with the request for information, that State shall take all relevant measures to provide the applicant State with the information requested.

Article 6
Automatic exchange of information

    With respect to categories of cases and in accordance with procedures which they shall determine by mutual agreement, two or more Parties shall automatically exchange the information referred to in Article 4.

Article 7
Spontaneous exchange of information

1.     A Party shall, without prior request, forward to another Party information of which it has knowledge in the following circumstances:
    a.    the first-mentioned Party has grounds for supposing that there may be a loss of tax in the other Party;
    b.    a person liable to tax obtains a reduction in or a exemption from tax in the first-mentioned Party which would give rise to an increase in tax or to liability to tax in the other Party;
    c.    business dealings between a person liable to tax in a Party and a person liable to tax in another Party are conducted through one or more countries in such a way that a saving in tax may result in one or the other Party or in both;

    d.    a Party has grounds for supposing that a saving of tax may result from artificial transfers of profits within groups of enterprises;
    e.    information forwarded to the first-mentioned Party by the other Party has enabled information to be obtained which may be relevant in assessing liability to tax in the latter Party.

2.     Each Party shall take such measures and implement such procedures as are necessary to ensure that information described in paragraph 1 will be made available for transmission to another Party.


Article 8
Simultaneous tax examinations

1.     At the request of one of them, two or more Parties shall consult together for the purposes of determining cases and procedures for simultaneous tax examinations. Each Party involved shall decide whether or not it wishes to participate in a particular simultaneous tax examination.

2.     For the purposes of this Convention, a simultaneous tax examination means an arrangement between two or more Parties to examine simultaneously, each in its own territory, the tax affairs of a person or persons in which they have a common or related interest, with a view to exchanging any relevant information which they so obtain.

Article 9
Tax examinations abroad

1.     At the request of the competent authority of the applicant State, the competent authority of the requested State may allow representatives of the competent authority of the applicant State to be present at the appropriate part of a tax examination in the requested State.
2.     If the request is acceded to, the competent authority of the requested State shall, as soon as possible, notify the competent authority of the applicant State about the time and place of the examination, the authority or official designated to carry out the examination and the procedures and conditions required by the requested State for the conduct of the examination. All decisions with respect to the conduct of the tax examination shall be made by the requested State.
3.     A Party may inform one of the Depositaries of its intention not to accept, as a general rule, such requests as are referred to in paragraph 1. Such a declaration may be made or withdrawn at any time.

Article 10
Conflicting information

    If a Party receives from another Party information about a person's tax affairs which appears to it to conflict with information in its possession, it shall so advise the Party which has provided the information.

Section II
Assistance in recovery
Article 11
Recovery of tax claims

1.     At the request of the applicant State, the requested State shall, subject to the provisions of Articles 14 and 15, take the necessary steps to recover tax claims of the first-mentioned State as if they were its own tax claims.
2.     The provision of paragraph 1 shall apply only to tax claims which form the subject of an instrument permitting their enforcement in the applicant State and, unless otherwise agreed between the Parties concerned, which are not contested.
    However, where the claim is against a person who is not a resident of the applicant State, paragraph 1 shall only apply, unless otherwise agreed between the Parties concerned, where the claim may no longer be contested.
3.     The obligation to provide assistance in the recovery of tax claims concerning a deceased person or his estate, is limited to the value of the estate or of the property acquired by each beneficiary of the estate, according to whether the claim is to be recovered from the estate or from the beneficiaries thereof.

Article 12
Measures of conservancy

    At the request of the applicant State the requested State shall, with a view to the recovery of an amount of tax, take measures of conservancy even if the claim is contested or is not yet the subject of an instrument permitting enforcement.

Article 13
Documents accompanying the request

1.     The request for administrative assistance under this Section shall be accompanied by:
    a.    a declaration that the tax claim concerns a tax covered by the Convention and, in the case of recovery that, subject to paragraph 2 of Article 11, the tax claim is not or may not be contested,
    b.    an official copy of the instrument permitting enforcement in the applicant State, and
    c.    any other document required for recovery or measures of conservancy.
2.     The instrument permitting enforcement in the applicant State shall, where appropriate and in accordance with the provisions in force in the requested State, be accepted, recognised, supplemented or replaced as soon as possible after the date of receipt of the request for assistance, by an instrument permitting enforcement in the latter State.

Article 14
Time limits

1.     Questions concerning any period beyond which a tax claim cannot be enforced shall be governed by the law of the applicant State. The request for assistance shall give particulars concerning that period.
2.     Acts of recovery carried out by the requested State in pursuance of a request for assistance, which, according to the laws of that State, would have the effect of suspending or interrupting the period mentioned in paragraph 1, shall also have this effect under the laws of the applicant State. The requested State shall inform the applicant State about such acts.
3.     In any case, the requested State is not obliged to comply with a request for assistance which is submitted after a period of 15 years from the date of the original instrument permitting enforcement.

Article 15
Priority

    The tax claim in the recovery of which assistance is provided shall not have in the requested State any priority specially accorded to the tax claims of that State even if the recovery procedure used is the one applicable to its own tax claims.

Article 16
Deferral of payment

    The requested State may allow deferral of payment or payment by instalments if its laws or administrative practice permit it to do so in similar circumstances, but shall first inform the applicant State.

Section III
Service of documents
Article 17
Service of documents

1.     At the request of the applicant State, the requested State shall serve upon the addressee documents, including those relating to judicial decisions, which emanate from the applicant State and which relate to a tax covered by this Convention.
2.     The requested State shall effect service of documents:
    a.    by a method prescribed by its domestic laws for the service of documents of a substantially similar nature;
    b.    to the extent possible, by a particular method requested by the applicant State or the closest to such method available under its own laws.

3.     A Party may effect service of documents directly through the post on a person within the territory of another Party.
4.     Nothing in this Convention shall be construed as invalidating any service of documents by a Party in accordance with its laws.

5.     When a document is served in accordance with this Article, it need not be accompanied by a translation. However, where it is satisfied that the addressee cannot understand the language of the document, the requested State shall arrange to have it translated into or a summary drafted in its or one of its official languages. Alternatively, it may ask the applicant State to have the document either translated into or accompanied by a summary in one of the official languages of the requested State, the Council of Europe or the OECD.

CHAPTER IV
Provisions relating to all forms of assistance
Article 18
Information to be provided by the applicant State

1.     A request for assistance shall indicate where appropriate:
    a    .the authority or agency which initiated the request made by the competent authority;
    b.    the name, address and any other particulars assisting in the identification of the person in respect of whom the request is made;
    c.    in the case of a request for information, the form in which the applicant State wishes the information to be supplied in order to meet its needs;
    d.    in the case of a request for assistance in recovery or measures of conservancy, the nature of the tax claim, the components of the tax claim and the assets from which the tax claim may be recovered;
    e.    in the case of a request for service of documents, the nature and the subject of the document to be served;
    f.    whether it is in conformity with the law and administrative practice of the applicant State and whether it is justified in the light of the requirements of Article 19.
2.     As soon as any other information relevant to the request for assistance comes to its knowledge, the applicant State shall forward it to the requested State.

Article 19
Possibility of declining a request

    The requested State shall not be obliged to accede to a request if the applicant State has not pursued all means available in its own territory, except where recourse to such means would give rise to disproportionate difficulty.

Article 20
Response to the request for assistance

1.     If the request for assistance is complied with, the requested State shall inform the applicant State of the action taken and of the result of the assistance as soon as possible.
2.     If the request is declined, the requested State shall inform the applicant State of that decision and the reason for it as soon as possible.
3.     If, with respect to a request for information, the applicant State has specified the form in which it wishes the information to be supplied and the requested State is in a position to do so, the requested State shall supply it in the form requested.

Article 21
Protection of persons and limits to
the obligation to provide assistance

1.     Nothing in this convention shall affect the rights and safeguards secured to persons by the laws or administrative practice of the requested State.
2.     Except in the case of Article 14, the provisions of this Convention shall not be construed so as to impose on the requested State the obligation:
    a.    to carry out measures at variance with its own laws or administrative practice or the laws or administrative practice of the applicant State;
    b.    to carry out measures which it considers contrary to public policy (ordre public) or to its essential interests;
    c.    to supply information which is not obtainable under its own laws or its administrative practice or under the laws of the applicant State or its administrative practice;
    d.    to supply information which would disclose any trade, business, industrial, commercial or professional secret, or trade process, or information the disclosure of which would be contrary to public policy (ordre public) or to its essential interests;
    e.    to provide administrative assistance if and insofar as it considers the taxation in the applicant State to be contrary to generally accepted taxation principles or to the provisions of a convention for the avoidance of double taxation, or of any other convention which the requested State has concluded with the applicant State;
    f.    to provide assistance if the application of this Convention would lead to discrimination between a national of the requested State and nationals of the applicant State in the same circumstances.

Article 22
Secrecy

1.     Any information obtained by a Party under this Convention shall be treated as secret in the same manner as information obtained under the domestic laws of that Party, or under the conditions of secrecy applying in the supplying Party if such conditions are more restrictive.
2.     Such information shall in any case be disclosed only to persons or authorities (including courts and administrative or supervisory bodies) involved in the assessment, collection or recovery of, the enforcement or prosecution in respect of, or the determination of appeals in relation to, taxes of that Party. Only the persons or authorities mentioned above may use the information and then only for such purposes. They may, notwithstanding the provisions of paragraph 1, disclose it in public court proceedings or in judicial decisions relating to such taxes, subject to prior authorisation by the competent authority of the supplying Party. However, any two or more Parties may mutually agree to waive the condition of prior authorisation.
3.     If a Party has made a reservation provided for in sub-paragraph a. of paragraph 1 of Article 30, any other Party obtaining information from that Party shall not use it for the purpose of a tax in a category subject to the reservation. Similarly, the Party making such a reservation shall not use information obtained under this Convention for the purpose of a tax in a category subject to the reservation.
4.     Notwithstanding the provisions of paragraphs 1, 2 and 3, information received by a Party may be used for other purposes when such information may be used for such other purposes under the laws of the supplying Party and the competent authority of that Party authorises such use. Information provided by a Party to another Party may be transmitted by the latter to a third Party, subject to prior authorisation by the competent authority of the first-mentioned Party.

Article 23
Proceedings

1.     Proceedings relating to measures taken under this Convention by the requested State shall be brought only before the appropriate body of that State.
2.     Proceedings relating to measures taken under this Convention by the applicant State, in particular those which, in the field of recovery, concern the existence or the amount of the tax claim or the instrument permitting its enforcement, shall be brought only before the appropriate body of that State. If such proceedings are brought, the applicant State shall inform the requested State which shall suspend the procedure pending the decision of the body in question. However, the requested State shall, if asked by the applicant State, take measures of conservancy to safeguard recovery. The requested State can also be informed of such proceedings by any interested person. Upon receipt of such information the requested State shall consult on the matter, if necessary, with the applicant State.
3.     As soon as a final decision in the proceedings has been given, the requested State or the applicant State, as the case may be, shall notify the other State of the decision and the implications which it has for the request for assistance.

CHAPTER V
Special provisions
Article 24
Implementation of the Convention

1.     The Parties shall communicate with each other for the implementation of this Convention through their respective competent authorities. The competent authorities may communicate directly for this purpose and may authorise subordinate authorities to act on their behalf. The competent authorities of two or more Parties may mutually agree on the mode of application of the Convention among themselves.
2.     Where the requested State considers that the application of this Convention in a particular case would have serious and undesirable consequences, the competent authorities of the requested and of the applicant State shall consult each other and endeavour to resolve the situation by mutual agreement.
3.     A co-ordinating body composed of representatives of the competent authorities of the Parties shall monitor the implementation and development of this Convention, under the aegis of the OECD. To that end, the co-ordinating body shall recommend any action likely to further the general aims of the Convention. In particular it shall act as a forum for the study of new methods and procedures to increase international co-operation in tax matters and, where appropriate, it may recommend revisions or amendments to the Convention. States which have signed but not yet ratified, accepted or approved the Convention are entitled to be represented at the meetings of the co-ordinating body as observers.
4.     A Party may ask the co-ordinating body to furnish opinions on the interpretation of the provisions of the Convention.
5.     Where difficulties or doubts arise between two or more Parties regarding the implementation or interpretation of the Convention, the competent authorities of those Parties shall endeavour to resolve the matter by mutual agreement. The agreement shall be communicated to the co-ordinating body.
6.     The Secretary General of OECD shall inform the Parties and the Signatory States which have not yet ratified, accepted or approved the Convention, of opinions furnished by the co-ordinating body according to the provisions of paragraph 4 above and of mutual agreements reached under paragraph 5 above.

Article 25
Language

    Requests for assistance and answers thereto shall be drawn up in one of the official languages of the OECD and of the Council of Europe or in any other language agreed bilaterally between the Contracting States concerned.

Article 26
Costs

    Unless otherwise agreed bilaterally by the Parties concerned:
       a.      ordinary costs incurred in providing assistance shall be borne by the requested State;
       b.      extraordinary costs incurred in providing assistance shall be borne by the applicant State.

CHAPTER VI
Final provisions
Article 27
Other international agreements or arrangements

1.     The possibilities of assistance provided by this Convention do not limit, nor are they limited by, those contained in existing or future international agreements or other arrangements between the Parties concerned or other instruments which relate to co-operation in tax matters.
2.     Notwithstanding the rules of the present Convention, those Parties which are members of the European Economic Community shall apply in their mutual relations the common rules in force in that Community.

Article 28
Signature and entry into force of the Convention

1.     This Convention shall be open for signature by the member States of the Council of Europe and the Member countries of OECD. It is subject to ratification, acceptance or approval. Instruments of ratification, acceptance or approval shall be deposited with one of the Depositaries.
2.     This Convention shall enter into force on the first day of the month following the expiration of a period of three months after the date on which five States have expressed their consent to be bound by the Convention in accordance with the provisions of paragraph 1.
3.     In respect of any member State of the Council of Europe or any Member country of OECD which subsequently expresses its consent to be bound by it, the Convention shall enter into force on the first day of the month following the expiration of a period of three months after the date of the deposit of the instrument of ratification, acceptance or approval.

Article 29
Territorial application of the Convention

1.     Each State may, at the time of signature, or when depositing its instrument of ratification, acceptance or approval, specify the territory or territories to which this Convention shall apply.
2.     Any State may, at any later date, by a declaration addressed to one of the Depositaries, extend the application of this Convention to any further territory specified in the declaration. In respect of such territory, the Convention shall enter into force on the first day of the month following the expiration of a period of three months after the date of receipt of such declaration by the Depositary.
3.     Any declaration made under either of the two preceding paragraphs may, in respect of any territory specified in such declaration, be withdrawn by a notification addressed to one of the Depositaries. The withdrawal shall become effective on the first day of the month following the expiration of a period of three months after the date of receipt of such notification by the Depositary.

Article 30
Reservations

1.     Any State may, at the time of signature or when depositing its instrument of ratification, acceptance or approval or at any later date, declare that it reserves the right:
    a.    not to provide any form of assistance in relation to the taxes of other Parties in any of the categories listed in sub-paragraph (b) of paragraph 1 of Article 2, provided that it has not included any domestic tax in that category under Annex A of the Convention;
    b.    not to provide assistance in the recovery of any tax claim, or in the recovery of an administrative fine, for all taxes or only for taxes in one or more of the categories listed in paragraph 1 of Article 2;
    c.    not to provide assistance in respect of any tax claim, which is in existence at the date of entry into force of the Convention in respect of that State or, where a reservation has previously been made under sub-paragraph (a) or (b) above, at the date of withdrawal of such a reservation in relation to taxes in the category in question;
    d.    not to provide assistance in the service of documents for all taxes or only for taxes in one or more of the categories listed in paragraph 1 of Article 2;
    e.    not to permit the service of documents through the post as provided for in paragraph 3 of Article 17.
2.     No other reservation may be made.
3.     After the entry into force of the Convention in respect of a Party, that Party may make one or more of the reservations listed in paragraph 1 which it did not make at the time of ratification, acceptance or approval. Such reservations shall enter into force on the first day of the month following the expiration of a period of three months after the date of receipt of the reservation by one of the Depositaries.
4.     Any Party which has made a reservation under paragraphs 1 and 3 may wholly or partly withdraw it by means of a notification addressed to one of the Depositaries. The withdrawal shall take effect on the date of receipt of such notification by the Depositary in question.
5.     A Party which has made a reservation in respect of a provision of this Convention may not require the application of that provision by any other Party; it may, however, if its reservation is partial, require the application of that provision insofar as it has itself accepted it.

Article 31
Denunciation

1.     Any Party may, at any time, denounce this Convention by means of a notification addressed to one of the Depositaries.
2.     Such denunciation shall become effective on the first day of the month following the expiration of a period of three months after the date of receipt of the notification by the Depositary.
3.     Any Party which denounces the Convention shall remain bound by the provisions of Article 22 for as long as it retains in its possession any documents or information obtained under the Convention.

Article 32
Depositaries and their functions

1.     The Depositary with whom an act, notification or communication has been accomplished, shall notify the member States of the Council of Europe and the Member countries of OECD of:
    a.    any signature;
    b.    the deposit of any instrument of ratification, acceptance or approval;
    c.    any date of entry into force of this Convention in accordance with the provisions of Articles 28 and 29;
    d.    any declaration made in pursuance of the provisions of paragraph 3 of Article 4 or paragraph 3 of Article 9 and the withdrawal of any such declaration;
    e.    any reservation made in pursuance of the provisions of Article 30 and the withdrawal of any reservation effected in pursuance of the provisions of paragraph 4 of Article 30;
    f.    any notification received in pursuance of the provisions of paragraph 3 or 4 of Article 2, paragraph 3 of Article 3, Article 29 or paragraph 1 of Article 31;
    g.    any other act, notification or communication relating to this Convention.
2.     The Depositary receiving a communication or making a notification in pursuance of the provisions of paragraph 1 shall inform immediately the other Depositary thereof.

In witness whereof the undersigned, being duly authorised thereto, have signed this Convention.

Done at Strasbourg, the 25th day of January 1988, in English and French, both texts being equally authentic, in two copies of which one shall be deposited in the archives of the Council of Europe and the other in the archives of OECD. The Secretaries General of the Council of Europe and of OECD shall transmit certified copies to each member State of the Council of Europe and Member country of OECD.


ANNEX A

Taxes to which the Convention would apply
(Paragraph 2 of Article 2 of the Convention)


Iceland
Paragraph 1 (a) of Article 2:
    i.     the National Income Tax,
        the Extraordinary Income Tax;
    ii.     the National Capital Tax,
        the Extraordinary Capital Tax;
    iii.     the tax levied on the income and capital of banking institutions.

Paragraph 1 (b) of Article 2:
    i.     the Municipal Income Tax;
    ii.     the Payroll Tax,
        the Contribution to the Construction Fund for the Elderly;
    iii.     A.    the Inheritance Tax;
        B.    the Municipal Property Tax,
            the Extraordinary Tax on Business and Office Buildings;
        C.    the Value Added Tax,
            the Excise Tax;
        D.    the Entertainment Tax,
            the Airport Tax,
            the Deposit Charge on Disposable Bottles and Cans,
            the Royalties;
        E.    the Motor Vehicle Charge,
            the Weight Charge,
            the Road Charge,
            the Petrol Charge,
            the Extraordinary Charge on Automobiles and Motorcycles;
        F.    the Industrial Charge,
            the Industrial Loan Fund Contribution,
            the Market Charge;
        G.    the Planning Charge,
            the Stamp Tax,
            the Charge on Ships,
            the Lighthouse Charge.


ANNEX B

Competent authorities
(Paragraph 1 (d) of Article 3 of the Convention)


Iceland
The term „competent authority“ means: The Minister of Finance or his authorised representative.


ANNEX C

Definition of the word „national“
for the purpose of the Convention

(Paragraph 1 (e) of Article 3 of the Convention)


Iceland
The term „national“ means:
    i.     any individual possessing Icelandic nationality;
    ii.     any legal person, partnership or association deriving its status as such from Icelandic law in force.


Fylgiskjal II.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga, um breyting á lögum nr. 74/1996, um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að fullgilda fyrir Íslands hönd samning um gagnkvæma stjórnsýsluaðstoð í skattamálum.

    Með frumvarpinu er verið að lögfesta bókun frá maí 2010 um breytingu á samningi um gagnkvæma stjórnsýsluaðstoð sem gerður var á milli aðildarríkja Evrópuráðsins og aðildarlanda Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Samningurinn er frá árinu 1988 en öðlaðist gildi hér á landi í nóvember 1996.
    Bókunin miðar einkum að því að auka aðgengi stjórnvalda aðildarríkjanna að upplýsingum sem eru í vörslu banka og annarra fjármálafyrirtækja. Auk þess verður ríkjum sem hvorki eru aðilar að OECD né Evrópuráðinu nú gert mögulegt að gerast aðilar að samningnum.
    Breytingarnar munu auka möguleika íslenskra stjórnvalda á því að fá upplýsingar um tekjur og eignir aðila erlendis og gætu þar með gert skattlagningu réttari og bætt innheimtu á opinberum gjöldum. Fram til þessa hefur lítið reynt á samninginn af hálfu Íslands en breytingarnar ættu að stuðla að aukinni virkni samningsins, meðal annars vegna fjölgunar aðildarríkja að samningnum.
    Lögfesting frumvarpsins gæti leitt til aukinna verkefna innan stjórnsýslunnar en gera má ráð fyrir að sá kostnaður muni rúmast innan fjárheimilda viðkomandi stofnana.