Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 769. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Prentað upp.

Þskj. 1363  —  769. mál.
Leiðréttur texti.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um landsdóm, nr. 3/1963, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta allsherjarnefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið.
    Með frumvarpinu er lagt til að við 2. gr. laga um landsdóm bætist ný málsgrein sem feli í sér að þeir dómarar og varamenn þeirra sem eiga sæti í landsdómi þegar Alþingi hefur samþykkt málshöfðun gegn ráðherra skuli ljúka meðferð þess máls þrátt fyrir að kjörtímabil þeirra sé á enda.
    Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að með því fyrirkomulagi sem frumvarpið felur í sér verði ekki rof á umboði dómenda landsdóms meðan mál er þar til meðferðar og það sé í samræmi við meginreglur réttarfars um milliliðalausa málsmeðferð. Meiri hlutinn telur frumvarpið tryggja að málsmeðferð fyrir landsdómi verði í samræmi við meginreglu sakamálaréttarfars um milliliðalausa málsmeðferð.
    Verði frumvarpið að lögum munu þeir dómarar sem kjörnir voru 11. maí 2005 til sex ára og varamenn þeirra ljúka meðferð þess máls sem dómurinn hefur til umfjöllunar.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt.

Alþingi, 4. maí 2011.



Róbert Marshall,


form.


Álfheiður Ingadóttir,


frsm.


Valgerður Bjarnadóttir.



Eygló Harðardóttir.


Þráinn Bertelsson.


Mörður Árnason.



Þór Saari.