Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 787. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1396  —  787. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um Þróunarsjóð EFTA.

Frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni.



     1.      Hver hafa verið framlög Íslands til Þróunarsjóðs EFTA (svonefnds EES-fjármagnskerfis, sbr. 61. mál 139. þings), sundurliðað eftir árum á núverandi verðlagi?
     2.      Hvenær átti greiðslum að ljúka samkvæmt bókun 38 við EES-samninginn? Hvers vegna var haldið áfram að greiða?
     3.      Hvenær átti greiðslum að ljúka samkvæmt framlengdum samningum um Þróunarsjóð EFTA frá 2004?
     4.      Voru greiðslur inntar af hendi til Þróunarsjóðsins að liðnum gildistíma samninga um sjóðinn og áður en skrifað var undir nýtt samkomulag um framlög í Þróunarsjóð EFTA í ágúst 2010? Ef svo er, hvers vegna var haldið áfram að greiða?
     5.      Hvaða ríki hafa fengið fjárhagsaðstoð úr sjóðnum og undir hvaða formerkjum, t.d. með vaxtaafslætti af lánum, beinum styrkjum o.s.frv.? Svar óskast sundurliðað eftir árum.


Skriflegt svar óskast.