Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 237. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1483  —  237. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.

Frá meiri hluta viðskiptanefndar (MSch, LRM, VBj, BVG, SkH).



     1.      Við 12. gr. 2. og 3. málsl. 7. mgr. orðist svo: Endurgreiðslur skulu vera í íslenskum krónum. Sé innstæða í annarri mynt en íslenskri krónu skal viðmiðunargengi endurgreiðslu vera sölugengi samkvæmt skráningu Seðlabanka Íslands á þeim degi þegar greiðsluskylda sjóðsins verður virk skv. 1. mgr. 7. gr.
     2.      Við 18. gr. Í stað orðsins „Lágmarkseign“ í síðari málslið 1. mgr. komi: Lágmarksstærð.
     3.      Við 23. gr. Í stað orðsins „verðbréfaviðskiptum“ í 2. mgr. komi: verðbréfaþjónustu.
     4.      Við 31. gr. Í stað orðanna „hvern milljarð í stofnfé“ í 1. mgr. a-liðar komi: hverja milljón í stofnfé.

Greinargerð.

    Lögð er til breyting á 12. gr. frumvarpsins sem lýtur að útgreiðslum úr sjóðnum. Með tillögunni er leitast við að tryggja að sjóðurinn þurfi ekki að standa frammi fyrir lántökum í erlendri mynt, reyni á greiðsluskyldu hans, með tilheyrandi áhrifum á gengis- og fjármálastöðugleika. Með því að binda útgreiðslur sjóðsins við innlenda mynt er þess vænst að fjármögnun sjóðsins á innlendum lánsfjármarkaði verði skilvirkari og síður háð þeim sveiflum sem sjóðurinn ella stæði frammi fyrir ef hann þyrfti að afla sér lánsfjár á erlendum mörkuðum.