Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 774. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1542  —  774. mál.




Svar



efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar um skuldir atvinnugreina.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hverjar eru áætlaðar skuldir eftirtalinna atvinnugreina og hverjar eru forsendur útreikninganna:
     a.      byggingastarfsemi og mannvirkjagerð,
     b.      verslun,
     c.      ferðaþjónusta,
     d.      iðnaðarstarfsemi,
     e.      fjármála- og vátryggingastarfsemi,
     f.      fasteignaviðskipti?


    Engin opinber stofnun hefur upplýsingar um endanlega skuldastöðu fyrirtækja eftir atvinnugreinum en Seðlabanki Íslands tekur saman upplýsingar um útlán innlánsstofnana til fyrirtækja samkvæmt eftirgreindri sundurliðun. Ekki er hægt að fá sundurliðun á fjármála- og vátryggingastarfsemi, ferðaþjónustu og fasteignaviðskipti eins og beðið er um í fyrirspurninni.

Staða útlána í mars 2011.


Millj. kr.
Landbúnaður 13.000
Fiskveiðar 149.329
Námugröftur og iðnaður 183.026
Veitur 14.227
Byggingastarfsemi 83.238
Verslun 132.267
Samgöngur og flutningar 35.603
Þjónusta 494.368
Samtals 1.105.057

    Forsendur útreikninganna eru sem hér segir: Virði útlánasafns innlánsstofnana er metið á kaupvirði, þ.e. því virði sem innlánsstofnanir keyptu útlánin á af fyrirrennurum sínum. Kaupverðið er það virði sem vænst er að muni innheimtast af útlánum. Virði útlánasafns þessara aðila endurspeglar því ekki skuldastöðu viðskiptavina.