Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 555. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1574  —  555. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997, með síðari breytingum (setning í prestsembætti).

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Bryndísi Helgadóttur frá innanríkisráðuneyti. Umsagnir bárust frá Prestafélagi Íslands og kirkjuráði þjóðkirkjunnar.
    Með frumvarpinu er lagt til að ef sóknarpresti eða öðrum presti þjóðkirkjunnar er veitt lausn frá embætti eða leyfi frá störfum eða hann forfallast af öðrum ástæðum geti biskup Íslands falið öðrum presti að gegna embættinu til allt að eins árs í senn. Lagt er til að ákvæðið verði tímabundið og falli úr gildi árið 2015.
    Á fundi nefndarinnar kom fram að frumvarpið er liður í viðbrögðum við þeirri hagræðingarkröfu sem þjóðkirkjan stendur frammi fyrir. Frumkvæðið að þessari tillögu hafi komin frá kirkjuþingi sem telur ekki rétt að skipa í embætti sóknarpresta fyrr en ákveðið hafi verið hvernig framtíðarskipan sókna, prestakalla og prófastsdæma verða en sérstaklega er litið til grannprestakalla í þessu sambandi.
    Nefndin telur eðlilegt að þessi heimild verði sett tímabundið þar sem fyrir liggur að tillögur um breytingar á prestakallaskipan þurfa að fá umsögn á aðalsafnaðarfundum viðkomandi sókna. Tillögurnar eru síðan bornar upp á héraðsfundi sem sendir þær biskupafundi sem býr málið til kirkjuþings og getur sú málsmeðferð tekið allt að eitt ár sérstaklega ef tillaga að breytingum kemur fyrst fram á kirkjuþingi.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt.

Alþingi, 30. maí 2011.



Róbert Marshall,


form., frsm.


Birgir Ármannsson,


með fyrirvara.


Vigdís Hauksdóttir.



Mörður Árnason,


með fyrirvara.


Þór Saari.