Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 728. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1624  —  728. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um réttindagæslu fyrir fatlað fólk.

Frá félags- og tryggingamálanefnd.



     1.      Við 1. gr.
                  a.      Í stað orðanna „sérstaka réttindagæslu fatlaðs fólks“ í 1. mgr. komi: réttindagæslu fyrir fatlað fólk.
                  b.      Í stað orðsins „ákvarðanir“ í 1. mgr. komi: undirbúning upplýstrar ákvörðunar.
                  c.      Á eftir 1. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Ákvæði IV. kafla gilda einnig um réttindagæslu einstaklinga sem vegna afleiðinga viðvarandi sjúkdóms eða slyss þurfa stuðning við undirbúning upplýstrar ákvörðunar um persónuleg málefni eða aðstoð við að leita réttar síns hvort sem er gagnvart opinberum þjónustuaðilum, öðrum stjórnvöldum eða einkaaðilum.
                  d.      Í stað orðsins „laganna“ í 2. og 3. mgr. komi: laga þessara.
     2.      Við 2. gr.
                  a.      Í stað orðsins „Ráðherra“ komi: Velferðarráðherra.
                  b.      Fyrirsögn greinarinnar verði: Yfirstjórn.
     3.      Við 3. gr.
                  a.      Í stað orðsins „Ráðuneytið“ í 1. mgr. komi: Velferðarráðuneytið.
                  b.      Í stað orðanna „réttindavaktar fatlaðs fólks“ í 1. málsl. 2. mgr. komi: réttindavaktarinnar.
                  c.      Í stað orðsins „trúnaðarmanna“ í a-lið 2. mgr. og orðsins „trúnaðarmenn“ í c-lið 2. mgr. komi: réttindagæslumanna; og: réttindagæslumenn.
                  d.      Í stað orðsins „þjónustu“ í b- og d-lið 2. mgr. komi: hugmyndafræði og þjónustu.
                  e.      Á eftir orðinu „upplýsingastarfi“ í c-lið 2. mgr. komi: í samvinnu og samráði við hagsmunasamtök fatlaðra.
                  f.      Við 2. mgr. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: bera ábyrgð á fræðslu- og upplýsingastarfi í samvinnu og samráði við hagsmunasamtök fatlaðra til að upplýsa almenning um réttindi fatlaðs fólks, vinna gegn staðalímyndum og fordómum og auka vitund um getu og framlag fatlaðs fólks.
     4.      Í stað orðsins „ráðuneytisins“ í fyrirsögn II. kafla komi: velferðarráðuneytisins.
     5.      Við 4. gr.
                  a.      Í stað orðsins „trúnaðarmenn“ þrívegis í 1. mgr. og í 3. mgr., orðsins „trúnaðarmaður“ tvívegis í 2. mgr. og orðsins „trúnaðarmanns“ í 2. mgr. komi: réttindagæslumenn; réttindagæslumaður; og: réttindagæslumanns.
                  b.      Á eftir orðinu „málefnum“ í 1. mgr. komi: og réttindum.
     6.      Við 5. gr.
                  a.      Í stað orðsins „Trúnaðarmenn“ í 1. mgr. og orðsins „trúnaðarmanni“ í 2. mgr. komi: Réttindagæslumenn; og: réttindagæslumanni.
                  b.      Í stað orðanna „eða persónulegs talsmanns hans“ í 2. mgr. komi: og persónulegs talsmanns hans, sbr. IV. kafla, sé slíkur talsmaður til staðar.
     7.      Við 6. gr.
                  a.      1. mgr. orðist svo:
                      Öllum er skylt að tilkynna til réttindagæslumanns ef þeir hafa ástæðu til að ætla að brotið sé á rétti fatlaðs einstaklings. Aðstandendur fatlaðs einstaklings, persónulegur talsmaður, þjónustuaðilar, samtök fatlaðs fólks og aðrir sem vegna stöðu sinnar, tengsla eða starfa verða varir við að réttur fatlaðs einstaklings er fyrir borð borinn skulu tilkynna það réttindagæslumanni. Fatlaður einstaklingur, sem telur að réttur hans sé fyrir borð borinn, getur tilkynnt það réttindagæslumanni á viðkomandi svæði. Réttindagæslumaður skal veita hinum fatlaða einstaklingi nauðsynlegan stuðning og kanna málið að höfðu samráði við hann. Réttindagæslumaður getur einnig hvenær sem er tekið upp mál að eigin frumkvæði. Komist réttindagæslumaður að þeirri niðurstöðu að réttur fatlaðs einstaklings hafi verið fyrir borð borinn aðstoðar réttindagæslumaður hinn fatlaða einstakling við að leita réttar síns miðað við atvik máls hverju sinni og óskir hins fatlaða einstaklings.
                  b.      Í stað orðsins „Trúnaðarmaður“ í 2. og 3. mgr. og orðsins „trúnaðarmanns“ í 2. mgr. komi: Réttindagæslumaður; og: réttindagæslumanns.
                  c.      Á eftir orðunum „þess eðlis“ í 1. málsl. 2. mgr. komi: og að fengnu samþykki hins fatlaða einstaklings.
     8.      Í stað orðsins „Trúnaðarmenn“ í fyrirsögn III. kafla komi: Réttindagæslumenn.
     9.      Við 7. gr.
                  a.      1. mgr. orðist svo:
                      Fatlaður einstaklingur sem er lögráða en á vegna fötlunar sinnar erfitt með að gæta hagsmuna sinna skal eiga rétt á persónulegum talsmanni. Fatlaður einstaklingur velur sér talsmann og getur óskað eftir samráði þar um við réttindagæslumann á viðkomandi svæði. Réttindagæslumaður skal staðfesta val talsmanns. Hafa skal samráð við nánustu ættingja eða aðstandendur geti hinn fatlaði einstaklingur, að mati réttindagæslumanns, ekki tjáð vilja sinn í þeim efnum. Hinn fatlaði einstaklingur og persónulegur talsmaður hans skulu undirrita samkomulag um aðstoðina og skal það varðveitt af réttindagæslumanni. Geti hinn fatlaði einstaklingur ekki undirritað samkomulag er heimilt að víkja frá skilyrði um undirritun en þá skal samkomulag gert að réttindagæslumanni viðstöddum og eftir reglum sem nánar skal kveðið á um í reglugerð.
                  b.      Við lokamálslið 2. mgr. bætist: en persónulegur talsmaður skal fá endurgreiddan kostnað sem sannanlega fellur til vegna starfa hans í þágu hins fatlaða einstaklings.
                  c.      Í stað orðanna „í samráði við hinn fatlaða einstakling“ í 3. mgr. komi: í samráði við og með samþykki hins fatlaða einstaklings.
     10.      Við 8. gr.
                  a.      Í stað orðsins „Trúnaðarmenn“ í 1. mgr. komi: Réttindagæslumenn.
                  b.      2. mgr. orðist svo:
                      Hinn fatlaði einstaklingur getur hvenær sem er afturkallað umboð persónulegs talsmanns og skal réttindagæslumaður aðstoða hann við það óski hann eftir því. Réttindagæslumaður getur með samþykki hins fatlaða einstaklings afturkallað umboð persónulegs talsmanns, í samráði við réttindavakt ráðuneytisins, telji hann viðkomandi ekki gegna skyldum sínum gagnvart hinum fatlaða einstaklingi. Þá getur persónulegur talsmaður hvenær sem er sagt sig frá umboðinu.
     11.      Við 9. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „fatlaðan einstakling“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: á grundvelli samkomulags skv. 1. mgr. 7. gr. og þá.
                  b.      Í stað orðanna „hjálpar hinum fatlaða einstaklingi við að taka upplýstar ákvarðanir“ í 2. málsl. 1. tölul. 1. mgr. komi: styður hinn fatlaða einstakling við undirbúning upplýstrar ákvörðunar.
                  c.      4. málsl. 1. tölul. 1. mgr. orðist svo: Sé persónulegur talsmaður fatlaðs einstaklings til staðar er þjónustuveitanda skylt að kalla hann til þegar til stendur að gera verulegar breytingar á þjónustunni.
                  d.      Í stað orðanna „hjálpar honum að taka upplýstar ákvarðanir, svo sem um læknisaðgerðir“ í 2. málsl. 2. tölul. 1. mgr. komi: styður hann við undirbúning upplýstrar ákvörðunar, svo sem um meðferð heilbrigðisstarfsmanna.
                  e.      Við lokamálslið 2. tölul. 1. mgr. bætist: í samráði við hinn fatlaða einstakling.
                  f.      2. málsl. 3. tölul. 1. mgr. orðist svo: Greiði fatlaður einstaklingur gjöld í sameiginlega sjóði, til dæmis í hússjóð eða vegna sameiginlegs heimilishalds með öðrum, skal persónulegur talsmaður með samþykki hins fatlaða einstaklings eiga rétt til aðgangs að öllum upplýsingum um meðferð fjármuna úr þeim sjóðum í samræmi við samkomulag skv. 1. mgr. 7. gr.
                  g.      Við 2. mgr. bætist: m.a. um fræðslu þeirra, form samkomulags skv. 1. mgr. 7. gr. og endurgreiðslu kostnaðar skv. 2. mgr. 7. gr.
     12.      Við 10. gr.
                  a.      Í stað orðsins „Trúnaðarmenn“ komi: Réttindagæslumenn.
                  b.      Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þagnarskyldan helst þó að hinn fatlaði einstaklingur andist og þó að réttindagæslumaður eða persónulegur talsmaður láti af störfum.
     13.      Fyrirsögn 11. gr. verði: Gildistaka.
     14.      Í stað orðsins „Breytingar“ í fyrirsögn 12. gr. komi: Breyting.
     15.      Ákvæði til bráðabirgða orðist svo:
                      Þrátt fyrir ákvæði 4. gr. um ráðningu réttindagæslumanna fatlaðs fólks skulu trúnaðarmenn sem skipaðir eru á grundvelli 37. gr. laga um málefni fatlaðs fólks, nr. 59/1992, með síðari breytingum, og reglugerðar nr. 172/2011, um trúnaðarmenn fatlaðs fólks, starfa áfram út skipunartíma sinn sem réttindagæslumenn fatlaðs fólks en að honum loknum skal ráða réttindagæslumenn í samræmi við 4. gr.
     16.      Við bætist tvö ný ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
             a.    (II.)
                          Ráðherra skal eigi síðar en 1. nóvember 2011 leggja fram á Alþingi frumvarp til laga þar sem m.a. eru lögð til ákvæði um nauðsynlegar aðgerðir til að draga úr nauðung við fatlað fólk. Frumvarpið skal ráðherra láta vinna í samstarfi við innanríkisráðuneyti.
             b.    (III.)
                      Ráðherra skal þegar við samþykkt laga þessara skipa starfshóp til að endurskoða fyrirkomulag réttindagæslu fyrir fatlað fólk með það fyrir augum að farið sé með réttindagæsluna sem mannréttindamál en ekki velferðarmál eða félagslegt málefni. Skal hópurinn leitast við að tryggja skilvirka, öfluga og framsækna leið til að sinna réttindagæslu fyrir fatlað fólk. Við endurskoðunina skal taka mið af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
                      Meðal þess sem starfshópurinn skal skoða eru möguleikar þess að færa verkefnið til ráðuneytis mannréttindamála, stofnun þjóðbundinnar mannréttindastofnunar til að sinna verkefninu eða að veita Mannréttindaskrifstofu Íslands lögbundið hlutverk til að sinna verkefninu. Skal hópurinn líta sérstaklega til Parísarreglna Sameinuðu þjóðanna í þessu samhengi.
                      Þá skoði starfshópurinn möguleika á samnýtingu sérþekkingar með því að færa alla réttindavernd og réttindagæslu annarra hópa til sama aðila.
                      Starfshópurinn verði skipaður fulltrúum velferðarráðuneytis, innanríkisráðuneytis, fjölbreyttum hagsmunasamtökum fatlaðs fólks, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum. Auk þess verði leitað til mannréttindasérfræðinga og sérfræðinga á sviði réttindagæslu, réttindaverndar og fötlunarfræða.
                      Starfshópurinn skal ljúka vinnu sinni eigi síðar en 31. desember 2011 og skila skýrslu til ráðherra með tillögum að lagabreytingum sem ráðherra skal kynna fyrir Alþingi.