Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 824. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
2. uppprentun.

Þskj. 1626  —  824. mál.
Nýr töluliður. Leiðréttur texti.




Breytingartillögur



við frv. til l. um ráðstafanir í ríkisfjármálum (í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við undirritun kjarasamninga o.fl.).

Frá meiri hluta efnahags- og skattanefndar (HHj, MSch, ÞBack, MÁ, ALE).



     1.      1. gr. falli brott.
     2.      2. gr. orðist svo:
                 Í stað 3. málsl. 1. mgr. 11. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Hjá þeim skattaðilum sem er skylt að reikna sér endurgjald skv. 2. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr. skal telja til tekna 50% af heimilum úthlutuðum arði samkvæmt lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög, að því marki sem heimil arðsúthlutun félagsins er samtals umfram 20% af skattalega bókfærðu eigin fé þess í árslok viðmiðunarárs, og skattleggja í samræmi við 5. mgr. 66. gr. Þannig ákvarðaðar tekjur mynda hvorki stofn til tryggingagjalds né lífeyrisiðgjalds né teljast til frádráttarbærs rekstrarkostnaðar hjá greiðanda.
     3.      3. gr. orðist svo:
                 Eftirfarandi breytingar verða á 31. gr. laganna:
                  a.      6. og 7. málsl. 9. tölul. falla brott.
                  b.      3. mgr. 9. tölul. a fellur brott.
     4.      Í stað hlutfallstölunnar „2%“ í 2. málsl. 4. gr. komi: 20%.
     5.      B-liður 5. gr. orðist svo: Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                 Tekjuskattshlutfall á þann hluta úthlutaðs arðs sem telst vera laun skv. 3. málsl. 1. mgr. 11. gr. skal vera skv. 2. tölul. 1. mgr. þessarar greinar. Þessar tekjur skulu þó ekki vera meðtaldar þegar reiknuð er millifærsla milli skattþrepa skv. 4. tölul. 1. mgr.
     6.      Við lokamálslið 7. gr. bætist: svo og má bera synjun um breytingu á skattákvörðun samkvæmt þessari málsgrein undir yfirskattanefnd.
     7.      8. gr. orðist svo:
                 Við lögin bætast tvö ný ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  a.      (I.)
                      Þrátt fyrir ákvæði til bráðabirgða XXXIII og XXXIX skal haga álagningu auðlegðarskatts við álagningu opinberra gjalda á árunum 2012 og 2013 með eftirfarandi hætti: Á framtalsskyldar eignir skv. 72. gr. í lok ársins 2011 skal við álagningu 2012 leggja auðlegðarskatt sem hér segir á menn sem eru skattskyldir skv. 1. gr. og 4.–9. tölul. 3. gr.:
                      a.      Frá eignum, sbr. 73. gr., skal draga skuldir skattaðila. Með skuldum í þessu sambandi teljast áfallnar verðbætur á höfuðstól þeirra sem miðast við vísitölu í janúar á næsta ári eftir lok reikningsárs. Skuldir í erlendum verðmæli skal telja á sölugengi í árslok. Til skulda teljast öll opinber gjöld er varða viðkomandi reikningsár, þó ekki þau gjöld sem eru lögð á tekjur eða hreina eign á næsta ári eftir lok reikningsárs. Frá eignum aðila sem um ræðir í 4. tölul. 3. gr. má einungis draga skuldir sem beint eru tengdar starfsemi þeirra hér á landi. Frá eignum aðila sem um ræðir í 5.–9. tölul. 3. gr. má einungis draga skuldir sem á eignum þessum hvíla.
                      b.      Þrátt fyrir ákvæði 5. tölul. 73. gr. skulu lögaðilar telja fram hlutdeild sína í öðrum félögum á markaðsverði ef um er að ræða félög sem eru skráð í kauphöll eða á skipulögðum tilboðsmarkaði en annars hlutdeild sína í skattalegu bókfærðu eigin fé viðkomandi félags í stað nafnverðs. Þá skulu lögaðilar telja fram eignarhlutdeild sína í félögum skv. 3. tölul. 1. mgr. 2. gr. á sama hátt.
                                 Við ákvörðun auðlegðarskattsstofns skal telja hlutabréf í félögum sem eru skráð í kauphöll eða á skipulegum tilboðsmarkaði fram á markaðsvirði í árslok. Sá sem á hlut í félagi sem ekki er skráð í kauphöll eða á skipulegum tilboðsmarkaði skal telja fram til auðlegðarskattsstofns hlutdeild sína í skattalegu bókfærðu eigin fé félagsins eins og það er talið fram í skattframtali félagsins fyrir rekstrarárið 2010 skv. 1. mgr. þessa stafliðar.
                      c.      Auðlegðarskattsstofn er þær eignir sem eftir verða þegar frá verðmæti eigna skv. 73. gr., sbr. a- og b-lið, hafa verið dregnar fjárhæðir skulda svo sem þær hafa verið ákvarðaðar í samræmi við fyrrnefnt ákvæði a-liðar. Auðlegðarskattsstofn skal ákvarða í heilum tugum króna og sleppa því sem umfram er.
                      d.      Auðlegðarskatt skal miða við auðlegðarskattsstofn skattaðila í árslok.
                      e.      Hjón sem samvistum eru, sbr. 5. gr., skulu telja saman allar eignir sínar og skuldir og skiptir ekki máli þótt um sé að ræða séreign eða skuldir tengdar henni. Auðlegðarskattsstofni skal skipta að jöfnu milli þeirra og reikna auðlegðarskatt af hvorum helmingi fyrir sig skv. h-lið. Sama gildir um sambúðaraðila, sbr. 3. mgr. 62. gr. Auðlegðarskattsálagningu eftirlifandi maka eða sambúðaraðila, sbr. 3. mgr. 62. gr., sem situr í óskiptu búi skal hagað á sama hátt og um hjón væri að ræða í mest fimm ár frá andlátsári hins látna, þó ekki fram yfir gildistíma þessa ákvæðis, enda hafi viðkomandi ekki hafið sambúð að nýju.
                      f.      Heimilt er ríkisskattstjóra að taka til greina umsókn manns um lækkun auðlegðarskattsstofns hans þegar svo stendur á sem í 1. tölul. 1. mgr. 65. gr. greinir, enda hafi gjaldþol mannsins skerst verulega af þeim ástæðum.
                      g.      Eignir barns, sem er innan 16 ára aldurs á tekjuárinu, sbr. 6. gr., teljast með eignum foreldra eða hjá þeim manni sem nýtur barnabóta vegna barnsins, sbr. A-lið 68. gr. Gilda ákvæði 78. gr. einnig um þar greindar eignir barns. Ríkisskattstjóri má taka til greina umsókn framfæranda barns um að eignir barns, sem misst hefur annað foreldri sitt eða bæði og hefur ekki verið ættleitt, skuli skattlagðar hjá barninu sjálfu í samræmi við ákvæði h-liðar.
                      h.      Auðlegðarskattur manna reiknast þannig: Af fyrstu 75.000.000 kr. af auðlegðarskattsstofni einstaklings og fyrstu 100.000.000 kr. af samanlögðum auðlegðarskattsstofni hjóna greiðist enginn skattur. Af auðlegðarskattsstofni yfir þeim mörkum greiðast 1,5%.
                      i.      Allir þeir sem hafa auðlegðarskattsstofn sem er umfram þær fjárhæðir sem tilgreindar eru í h-lið skulu gera grein fyrir honum í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.
                      j.      Endurreikningur auðlegðarskattsstofns og álagning auðlegðarskatts á árinu 2013 fellur niður.
                  b.      (II.)
                      Við álagningu opinberra gjalda árið 2012 skulu aðilar sem falla undir 6. tölul. 4. gr. greiða sérstakan skatt sem nemur 0,0778% af hreinni eign til greiðslu lífeyris, sbr. 39. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, eins og hún er í árslok 2011. Um álagningu, innheimtu, eftirlit og viðurlög fer samkvæmt ákvæðum VIII.–XIV. kafla laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum, eftir því sem við á. Gjalddagi er 1. nóvember 2012. Greiða skal fyrir fram upp í álagðan skatt 1. nóvember 2011 og miðast sú greiðsla við hreina eign til greiðslu lífeyris eins og hún var í árslok 2010 miðað við skatthlutfall samkvæmt ákvæði þessu.
     8.      9. gr. falli brott.
     9.      10. gr. falli brott.
     10.      Við 12. gr.
                  a.      B-liður orðist svo: Á eftir orðinu „léttvíni“ í b-lið 5. tölul. kemur: og 6 lítra af öli.
                  b.      I-liður orðist svo: A-liður 2. mgr. 7. tölul. orðast svo: 0,5 lítra af sterku áfengi og 0,75 lítra af léttvíni og 3 lítra af öli, eða.
                  c.      J-liður orðist svo: B-liður 2. mgr. 7. tölul. orðast svo: 0,5 lítra af sterku áfengi og 6 lítra af öli eða 0,75 lítra af léttvíni og 6 lítra af öli.
                  d.      K-liður falli brott.
     11.      15. gr. orðist svo:
                 Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                 Við álagningu opinberra gjalda árið 2012 skal til viðbótar við sérstakan skatt samkvæmt lögunum greiða 0,0875% af skattstofni eins og hann er ákvarðaður í 3. gr. Gjalddagi viðbótarskattsins er 1. nóvember 2012. Greiða skal fyrir fram upp í álagðan viðbótarskatt 1. nóvember 2011 og miðast sú greiðsla við skattstofn eins og hann var í árslok 2010 miðað við skatthlutfall samkvæmt ákvæði þessu.
     12.      Við 16. gr.
                  a.      1. málsl. 1. efnismgr. orðist svo: Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. málsl. 2. mgr. 20. gr. skulu lífeyrissjóðir, þ.m.t. lífeyrissjóðir sem starfa samkvæmt sérlögum og staðfestri reglugerð, sbr. 54. gr., greiða sem samsvarar 0,13% af samanlögðum iðgjaldsstofni, sbr. 1. mgr. 3. gr., allra sjóðfélaga til starfsendurhæfingar sjóðfélaga til VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs sem starfar á vegum aðila vinnumarkaðarins.
                  b.      Í stað orðanna „eigi síðar en 1. september 2011“ í 1. málsl. 2. efnismgr. komi: af iðgjaldsstofni septembermánaðar 2011.
                  c.      Í stað orðanna „aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda“ í 1. málsl. 3. efnismgr. komi: aðila vinnumarkaðarins, stjórnvalda og Landssamtaka lífeyrissjóða.
                  d.      Orðin „Landssamband lífeyrissjóða og“ í 3. málsl. 3. efnismgr. falli brott.
                  e.      Heiti VI. kafla verði: Breyting á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum.
     13.      17. gr. orðist svo:
                 Lög þessi öðlast gildi og koma til framkvæmda eins og hér segir:
                 Ákvæði 2. og 5. gr. öðlast gildi 1. janúar 2012.
                 Ákvæði 1., 3. og 4. gr. öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2011 og á staðgreiðsluárinu 2010 eftir því sem við á.
                 Ákvæði 6. gr., b-liðar 7. gr. og 8.–12. gr. öðlast þegar gildi.
                 Ákvæði a-liðar 7. gr. öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda árið 2012.
                  Ákvæði 13. gr. öðlast þegar gildi og gildir til 1. janúar 2012.