Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 824. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1763  —  824. mál.




Framhaldsnefndarálit



um frv. til l. um ráðstafanir í ríkisfjármálum (í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við undirritun kjarasamninga o.fl.).

Frá meiri hluta efnahags- og skattanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið á ný milli 2. og 3. umræðu.
    Lagt er til að ákvæðið um tímabundinn skatt á lífeyrissjóði til að fjármagna sérstaka vaxtaniðurgreiðslu falli brott. Eftir sem áður er gert ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir taki þátt í kostnaði vegna vaxtaniðurgreiðslnanna og að stjórnvöld og sjóðirnir nái samkomulagi um fjármögnunina fyrir þing- og nefndarfundi í september nk.
    Lilja Mósesdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGUM:



     1.      B-liður 7. gr. falli brott.
     2.      8. gr. falli brott.
     3.      Orðin „b-liðar 7. gr.“ og „a-liðar“ í 14. gr. falli brott.

Alþingi, 10. júní 2011.



Helgi Hjörvar,


form., frsm.


Tryggvi Þór Herbertsson,


með fyrirvara.


Árni Þór Sigurðsson.



Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.


Magnús Orri Schram.


Auður Lilja Erlingsdóttir.