Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1854, 139. löggjafarþing 734. mál: námsstyrkir (aukið jafnræði til náms).
Lög nr. 108 14. september 2011.

Lög um breyting á lögum um námsstyrki, nr. 79/2003.


1. gr.

     Á eftir orðinu „framhaldsskólum“ í 1. gr. laganna kemur: og háskólum.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
  1. 2. tölul. 1. mgr. orðast svo: stunda reglubundið framhaldsskólanám hér á landi eða framhaldsskólanám erlendis og nemandi getur ekki stundað sambærilegt nám frá lögheimili hér á landi eða öðrum jafngildum dvalarstað.
  2. Á eftir 2. tölul. 1. mgr. kemur nýr töluliður, svohljóðandi: hafa ekki náð 18 ára aldri og stunda reglubundið nám á háskólastigi hér á landi sem miðar að skilgreindum námslokum við fræðasvið háskóla sem hlotið hefur viðurkenningu ráðherra samkvæmt lögum um háskóla.


3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „Menntamálaráðherra“ í 1. málsl. kemur: Ráðherra.
  2. Í stað orðsins „fimm“ í 1. málsl. kemur: þriggja.
  3. Orðin „einn skal skipaður eftir tilnefningu fjármálaráðuneytis“ í 2. málsl. falla brott.
  4. Lokamálsliður greinarinnar fellur brott.


4. gr.

     Í stað orðsins „menntamálaráðherra“ í 6. og 8. gr. laganna kemur: ráðherra.

5. gr.

     Lög þessi taka þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 2. september 2011.