Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 310. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1867  —  310. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um staðgöngumæðrun.

Frá minni hluta heilbrigðisnefndar.



    Minni hlutinn er mótfallinn samþykkt þingsályktunartillögunnar vegna þeirrar eindregnu afstöðu sem þar birtist um að heimila eigi staðgöngumæðrun þótt með ströngum skilyrðum sé.
    Minni hlutinn tekur undir álit meiri hluta félags- og tryggingamálanefndar um að ótímabært sé að skipa starfshóp til að semja lagafrumvarp um staðgöngumæðrun en að mikilvægt sé að skoða þau álitamál sem tengjast staðgöngumæðrun, þ.m.t. siðferðileg, heilsufarsleg, félagsleg og fjárhagsleg atriði. Mikilvægt er að huga að löggjöf og reynslu nágrannalandanna hvað varðar málefnið.
    Minni hlutinn beinir því til velferðarráðherra að skipa starfshóp sem verði falið að skoða frekar þau álitamál sem bent var á af hálfu vinnuhóps fyrrverandi heilbrigðisráðherra um staðgöngumæðrun sem skilaði áfangaskýrslu um siðfræðileg, lögfræðileg og læknisfræðileg álitaefni. Af umsögnum sem nefndinni hafa borist má ráða að þörf sé frekari íhugunar og umræðu í samfélaginu sem síðan liggi til grundvallar opinberri stefnumótun sem velferðarráðherra ber ábyrgð á.
    Minni hlutinn leggst gegn samþykkt tillögunnar.

Alþingi, 2. sept. 2011.



Þuríður Backman,


form., frsm.


Þórunn Sveinbjarnardóttir.


Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.



Mörður Árnason.