Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 381. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1871  —  381. mál.




Breytingartillögur



við frv. til upplýsingalaga.

Frá meiri hluta allsherjarnefndar (RM, ÁI, VBj, ÞrB, MÁ, ÞSa).



     1.      Við 2. gr.
                  a.      2. mgr. orðist svo:
                       Lög þessi taka til allrar starfsemi lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera.
                  b.      Í stað 3. mgr. komi tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                       Ef starfsemi lögaðila sem fellur undir 2. mgr. er að nær öllu leyti í samkeppni á markaði eða hefur fengið opinbera skráningu hlutabréfa samkvæmt lögum um kauphallir, eða er dótturfélag slíks félags, getur forsætisráðherra, að fenginni tillögu viðkomandi ráðherra eða sveitarstjórnar, og að fenginni umsögn úrskurðarnefndar um upplýsingarétt, ákveðið að hann skuli ekki falla undir gildissvið laganna eða dregið slíka undanþágu til baka.
                       Forsætisráðuneytið skal halda opinbera skrá yfir þá lögaðila sem hafa fengið undanþágu skv. 3. mgr, og skal undanþága einstakra aðila endurskoðuð árlega. Ákvörðun samkvæmt þessari málsgrein tekur gildi við birtingu hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
     2.      Í stað orðanna „Ekki er þó ekki skylt“ í 1. mgr. 5. gr. komi: Ekki er þó skylt.
     3.      Í stað orðanna „minnisgreina á ráðherrafundum“ í 1. tölul. 6. gr. komi: minnisgreina á ríkisráðs- og ríkisstjórnarfundum.
     4.      Við 10. gr. bætist nýr töluliður, svohljóðandi: efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins.
     5.      Við 2. mgr. 11. gr. bætist: þ.m.t. að hluta gagna.
     6.      12. gr. orðist svo:
                  Veita skal aðgang að gögnum sem 1. tölul. 6. gr. tekur til að liðnu einu ári frá fundi, nema aðrar takmarkanir samkvæmt lögum þessum eigi við.
                  Veita skal aðgang að gögnum sem 2.–4. og 6. tölul. 6. gr. taka til að liðnum fjórum árum frá því að gögn urðu til eða jafnskjótt og ráðstöfun er að fullu lokið, nema aðrar takmarkanir samkvæmt lögum þessum eigi við.
                  Við sérstakar aðstæður getur forsætisráðherra lengt fjögurra ára undanþáguna um eitt ár að fenginni tillögu viðkomandi ráðherra eða sveitarstjórnar. Ákvörðun um framlengingu skal birta í skrá um undanþágur frá upplýsingalögum, sbr. 4. mgr. 2. gr.
                  Veita skal aðgang að gögnum sem 4. tölul. 10. gr. tekur til jafnskjótt og ráðstöfunum eða prófum er að fullu lokið, nema aðrar takmarkanir samkvæmt lögum þessum eigi við.
                  Veita skal aðgang að upplýsingum sem 5. tölul. 10. gr. tekur til þegar ekki er lengur ástæða til að ætla að miðlun upplýsinganna geti haft skaðleg áhrif á umhverfið.
                  Um brottfall annarra takmarkana fer eftir ákvæðum laga um Þjóðskjalasafn Íslands eftir að liðin eru 30 ár frá því að gögnin urðu til, sbr. 4. mgr. 4. gr.
     7.      13. gr. orðist svo:
                  Listi yfir öll mál og gögn mála sem skylt er að skrá í málaskrár opinberra aðila, uppruna þeirra og innihald skal vera almenningi aðgengilegur, þó þannig að ekki sé vegið að hagsmunum sem njóta verndar skv. 9. og 10. gr. laganna. Forsætisráðherra skal í reglugerð kveða nánar á um gerð slíkra lista, rafrænan aðgang og tímafresti sem þeim sem falla undir lögin ber að virða. Með reglugerðinni skal tryggja, eftir því sem kostur er, jafnt aðgengi almennings og að birting upplýsinga samkvæmt greininni sé samræmd milli stjórnvalda.
                  Við opinbera birtingu upplýsinga skal tryggja eins og kostur er aðgengi fatlaðs fólks til jafns við aðra þegna þjóðfélagsins.
     8.      2. mgr. 33. gr. orðast svo:
                  Ef gögn stjórnvalds hafa að geyma viðkvæmar persónuupplýsingar, eins og þær eru skilgreindar í lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, eða ef miðlun felur í sér sérstaka hættu á að farið verði í bága við réttindi og frelsi skráðra aðila, skal stjórnvald afla samþykkis Persónuverndar áður en það miðlar upplýsingum. Persónuvernd setur nánari reglur um leyfisskylduna og getur ákveðið að skylda til að afla leyfis falli brott þegar settar hafa verið almennar reglur og öryggisstaðlar sem fylgja skal við slíka miðlun.
     9.      Við 35. gr.
                  a.      Í stað dagsetningarinnar „1. júlí 2011“ í fyrri málslið 1. mgr. komi: 1. október 2011.
                  b.      Á eftir 1. málsl. 1. mgr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Þó skal 13. gr. ekki taka gildi fyrr en sex mánuðum eftir gildistöku þeirra og gilda um gögn sem verða til frá sama tíma.
                  c.      Í stað orðsins „þeirra“ í síðari málslið 1. mgr. komi: laga þessara.
     10.      Við 36. gr.
                  a.      Í stað hlutfallstölunnar „75%“ í a-lið 1. mgr. 2. tölul. 36. gr. komi: 51%.
                  b.      C- og d-liður f-liðar 2. tölul. falli brott.
                  c.      Orðin „eða um almannahagsmuni er að ræða“ í g-lið 2. tölul. falli brott.