Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1884, 139. löggjafarþing 700. mál: bókhald (námskeið fyrir bókara).
Lög nr. 111 16. september 2011.

Lög um breytingu á lögum nr. 145/1994, um bókhald, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 43. gr. laganna:
  1. Orðin „námskeið og“ í 3. mgr. falla brott.
  2. 4. mgr. orðast svo:
  3.      Ráðherra skipar þriggja manna prófnefnd og heldur hún próf fyrir þá sem sækja um viðurkenningu sem bókarar. Prófnefndin er skipuð til fjögurra ára í senn. Í reglugerð sem ráðherra setur skal m.a. kveðið nánar á um skilyrði til próftöku, prófgreinar, framkvæmd prófa og lágmarksárangur til að standast þau. Kostnaður við prófin, þ.m.t. þóknun til prófnefndarmanna, greiðist með próftökugjaldi sem ráðherra ákveður. Við ákvörðun á fjárhæð þess skal við það miðað að það sé ekki hærra en kostnaður.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 8. september 2011.