Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 100. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1948  —  100. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 16. sept.)



1. gr.

    Í stað 3. málsl. 1. mgr. 19. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: ÍLS-veðbréf getur verið verðtryggt með vísitölu neysluverðs, sbr. lög um vísitölu neysluverðs, eða óverðtryggt. Skal það bera vexti skv. 21. gr.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 21. gr. laganna:
     a.      Á eftir orðunum „og verðbóta“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: ef við á.
     b.      Í stað 1. málsl. 4. mgr. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Vextir af verðtryggðum ÍLS-veðbréfum skulu vera óbreytanlegir allan lánstímann en vextir af óverðtryggðum ÍLS-veðbréfum geta verið breytilegir. Íbúðalánasjóður skal setja reglur um vaxtakjör óverðtryggðra lána.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.