Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 479. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Nr. 54/139.

Þskj. 1966  —  479. mál.


Þingsályktun

um eflingu samgangna milli Vestur-Norðurlanda.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að stofna vinnuhóp, í samvinnu við Færeyjar og Grænland og með mögulegri þátttöku Norrænu Atlantsnefndarinnar (NORA), til að vinna tillögur til eflingar innviða flug- og sjósamgangna á milli Vestur-Norðurlandanna í þágu aukins samstarfs á sviði ýmiss konar viðskipta og þjónustu auk vöru- og farþegaflutninga á milli landanna. Byggt verði á þeirri vinnu sem þegar hefur farið fram hjá ýmsum stofnunum á svæðinu. Skoðaðar verði sérstaklega í þessu sambandi forsendur fyrir auknum tengslum á sviði þjónustu og viðskipta á milli Vestfjarða og Austur-Grænlands.

Samþykkt á Alþingi 16. september 2011.