Stefna um beina erlenda fjárfestingu

Miðvikudaginn 18. janúar 2012, kl. 18:27:52 (4000)


140. löggjafarþing — 44. fundur,  18. jan. 2012.

stefna um beina erlenda fjárfestingu.

385. mál
[18:27]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég verð að viðurkenna það, ég ætla ekki að segja að ég hafi haft gaman af því en mér þótti áhugavert að hlusta á hæstv. ráðherra flytja þann texta sem hann flutti áðan. Ég vildi bara spyrja hann: Er það rétt, af því að þessi tillaga gengur út á að auka beina erlenda fjárfestingu, til þess er leikurinn gerður, og hæstv. ráðherra sagði að hann vildi sjá beinar fjárfestingar, þær væru æskilegar, er þetta rétt skilið? Er hæstv. ráðherra fylgjandi beinum erlendum fjárfestingum? Það var ekki hægt að skilja annað af orðum hans.

Ég vildi sérstaklega spyrja um þetta, virðulegi forseti, af því að hæstv. ríkisstjórn er búin að gera ýmislegt til að koma í veg fyrir beinar erlendar fjárfestingar og það er á öllum sviðum, ekki bara í orkumálum heldur líka á heilbrigðissviði og samkeppnislöggjöfin hefur verið með ákveðinn fælingarmátt fyrir utan hinn pólitíska þátt sem meðal annars kemur fram í greinargerð með þessu frumvarpi.