Stefna um beina erlenda fjárfestingu

Miðvikudaginn 18. janúar 2012, kl. 18:35:29 (4006)


140. löggjafarþing — 44. fundur,  18. jan. 2012.

stefna um beina erlenda fjárfestingu.

385. mál
[18:35]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég vona að þeir fjárfestar sem hugsanlega lesa þessa tillögu og sjá að þetta er allt ljómandi gott fari ekki að rýna í gamlar ræður frá hæstv. ráðherra og allar skattalagabreytingarnar sem búið er að gera og allt flækjustigið sem búið er að setja inn í skattkerfið. Ég ætla að vona að menn fari ekki að bera það saman hvernig skattar á fjármagn hafa hækkað árvisst undir stjórn hæstv. ráðherra sem fjármálaráðherra þá, þannig að það takist að byggja upp traust eftir þann orðsporsskaða sem núverandi hæstv. ríkisstjórn hefur valdið hjá erlendum fjárfestum sem hugsanlega gætu komið hingað til lands til að fjárfesta.