140. löggjafarþing — 47. fundur,  24. jan. 2012.

frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins.

376. mál
[17:49]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er þyngra en tárum taki að hæstv. nýbakaður fjármálaráðherra skuli flytja sitt fyrsta þingmál sem leiðir það af sér að nokkrir útvaldir þurfi ekki að standa skil á þeim opinberu gjöldum sem venjulegir Íslendingar þurfa að standa skil á. Þessi skattpíningarríkisstjórn kemur núna fram í byrjun árs 2012 og leggur til að einhver evrópsk elíta þurfi ekki að standa skil á opinberum gjöldum á Íslandi.

Virðulegi forseti. Þetta er einkennileg forgangsröðun og varpar ljósi á það hvers vegna hæstv. ráðherra Steingrímur J. Sigfússon fór úr fjármálaráðuneytinu og setti þar fyrir sig inn samfylkingarmann. Það var til þess að hægt væri að flytja þetta mál án þess að flokkurinn hans, Vinstri grænir, færi af hjörunum.

Mig langar að spyrja hæstv. fjármálaráðherra Oddnýju G. Harðardóttur um leið og ég óska henni velfarnaðar í starfi: Hvernig líður henni með það að (Forseti hringir.) leggja fram frumvarp sem mismunar svo íslenskum ríkisborgurum miðað við þá sem starfa (Forseti hringir.) og eru búsettir á Evrópska efnahagssvæðinu?