140. löggjafarþing — 47. fundur,  24. jan. 2012.

frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins.

376. mál
[17:50]
Horfa

fjármálaráðherra (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni góðar kveðjur. En ég get svarað spurningu hennar á þann veg að þeirri sem hér stendur líður ágætlega, enda er slík lagasetning og slíkar undanþágur ekki nýlunda hér á landi, heldur er þetta þekkt aðferð vegna styrkja sem varða aðild okkar að alþjóðlegum bandalögum. Hér er ekki um nýlundu að ræða svo ég ítreki það þó að upphæðirnar séu hér verulegar ef allar verða nýttar.