140. löggjafarþing — 47. fundur,  24. jan. 2012.

frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins.

376. mál
[17:59]
Horfa

fjármálaráðherra (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Frumvarpið gengur út á að þær vörur sem eru borgaðar með IPA-styrkjum séu undanþegnar virðisaukaskatti vegna þess að gengið er út frá því að styrkurinn fari ekki í tolla og skatta heldur beint í verkefnið sjálft.

Nú er ég ekki með lista yfir hvaða hugsanlegar vörur þarna gæti verið um að ræða en mér þykir líklegt að þarna gætu til dæmis verið tölvuforrit þar sem breytingar á tölvukerfum eru augljósar, þ.e. að undirbúa þurfi þau fyrir inngöngu í ESB. Það er eitt af þeim tækjum og vörum sem ég ímynda mér að þarna geti verið á ferðinni. Annars fylgir ekki vörulisti þessu frumvarpi.