140. löggjafarþing — 47. fundur,  24. jan. 2012.

frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins.

376. mál
[18:04]
Horfa

fjármálaráðherra (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er ekki búin að fara þannig ofan í þetta mál að ég sé búin að ákveða hvaða atriði koma fram í reglugerðinni. Auðvitað verður farið í þá vinnu fljótlega.

Varðandi fjárlögin er í þeim, eins og hv. þingmaður nefndi, gert ráð fyrir 596 millj. kr. bæði á tekju- og gjaldahlið. Við fáum ekki styrkina og það verður ekki farið út í kostnað vegna verkefnanna mér vitanlega nema þetta frumvarp verði samþykkt og samningurinn fullnustaður með samþykki Alþingis. Þá fellur þetta niður, bæði á tekju- og gjaldahlið, og ætti ekki að hafa áhrif á stöðu ríkissjóðs.