Tilkynning um skriflegt svar

Fimmtudaginn 16. febrúar 2012, kl. 10:33:15 (5318)

140. löggjafarþing — 58. fundur,  16. feb. 2012.

tilkynning um skriflegt svar.

[10:33]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill tilkynna að borist hefur bréf frá fjármálaráðuneytinu um frestun á því að skriflegt svar berist við fyrirspurn á þskj. 703, um tekjuskatt, fjármagnstekjuskatt og auðlegðarskatt og fleira, frá Tryggva Þór Herbertssyni. Það er vegna þess að gagnaöflun og úrvinnsla gagnanna krefst frekari tíma. Ráðuneytið mun leitast við að tryggja að ekki verði óhæfilegur dráttur á svari.

Forseti gerir ráð fyrir því að matarhlé verði að lokinni umræðu um 1. dagskrármálið, þ.e. munnlega skýrslu efnahags- og viðskiptaráðherra um dóm Hæstaréttar.