Varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum

Fimmtudaginn 16. febrúar 2012, kl. 11:14:38 (5342)


140. löggjafarþing — 58. fundur,  16. feb. 2012.

varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum.

374. mál
[11:14]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Eins og fram kom þegar mælt var fyrir nefndarálitinu í gær tók nefndin umræðu um þau sjónarmið sem komu fram í nefndinni hvort eðlilegt væri að krukka með þessum hætti í ofanflóðasjóð sem er með lögskipað hlutverk um ofanflóð og skriðuföll, að yfirfæra hlutverk þess sjóðs á hættumat vegna eldgosa. Þau sjónarmið komu fram að kannski væri eðlilegra að setja lög um stofnun hamfarasjóðs sem tæki þá á allri náttúruvá.

Hins vegar varð það að niðurstöðu að leysa málið með þessum hætti, þ.e. að binda þetta við þriggja ára verkefni þannig að það væri ekki verið að tala um það að breyta raunverulega hlutverki ofanflóðasjóðs nema þá tímabundið í ljósi þess að þetta mun ekki hafa nein áhrif á fjármögnun þeirra verkefna sem eru í gangi varðandi ofanflóð og skriðuföll nú þegar. Með þeirri fullvissu (Forseti hringir.) gekk nefndin til þess að afgreiða málið með þessum hætti.