Staða lífeyrissjóðanna, munnleg skýrsla fjármálaráðherra

Fimmtudaginn 16. febrúar 2012, kl. 16:52:50 (5420)


140. löggjafarþing — 58. fundur,  16. feb. 2012.

staða lífeyrissjóðanna, munnleg skýrsla fjármálaráðherra.

[16:52]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er alveg rétt að áfallnar skuldbindingar lífeyrissjóðs A-deildarinnar eru 4 milljarðar. Ég gat þess áðan að lífeyrissjóðurinn fjárfesti — (Gripið fram í.) Nei, áfallnar. (Gripið fram í: Hvað með …?) Já, heildarskuldbindingar inn í framtíðina, loka sjóðnum og engar greiðslur koma inn. Þá erum við að tala um aðrar skuldbindingar og þá yrði það í öllum lífeyrissjóðunum að sjálfsögðu.

Ég minnti á það áðan að lífeyrissjóðurinn fjárfestir fyrir 2 milljarða í mánuði hverjum, bara svo við höfum þessi stærðarhlutföll rétt.

Það sem sett var í lögin og fyrir lífeyrissjóðina almennt var að ef munurinn á tryggingafræðilega metnum eignum annars vegar og skuldbindingum hins vegar fer yfir 10% á að breyta iðgjaldinu. Sú lagabreyting var sett til bráðabirgða vegna hrunsins að þetta hlutfall var hækkað upp í 15%. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef hefur lífeyrissjóðurinn aldrei brotið lög hvað þetta snertir, ég vísa hér í A-deildina, vegna þess að þessi munur núna er undir 15%. Ég held að hann liggi í 12%.

Mér skilst að tillaga hafi komið fram á síðustu missirum frá launamönnum þess efnis að iðgjaldið yrði hækkað, en það er ekki verið að brjóta lög. Það var sett inn ákvæði til bráðabirgða um 15% en tillagan mun hafa komið fram. Lög hafa ekki verið brotin.