Matvæli

Þriðjudaginn 28. febrúar 2012, kl. 14:06:31 (5887)


140. löggjafarþing — 63. fundur,  28. feb. 2012.

matvæli.

488. mál
[14:06]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Ég vildi bara benda á að þetta er eitt af þessum þingmannamálum sem hafa náð í gegnum þingið. Það er lagt fram af hv. þm. Siv Friðleifsdóttur, fyrst sem þingsályktunartillaga. Úr henni varð til frumvarp sem atvinnuveganefnd skilaði frá sér inn í þingið um sama mál, tillögu að lagabreytingu og síðan var því fylgt eftir í gegnum þingið af hálfu atvinnuveganefndar og í samræmi við það talsmannakerfi sem var komið hér á með nýjum þingsköpum. Það sýnir að þetta kerfi er að virka, þingið getur unnið miklu betur saman en það hefur gert hingað til og það er fagnaðarefni að þetta mál skuli vera komið í höfn. Vonandi verða þau fleiri.