Matvæli

Þriðjudaginn 28. febrúar 2012, kl. 14:07:19 (5888)


140. löggjafarþing — 63. fundur,  28. feb. 2012.

matvæli.

488. mál
[14:07]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Við erum núna loksins að afgreiða héðan endanlega breytingar á löggjöf um matvæli. Það verður til þess að hægt verður að taka upp svokallað Skráargat, sem er norrænt hollustumerki, og ég fagna því að þingmenn úr öllum flokkum voru á þessu máli. Síðan tók atvinnuveganefnd það upp hjá sjálfri sér að samþykkja ekki einungis þingsályktunartillöguna og leggja til að hún yrði samþykkt hér í þarsíðustu viku heldur fór hún lengra og flutti lagafrumvarp sem við erum núna að afgreiða að lokum.

Ég fagna þessum nýju og bættu vinnubrögðum og tel að þingið sýni með þessu mikla framsýni, aukinn styrk og aukna getu til að vinna hratt og vel að góðum málum og koma þeim í höfn í sátt og samlyndi. Ég þakka samflutningsmönnum málsins, atvinnuveganefnd og talsmanni nefndarinnar í málinu, (Forseti hringir.) Þór Saari, fyrir glæsileg vinnubrögð.