Farsýslan, stjórnsýslustofnun samgöngumála

Þriðjudaginn 20. mars 2012, kl. 17:31:54 (6646)


140. löggjafarþing — 75. fundur,  20. mars 2012.

Farsýslan, stjórnsýslustofnun samgöngumála.

272. mál
[17:31]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Ég heyri að hæstv. ráðherra setur ákveðinn fyrirvara við þann sparnað sem muni hugsanlega nást fram með markmiðum laganna og ég held að við séum algjörlega sammála þar.

Mig langar að koma með ábendingu til hæstv. ráðherra, fremur en spurningu. Ég geri mér grein fyrir því, eins og hæstv. ráðherra sagði, að það verða kannski ekki miklir fjármunir til þegar þessar stofnanir verða sameinaðar. Því vil ég benda hæstv. ráðherra á að skoða það mjög ítarlega sem ég kom inn á í ræðu minni áðan hvort hægt verði að nýta starfsstöðvar Vegagerðarinnar og Siglingastofnunar á landsbyggðinni, færa til og nýta það húsnæði sem fyrir hendi er og styrkja þá starfsemi sem fyrir er. Það mundi einmitt flýta fyrir því að ná þeirri hagræðingu sem hér er stefnt að, að nýta það húsnæði (Forseti hringir.) og þá innviði sem fyrir eru á landsbyggðinni hjá þessum tveimur stofnunum.