140. löggjafarþing — 77. fundur,  27. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[20:48]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því og ég get ekki alveg sagt að ég sé sleipur á svellinu með þessa túlkun. En það er eitt sem sessunautur minn, hv. þm. Ásmundur Einar Daðason, kom inn á við mig áðan, þetta ákvæði leysir eitt vandamál og það er það að ef þjóðin segir já við þessu og framkvæmdarvaldið fer eftir því við smíði nýrrar stjórnarskrár eru vandamál sem tengjast óbyggðanefnd algjörlega úr sögunni. Þá er þetta allt saman komið í ríkiseign og þá þarf ekkert að eiga við bændurna lengur. Þá er bara afréttin tekin af þeim og forn landamerki skipta engu máli lengur. Við gætum lagt niður óbyggðanefnd og sparað einhvern pening sem við getum notað í þjóðaratkvæðagreiðslur. [Hlátur í þingsal.]