140. löggjafarþing — 77. fundur,  27. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[21:47]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (andsvar):

Já, ég held að það sé alveg hárrétt, það er verið að skauta fram hjá mörgum stórum málum í þessari þingsályktunartillögu eins og til að mynda stöðu forseta Íslands. Varðandi það mál hefur nú verið ákaflega sérstakt að fylgjast með málflutningi hv. stjórnarþingmanna, margra hverra, gagnvart forsetaembættinu og gagnvart stöðu forseta Íslands. Ég held klárlega að það sé eitthvað sem ætti heima þarna. En í grunninn er það alvarlegast við þessa þingsályktunartillögu og þetta ferli allt saman að stjórnarskráin, þetta mikilvæga plagg sem er grunnurinn að öllu hér, skuli vera komin í þann farveg að ríkisstjórnin sé búin að gera hana að pólitísku máli og sé að nota hana í (Forseti hringir.) einhverjum popúlískum tilgangi.