140. löggjafarþing — 77. fundur,  27. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[23:26]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ágætt svar en mig langar að bæta við. Hann talar um ríkiseign og ég spyr: Getur hann ekki séð fyrir sér þjóðareign þar sem íbúarnir fá eignina, íbúarnir sem búa í landinu eftir einhverjum skilgreiningum? Gæti það ekki verið ígildi þjóðareignar að dreifa einhverjum auðlindum á íbúana eins og gert hefur verið sums staðar? Mér skilst að í Kanada hafi menn dreift olíuauðnum á íbúana. Er það ekki miklu nær skilgreiningunni að vera þjóð en hæstv. sjávarútvegsráðherra?