140. löggjafarþing — 78. fundur,  28. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[10:40]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Í gærkvöldi urðum við vitni að einhverjum ómerkilegustu klækjabrögðum þingsögunnar. Á þeim ber Ragnheiður Elín Árnadóttir ábyrgð. Engin málefnaleg rök liggja fyrir því að málum sé ekki vísað til nefndar. Ef á máli eru meinbugir verða þeir einmitt lagfærðir í nefndinni.

Að lokum vil ég leggja til að skipulögð glæpasamtök verði bönnuð.