140. löggjafarþing — 78. fundur,  28. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[10:44]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég spurði í gær hvort Sjálfstæðisflokkurinn kynni að óttast svar þjóðarinnar við spurningum um aukið vald til almennings og þjóðareign á auðlindum. Klækirnir í nótt benda til að svo sé. Ég segi við sjálfstæðismenn: Hræðist ekki, [Hlátur í þingsal.] heldur leyfið þjóðinni að taka afstöðu til sinnar eigin stjórnarskrár við þær fjölsóttu lýðræðislegu kosningar sem forsetakosningar eru. Takið þess vegna þátt í því að afgreiða þetta mál fyrir miðnætti á morgun og aukið sóma þessarar stofnunar. Ekki veitir af. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)